Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 28 Nokkrar hugleiðingar um ráðningu knattspyrnuþjálfara: Staðan í þjálfaramálum óneitanlega gleðileg ÞJÁLFARAMÁL í knattspyrnunni eru yfirleitt á dagskró á síöustu mánuöum hvers irs. í ár hafa öll 1. deildarliöin gengið frá ráön- ingu þjálfara og segja má, aö viss tímamót séu nú í því tilliti. í fyrsta skipti í fjöldamörg ár hafa öll 1. deildarliðin ráðiö íslenskan þjálf- ara til starfa. Nú er liöinn u.þ.b. áratugur frá því aö erlendir knattspyrnuþjálfar- ar tóku aö koma hingað til lands til starfa. Fyrstu árin var af þessu nokkuö nýnæmi, en smátt og smátt töldu flestir aöilar nánast sjálfsagt og eölilegt aö ráöa er- lendan leiðbeinanda fyrir meist- araflokk. Var málum þannig háttaö á tímabili aö aöeins örfáir íslenskir þjálfarar voru aö störfum viö þjálf- un í 1. deild. Þelr menn sem hingaö hafa komið hafa veriö mjög mishæfir til starfa. Sumir hafa ekki búiö yfir þeirri grunnþekkingu á þjálfun sem hlýtur aö teljast forsenda eigi góö- ur árangur aö nást. Aörir hafa búiö yfir viöamikilli og traustri þekkingu á sviöi knattspyrnunnar, en minna hefur fariö fyrir því aö þeir reyndu aö nálgast þau viöhorf sem mest áhrif hafa í hópi iökenda íþróttar- innar. Þess vegna hafa oröiö miklir árekstrar milli sumra þessara þjálf- ara og leikmanna liöanna. Á síöasta sumri sýndu íslenskir knattspyrnuþjálfarar og sönnuöu, aö þeir þyrftu síst af öllu aö bera kinnroöa í samanburöi viö erlenda þjálfara. Þegar Islandsmótinu lauk kom í Ijós aö liðin sem höföu ís- lenska þjálfara náöu betri árangrl en þau sem höföu erlenda. Ástæö- ur þess voru af ýmsu tagi má ætla. En þaö sem upp úr stendur er sú staöreynd aö þessir ágætu erlendu menn náöu ekki tilætluöum árangri og um þaö er spurt aö leikslokum. Þaö er aö mínu áliti mikið gleöi- efni aö íslensk félög skuli aö nýju Dómaranámskeið Dómaranámskeiö í körfuknatt- leik veröa haldin í Reykjavík og Keflavík sem hér segir: i Keflavík laugardaginn 5. og sunnudaginn 6 nóvember nk. i Reykjavík sunnudaginn 6. og mánudaginn 7. nóvember nk. Þátttökutílkynningar þurfa aö hafa borist skrifstofu KKÍ í síö- asta lagi fimmtudaginn 3. nóv- ember nk. Þátttökugjald er kr. 200 fyrir manninn. sjá sér fært aö ráöa íslenska leið- beinendur til aö þjálfa sín sterk- ustu lið. Kostnaöurinn viö ráön- ingu útlendinga var oröinn og var reyndar alla tíö mikill fjárhagslegur baggi á knattspyrnufélögunum og alltof oft varö afleiðingin sú, aö yngri flokkar og unglingastarf var látiö sitja á hakanum. Þeir pen- ingar sem eölilegt var taliö aö eyöa í þjálfun fóru allir í aö borga er- lendum þjálfurum, sem alltof oft voru dýrt seldir. En hvers vegna er mögulegt fyrir íslensk knattspyrnuliö aö fá hæfa íslenska þjálfara fyrir 1. deildina? Svariö viö þeirri spurningu hlýtur aö vera, aö árangur fræöslustarfs KSÍ síöustu 10 árin er farinn aö bera meiri og ánægjulegri ávöxt en bjartsýnustu menn þoröu aö láta sig dreyma um. Og þaö hlýtur aö leiða til þess, aö menn hugi aö framtíö þessa starfs. Þaö er mikil nauösyn aö halda áfram á þeirri braut aö mennta hæfa leiöbein- endur innan knattspyrnuhreyf- ingarinnar. (Þaö á reyndar viö um allar greinar íþrótta.) Segja má aö sé litið yfir hiö öfluga starf knatt- spyrnufélaga um allt land þá vakni áhugi á aö auka og bæta menntun íslenskra þjálfara. Staöan í þjálfaramálum nú er óneitanlega gleöileg. Hún vekur vonir um aö áframhald veröi á framþróun íslenskrar knattspyrnu. Og þegar litiö er á ýmsa yngri flokka hér á landi, er rik ástæöa til mikillar bjartsýni. En þaö kallar á, aö athyglin sé ekki einskoröuð viö toppinn. Þaö þarf skilyröislaust aö tryggja öllum íslenskum knatt- spyrnufélögum 1. flokks leiöbein- endur. Þar á aldur ekki aö skipta neinu máli. Og vonandi er útflutn- ingur íslenskra þjálfara til Færeyja aöeins upphaf þess aö neikvæöri þróun, aö vissu marki, veröi snúiö viö. Sigurður Helgason. í körfuknattleik Skrífstofan er opin sem hér segir: Mánudaga kl. 15—18, þriöjudaga kl. 10—12, miöviku- daga kl. 10—12, fimmtudaga kl. 15—18, föetudaga kl. 10—12. Þétttökutilkynningar ( firma- keppni KKÍ þurfa aö hafa borist skrifstofu KKf eigi síöar en 1. desember nk. Þátttökutilkynning er ekki tekin til greina nema henni fylgi þétttökugjald kr. 1.300. Fréttatilkynning. Úrslit í íslandsmótinu í körfu EFTIRTALDIR leikir fóru fram um helgina í íslandsmótinu í körfuknatt- leik og uröu úrslit sem hér segir: ÍS — Haukar 1. deild kvenna 42:48 UMFN — KR Úrvalsdeild 7949 ÍA — Haukar 2. fl. karla 29:105 UMFS — UMFG 1. deild karla 44:76 Fram — UMFL 1. deild karla 6945 KR — Valur 2. fl. karla 9046 ÍR — Valur Úrvalsdeild 7642 ÍR — ÍS 1. deild kvenna 34:44 Haukar — ÍBK Úrvalsdeild 81:74 Haukar — UMFN 1. deild kvenna 6145 Hafþór og Sigur jón til KA 1. deildarlið KA í knattspyrnu fékk góöan liösstyrk í g»r, en þé gekk Hafþór Kolbeinsson, ungur Siglfiröingur, til liös viö félagiö. Hafþór var besti maöur KS síö- astliöiö sumar — geysilega efni- legur framherji. KA-menn eru mjög ánægöir meö aö hafa fengiö Haf- þór til liös viö sig, og þaö fylgdi sögunni, aö Gústaf Baldvinsson, nýráöinn þjálfari félagsins, heföi sagt aö Hafþór heföi veriö erfiöasti mótherji sinn síöastliöiö sumar. Þess má geta aö KA-menn hafa fengiö annan leikmann til iiös viö sig, Sigurjón Kristinsson, frá Vest- mannaeyjum, en hann lék meö ÍBV í sumar. — AS/ SH. • Á þessari mynd mé tjé hluta af þeim mikla fjölda sem fagnaöi éhöfninni é „Ástralíu ll“, skútunni sem sigraði ( keppninni um Ameríkubikarinn é dögunum. Rúmlega 400 þúsund manns voru saman komnir é svæöinu — og fagnaðarlæti gífurleg. Ástralíumenn fagna: Mikið um dýrðir er Ameríkubikarinn kom til Perth • Allan Bond og eiginkona hans veifa til mann fjöldans þegar ekið var (gegnum míöborg Perth. • Þeir éttu mestan þétt ( því aö koma sigrinum í höfn. Til vinstri er skipstjóri skútunnar, John Bert- rand, en til hsagri er Ben Lexeen, sé sem hannaði hinn fræga og margumtalaða kjöl é skútunni „Ástr- alía ll“. • Allan Bond (t.v.), sé sem fjérmagnaöi keppni ÁstraKumanna, og Brian Burke skéla ( hinum rík- mannlega „Royal Perth Yacht“-klúbbi meöan veriö er aö koma hinum glæsilega bikar fyrir. Hann er ( glerbúri og var þaö skrúfaö rækilega fast é éberandi staö, þannig aö allir gætu séö hinn glæsilega grip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.