Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 23 Hópurinn sem vann við handsöltunina, öðru nafni kraftgengið á loftinu. Frá vinstri efri röð: blm. Mbl., Steinþór, Viktor, Jón Óli. Fremri röð: Lalla vídeó, Solla Júing, Jói, Þurý (Ingiríður Ósk), Sirrý söltunarstjarna og Gunnar. Forstjórar og yfirverkstjórar: Stefán Runólfsson, Guðmundur Karlsson, for- stjóri Fiskiðjunnar, Hjörtur Hermannsson yfirverkstjóri og Sirrý sem var söltunarstjarna dagsins. Flokkur frá sovézka alþýðulýðveldinu Litháen dansaði og söng fyrir starfsfólk Vinnslustöðvarinnar í kaffihléi. Magga og Baddý sjá um kaffið og meðlætið hjá Vinnslustöð- inni. Loksins var komið með tunnurnar. rólegheit enda eru áreiðanlega flestir fljótir að skríða í bólið eftir svona tarnir, væntanlega líka mér duglegra fólk og vanara þessum verkum. En þar sem ég sýndi þá athyglisverðu skynsemi að sofa í harðara rúminu af tveimur í her- berginu, vaknaði ég stálslegin morguninn eftir og kenndi mér einskis meins. Vinna byrjar klukkan 7.55 og um hálf átta fór ég niður í kaffistofu, þar sem verbúðarfólkið var að tínast inn. Kaffi, te, djús og mjólk, hafra- grautur, komflakes, brauð og álegg og hvers kyns góðgæti. Þarna tyllti ég mér hjá nokkrum aðkomustúlkum, þær voru þrjár frá Siglufirði, ein frá Borgarfirði eystra og ein frá Keflavík. Þær höfðu verið mismunandi lengi og létu vel af sér. Sögðu að í verbúð- unum væri oft gott fólk og glatt á hjalla og þegar lítið væri að gera tækju þau sér ýmislegt fyrir hend- ur, gengju á Heimaklett, skryppu út í eyjar og svo væru náttúrlega böllin aldeilis frábær. Hins vegar var fyrirsjáanleg svo mikil vinna þessa helgi, að það var hæpið hverjir kæmust á lundaballið. Þær sögðu að með hagsýni væri hægt að hafa bara gott upp úr sér, þær borða duglega á morgnana og fá sér heita máltíð í mötuneyti Isfé- lagsins á kvöldin. Þegar klukkan nálgast átta tfndumst við niður, peysan mín og skyrtan ilmandi af síld og salti, en fatakostur minn ekki til skiptanna svo að þetta varð að duga. Nú var ákveðið að ég fengi að vera á haus- unarvél til hádegis. Það var meira puð en ég hafði haldið, við vorum bara tvær um þá vél þennan morg- un og stalla mín hafði augljósa yfirburði yfir mig í að koma síld- unum á bandið eftir settum regl- um. Svo hafði verið ákveðið að hand- salta nokkurt magn af sérflokk- aðri síld eftir hádegið. Mér skild- ist að þetta væri meira eins konar tilraun, ekki víst hvernig afköstin yrðu og þetta borgaði sig. Ég slóst þá í hópinn með Löllu vídeó, Sollu Júing, Þurý sem kölluð er Ingiríð- ur Ósk og Sirrý sem ég man ekki hvaða auknefni bar. Síldin þokaðist til okkar á einu færibandinu enn, pillað úr henni og síðan tóku þeir Steinþór, Viktor, Jón óli, Jói og Gunnar við, fylltu körfur og vigtuðu og báru í okkur kvinnurnar, saltið var blandað í sérstakri vél, tunnuliðið var komið á vettvang og síðan var bara að hefjast handa. Þetta gekk rólega framan af, Þurý (Ingiríður Ósk) sagði angurvær að þetta væri nú allt annað en að fá að hausa og raða. Hér blönduðum við saltinu af miklum tryllingi saman við síldina og svo var kastað í tunn- urnar af offorsi og ég fann fljótt að heilmikla krafta þurfti til og leizt ekki meira en svo á ef þessu yrði fram haldið til tíu um kvöld- ið. En svo skánaði þetta og þó að vinnubrögðin væru allt önnur en í gamla daga, var þetta svo bráð- spennandi, að hér datt ekki nokk- urri okkar fimm að taka pásu fyrr en tunnulaust varð rétt fyrir kvöldmat. Það skal að vísu viður- kennt að þegar vinnu lauk klukk- an tíu var ég orðin aum bæði í handleggjum og baki og söltug upp fyrir haus. En ég hafði þó saltað í 49 tunnur, raunar ekki met dagsins, það átti Sirrý auk- nefnislausa með sóma en bærileg frammistaða að eigin dómi, og við fimm munum þessa dagstund hafa fyllt um 290 tunnur. Tilraunin hafði tekizt og það átti að halda áfram daginn eftir. Þegar ég vaknaði morguninn eftir til að ná bátnum til lands fannst mér freistandi að láta börn, blaðamennsku og ketti lönd og leið, klæðast óhrjálegu saltföt- unum mínum og róta síld ofan i eins og fimmtíu, sextíu tunnur. En það varð að bíða betri tíma þetta sinnið. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Myndir: Sigurgeir Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.