Morgunblaðið - 25.10.1983, Page 3

Morgunblaðið - 25.10.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 3 „My Fair Lady“ hjá LA: Hópaf- sláttur á sýningar LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýndi sl. föstudag söngleikinn „My Fair Lady“. Söngleikurinn er sýndur fimm sinnum í viku, á þriðjudög- um, fimmtudögum, röstudögum, laugardögum og sunnudögum. LA býður hópum, sem í eru tuttugu manns eða fleiri, upp á afslátt sem er kr. 50 af miða- verði. Þá bjóða Flugleiðir einnig upp á helgarpakka til Akureyr- ar. Er innifalið í hverjum pakka gisting i tvær nætur, aðgangs- miði á sýningu og eins er hægt að fá kvöldverð á undan sýningu í Sjallanum eða Smiðjunni. Kostar slík ferð um kr. 3000. Samskonar helgarpakkar eru einnig á boðstólum til Reykja- víkur og eru þá innifaldar sýn- ingar hjá íslensku óperunni eða Þjóðleikhúsinu. Að lokinni velheppnaðri frumsýningu á My Fair Lady á Akureyri sl. föstudagskvöld. Vala Kristjánsdóttir (Lh.) sem lék Elísu á sýningu Þjóð- leikhússins 1962 og Ragnheiður Steindórsdóttir, sem leikur Elísu í upp- færslu Leikfélags Akureyrar. Morgunbl»ftið/Páll Pálsson. Bræður hafa viður- kennt póstþjófnaðinn TVEIR bræður hafa viðurkennt að hafa brotizt inn f verzlunina Björk á Hvolsvelli og stolið þaðan tveimur póstpokum, sem í voru almenn bréf og ábyrgðarbréf. Auk þess stálu þeir peningum og tóbaki. Þeir voru handteknir á laugar- dag og viðurkenndu við yfirheyrsl- ur að hafa brotizt inn í verzlunina og einnig að hafa stolið Volvo- bifreið, sem þeir notuðu við þjófn- aðinn og stórskemmdu. Þeir höfðu farið í gegn um póstinn í von um að finna fé og síðan kastað bréfun- um. Annar þeirra hafði verið færður til yfirheyrslu vegna rann- sóknar RLR á málinu en þá neitað allri aðild að þjófnaðinum. Bræðurnir eru 21 árs og 17 ára gamlir. Sá eldri hefur verið sendur að Litla-Hrauni til þess að afplána dóm, sem hann sat inni fyrir, en var sleppt til reynslu. Hinum yngri var sleppt úr haldi, en var handtekinn á ný í gærmorgun vegna gruns um innbrot í Hrað- frystistöðina við Mýrargötu. Við húsleit heima hjá piltinum fund- ust munir sem stolið var úr Hraðfrystistöðinni. Þá fundust ýmsir munir, sem líklegt er talið að séu stolnir. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur gert kröfu um gæzluvarð- hald yfir piltinum. Bræðurnir hafa oftsinnis komið við sögu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Níu ára drengur: Fékk flís úr naglabyssu- skoti í lærið NÍIT ára gamall drengur fékk flís úr naglabyssuskoti í læri og gekk flísin inn ad beini. Atvikið átti sér stað fyrir skömmu. Drengur- inn var fluttur í slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð til þess að ná flísinni úr lærinu. Atvik eru þau að drengurinn fann naglabyssuskot og sló í hvellhettuna með steini. Nagl- inn skaust með miklu afli úr hvellhettunni. Má telja mildi að það lenti ekki í drengnum, en flís úr naglanum lenti í læri hans með fyrrgreindum afleið- ingum. Guðmundur Árnason yfirlæknir látinn GUÐMUNDUR Árnason yfírlæknir lyfjadeildar Sjúkrahúss Akraness lést í Borgarspítalanum að kvöldi 19. október. Hann var fæddur 28. nóvember 1925 að Kjarna í Arnarneshreppi, sonur hjónanna Árna Ólafssonar sýsluskrifara á Akureyri og konu hans, Valgerðar Rósinkarsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1945 og kandídatsprófi f læknisfræði 1953. Var við framhaldsnám í lyf- lækningum og við læknisstörf f Svíþjóð á árunum 1957—1965. Starfandi læknir á Borgarspítal- anum á árunum 1965—1973 er hann tók við starfi yfirlæknis á lyfjadeild Sjúkrahúss Akraness, en þar var hann til dauðadags. Eftirlifandi kona hans er Stef- anía Þórðardóttir og áttu þau tvo syni. Tvítug kona skarst á auga TVÍTUG kona skarst á auga þegar til átaka kom í veitingahúsinu Þórs- café aðfararnótt sunnudagsins. Hún var flutt í slysadeild Borgarspítalans og þaðan f Landakot, þar sem hún gekkst undir aðgerð. Tildrög eru þau að til átaka kom með tveimur mönnum f Þórscafé. Konan ásamt ýmsum öðrum gekk í milli mannanna. Atvik eru óljós, en konan fékk glerbrot í augað. Óljóst er hvort hún var slegin, eða einhver óviljandi rak glas í andlit hennar, með fyrrgreindum afleið- ingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.