Morgunblaðið - 25.10.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 25.10.1983, Síða 48
 Bítlaæðið ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 Hugmynd fjármálaráðherra á Alþingi: Skuldir sjávarútvegs við opinbera sjóði strikaðar út Albert Guðmundsson sló fram þeirri hugmynd í efri deild Alþingis gær, að skuldir sjávarútvegs við opinbera sjóði verði strikaðar út. Tap viðkomandi sjóða, ef gengið yrði að sjávarútvegsfyrirtækjum, yrði hvort eð er mjög mikið. Ef horft er til sjávar, sagði ráð- herra efnislega, til veiða og vinnslu, undirstöðuatvinnuvega okkar, blasa við skuldakvaðir í öll- um áttum, sem atvinnugreinin ræður ekki við að óbreyttu. Þegar við horfum til upplandsins, til þeirrar aðstöðu hvers konar sem þjóðin býr við, blasir hinsvegar við okkur sú auðlegð, sem mest- part var til sjávarútvegsins sótt. Það vekur furðu að undirstöðu- greinin, sem velferð þjóðarinnar hvílir á, skuli þannig vafin skulda- fjötrum. Þess vegna lét ég svo um- mælt á fundi í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld, að sú hugmynd væri skoðunar verð, hvort ekki ætti að gefa eftir skuldir þessa undir- stöðuatvinnuvegar við opinbera sjóði, og skapa sjávarútveginum nýjan grunn til byggja á. Hafa yrði i huga, sagði ráðherra, að skuldir sjávarútvegs væru vax- andi, hlæðu utan á sig, og þar kæmi, að eitthvað þyrfti að gera í málinu. Gangi sjávarútvegsfyrir- tæki undir uppboðshamar, hvert af öðru, er hætt við að tap viðkom- andi yrði hvort eð er mjög mikið. Þau orð fjármálaráðherra, sem hér eru efnislega eftir höfð, vóru sögð í tilefni fyrirspurnar frá Stefáni Benediktssyni (BJ) um fund ráðherrans í Vestmannaeyj- um. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði efnislega, að þeir peningar, sem t.d. Fiskveiða- sjóður hefði lánað í sjávarútveg, væru að stærstum hluta erlend lán, en einnig lán frá lánastofnun- um innanlands, þ.e. skuldir, sem ekki yrði komist hjá að greiða með tilheyrandi lánakostnaði. Ef horf- ið væri að hugmynd eftirgjafar yrði jafnframt að gera sér grein fyrir því, hvar taka ætti fjármagn til að borga þessar skuldir. Síldarstemmning við Vestmannaeyjar Þaó var blússandi síldarstemmning á milli lands og Eyja á sunnudaginn I 1 gærkvöldi virtist að vísu eitthvað vera að draga úr veiðinni við Eyjar þegar 15 skipa floti mokaði upp síld þar í einum hnapp, en flotinn var I að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá Veiðieftirlitinu. Lítið hefur hins vegar ■-** steinsnar frá Eyjum og blasti við frá bænum. Þegar kvölda tók óð síldin I verið um að vera fyrir Austurlandi, að sögn Ástráðs, þótt nokkrir báUr aðeins austar eða milli Elliðaeyjar og Landeyjasands. Síldinni fylgir I hafi þar verið að fá síld, einkum í reknet. ávallt sérstök stemmning og það var því gott hljóðið í Eyjamönnum. | Sjá nánar á bls. 29. MorgunblaðiS/Sigurgeir. i Gangstéttin hefur sigið að hluta, þar sem maðurinn féll, og hálka hafði myndast á gangstéttinni — þetta tvennt orsakaði alvarlegt slys á sunnudag. Morgunblaðið/Júlíus. Maður datt í hálku og höfuðkúpu- brotnaði MAÐUR um sextugt höfuðkúpu- brotnaði þegar hann datt illa á hálku blettí, sem myndaðist á gangbraut við Miklubraut, skammt frá Bæjarnesti. Slysið varð í hádeg- inu á sunnudag. Maðurinn var fluttur í slysadeild og þaðan í gjör- gæzludeild Borgarspítalans. Hann gekkst undir aðgerð á höfði. Gangstéttin hefur sigið á kafla þar sem maðurinn féll og skapað slysahættu í hálku. Nú fer vetur í hönd og er full ástæða til þess að vara fólk við hálku, sem myndast á gangbrautum. Bíðum þess bara að leysa landfestar - segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ „VII) HÓFIIM auðvitað rika ástæðu til að fagna þessum fréttum eftir svo langt veiðibann og því sérstaklega að ástand stofnsins hefur batnað þannig að nú er unnt að heimila okkur þessar veiðar á ný," sagði Kristján Kagnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ í gærkvöldi, eftir að sjávarútvegsráðherra hafði lýst því yfir ( kjölfar fundar með fiskifræðingum, að unnt verði að leyfa loðnuveiðar á komandi vertíð. Loðna hefur ekki verið veidd hér við land undanfarin tvö ár, eftir að loðnustofninn hrundi. Ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu hve mikið magn af loðnu verður leyft að veiða. „Loðnuveiðiskipin hafa verið mjög verkefnalítil og þurft að stunda aðr- ar veiðar, sem þau eru ekki heppileg til. Við eigum yfir 50 sérhæfð skip til þessara veiða, sem geta afiað mikið á stuttum tíma. Við bíðum þess bara að mega leysa landfestar," sagði Kristján ennfremnur. Kristján sagðist meta það mikils að Hafrannsóknastofnunin hefur leyft þeim að fylgjast með gangi þessa máls og sagðist telja það mik- ils virði að sem best samstarf væri milli þessara aðila. „Ég vona að það sem ákveðið verð- ur núna geti orðið til endurákvörð- unar í janúar. Loðnuafurðir eru nú i mjög góðu verði, svo við væntum mikils af þessum veiðiskap fyrir takmarkaðan hluta af flotanum. Þetta er engin björg fyrir okkar út- vegsmál í heild en þetta er mikið atriði fyrir þessi 50 skip, sem þessar veiðar hafa fengið að stunda," sagði Kristján að lokum. „Tel ad um arðbærar loðnuveiðar verði að ræða“, á bls. 29. Guðmundur J. féll yið kjör á þing SÞ Þingflokkur Alþýðubandalagsins: GUDMUNDUR J. Guðmundsson alþingismaður og formaður Verka- mannasambands íslands, sem rétt náði kjöri sem landsfundarfulltrúi Reykvíkinga á landsfundi Alþýðubandalagsins, á hlutkesti fyrir helgi, féll í kjöri innan þingflokks Alþýðubandalagsins í gær. Kosið var milli hans og Ragnars Arnalds þingflokksformanns um setu á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna og var Guðmundur felldur með þremur atkvæðum gegn sjö atkvæðum sem Ragnar fékk. Mbl. er kunnugt um að þessi itrekaða afgreiðsla Alþýðu- bandalagsmanna á verkalýðs- leiðtoganum á eftir að hafa al- varlegar afleiðingar í för með sér fyrir flokkinn, því Guðmundi mun nú þykja mælirinn fullur. Verkalýðsleiðtoginn var þung- ur á brún er hann kom af þing- flokksfundinum í gær, en sam- kvæmt heimildum Mbl. leystist fundurinn upp án afgreiðslu næsta máls á dagskrá eftir að niðurstöður í atkvæðagreiðsl- unni lágu fyrir. Guðmundur hefur reiknað með því frá í sumar að verða fulltrúi Alþýðubandalagsins á þingi Sameinuðu þjóðanna, en fyrir skemmstu bar þingflokks- formaðurinn Ragnar Arnalds fram ákveðnar kröfur um að fá að fara á þingið. Hann mun hafa borið því við, að hafa ekki setið þingið allt frá árinu 1968, en Guðmundur J. hefði setið þar síðan. í mót var á það bent, að Ragnar Arnalds hefði ítrekað í fjármálaráðherratíð sinni setið fundi erlendis, bæði í Bandaríkj- unum og víðar og hefði því enga ástæðu til að kvarta yfir fáum utanferðum. Auk atkvæðis Guðmundar sjálfs mun Garðar Sigurðsson hafa greitt honum atkvæði og töldu menn að þriðja atkvæðið væri frá Svavari Gestssyni formanni flokksins, en hann hef- ur ítrekað reynt að bera klæði á vopnin í þessari sundrungu svonefnds verkalýðsarms og menntamannaklíku flokksins. Það virtist þó koma mönnum á óvart að Guðmundur skyldi ekki fá fleiri atkvæði og skýringar talið að leita í þeirri staðreynd, að ef Guðmundur hefði orðið ofan á hefði þingsæti hans verið fyllt af Ólafi Ragnari Grímssyni á meðan á utanferðinni stæði. Þarna er nafn Guðrúnar Helga- dóttur sérstaklega nefnt. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að Halldór Blön- dal alþingismaður verði fulltrúi hans á þinginu. Samtök um kvennalista ákváðu á þing- flokksfundi sínum í gær að Kristín Ástgeirsdóttir blaða- maður verði fulltrúi þeirra. Hafa þá allir þingflokkarnir tilnefnt fulltrúa sína, en Mbl. hefur áður skýrt frá hverjir verða fulltrúar hinna flokkanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.