Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983
31
Þorgils Óttar Mathiesen sœkir að Júgóslavanum (liói KR. Ekki skoraöi hann að þessu sinni, en mörk hans
í leiknum uröU þrjú. MorgunbMM/FriðMólur.
Ein sekúnda eftir
— er Dadú tryggði FH
„VIÐ GETUM EKKI haldiö sömu kúrfu í leik okkar endalaust. Þaö hljóta
aö koma svona leikir inn é milli. En viö fengum tvö stig og það er
númer eitt,“ sagöi Þorgils Óttar Mathiesen FH-ingur eftir aö liö hans
haföi sigraö KR í Laugardalshöll í œsispennandi leik í gærkvöldi, 22:21.
Það var aðeins ein sekúnda til leiksloka er Guömundur „Dadú“ Magn-
ússon skoraöi sigurmark FH-inga úr hraöaupphlaupi, eftir aö dæmd
haföi verið töf á KR. Mjög strangur dómur svo ekki sé meira sagt. Átta
sekúndur voru þá eftir og þann tíma nýttu FH-ingar sér til hins ýtrasta
og skoruöu sigurmarkiö.
KR-ingar voru sterkari í fyrri
hálfleiknum og höföu yfir í hléi -
13:12. Fyrstu mínúturnar voru
varnir liöanna ekki upp á þaö
besta - en hraöi var töluveröur í
leiknum. Leikurinn var hnífjafn en
um tíma komst KR tvö mörk yfir.
Haraldur Ragnarsson, mark-
vöröur FH, kom inn á í lok hálf-
Nedeljko Vujinovic:
„Dæmdu ekki
jafnt á
bæði lið“
„DÓMARARNIR dæmdu ekki
jafnt á bæöi lið. KR-ingar voru
reknir útaf nokkrum sinnum en
hinir fengu ekki einu sinni gult
spjald,“ sagöi Nedeljko Vujinovic,
þjálfari og leikmaöur KR eftir
leikinn.
„Viö lékum eins allan tímann en
svo dæma þeir allt í einu töf á
okkur þarna í restina. FH-ingar eru
betra liö — en viö megum ekki viö
því aö dómararnir dæmi þeim allt í
hag líka.“ — SH
-21:
leiksins og varöi þrjú skot, þar af
eitt víti frá Birni Péturssyni.
FH-ingar geta þakkað fyrir aö ekki
munaöi meiru í hálfleik, því vörn
þeirra var alls ekki til aö hrópa
húrra fyrir, en KR-vörnin lagaðist
aftur á móti mikið er nær dró
hléinu.
FH-ingar komu sterkir til seinni
hálfleiksins. Þeir voru fljótlega
komnir tvö mörk yfir. KR skoraöi
ekki fyrstu sex mín. hálfleiksins -
allt annaö var þá aö sjá vörn FH og
sókn KR var mjög bitlaus. Leik-
menn spiluöu ekki nægilega vel
saman og geröu sig seka mun
margar fljótfærnisvitleysur. Um
tíma leit út sem öruggur FH-sigur
væri í höfn - munurinn fjögur mörk,
en KR-ingar voru greinilega til í allt
annaö en aö gefast upp.
Þegar rúmar þrjár og hálf mín.
var eftir var munurinn aöeins eitt
mark - Haukur Geirmundsson
skoraöi þá úr horninu. Jens varöi í
sigur á KR
næstu sókn frá Pálma og Björn
„Blöffi“ Pétursson jafnaöi strax
eftir uppstökk. Þá voru 2:14 mín.
eftir á klukkunni - og mikið fjör var
á vellinum þann tíma. Atli Hllm-
arsson braust í gegnum KR-vörn-
ina, skaut í stöngina innanveröa,
en boltinn fór ekki inn í markiö aö
mati Óla Ólsen dómara.
KR-ingar héldu boltanum lengi í
sinni síðustu sókn - en fengu ætíö
aukaköst. Þeir voru greinilega
ákveönir í aö halda boltanum til
leiksloka - reyna ekki skot fyrr en
alveg í lokin - en er átta sek. voru
eftir var dæmd á þá töf sem fyrr
segir og Guömundur skoraði sig-
urmarkiö.
FH-ingar voru langt frá því aö
vera sannfærandi í þessum leik.
Sórstaklega voru þeir slakir í fyrri
hálfleiknum. Þaö er athyglisvert að
af átta mörkum sínum skorar
Kristján Arason sex úr vítum. Aö-
eins eitt var meö langskoti, þvi eitt
skoraöi hann af línu eftir sendingu
Þorgils Óttarsl! Hlutverkaskipti
þar. Annars átti Kristján nokkuö
góöan leik og línusendingar hans á
Óttar eru ætíö augnayndi. Harald-
ur varöi mjög vel í markinu, t.d.
fjögur víti. Jens varöi vel hjá KR,
og Guömundur Albertsson og
Björn Pétursson voru bestu útispil-
ararnir. „Blöffi" er alltaf illviöráð-
anlegur.
Mttrkin. KR: Björn Péturuon 7/2, Ouö-
mundur Albortsson 6, Jakob Jónsson 3, Jó-
hannes Stefahsson 3 og Hsukur Geirmunds-
son 2. FH: Kristjén Arason S/S, Hans Guó-
mundsson 3, borgils Óttar Mathiesen 3,
Pélmi Jónsson 3, Atli Hilmarsson 2, Guó-
mundur Magnússon 2 og Sveinn Bragason 1.
-SH.
Varpa kúlu frá
Laugarvatni
til Reykjavíkur
Nemendur fþróttakennaraskói-
ans á Laugarvatni standa um
aöra helgi fyrir óvanjulegri fjáröfl-
un til styrktar væntanlegum
þátttakendum ( Ólympíuleikjun-
um í Los Angeles.
JEtla nemendurnir aö varpa
kúlu frá Laugarvatni til Reykja-
víkur. Vegalengdin er nálægt 100
kílómetrum, og skiptast nemend-
urnir á aö varpa kúlunni.
„Þaö er mikil stemmning fyrlr
þessu uppátæki," sagöi Jón Sæv-
ar Þóröarson, einn 49 nemenda í
iþróttakennaraskólanum. Nem-
endurnir voru í Reykjavík um helg-
ina og notuöu aukafrídag tll aö
safna auglýsingum og áheitum
vegna kúluvarpsins. Jón sagöi aö
undirtektir fyrirtækja heföu veriö
ágætar.
fþróttakennaraskólanemar
hyggjast Ijúka varpi kúlunnar frá
Laugarvatni til Reykjavíkur á ein-
um degi. Hefst varpiö í hlaöl skól-
ans á Laugarvatni og lýkur meö
viöhöfn á íþróttaleikvanginum í
Laugardal í Reykjavík. Fylgjast
skólanemar aö í rútu meðan á
varpinu stendur.
Strákarnir
óheppnir á
Selhurst Park
ÍSLENSKA landsliöið í knatt- ——
spyrnu, skipað leikmönnum 18 F*nnlAnrl æfe ææ
ára og yngri, tapaði gegn Eng- g
lendingum í Evrópukeppni lands- _ Irlonrl
liöa á Selhurst Park í London í ““ lolaílCI
gærkvöldi, 3—0.
Þetta var síöasti leikur liösins í
Evrópukeppninni aö sinni og
kemst þaö ekki áfram. Englend-
ingarnir sigruöu í fyrri leik liöanna
á Melavelli fyrir stuttu meö sömu
markatölu. Englendingar skoruöu
tvö mörk í fyrri hálfleik og voru þá
mun betra liöiö á vellinum, en í
þeim síöari snerist dæmiö viö. Þá
voru íslensku strákarnir betri.
marksins og þrjú dauðafæri ís-
lensku strákanna fóru forgöröum.
Af þessu má sjá aö heppnin hef-
ur ekki verið meö strákunum aö
þessu sinni en frammistaða þeirra
iofar góöu. Englendingar bættu
hins vegar viö einu marki í síðari
hálfleiknum, gegn gangi leiksins.
Úrslit leiksins þá ráöin.
Aö sögn breska sjónvarpsins
sleppti dómarinn augljósri víta-
spyrnu á Englendinga, einu sinni
small knötturinn i þverslá enska
íþróttir eru á
f jórum síðum
í dag: 28, 29,
30, 31
Gott hlaup hjá
Gunnari Páli
„ÞAÐ er mikill hugur f mönnum
hér og æfingarnar ganga val hjá
okkur öllurn,- sagöi Gunnar Páll
Jóakimsson, hlaupari úr ÍR, i
samtali viö Mbl. f gær, an hann
dvelst viö æfingar og nám f San
José f Kaliforníu.
Gunnar Páll keppti á dögunum f
nákvæmlega mældu 10 km götu-
hlaupi í San Josó og varö i ööru
sæti af rúmlega eitthundraö hlaup-
urum á 31:28 mínútum. Er þaö
hans bezti árangur á þessari vega-
lengd í nákvæmlega mældu götu-
hlaupi. Sigurvegarinn hljóp á
31:25.
f San José dveljast viö æfingar
og háskólanám sex keppnismenn f
frjálsíþróttum. Eru þaö auk Gunn-
ars Páls Kristján Haröarson Ár-
manni, Þorvaidur Þórsson ÍR, Jón-
as Egilsson ÍR, Þorsteinn Þórsson
ÍR og Jóna Björk Grétarsdóttir Á.
ágás.
• Gunnar Páll Jóakimsson náöi
góðum árangri f 10 km götuhlaupi
í Californiu.