Morgunblaðið - 02.11.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 02.11.1983, Síða 1
72 SIÐUR 251. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ms. Kampen, þýzkt leiguskip Eimskíps fórst undan Suðurlandi í gærkvöldi: Sjö menn fórust — var bjargað í íslenzk Ms. Kampen, sem fórst undan Suðurströndinni í gærkvöldi. Skipið yar smíðað fyrir þýzka aðila í ársbyrjun, en hefur verið í leiguverkefnum fyrir Eimskipafélag íslands undanfarnar vikur og átti að afhendast 11. nóvember nk. SEX MÖNNUM var bjargað en sjö fórust er þýzka leiguskipið Karapen frá Hamborg sökk um 22 sjómílur austsuðaustur af Dyrhólaey um klukkan 20.30 í gærkvöldi. öll áhöfn skipsins, sem var þýzk, náðist um borð í nærstödd fiskiskip með að- stoð björgunarsveita Varnarliðsins, sem sendi tvær þyrlur og eina Her- cules-vél á slysstaðinn að beiðni Slysavarnafélags íslands. Hvöss vestanátt og öldurót gerði björgunarmönnum erfitt fyrir og vegna þess reyndist ekki unnt að ná skipbrotsmönnum um borð í þyrlurnar. Þrátt fyrir veðr- ið tókst að láta sjúkraliða sfga um borð í eitt skipanna, til að hlynna að skipbrotsmönnunum, en þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt voru fiskiskipin á leið til Vest- mannaeyja með skipbrotsmennina og voru væntanleg þangað um klukkan 4.30 í nótt. Aðgerðir mótmælenda sagðar á eigin ábyrgð Morgunblaðið sjötíu ára MORGUNBLAÐIÐ er 70 ára í dag. Fyrsta tölublað þess kom út hinn 2. nóvember 1913. A þessum tímamótum skýrir Morgunblaðið lesendum sínum í fyrsta sinn frá áformum um framtíðaruppbygg- ingu blaðsins. Á bls. 33 er skýrt frá fram- kvæmdum við nýtt Morgun- blaðshús, sem hófust sl. sumar en það mun rísa í Nýja miðbæn- um við Kringlumýrarbraut. Fyrsti áfangi þess er prent- smiðjuhús. Þar verður komið fyrir á næsta ári nýrri prentvél, sem Morgunblaðið kaupir frá Þýskalandi, svo og pökkunarvél af fullkomnustu gerð, en frá þessum nýja tækjabúnaði er einnig skýrt á bls. 33. í Morgunblaðinu í dag er nokkurt yfirlit yfir tækniþróun blaðsins sl. áratug, svo og viðtöl við nokkra þeirra, sem komið hafa við sögu blaðsins. En Mbl. gefur þó ekki út sérstakt afmæl- isblað að þessu sinni, enda er stutt í næsta stórafmæli. Á 70 árum hafa sjö menn skipað formannsstöðu í útgáfustjórn Árvakurs hf., sem gefur út Morgunblaðið, þeir Magnús Ein- arsson, dýralæknir, 1919—1922 og 1924—1927. John Fenger, stórkaupmaður, 1922—1924. Garðar Gíslason, stórkaupmað- ur, 1928—1934. Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjar- stjórnar Reykjavíkur, 1934—1952. Hallgrímur Bene- diktsson, stórkaupmaður, frá 1952—1954. Haraldur Sveinsson frá 1955—1968 og Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, sem hefur gegnt því frá 1968. Á þessu árabili hafa einungis tveir menn verið framkvæmdastjórar Morgunblaðsins, Sigfús Jónsson til 1968 og Haraldur Sveinsson síðan. Þessa sjö áratugi hafa tólf menn gegnt ritstjórastörfum við Morgunblaðið: Vilhjálmur Fin- sen og Ólafur Björnsson voru stofnendur blaðsins og ritstjórar fyrstu árin, Einar Arnórsson, Þorsteinn Gíslason, Valtýr Stef- ánsson, sem var ritstjóri Morg- unblaðsins um nær 40 ára skeið, Jón Kjartansson, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Bjarni Benediktsson, Einar Ásmunds- son og Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórar Morgunblaðsins nú eru Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson. Lundúnum, Washington, og Helsinki, I. nóvember. AP. RÍKISSTJÓRN Margaret Thatcher varaði kjarnorkumótmælendur við því í dag, að dirfðust þeir að ráðast inn á þau svæði, þar sem staðsetning meðaldrægra eldflauga er fyrirhug- uð, tefldu þeir lífi sínu í hættu á eigin ábyrgð. „Þær eru komnar, þær eru komnar,“ hrópaði hópur mótmæl- enda í kór við flugvöll bandaríska hersins í Greenham Common þeg- ar stór flutningavél Bandaríkja- hers lenti þar snemma í morgun. Með hrópum sínum vildu mótmæl- endurnir halda því fram, að fyrstu meðaldrægu eldflaugarnar, sem NATO hyggst koma fyrir í V-Evr- ópu síðar á árinu, væru komnar til Bretlands. Breska vamarmálaráðuneytið neitaði í morgun alfarið að segja nokkuð um hvers kyns farmur vél- arinnar væri, en á þinginu í dag skýrði Heseltine, varnarmála- ráðherra, frá því að í vélinni hefði verið „ýmis búnaður". Neitaði hann að útlista frekar hvað hann ætti við með orðum sínum á þeim forsendum, að hér væri um hern- aðarleyndarmál að ræða. Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi í gær með 58 atkvæðum gegn 40 tillögu, þar sem hvatt var til þess, að Bandaríkin og Sovét- ríkin leggðu allt. í sölurnar til að ná samkomulagi um algera stöðv- un á framleiðslu og tilraunum með kjarnorkuvopn. Svipuð tillaga hlaut samþykki í fulltrúadeild þingsins fyrr á árinu. í bréfi Yuri Andropov, leiðtoga Símamjnd AP. Einn mótmælendanna við Green- ham Common borinn burtu af lög- reglumönnum. Sovétríkjanna, til alþjóðlegs þings eðlisfræðinga, sem haldið er í Helsinki um þessar mundir, segir hann m.a., að Sovétríkin „séu reiðubúin til að grípa til róttækra aðgerða til þess að afstýra kjarn- orkustyrjöld". Andropov lét þess einnig getið í bréfi sínu, að fram- vinda mála ylti alfarið á „hinum aðilanum", þ.e. Bandaríkja- mönnum. 15 gráðu halli Um klukkan 18.30 var fyrst haft samband við skipið og sagði skip- stjóri þess þá, að allt væri í lagi þrátt fyrir 15 gráðu halla á skip- inu. Ætlaði hann þá að halda inn undir Vík í Mýrdal, vera þar um miðnætti og í Vestmannaeyjum klukkan 10 morguninn eftir. Sagði hann, að sjór hefði komizt í farm- inn, sem var kol, illa gengi að dæla úr skipinu og þyrfti hann því hugsanlega á dælum að halda. Slysavarnafélagið hafði þá sam- band við Björgunarfélag Vest- mannaeyja og voru félagar í því tilbúnir til aðstoðar ef með þyrfti. „Mayday, Mayday“ 40 mínútum síðar heyrði Vest- mannaeyjaradíó neyðarkall frá skipinu, „Mayday, Mayday" og að skipverjar væru að yfirgefa það. Samband náðist ekki við skipið eftir það og var öllum nærstödd- um skipum beint á slysstaðinn. Klukkan 20.56 var fyrsta mannin- um bjargað í Skarfinn GK og um sama leyti fannst 20 manna gúmmíbjörgunarbátur, sem reyndist mannlaus. Skipverjar fundust síðan einn af öðrum, ým- ist á björgunarflekum eða fljót- andi í sjónum í björgunarvestum. Síðasti skipverjinn fannst klukk- an 23.07. Tveir skipverjar voru látnir er þeir fundust, þrír létust eftir að þeir náðust úr sjónum, en óvíst var hvort tveir skipverja voru lífs eða liðnir er þeir fundust. Sex skipverjar náðust um borð í Hópsnes GK, þrír í Skarf RE, tveir í Kóp, einn í Skúm GK og einn um borð í Dala-Rafn VE. Flutningaskipið Kampen var á leið til Grundartanga með 5.300 lestir af kolum, en burðargeta þess var 6.150 lestir. Skipið var sjósett í janúar á þessu ári og á leigu hjá Eimskipafélagi Islands frá miðjum september. Sjá nánar á blaósídum 17 og 32.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.