Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Hefur Seðlabankinn rétt til vaxtaákvörðunar á yfirdrátt innlánsstofnana?: Já, segja fyrrverandi og núverandi bankaráðherrar Nei, segir fjármálaráðherra Stöðva á byggingu Seðlabankahúss að mati fjármálaráðherra Réttur Seðlabanka til að ákveða vexti af yfirdrætli innlánsstofnana á reikningum þeirra (bjá Seðlabanka) kom til umræðu í Sameinuðu þingi í gær, þegar fyrirspurn frá Karyel Pálmasyni (A) um byggingarkostnað Seðlabankahúss var á dagskrá. Núverandi bankamálaráðherra, Matthías Á Mathiesen, og fyrrverandi bankamálaráðherra, Svavar Gestsson, töldu þennan rétt fyrir hendi, en Albert Guömundsson, fjármálaráðherra, var gagnstæðrar skoðunar. Svipmyndir frá Alþingi Friðjón, Geir, Ólafur og Matthías Stuttar þingfréttir: Landið og háhiti verði þjóðareign — Á að „nota almannafé“ til að halda uppi „rekstri fyrirtækis, sem nú er komið á haus- inn“? spyr þingmaður Bandalags jafnaðarmanna ★★ Kjartan Jóhannsson (A) og þrír aðrir þingmenn Alþýðu- flokks hafa flutt frumvarp til laga um land í þjóðareign. Til- gangur frumvarpsins er að lýsa óbyggðir íslands þjóðareign. ★★ Hjörleifur Guttormsson (Abl.) hefur lagt fram fyrirspurnir um fjölda þeirra er fá greidda olíu- styrki, sundurliðað eftir lands- hlutum og sveitarfélögum — og möguleika á tengingu við orku- veitur. ★★ Kjartan Jóhannsson (A) og fleiri þingmenn Alþýðuflokks, flytja frumvarp til breytinga á orkulögum, þess efnis, að orka sú sem fólgin er í háhitasvæðum sé sameign þjóðarinnar. ★★ Eiður Guðnason (A) spyr viðskiptaráðherra: „Eru fyrir- ætlanir um einkasölu á eggjum í samræmi við það sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, „að neytendur og atvinnu- lífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar, þar sem sam- keppni er næg“? ★★ Hjörleifur Guttormsson (Abl.), Jóhanna Sigurðardóttir (A), Guðmundur Bjarnason (F), Sigríð- ur D. Kristinsdóttir (Kvl.), og Guð- mundur Einarsson (BJ), hafa flutt tillögu til þingsályktunar „um nauðsyn afvopnunar og tafar- lausa stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna". ★★ Stefán Benediktsson (BJ), hefur borið fram nokkrar fyrir- spurnir til viðkomandi ráðherra: 1) til iðnaðarráðherra um verð- lag og niðurgreiðslu raforku til almennra neytenda, 2) til land- búnaðarráðherra um álagspró- sentu og innheimtu kjarnfóður- gjalds, 3) til forsætisráðherra „hvort ætlunin sé að láta undan þrýstingi í máli Þormóðs ramma og nota almannafé til að halda uppi rekstri fyrirtækis, sem nú er komið á hausinn, 4) til við- skiptaráðherra, hvort hann vilji hlutast til um að fundargerðum ríkisbanka verði dreift meðal al- þingismanna. ★★ Hjörleifur Guttormsson (Abl.) spyr iðnaðarráðherra hvað liggi að baki áformum rikisstjórnar- innar um að fresta Suðurlínu til 1985; hvaða fjárhagsleg rök mæli með frestun; hvert sé ör- yggi í afhendingu raforku til notenda á Austurlandi 1984 og 1985. • Karvel Pálmason (A) taldi bygg- ingu Seðlabankahúss, stór- byggingu Landsbanka í Breiðholti, byggingu Rafmagnsveitu Reykja- víkur og byggingu Mjólkurstöðvar ganga þvert á krepputal ráða- manna um fjármagnsskort. Beindi hann fyrirspurn til bankamála- ráðherra, hver væri kostnaður við byggingu Seðlabankahúss til dagsins í dag sem og áætlaður kostnaður 1984. • Matthías Á. Mathiesen, banka- málaráðherra, sagði byggingar- kostnað húss Seðlabanka fram til 15. október sl. vera 67,7 m.kr. (lóð- ar- og bílastæðakostnaður ekki meðtalinn), þar af kostnað á þessu ári 50 m.kr. Áætlaður kostnaður 1984, samkvæmt þegar gerðum verksamningum, væri 19,8 m.kr. á verðlagi 1. október sl. • Svavar Gestsson (Abl.) taldi þessar tölur ekki segja alla sög- una, þar eð þær væru tilgreindar á gömlu verðlagi en ekki framreikn- aðar. Hann spurði bankamála- ráðherra, hvort hann væri sama sinnis og fjármálaráðherra, varð- andi meint réttleysi Seðlabanka til að ákvarða vexti á yfirdrátt viðskiptabanka. • Matthías Á. Mathisen, banka- málaráðherra, vitnaði til lögskýr- ingar frá viðskiptaráðuneyti í bréfi til Seðlabanka, dags. 17. október sl., þar sem ráðuneytið léti í ljós þá skoðun, „að Seðla- bankinn fari að lögum þegar hann ákveður vexti af viðskiptum sínum við innlánsstofnanir, enda er hvergi að finna ákvæði í fslensk- um lögum er felur öðrum aðila að ákveða þessa vexti“. Spurði hann Svavar Gestsson, fyrrv. banka- málaráðherra, hvort hann hefði aðra skoðun á þessu máli. • Svavar Gestsson (Abl.) vitnaði til hefðar f viðskiptum Seðlabanka og viðskiptabanka, sem myndað hefði reglur í þessum samskiptum, sem eftir beri að fara. Viðskiptabankar hefðu ekki mótmælt þessari reglu gegnum tfðina. Aðalatriði málsins væri hinsvegar, að fjármálaráð- herra landsins vefengdi þennan rétt. • Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, sagði 13. grein Seðla- bankalaga vísa til 10. gr., þar sem taldar væru upp stofnanir, sem vaxtaákvörðun Seðlabanka ætti að spanna. Sú upptalning næði ekki til umræddrar vaxtaákvörðunar. Hann sagði rangt að þessari vaxtaákvörðun hafi ekki verið mótmælt. Það hafi verið gert með- an hann hafi verið formaður bankaráðs Útvegsbankans. Ráð- herra sagði byggingu Seðlabanka- húss vega — í hugum almennings — gegn réttmætum kenningum um fjármagnsskort í þjóðfélaginu og viðleitni stjórnvalda til að þoka málum til réttrar áttar í efna- hagslífi þjóðarinnar. Þessvegna á að stöðva hana. Fleiri tóku til máls. Guðmundur H. Garðarsson: Launatengd gjöld á kostnað útborgaðra launa Guðmundur H. Garðarsson (S) sagði — í umræðu um frumvarp Jó- hönnu Sigurðardóttur (A) um úttekt á stöðu láglaunahópa í þjóðfélaginu — að fremur skorti skilning á en upplýsingar um stöðu láglaunahópa f þjóðfélaginu. Það væru ekki ein- vörðungu verkalýösforysta og vinnu- veitendur, sem þar mörkuðu stefnu. heldur ekki síður stærsti launagreið andinn í landinu, ríkið sjálft. Allii vissu hverjir þar hefðu ráðið ferð á næstliðnum árum. Guðmundur taldi Jóhönnu ranglega hafa deilt á verkalýðs- forystuna í landinu. Margt hefði áunnizt: nýtt launakerfi f fisk- iðnaði, sem gjörbreytt hefði tekju- möguleikum, ný launakerfi í nýj- um starfsgreinum, bylting í líf- eyrismálum launþega, styttui vinnutími, lengt orlof, bætt að- staða í sambandi við fæðingaror- lof o.fl. Guðmundur sagði launakostnað í þjóðfélaginu hafa breytzt, launa- tengd útgjöld hafi hækkað á kostnað útborgaðra launa. „Þetta hefur haft mjög skaðleg áhrif gagnvart láglaunafólki, sérstak- lega í mikilli verðbólguþróun." Hann taldi neikvæða þróun gagnvart láglaunafólki fyrst og fremst tengjast mikilli sérhæf- ingu, sem orðið hefði, og konur hefðu ekki haldið sínum hlut f þessari þróun, því miður. Hann taldi hinsvegar að konur myndu ná vopnum sínum í tengslum við tölvuþróun, sem nú gengi yfir, sem m.a. myndi hafa það f för með sér, að störf myndu á ný færast frá stórum vinnustöðum til smærri eininga. Friimvarp til breytinga á lögum um erfðafíárskatt HALLDÓR BLÖNDAL (S) hefur lagt fram frumvarp sem hann flytur ásamt sex öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks, til breytinga á lögum um erfða- fjárskatt. í greinargerö segir m.a.: „Það er svo um fjárhæðir í lög- um, að verðgildi þeirra breytist mjög ört, ef ekki er sjálfvirk við- miðun við vísitölu eða tengsl við verðbólguþróun með öðrum hætti. Lögin um erfðafjárskatt eru frá 1978 og hefur vöxtur verðbólgunn- ar frá þeim tfma legið nálægt 50%. Af þeim sökum er erfðafjár- skattur nú mun þyngri en lög- gjafinn ætlaðist til þegar umrædd lög voru sett. Frumvarp þetta hnígur að því að leiðrétta þá skekkju, sem þannig hefur mynd- ast, og tengja lögin byggingarvísi- tölunni til þess að sæmilegt rétt- aröryggi megi verða varðandi erfðafjárskatt í framtíðinni. Þess- ar breytingar eru svo sjálfsagðar, að um þær þarf ekki að hafa fleiri orð. Vilji Alþingis liggur fyrir frá árinu 1978, og ekkert hefur komið fram um það, að hann hafi breyst frá þeim tíma. Hér er því nánast um leiðréttingu að ræða. f frv. þessu felst það nýmæli, að eftirlifandi maki skuli undanþeg- inn erfðafjárskatti. Hér er vissu- lega brotið blað, sem réttlætist af því, að missir maka veldur hinum eftirlifandi þungum búsifjum sem erfitt er að færa rök fyrir að geti orðið þjóðfélaginu tekjulind, a.m.k. ef það vill kalla sig mennt- að eða siðfágað. Það nýmæli er í frv. þessu, að skattprósentan er í hámarki á hverri tröppu, ef um fyrirfram- greiðslu er að ræða. Það er gert til þess að auðvelda framkvæmd lag- anna og gera hana skýrari. f frumvarpinu er sú breyting, að því er slegið föstu að erfðafjár- skattur verði aldrei hærri en 45% í stað 50% eins og nú er. Þá er sú breyting að ekki skuli greiða erfðafjárskatt af fé, sem hverfur til kirkna, opinberra sjóða, gjafasjóða, félaga, líknar- og menningarstofnana eða annars sh'ks, en samkv. núgildandi lögum er gert ráð fyrir 10% erfðafjár- skatti. Það er erfitt að meta um hversu háar fjárhæðir hér er að ræða, þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um það, hversu mikill erfðafjár- skattur innheimtist t.d. á árinu 1981. Að beiðni flutningsmanna hefur þó verið kannað hversu há- um fjárhæðum erfðafjárskattur- inn nam þá við borgarfógetaemb- ættið í Reykjavík og reyndist hann vera 9.988.450 kr. Sennilegt má telja að þær breytingar, sem ( frumvarpinu felast, muni lækka þessa fjárhæð um 20%. Nú er það að vfsu svo, að lögum samkvæmt á erfðafjárskattur að renna óskiptur í sérstakan sjóð, sem hefur það að markmiði að lána og veita styrki til þess að koma upp vinnuheimilum og öðr- um stofnunum fyrir öryrkja og gamalmenni í því skyni að starfs- geta þeirra komi að sem fyllstum notum. Reynslan hefur þó orðið sú, að ríkissjóður hefur tekið til sín verulegan hluta erfðafjár- skattsins svo að hann hefur ekki komist allur til skila í erfðafjár- sjóð. Nauðsynlegt er í tengslum við þetta frumvarp að bæta erfða- fjársjóði þann tekjumissi, sem frumvarpið felur í sér. Eðlilegt er að það verði gert við afgreiðslu fjárlaga hverju sinni, enda liggur raunar fyrir að nauðsynlegt er að taka til endurskoðunar, hvort erfðafjársjóður hafi bolmagn til þess að standa undir skuldbind- ingum sínum eða hvort nauðsyn- legt sé að gera frekari ráðstafanir til þess að meira fé renni til upp- byggingar á vinnuheimilum og öðrum stofnunum öryrkja en nú er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.