Morgunblaðið - 25.10.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983
47
Erlend langtíma-
lán hækkuðu mest
1981 og 1982
„Kaupmáttur einkaneyzlu nær þrefaldur
frá 1953,“ sagði forsætisráðherra
• Fundir vóru í báðum þingdeildum í g«r. Allur fundatími neðri deildar
fór í framhaldsumræðu um frumvarp til staöfestingar á bráðabirgöalög-
um frá því í vor um launamál. Karvel Pálmason (A) og Hjörleifur
Guttormsson (Abl.) fluttu langar ræður, sem fólu í sér tvo meginpunkta,
annarsvegar gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir „skerðingu samningsréttar",
hinsvegar gagnrýni á „skertan kaupmátt launa'*.
• Karvel Pálmason (A) sagði
kaupmátt launa hafa skerzt um
25-30%. Þar af hefði 11%
skerðing verið komin til í tíð
fyrri ríkisstjórnar. Á sama tíma
hefði „matarreikningur vísitölu-
fjölskyldunnar" hækkað um 40%
og gjaldskrár opinberrar þjón-
ustu, sem skrifa yrði á reikning
ríkisstjórnarinnar, um rúmlega
40%.
Karvel Pálmason sagði rétt
vera að vandi þjóðarinnar væri
mikill og aðgerða þörf. Þær að-
gerðir ættu hinsvegar að vera
samátak gert í samráði við
launafólk. En launþegar geta
ekki gengið til samráðs við ríkis-
stjórnina „bundnir á höndum og
fótum". Fyrst verður að fella
niður skerðingu samningsréttar.
• Hjörleifur Guttormsson spurði
m.a. um afstöðu Gunnars G.
Schram (S), formanns BHM, og
Péturs Sigurðssonar (S), for-
svarsmanns sjómanna, sem og
formannskandídata Sjálfstæðis-
flokksins til umræddra bráða-
birgðalaga.
••Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, svaraði fyrir-
sprunum frá Svavari Gestssyni.
Verðbætur á laun hefðu verið
skertar í Noregi 1978—1979,
Hollandi 1976 og einnig í Frakk-
landi með svipuðum hætti og
hér.
Forsætisráðherra sagði rangt
hjá Svavari að kaupmáttur væri
kominn niður á sama stig hér-
lendis og 1953. Kaupmáttur,
mældur á mælikvarða einka-
neyzlu, hefði verið 87,9 1953
(miðað við 100 1960) en yrði 233,0
1983, þrátt fyrir skerðingu frá
1982. Kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna hefði verið 98,2 1953 en
yrði 201 1983, en hefði hinsvegar
verið 233 1982. Kaupmáttur
einkaneyzlu væri því langleiðina
í þrefalt meiri í ár en 1953.
Forsætisráðherra sagði það
einnig rangt hjá Svavari Gests-
syni að aldrei fyrr hefðu verð-
bætur launa verið skertar til 2ja
ára. Vísitölubætur á laun hafi
ekki verið hér á árabilinu
1960-1964.
Ráðherra sagði bráðabirgða-
lögin ekki banna vinnustöðvanir,
en deilur geti staðið um fleira en
krónutölu launa á vinnumarkaði.
Ráðherra sagði ennfremur að
yrðu laun hækkuð, umfram
greiðslubyrði framleiðslunnar,
t.d. í sjávarútvegi, væri það
krafa um gengislækkun og nýtt
verðbólguskrið.
Þá sagði ráðherra að aukning
langra erlendra lána hefði mest
orðið 1982, 22%, og næstmest
1981,18%.
Happdrœtti og verðlaunasamkeppni SÁA
SÁÁ HEFUR efnt til skyndihapp-
drættis til ágóða fyrir hina nýju
sjúkrastöð samtakanna, en bygg-
ing hennar er á lokastigi. Vinn-
ingar eru 10 Saab GLS 900-bif-
reiðir, að verðmæti samtals lið-
lega 4,5 milljónir króna. Samhliða
er efnt til samkeppni um nafn á
sjúkrastöðina. Sérstök dómnefnd
fjallar um þær tillögur sem ber-
ast, en Ferðaskrifstofan Útsýn
býður höfundum þeirra fimm til-
lagna, sem hljóta viðurkenningu, í
tveggja vikna ferð til Costa del
Sol. Dregið verður í happdrættinu
19. nóvember 1983.
Happdrættismiðar með 2 núm-
erum hafa verið sendir öllum kon-
um í landinu, 16 ára og eldri. í
hinu fyrra byggingahappdrætti
SÁÁ var einnig leitað til kven-
þjóðarinnar með þeim ágæta ár-
angri, að bygging sjúkrastöðvar-
innar hefur gengið vonum framar.
Með happdrættismiðunum fylgir
eyðublað fyrir samkeppnina, en
það skal tekið fram, að körlum er
einnig heimil þátttaka. Þá er einn-
ig fyrirtækjum og fleiri aðilum
gefinn kostur á að kaupa miða
með 10 númerum.
(FrétUtilkynning.)
VETRARSKOÐUN
Gildistími 3.10-1.12. 1983
1. Mótorþvottur
2. Viftureim athuguð
3. Mæla hleðslu og rafgeymir
4. Hreinsa rafgeymasambönd
5. Skipt um kerti
6. Skipt um platínur
7. Loftsía athuguð
8. Skipt um bensínsíu
9. Mótorstilling
10. Kælikerfi athugað
11. Mælt frostþol
12. Yfirfara Ijós og stilla þau
13. Rúðuþurrkur ath. - settur á frostvari
VERÐ: (m/söluskatti)
4 cyl. 1.340.00 kr.
6 cyl. 1.707.00 kr.
8 cyl. 1.971.00 kr.
INNIFALIÐ í VERÐI: Vinna - kerti - platínur - bensínsía - frostvari.
gg BIFREIDADEILD SAMBANDSINS VERKSTÆÐI HÖFÐABAKKA 9-SÍMI 85539
GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐA VÖRUM
Nýia^^^^^
hitastillta baðblöndunartækið
slær í gegn fyrir tæknilega hönnun,
fallegt útlit og ótrúlegt verð!
«9*
Stöðugur baðvatnshiti, handstýring á kaldasta og
heitasta vatnshitanum. Bamaöryggi. Auðvelt í notkun,
auðvelt að halda hreinu. Keramik þétting, drýpur því
ekki. Allt þetta fyrir ótrúlegt verð.
Endurnýjið með Danfoss það borgar sig
- svo er það svo þægilegt.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMI 24260