Morgunblaðið - 25.10.1983, Side 37

Morgunblaðið - 25.10.1983, Side 37
þó slíkt svo ég viti. Hann minntist þeirra Steinunnar og Sveins reyndar ótrúlega oft og ætíð vel en þó sérstaklega hennar og með að- dáun enda konan einstök, þótt ekki væri annað talið en að hún tók að sér systkinabörn sín þegar móðirin dó. Slíku fá ekki orð lýst. Sveinn var mikill athafnamaður. Auk bakarísins rak hann á þess- um árum stórbú í Laugarnesi og gerði jafnframt út togara. Stráksi kynntist því í uppvextinum alls kyns almennri vinnu og rifjaði iðulega upp atvik frá því tímabili. Skemmtilegasta sumar ævinnar sagði hann þó tvímælalaust vera þegar hann 13 ára fór sem létta- drengur á síldarbát. Síld var þá fyrir öllu Norðurlandi og lagt upp á flestum stöðum þar. Ekki var nú alltaf verið að þvo sér, skipta um föt eða greiða sér. Þegar sóðaskap- urinn keyrði úr hófi tók þó stýri- maðurinn í taumana og svo var am.k. skömmu áður en siglt var inn á Reykjavíkurhöfn um haust- ið. Þetta hafði verið dýrðarinnar sumar. Skólagangan lá um Miðbæjar- barnaskólann í Iðnskólann og þar að sjálfsögðu í bakaraiðn. Menntaskólinn var Guðmundi víðsfjarri á þessum árum. Þangað fátt að sækja er að gagni kæmi. Lífið var fótbolti, aðrir leikir og stundargaman, raunar flest annað en nám í skóla. Mér þykir reyndar, sem skólinn hafi hvergi nærri náð að fullnægja þekkingarþörfinni og því hafi Guðmundur fljótlega þurft að sækja á Önnur mið til andlegrar fullnægju. Fyrir valinu varð skákin fyrir nokkra tilviljun og síðar mannlífið og saga þess. En lífið verður víst fæstum leik- ur einn. Guðmundur kvæntist að námi loknu Þuríði Þórarinsdóttur. Þau stofnuðu heimili og eignuðust með tímanum fimm börn. Alvara lífsins var tekin við og undan henni varð ekki flúið til lengdar og raunar aldrei markmiðið. Bakarfið var starfið, hið daglega sem skil- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 37 aði þurftunum. Það var raunar fangelsi líka. Þangað varð að sækja. Lífið var hins vegar mun minna þar þótt í bakaríinu væri starfað oft langan dag. Nei, lífið hófst ekki fyrr en að loknum starfsdegi og lífsnautnin var skák- in, nánast í hvaða gervi sem hún birtist, mannamót og gleðskapur. Guðmundur hafði gaman af fólki og sögum af fólki og þó sérstak- lega kynlegum kvistum. Hann var ótrúlega minnugur á slíkt og raunar flest það sem honum þótti nokkurs vert, en þóttist fljótur að gleyma hinu. Guðmundur var hátt á fimm- tugsaldri þegar mér skaut inn í líf hans, heimili og heimilislíf, sem bar ótvíræð merki lífsstarfs og áhugamála húsbóndans. Þannig átti það áreiðanlega að vera, þótt ekki væri af hans hálfu. Hann var þó alla jafna hægur á heimili, allt að því fáskiptinn stundum, hin síðari ár. Ég kynntist Guðmundi hægt. Við ræddum fátt fyrstu ár- in, áttum líklega lítið vantalað, tókum góðan tíma í kynninguna sem varð þó býsna góð með árun- um. Hann studdi mig vel þegar á þurfti, en samskiptin voru flest í eina átt, frá honum til mín. Slíkt eitt og sér vérður víst seint til var- anlegra gagnkvæmra kynna, en ég mannaðist og viðhorfin breyttust. Guðmundur var á fyrri árum vinamargur, einstaklega mann- blendinn og vildi hafa marga í kringum sig, en vinnutími bakar- ans leyfir slíkt tæpast. Það þarf þrek til þess að fara upp kl. 3 á nóttu, vinna fram á miðjan dag eða lengur, setjast að tafli um kvöldið og ætla sér að tefla af viti, þannig kvöld eftir kvöld. Dæmið gengur ekki upp, var hann vanur að segja. Síðari árin breyttist líf hans nokkuð. Þátttaka hans varð önnur og samferðafólki fækkaði. Hann snerist inn á við, gekkst upp SJÁ NÆSTU SÍÐU Andrews hitablásarar fýrirsaseðaolíu eru fáanlegir í fjölmörgum stærðum og gerðum Algengustu gerðireru nú fyrirliggjandi Skeljungsbúðin / Suóuriandsbraut 4 sm 38125 Verðhugmynd: Tilbúið 138 einbýlishus, án mnrétlmga 1.012.797.- Afgreiftslufrestur: 3 mán Afhendist: a) Fokhelt b) Meö loftklæðningu og einangrun c) Með milliveggjum og hljóðeinangrun d) Eða fullklárað með öllum innréttingum Vifthæiur: Bílskúrar, dyraskyggm, skjólveggir, sorpgeymslur o.tl. Svei&janleiki: Fjöldi teikninga, möguleikar á breytingum á þeim, t.d. á gluggum og milliveggjum. Sérteiknum einingahús fyrir þá sem þess óska. Það er enginn vandi að framleiða hlægilega ódýr einingahús. Kúnstin felst í að spara á öllum sviðum; í efniskostn- aði, í vinnu, í frágangi, í uppsetningu. Gallinn er bara sá að enginn vill eiga hlægilega ódýrt hús. Þess vegna hefur ösp alla tíð lagt höfuðáherslu á að framleiða vönduð og falleg hús, og ekki látið sparnaðar- sjónarmið stjórna gerðum sínum. Við eyddum t.d. talsverðu í hönnun húsanna. Ekki bara vegna útlitsins heldur einnig vegna þess að með góðri hönnun má á skömmum tíma spara miklar upphæðir með lægri hitunarkostnaði og betri nýtingu. Við spöruðum heldur ekkert þegar við völdum 6" þykka glerullareinangrun í útveggi og 8" þykkaglerullareinangrun í loft húsanna. Við hefðum líka getað valið ódýrari við í grindina en 11/2x6 fyrsta flokks furu, ódýrari klæðningu að utan en 1/5 standandi óhefluð furuborð, og ódýrari inniklæðningu en 10 mm vatnsþolnar spónarplötur. Og hljóðeinangrunin milli herbergja kostaði líka sitt. Svona getum við haldið lengi áfram. En mesta vinnu lögðum við samt í að koma þessu þannig fyrir, að verðið færi ekki upp úr öllu valdi. Þess vegna eru Aspar-húsin þrátt fyrir allt ódýr. Og það sem meira er: Þau spara ómetanlega fjármuni með tímanum vegna góðrar nýtingar, lítils viðhalds og lágmarks kyndingarkostnaðar. Ódýrasti bíllinn á bílasölunni er ekki þegartil lengdar lætur ódýrasti kosturinn. Það sama á við um einingahúsin. Söluaðili í Reykjavík: Kaupþing hf., Húsi verslunarinnar. - Sími 86988 * Aspar-hús Ef gott verð skiptir þig máli Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.