Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 39 Minningarorð: Margrét Bjarnadóttir F&'dd 10. nóvember 1892 Dáin 17. október 1983 Því fólki fækkar nú óðum, sem var kjölfesta bernskuumhverfis og miðdepill tilveru okkar. Fólkið sem fæddist um og eftir síðustu aldamót, hóf lífsbaráttu sína al- mennt við kröpp kjör og lagði grunn að nútímaþjóðfélagi svonefndrar velferðar. Fólkið sem fyrst og fremst gerði kröfur til sjálfs sín og stóð á eigin fótum þegar á móti blés. Fólkið sem kunni að njóta og nýta, það sem afrakstur erfiðis dagsins gaf. Aldamótakonan Margrét Bjarnadóttir hefur kvatt, einn þeirra einstaklinga sem skóp mynd í huga barnsins á þann veg, að oft er staldrað við. Minnst er persónuleika, sem hafði fastmót- aðar skoðanir, hreinskilin hver sem í hlut átti, seint bornar til- finningar á torg út, en umfram allt kona sem helgaði líf sitt börn- um sínum og heimili. Föðursystir okkar, Margrét Bjarnadóttir, fæddist að Móakoti á Vatnsleysuströnd árið 1892, dóttir hjónanna Kristínar Jóns- dóttur og Bjarna Sigurðssonar sem þar bjuggu. Börn þeirra hjóna auk Margrétar voru synirnir Jón, Þórður og Sigurður sem nú eru allir látnir. Þá ólst upp hjá þeim hjónum Helgi Guðlaugsson. Mar- grét ólst upp við þau lífsviðhorf, þar sem tilveran mótaðist fyrst og fremst við öflun viðurværis sem nánasta umhverfi gaf af sér. Árið 1920 gekk Margrét að eiga sveitunga sinn, Ingvar Gunnars- son frá Skjaldarkoti, sem þá hafði lokið kennaraprófi. Fluttust þau hjónin til Hafnarfjarðar, þar sem Ingvar starfaði allt til æviloka, sem kennari við barnaskólann þar. Þremur árum síðar fluttust foreldrar Margrétar, ásamt föður okkar, til Hafnarfjarðar, en þá hófst sambýli sem varði rúmlega 30 ár, að Hverfisgötu 37, sem var heimili Margrétar æ síðan. Sam- býlið við fjölskyldu Margrétar er í huga okkar á neðri hæðinni tengt virðingu og vináttu. Samfélag sem kallað hefur fram umhyggju, þar sem reynt var að endurgjalda nærveruna og góðar minningar frá unglingsárum. Heimili þeirra hjóna, Margrétar og Ingvars, var menningarheimili, sem bar vott um kvendyggðir góðrar húsmóður og þar sem jafn- ræði ríkti milli hjóna. Heimilið sýndi að húsmóðirin bjó yfir mikl- um listrænum hæfileikum við allt sem að útsaum sneri. Var Margrét afkastamikil á þessu sviði. Þeim hjónum varð 4 barna auðið, Krist- ín gift ólafi Á. Örnólfssyni, Árni giftur Gerði Garðarsdóttur, Gunnar giftur Rögnu Pálsdóttur og Ingibjörg gift Halldóri Jó- hannssyni. Ótímabært fráfall heimilisföð- urins fyrir 22 árum olli miklum þáttaskilum í lífi Margrétar. Börnin höfðu þá stofnað sín eigin heimili, og upp frá því bjó Margrét einsömul að heimili sínu þar til fyrir 7 árum, að heilsu hennar hrakaði svo að hún þurfti að fara á sjúkrahús. Þann 17. október sl. lauk langri bið, þegar líf manns er aðeins orð- ið þjáning og vistunin löng og ströng, verður dauðinn sem oft veldur svo sárri kvöl, allt í einu aufúsu gestur. Dvöl Margrétar síðustu 7 árin á St. Jósefsspítala varð bið þess sem koma skal. Að- hlynning og umönnun starfsfólks þess sjúkrahúss öll árin, sem Margrét dvaldi þar, eru nú þökk- uð. Móðir okkar þakkar Margréti mágkonu sinni samfylgdina og er nú lokið innliti á St. Jósefsspítala öll árin sem Margrét dvaldi þar. Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum föðursystur okkar líka samferðina og það sem hún var okkur. Sem móðir hún býr í barnsins mynd. Það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. Og víkja skal hel við garðsins grund, því guð vor hann er sá sterki. EB. Fjölskyldunni biðjum við guðs blessunar. Sigurður Þórðarson VOLKSVffiGEN GOLF Þýskur bíll sem allir þekkja Framhjóladrif - Halogen höfuóljós - Aflhemlar - Höfuöpúóar Þynnuöryggisgler f framrúóu - Rúlluöryggisbelti Rafmagns- og fjöðrunarkerfi eru sérstaklega útbúin fyrir íslenskt veðurfar og vegi. Rúðuþurrka á afturrúðu Orö sem í hugum íslendinga hefur löngum kveikt aðeins eina fiugmynd: Steinsteypa En tímarnir breytast. Aukin áhersla almennings á heilbrigt og lifandi umhverfi hefur leitt til sívaxandi vinsælda annars konar fjárfestingar: Tímburhús Reynsla undanfarinna ára sýnir að vinsældir Aspar-einingahúsanna eru engin tilviljun. Þau eru ekki aðeins lifandi og hlýlegar vistarverur, heldur örugg fjárfesting að auki. í bílaviðskiptum nægir þér ekki sú vitneskja að bíllinn sé sterkur, sparneytinn, vel hannaður og þurfi lítið viðhald. Þú leiðiróhjákvæmilega hugann að endursölumöguleikunum. Og á viðsjárverðum tímum í íslensku efnahagslífi er skynsamlegt að beita nákvæmlega sömu aðferðum í fasteignaviðskiptum. Hugaðu að því hvort þú færð gott verð fyrir húsnæðið sem þú ert að hugsa um að kaupa. Berðu það svo saman við endursöluverð Aspar-húsanna. Aspar-einingahúsin eru hönnuð og smíðuð fyrir íslenskar aðstæður, - fyrir þarfir íslenskra fjölskyldna. Þau eru byggð á bjargi - þess vegna vinnur tíminn með þeim. Veröhugmynd: Ttlbuiö 138 m‘ einbylishus, án mnrettinga: 1.012.797,- Afgreiöslufreslur: 3 mán Afhendist: a) Fokhett b) Með loftklæðningu og einangrun c) Með milltveggjum og hljóðetnangrun d) Eða fultklárað með öllum innréttingum Vidbæiur: Bilskurar. dyraskyggni. skjolveggir sorpgeymslur o fl Sveigjanleiki: Fjöldi teikninga. möguleikar á breytingum á þeim. t.d. á gluggum og milliveggium Sérteiknum etnmgahús fynr þá sem þess óska Söluaðili í Reykjavík: Kaupþing hf., Húsi verslunarinnar. - Sími 86988 Aspar-hús Ef góð fjárf csting skiptír þig máli Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.