Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 Markakóngurinn ungi — Guömundur Benediktsson úr 6. flokki Þórs. MorBunw»«»/H»ié«r sigurgoirMon Jóhann knattspyrnu- maður Akureyrar - Guðmundur Benediktsson markakóngur Akureyrarmeistarar Þórs í 5. flokki. Akureyrarmeistarar KA í 4. flokki JÓHANN Jakobsson úr KA var kjörinn knattspyrnumaóur Ak- ureyrar. Var kjöri hans lýst í hófi í Sjallanum á sunnudaginn. Þaó er Knattspyrnuráö Akureyrar sem velur knattspyrnumann ársins á Akureyri. Jóhann átti mjög góöa leiki meö KA-liðinu í sumar og átti stóran þátt í því aö liöiö endur- heimti sæti sitt í 1. deild. Jóhann gat ekki veriö viöstaddur verð- launaafhendinguna á sunnudag, þar sem hann er fluttur til Reykjavíkur. Jakobína Káradótt- ir, systurdóttir Jóhanns, tók viö styttunni veglegu, sem nafnbót- inni fylgir, fyrir frænda sinn. Keppnin um titilinn knatt- spyrnumaöur Akureyrar var mun jafnari nú en áður, en þrír leik- menn skáru sig þó nokkuö úr. Varö aö fara fram aukakosning milli tveggja þeirrra áöur en úrslit fengust. Jóhann og Þorsteinn Ólafsson, markvöröur Þórs, uröu jafnir meö 17 stig og Jónas Ró- bertsson varö þriöji meö 16 stig. í aukakosningu sigraöi Jóhann svo Þorstein naumlega. Aörir sem hlutu atkvæöi voru þessir: Nói Björnsson Þór, Hinrik Þórhallsson KA, Gunnar Gísla- son KA, Guöjón Guðmundsson Þór, Guöjón Guöjónsson Þór, Erlingur Kristjánsson KA og Bjarni Sveinbjörnsson Þór. Markakóngur Akureyrar varö Guömundur Benediktsson, leik- maður 6. flokks Þórs, og hlaut hann bikar sem Bílaleiga Akur- eyrar gaf. Einnig voru sigurveg- urum í Akureyrarmótinu veitt verölaun. KA sigraöi í meistara- flokki, sigraöi Þór í báöum leikj- unum, 1. flokki, 2. flokki, 4. flokki og kvennaflokki. Þór varö aftur á móti Akureyrarmeistari í 3. flokki, 5. flokki og 6. flokki. — AS/SH. Yffirlýsing Kendalls: Everton vill fá Brazil Frá Bob H«nn«*ty, fréttamanni Morgunbiaósint í Englandi. HOWARD Kendall, framkvæmda- •tjóri Everton, lýsti því yfir í gær aö hann heföi áhuga á aó kaupa Alan Brazil, en eins og viö sögö- um frá á laugardag hefur Man- chester United einnig mikinn áhuga á honum. Brazil kemst ekki í Tottenham-liöiö, og bendír allt til þess aö hann yfirgefi White Hart Lane fljótlega. Alan Brazil, sem hér sést f leik með Tottenham, hefur ekki tekist að tryggja sér fast sæti í liði fé- lagsins. Ólga hjá Ipswich?: Mariner vill á sölulista Frá Bob HennMsy, fráttamanni Morgunblaðaina á Englandi. PAUL Mariner kraföist þess í gær aö veröa settur á sölulista hjá Ipswich. Eins og sagt er frá á bls. 27 hefur John Wark einnig beöiö um að veröa settur á sölulista þannig aö útlitiö hjá félaginu er ekki beint glæsilegt. „Ég veit ekki hvaö þessir menn eru aö hugsa. Þeir eru báöir meö um 50.000 pund í árslaun fyrir utan bónusa, og þeir vita aö félög eiga í miklum peningavandræöum. Áhorfendum fækkar þannig aö þaö er vonlaust aö láta menn fá launahækkun eins og þeir vilja," sagöi Bobby Ferguson, fram- kvæmdastjóri Ipswich. Mariner hefur skoraö átta mörk í vetur fyrir Ipswich — en þess má geta að hann á þrjú ár eftir af samningi sínum viö félagiö. Hann er ekki lengur fyrirliði liösins. Howe deilir á Nicholas Fré Bob Hennesty, fréttamanni Morg- unbladains é Englandi. CHARLIE Nicholas hefur ekki staðið sig eins vel og menn bjuggust við hjá Arsenal í vet- ur. Þessi mikli markaskorari, sem skoraöi rúmlega 50 mörk fyrir Celtic í fyrravetur, hefur ekki verið markheppinn f vet- ur. „Charlie er alltaf aö gefa ein- hverjar yfirlýsingar. Hann ætti aö fara aö halda sér saman og fara aö hugsa um aö spila fót- bolta," sagöi Don Howe, hinn kunni þjálfari Arsenal, i gær, og var hvassyrtur í garö Nicholas. „Hann hefur ekki sýnt neitt ennþá — en þaö er kominn tími til aö hann geri eitthvað," sagöi Howe. Greinargerð KSÍ vegna Eyjamálsins: „Aö vísa úr keppni... Wunderlich var slakur Fré Jóhanni Inga Gunnarssyni, frétta- manni Morgunblaösins í Þýskalandi Erhard Wunderlich lék aöeins einn leik með vestur-þýska landsliöinu í fjögurra landa keppninni í Danmörku um helg- ina. Síðan þurfti hann aö fara aft- ur til Spénar. Wunderlich étti slakan leik, og telja menn orsök- ina þá að hann sé í lélegri æfíngu. Spánverjar eru meö léleg æf- ingaprógröm — menn æfa þar töluvert lyftingar og eru í jérnum, þannig aö Wunderlich er greini- lega í mun verri æfingu en þegar hann lék í Þýskalandi. Erhard Wunderlich Að undanförnu hefur mikið veriö rætt og ritaö um Eyjamálið svokallaöa og sýnist þar sitt hverjum. Menn viröast ekki á eitt sáttir um ákvöröun aganefndar, heldur ekki sáttir viö ákvöröun stjórnar KSÍ — en til aó koma sjónarmiðum stjórnarinnar é framfæri birtum vió hér greinar- gerð hennar, eftir fundinn, þar sem ákvörðun hennar var tekin:k Stjórn Knattspyrnusambands íslands hefur á fundi sínum í dag rætt aö nýju mál íþróttabanda- lags Vestmannaeyja og úrskurö aganefndar sem kveöinn var upp vegna þátttöku leikmanns ÍBV í leik þess viö UBK, eftir aö aga- nefnd haföi dæmt viökomandi leíkmann í þriggja leikja bann. Stjórnin staöfestir aö aganefnd hefur úrskuróaö eins og etarfs- reglur nefndarinnar mæla fyrir um, þ.e. að ÍBV skul: vísaö úr keppni og sæta sekt aó upphæö kr. 5.000,00. Mismunandi viðhorf og óvissa er uppi um þaö, annars vegar hvernig túlka beri oröalagiö „aö vísa úr keppni" sbr. 6. gr. 8. tölul. starfsreglna aganefndar, og hins vegar hvort ÍBV dæmist úr leik í 1. deild á næsta ári, auk þeirra tveggja lióa sem fæst stig hlutu, og eiga ella aó falla niöur. Samkvæmt lögum um Knatt- spyrnusamband íslands skal stjórn KSÍ fara meö æösta vald í málefn- um sambandsins milli þinga (9. gr.) og stjórnin skal setja nauösynleg bráöabirgöaákvæöi og skera úr ágreiningi um knattspyrnumál (10 gr.). Stjórn KSÍ telur sig hafa vald og skyldu til aö taka afstööu til þessa máls sem hér um ræöir. Fyrir þaö fyrsta lítur stjórn KSÍ svo á, aó aöeins tvö félög skuli færast milli deilda, eins og skýrt er kveöið á um í 21. gr. reglugeröar um knattspyrnumót. Þaö þýöir, aö ef einu liöi er vísaö úr keppni, þá er þaö annaö af þeim tveim liöum sem falla nióur um deild. Þessu til rökstuðnings má Penda á, að ef liö, sem hafnaö hefur í neösta sæti í deild, er vísaö úr keppni, yröi þaö í hæsta máta ósanngjarnt ef þriöja neösta liðiö félli niöur um deild, en sú yröi raunin á, ef litiö er sjálf- stætt á brottvísun úr deild eöa keppni til viöbótar viö þau lió, sem aö öörum kosti eiga aö falla niöur. Á þessu keppnistímabili lenti ÍBI í neösta sæti í 1. deild, en ÍBK í því næstneösta. Þar sem ÍBV hefur veriö vísaö úr keppni, fellur þaö félag niöur í staö ÍBK. I ööru lagi vill stjórn KSÍ túlka orðalagið „að vísa úr keppni“ á þá leiö, aö meö því sé átt viö viökom- andi deild, enda sýnist sú refsing vera eólileg miöaö viö alla mála- vexti og hliöstæö brot. Þetta þýöir aö ÍBV er vísaö úr þeirri keppni, sem þaö hefur tekiö þátt í, þ.e. 1. deildar keppninni, og færist sam- kvæmt því í næstu deild fyrir neö- an, þ.e. 2. deild, keppnistímabiliö 1984. Stjórn KSI samþykkir því eftir- farandi bráöabirgöaákvæöi, sem bætist aftan viö reglugerö um knattspyrnumót: „Keppnistímabiliö 1984 skal liö íþróttabandalags Vestmannaeyja skipa sæti í 2. deild 1. aldurs- flokks." Ákvæöi þetta veröur boriö upp á næsta ársþingi til staófestingar. Auk þess samþykkir stjórn KSÍ aö flytja á ársþingi 1983 tillögu um breytingar á starfsreglum aga- nefndar. Knattspyrnusamband íslands. Firmakeppni Gróttu veröur haldin í íþróttahúsi Seltjarnarness helgarnar 29. og 30. okt. og 5. og 6. nóvember. Þátttaka til- kynnist í síma 25769, Sigrún. Þátttökugjald er kr. 1.750. Grótta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.