Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakið. Morgunblaðið 70 ára Morgunblaðið á 70 ára afmæli í dag. Fyrsta tölublað þess kom út 2. nóv- ember 1913. Á þessum tímamótum er horft fram á við til nýrra átaka við upp- byggingu blaðsins, sem munu gera því kleift að auka þjónustu við lesendur og auglýsendur. Á sl. sumri var hafizt handa um byggingu fyrsta áfanga nýs Morgunblaðs- húss í Nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut. í þess- um áfanga verður prent- smiðja blaðsins til húsa, svo og afgreiðsla og papp- írsgeymsla, en þær deildir blaðsins hafa verið í leigu- húsnæði í 10 ár — og þröngt um aðrar deildir. Fyrir rúmu ári var und- irritaður samningur um kaup á nýrri prentvél, sem komið verður fyrir í hinu nýja prentsmiðjuhúsi á næsta ári. Prentvél þessi getur prentað stærra blað, jafnframt því, sem mögu- leikar á litprentun eru fleiri. Núverandi prentvél Morgunblaðsins var tekin í notkun fyrir áratug, en er orðin of lítil og sníður blað- inu dag hvern of þröngan stakk. Þjónusta Morgun- blaðsins við lesendur og auglýsendur mun stór- batna á næsta ári með nýrri prentvél. Þessir tveir þættir, húsbygging og prentvélakaup ásamt full- komnum pökkunartækjum eru hinir mikilvægustu í uppbyggingu Morgunblaðs- ins á næstu árum. Fyrir 10 árum var blý- setning lögð niður. Þá voru tekin í notkun svonefnd gataborð og var efni blaðs- ins sett á pappírsstrimla, sem lítil tölva las síðan af, jafnframt var tekin upp offsetprentun. í nokkur ár byggðist framleiðsla blaðs- ins á þessari tækni, en fyrir u.þ.b. fimm árum varð önn- ur tæknibylting á einum áratug við framleiðslu blaðsins. Þá komu til skjal- anna fullkomnari tölvur og ljóssetningarvélar ásamt tölvuskermum, sem bæði blaðamenn og setjarar vinna nú á. Jafnframt því að taka upp tölvubúnað við framleiðslu Morgunblaðs- ins hafa aðrir þættir í starfsemi blaðsins verið tölvutengdir svo sem aug- lýsingar, áskriftir, af- greiðsla og bókhald. Það hefur verið ævintýri líkast fyrir starfsmenn Morgunblaðsins að fylgjast með og vera þátttakendur í þessari þróun. Hlutur fjöl- miðla í þjóðlífi okkar hefur farið vaxandi eins og ann- ars staðar. Tækniframfarir í fjölmiðlum hafa verið ör- ar. Jafnframt því sem ný tækni hefur verið tekin upp við vinnslu og útgáfu blaða, hafa nýir fjölmiðlar rutt sér til rúms. Sjónvarpið skipar nú áberandi sess ásamt hljóðvarpi. Kapal- sjónvarp er á næsta leiti. Nýr fjölmiðill, sem byggir á samtengingu sjónvarps, síma og tölvu er í fæðingu. Gervihnattasjónvarp er að koma til sögunnar. Hér á íslandi er víðtækur stuðn- ingur við afnám einkarétt- ar Ríkisútvarps á rekstri hljóðvarps og sjónvarps. Morgunblaðið fylgist með þessari þróun. Mestu skiptir þó fyrir þá, sem standa að útgáfu Morgunblaðsins, bæði starfsmenn og eigendur, að gefa út gott blað, sem nýtur trausts lesenda. Morgun- blaðið hefur notið þess trúnaðar í 70 ár. Það leggur höfuðkapp á, að gæði efnis og góðar, traustar fréttir haldist í hendur við tækni- þróunina. Á það mun rit- stjórn leggja áherzlu. Starfsmenn og aðrir að- standendur blaðsins eiga þá ósk heitasta á þessum tímamótum, að Morgun- blaðinu takist í síauknum mæli að efla þessa megin- þætti — og þá ekki sízt þann sem snýr að íslenzkri tungu. Skyldurnar við hana eru e.t.v. mikilvægasta hlutverk fjölmiðils, sem í forystu er. Gestir við athöfnina. Fremst sitja Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, forsetahjón Grænhöfðaeyja og Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra. Morgunbiaðið/ G. Berg. Forseti Grænhöfðaeyja og fóruneyti á Akureyri: Sjósettu fiskiskip sem hlaut nafnið Fengur Frú Carlina Pereira gefur hinu nýja skipi nafnið Fengur. FORSETI Grænhöfðaeyja, Aristi- des Maria Pereira, frú hans og (oruneyti komu til Akureyrar I morgun með flugvél Landhelgis- gæslunnar. Á móti þeim tóku fyrir bönd Akureyrarbæjar Elías Elías- son, bæjarfógeti, Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, Valgerður Bjarnadótt- ir, forseti bæjarstjórnar, og Jón G. Sólnes. Ungar stúlkur frá Akureyri færðu forsetafrú Grænhöfðaeyja blómvönd og síðan var ekið til bæjarins og fyrst staðnæmst við Útgerðarfélag Akureyringa, þar sem Gísli Konráðsson og Vil- helm Þorsteinsson, forstjórar Útgerðarfélagsins, tóku á móti gestunum og kynntu þeim starf- semi fyrirtækisins. Þaðan var síðan haldið til hádegisverðar í Sjallanum í boði bæjarstjórnar Akureyrar. Að hádegisverði loknum var haldið að athafnasvæði Slipp- stöðvarinnar, þar sem fram fór sjósetning skips þess, sem stöðin hefur verið að byggja fyrir Þróunarsamvinnustofnun ís- lands og fyrirhugað er að fari til Grænhöfðaeyja fyrir næstu ára- mót til áframhalds á þeirri þróunaraðstoð sem íslendingar hafa veitt eyjunum undanfarin ár og má segja að hafi hafist með því að sent var þangað skip- ið Bjartur, er þar var við veiðar í á annað ár. Það skip hefur nú verið selt. Við athöfnina fluttu ræður þeir Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, ólafur Egils- son, forstöðumaður Þróunar- samvinnustofnunarinnar, Sverr- ir Hermannsson, iðnaðarráð- herra, og utanríkisráðherra Grænhöfðaeyja, Silvino da Luz. Að ávörpunum loknum gaf for- setafrúin, Carlina Pereira, hinu nýja skipi nafnið Fengur, og síð- an rann það af stokkunum við gífurlegan fögnuð mörg hundruð manna sem fylgdust með athöfn- inni. Hið nýja skip er 27,3 metra langt, 7,4 metra breitt og telst vera 140 tonn. fbúðir eru í skip- inu fyrir 20 manna áhöfn og er það útbúið til stangveiða með lif- andi beitu, togveiða með botn- vörpu og snurpunótaveiða. Einn- ig eru í skipinu rannsóknastofur og allt er það búið fullkomnustu og nýtískulegustu stjórn- og fiskileitartækjum sem völ er á í dag. Forsetahjón Grænhöfðaeyja héldu ásamt gestum frá Akur- eyri til Reykjavíkur að lokinni athöfninni. f gærkvöldi hélt Ar- istides Maria Pereira forseta fs- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, og ýmsum fleiri gestum veislu í gistibústaðnum við Laufásveg. Hinni opinberu heimsókn lýkur árdegis í dag, og halda forseta- hjón Grænhöfðaeyja og fylgdar- lið þá heimleiðis. _ G.Berg. Forsætisráðherra í utandagskranunræðum um fréttir RUV: „Biðst afsökunar á slíkum fréttaflutningi" FORSÆTISRÁÐHERRA sagði á Alþingi í gær, að hann teldi ástæðu til að biðjast afsökunar á fréttaflutningi ríkisfjölmiðlanna af sjóslysinu við Bjarn- eyjar á Breiðafirði í fyrradag. Friðjón Þórðarson, 1. þingmaður Vesturlandskjördæmis, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í lok fundar í Sameinuðu þingi og gerði fyrir hönd þingmanna kjördæmisins stutta at- hugasemd við fréttir útvarps og sjónvarps af skipsskaðanum. Hann sagði að svo hefði viljað til, að allra nánustu ættingjar þeirra skipverja, sem saknað væri, hefðu verið fjarri heimilum sínum og því ekki hægt að láta þá vita hvernig komið væri fyrr en seint í gærkvöldi. Sóknarpresturinn í Stykkishólmi, séra Gísli Kolbeins, hefði haft sam- band við fréttastjóra hljóðvarps milli kl. 18.30 og 19 í gærkvöldi og farið eindregið fram á, að frestað yrði að segja frá sjóslysinu þar til náðst hefði í þessa ættingja. Því hefði verið hafnað. í fréttafrásögn hljóðvarps og sjónvarps síðar um kvöldið hefði verið sagt frá nafni og númeri bátsins, sem farist hefði. Friðjón vísaði til 14. greinar reglna Ríkisútvarpsins um fréttaflutning, þar sem ákvæði er um að fréttir af slysum og mannsköðum skuli ekki fluttar fyrr en ætla megi að nánustu ættingjar viti af atburðum. Þessi regla hafi verið brotin og hafi þing- menn kjördæmisins á fundi í gær- morgun verið sammála um að ástæða væri til að brýna fyrir út- varpsmönnum að fylgja settum reglum. Hann sagði það tilmæli þingmannanna til yfirmanna út- varpsins og til menntamálaráð- herra, að lúta þessum reglum fram- vegis til verndar hagsmunum þeirra, sem um sárt ættu að binda. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, kvaðst í fjarveru Ragnhildar Helgadóttur, mennta- málaráðherra, myndi koma ábend- ingu þingmannsins til yfirstjórnar útvarpsins og menntamálaráðherra. Hann vottaði aðstandendum samúð sína og sagði að það væri „satt að segja ástæða til að biðjast afsökun- ar á slíkum fréttaflutningi". Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, lauk um- ræðunni með því að votta öllum, sem um sárt ættu að binda vegna sjóslysa undanfarinna daga, dýpstu samúð allra alþingismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.