Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 5 NÆSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða á morg- un, fimmtudag, í Háskólabíói. Efn- isskrá tónleikanna, sem eru hinir þriðju á þessu starfsári, verður sem hér segir: i.H. Bach: Sinfónía í D-dúr. A. Vi- valdi: Fagottkonsert. Atli Heimir Sveinsson: Fagottkonsert. M. Ra- vel: Rapsodie Espagnole. Stjórnandi tónleikanna er að- alstjórnandi hljómsveitarinnar, Jean-Pierre Jacquillat, og hefur hann verið aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar síðast- liðin þrjú ár. í frétt frá Sinfóníuhljómsveit íslands segir að einleikari INNLENT Frumfluttur fagottkonsert á sinfóníutónleikum ÁburdarverksmiÖjan: Nýja sýruverk- smiðjan kom- in í gang á ný HIN NÝJA sýruverksmiðja Áburðar- verksmiðjunnar í Gufunesi er komin í gang á ný, eftir að hafa verið biluð nokkra undanfarna daga. Var það gufuhitari sem bilaði í verksmiðj- unni, en ekki er vitað hverjar orsak- ir bilunarinnar eru, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Hjálm- ari Finnssyni, framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðjunnar. Frönsku sérfræðingarnir sem hér hafa verið að undanförnu og kannað bilunina i verksmiðjunni eru farnir utan á ný og eru nú að rannsaka orsakir bilunarinnar. Varðandi tjón vegna bilunar- innar, sagði Hjálmar að verk- smiðjan væri í ábyrgð framleið- enda, en tjón vegna þess að verk- smiðjan var stöðvuð um tíma vegna bilunarinnar taldi Hjálmar Finnsson lítið, vegna þess að alltaf þyrfti að stoppa framleiðsluna um tíma á ári hverju vegna viðgerða og viðhalds. Verksmiðjan væri ekki keyrð alla daga ársins, og auk þess hefði gamla verksmiðjan ver- ið í gangi þann tíma sem hin nýja var biluð. Þar af hefur hann verið sölustjóri á íslandi síðastliðin þrjú ár. Karl Sigurhjartarson tekur við starfi 8. nóvember næstkomandi og munu þeir Karl og Steinn starfa saman til áramóta. Batamerki október var: Kjarkur -Bþ- Abyrgð Batamerki nóvember kemur bráölega. Sendiö inn tillögur ffyrir desember. Nýiar ''Ságlegd yhfi\KARNABÆR W Laugavegi 66, Austurstræti 22, Glæssibæ. Sími frá skiptiboröi 45800. Karl Sigurhjartarson og Steinn Lárusson fyrir framan ferðaskrifstofuna Úrval. Steinn hættir nú störfum hjá Úrvali og mun Karl taka við af honum. Framkvæmdastjóra- skipti hjá Úrvali OTEINN Lárusson, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Úrval, hef- ur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Steinn hefur verið fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar frá stofnun hennar, eða frá árinu 1970. Hann hefur verið ráðinn söl- ustjóri hjá Flugleiðum í Ósló og mun þar af leiðandi hætta störf- um hjá Úrvali. Karl Sigurhjart- arson tekur við starfinu. Hann hefur starfað hjá Flugfélagi ís- lands og síðar Flugleiðum í 23 ár. Færri K-lykl- ar seldir en vonir stóðu til „VIÐ HÖFUM ekki fengið nákvæm- ar tölur um það hve mikið var selt af K-lyklum, en allt útlit er fyrir að seldir hafi verið um 45.000—50.000 lyklar. I>að er töluvert minna en við höfðum vonast til,“ sagði Friðbjöm Gíslason, formaður K-dagsnefndar Kiwanis. Dagana 29. og 30. október gengu Kiwanismenn i hús og seldu K-lykilinn til styrktar geðsjúkum. Var það í fjórða sinn sem lykillinn var boðinn, en síðast seldust 60.000 lyklar og var það von Kiw- anismanna að selja 75.000 lykla nú. Ekki sagðist Finnbjörn vita skýringu þess að mun færri hefðu keypt lykilinn nú, aðra en þá að almenningur sparaði við sig f þessum efnum sem öðrum. „Ég reyndi að draga fram hina meló- dísku eiginleika fagottsins og þung- lyndislegan blæ þess, á móti stórri hljómsveit sem stundum ber það ofurliði," segir Atli Heimir Sveins- son um verk sitt „Trobar clus“, sem frumflutt verður á íslandi á Sinfóníutónleikunum annað kvöld. kvöldsins, Per Hannisdal, sé ungur norskur listamaður, sem nam fagottleik í Ósló hjá Arnulf Brache, Torleiv Nedeberg og Roger Birnistingl. Þar segir ennfremur að hann hafi verið fyrsti fagottleikari í Fílharmon- íuhljómsveitinni í Ósló og hafi komið fram sem einleikari með fremstu hljómsveitum í Noregi og Danmörku, auk þess sem hann hafi tekið mikinn þátt í flutningi kammertónlistar. Þeg- ar „Trobar clus“, fagottkonsert Atla Heimis Sveinssonar, var frumfluttur í Ósló í fyrra, fór Per Hannisdal með einleikshlut- verkið og í frétt frá Sinfóníu- hljómsveitinni segir, að hann hafi þótt skila því vandasama viðfangsefni með miklum glæsi- brag. Fagottkonsert Atla Heimis, „Trobar clus“, verður frumflutt- ur á íslandi á tónleikunum ann- að kvöld, sem hefjast að venju kl. 20.30. Hjá okkur er samningsrétturinn í fullu gildi Pú kemur og verslar fyrir kr. 6000,- eða meira og semur um afborganir eða færð 10% staðgreiðsluafslátt. Viö tökum kretitkort eöa aörar sambærilegar trygg- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.