Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 7
85 3Q MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 7 Nýtt stúdíó fyrir sérpantaðar andlitsmyndatökur Listasmíð... Glæsileg gjöf Handunnin olíukola í steinleir meö íslenskri ilmolíu. Nú fáanleg sémierkt Verö frá kr. 189.00 HÖFDABAKKA 9 SIMI 85411 REYKJAVÍK Þú svalar lestrarþörf dagsins á^tóum Moggans! ■i i i f Ragnar settur neöar Sighvati Oddur Ólafsson, ritstjórnarfulltrúi á Tímanum, fjallar um flokksátökin í Alþýöubandalaginu sl. laugardag, og segir m.a.: „Nú skyldi maöur ætla aö höfuðmálgagn stjórnarandstöö- unnar geröi hlut Ragnars Arnalds, er hann fjallaði um fjármálin, ekki síöri en fallkandidatsins í Framkvæmda- stofnun. En það er ööru nær. Tvær smáfréttir, önnur neöst á forsíöu og hin inni í blaðinu, er öll athyglin sem þing- flokksformaður Alþýðubandalagsins og fráfarandi fjár- málaráöherra fær, er hann flytur mikla varnarræöu um eigin fjármálastjórn og rífur niöur fjármálastefnu núverandi ríkisstjórnar." Kötturínn og músín Alþýðublaðið Ijallar { nýlegrí fréttaskýringu um framvindu mála f Alþýðu- bandalaginu. Þar er m.a. vikið að sjónvarpseinvígi núverandi og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Þar um segir fréttaskýrandinn: „Ekki bætti síöasta ein- vigi þeirra Sverris Her- mannssonar og Hjörleifs Guttormssonar í sjónvarpi úr skák þar sem Sverrir var í hlutverki kattarins og lék sér að músinni með góðlátlegu brosi og skensi. Félagar Hjörleifs í forystu- sveitinni gera líka góðlát- lega grin að honum eftir veruna í iðnaðarráðuneyt- inu, þar sem skýrslur hlóð- ust upp dag frá degi þannig að mikið verk var að fjar- lægja dýrðina er Sverrir Hermannsson tók við. Þar á það við eins og sagði í Dallas á dögunum: „Það er ekkert rúm fyrír þá sem tapa í forystusveitinni.““ „Álitshnekkir" og „pólitísk mistök“ Síðan víkur fréttaskýr- andinn að Svavarí Gests- syni, formanni Alþýðu- bandalagsins, og segir „Þá er það ónefnt að þó að Svavar Gestsson, for- maöur Alþýöubandalagsins virki sem hinn ókrýndi konungur (lokksins út á við, hefur hann á síðasta ári orðið fyrir nokkrum álitshnekki vegna pólF tískra mistaka. Þyngst veg- ur dellan, sem forysta Al- þýðubandalagsins gerði þegar hún ákvað á stór- fundi á síðastliðnu hausti að setja fram fjögurra ára „neyðaráætlun" til að bjarga þjóðarbúinu. Það þurfti ekki áróðursmeist- ara annarra flokka til að sjá, að „neyðaráæthmin" var viðurkenning Alþýðu- bandalagsins á því, að þeim og síðustu rikisstjóm hefði mistekist að stjórna landinu í einu mesta góð- ærí síðari tíma. Gagnrýn- endur forystunnar sátu ekki á sér og svo fór að Svavar og félagar hans ákváðu að nokkrum dög- um liðnum að minnast ekki á „neyðaráætlunina" meira. En engin leið var að breiða yfir mistökin. Á síð- ustu vikum hefur siðan bæst við, að formaðurínn þykir ekki standa sig nógu vel við að bera klæði á vopnin í þingflokknum, þar sem Ragnar Arnalds og Guðmundur J. hafa tekist á um „sumaraukann“ eins og fyrr segir.“ SOS til vinstri fram- sóknarmanna Þá víkur fréttaskýrand- inn að staðhæfingu for- manns Alþýðubandalags- ins, þess efnis „að það þurfi að þurrka út Kram- sókn“! Hann muni leggja á það höfuðáherzhi næstu vikur og mánuði að höfða til vinstra arms Framsókn- arflokksins. Orðrétt segir „En meginþverbrestur Alþýðubandalagsins sem fiokks er þó enn ónefndur. Alþýðubandalagið hefur um margra ára skeið, reyndar allan síðasta ára- tug byggt tiiveru sína á að höfða til framsóknar- manna á vinstri kantinum. Fylgisvon hans hefur kom- ið þaðan á landsbyggðinni. I>ess vegna hefur forysta Alþýðubandalagsins ekki viljað hrófla við neinu í gerspilltri landbúnaðarpóli- tík. Og þess vegna hefur Alþýðubandalagið tekið þátt í sukkinu í sjóðakerf- inu meðan ráóherrastól- arnir voru enn volgir. Og enn á ný skal sótt í átt til Framsóknar. Formaður fiokksins, Svavar Gests- son, hefur reyndar lýst því yfir, að það þurfi að þurrka út Framsókn. Og frammar- arnir í Alþýðubandalaginu eru þess vegna reiðubúnir til átaka við sinn gamla flokk. M.a. þess vegna mun nú á næstunni verða sett upp heljarmikið sam- fylkingarplan framsókn- armanna allra flokka undir forystu Ólafs Ragnars, fyrrum erfðaprins Fram- sóknarflokksins. Spurning- in er sú, hvort hinn al- menni framsóknarmaður kærí sig um að taka á sig ábyrgðina af syndum Al- þýðubandalagsins á síðasta kjörtímabili. Það munu næstu mánuöir leiða í Ijós. En aumkunarvert hlýtur það að vera fyrir stjórn- málaafi að þurfa sífellt að höfða til framsóknar- manna annarra flokka, þegar eigin stefnumál duga ekki lengur. Þ.H.“ Ályktun Stúdentaráðs Háskóla íslands: Brýnt að tryggja jafnrétti til náms ÁLYKTUN frá Stúdendaráði Háskóla íslands í tilefni af frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1984: Lánasjóður íslenskra náms- manna, sem og aðrar stofnan- ir ríkisins, lagði fram fjár- hagsáætlun í sumar. Bendir allt til þess að áætlanir sjóðs- ins standist fullkomlega. Nú er hnífurinn á lofti. Fé til Lánasjóðsins er skorið niður. Spá sjóðsins um verð- bólgu á næsta ári og fjölgun umsókna er hundsuð þó hún byggi á áralangri reynslu sjóðsins. Stór hluti þess fjár sem sjóðnum er ætlað er fólgið í lántökuheimildum. SHÍ mótmælir harðlega þeirri meðferð sem fjárhagsá- ætlun LÍN hefur fengið hjá fjárveitingavaldinu. Það þýðir einungis að sjóðurinn mun standa frammi fyrir sömu vandræðum næsta haust og undanfarin haust. Að veita LÍN lántökuheimild í stað beinnar fjárveitingar er ein- ungis til að auka vandamál sjóðsins því að á þann hátt kemur LlN mun seinna til með að standa undir sér þegar sí- fellt er aukið á skulda- og vaxtabyrðina. Á niðurskurðartímum sem nú telur SHÍ enn brýnna en áður að tryggt sé jafnrétti til Ályktun Stúdentaráðs: ÁLYKTUN frá Stúdentaráði Há- skóla íslands í tilefni af frum- varpi til fjárlaga fyrir árið 1984: í fjárlögum 1984 er gert ráð fyrir kr. 3.500.000 til viðhalds stúdentagarða. Þessi upphæð dugar einungis fyrir afborgun- um og vöxtum af lánum sem nú þegar hafa verið tekin til viðhalds stúdentagarðanna, Gamla- og Nýja-Garðs. Enn er ólokið 1. áfanga við- gerðar á Nýja-Garði og staða mála á Garðinum er nú þannig að hann telst ekki boðlegur fólki til íbúðar. Af þeim sökum náms. Skerðing til LÍN felur einungis í sér að einstaklingar sem ekki eiga efnaða að verða að hverfa frá námi. SHÍ telur kjör láglaunafólks slík að ekki sér rétt að skerða þau enn frekar. er ekki hægt að innheimta fullt leiguverð fyrir þetta hús- næði og því er Nýi-Garður rekinn með halla. Ef þessi fjárveiting verður ekki hækkuð verður ekkert hægt að vinna að endurbótum á Nýja-Garði á árinu 1984. SHÍ bendir á að árið 1979 tók ríkið að sér að sjá um við- gerðir Gamla- og Nýja-Garðs og áætlaði að ljúka þeim á 3—4 árum. Árið 1984 eru því síðustu forvöð fyrir ríkið að standa við þennan hluta nefndarálitsins. Þörf á aukinni fjárveitingu til að vinna að endurbótum á Nýja Garði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.