Morgunblaðið - 02.11.1983, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.11.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 17 Misstu skipið út af ratsjá 3,5 mílur frá slysstað HÉR FER á eftir frásögn blaða- manns, sem staddur var út í Slysa- varnafélagshúsi á Grandagarði þaðan sem björgunaraðgerðum var stjórnað, af því sem gerðist, jafn- óðum og upplýsingar bárust um það þangað. Taka ber fram að ein- ungis er stiklað á því helsta og látið hjá líða að rekja þá skipu- lagningu sem að baki slíkra að- gerða liggur. Frá Slysavarnafélags- húsinu voru björgunaraðgerðir samhæfðar jafnóðum og nýjar upp- lýsingar bárust. Þaðan var haft samband við björgunarsveitir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem sendi tvær þyrlur og eina Herkúlesvél á slysstað að beiðni Slysavarnafélagsins, og við fiski- skipin og aðra báta sem stefnt var á slysstaðinn. Til að gefa hugmynd um andrúmsloftið hringdi síminn stanslaust allan þann tíma sem blaðamaður stóð við, oftast fleiri en einn og fleiri en tveir og iðulega biðu tveir símar eftir Hannesi Haf- steins, sem stjórnaði aðgerðum. Þó voru björgunaraðgerðir vel á veg komnar er blaðamaður kom á staðinn, en þær eru raktar annars staðar i blaðinu. 12 skip á leið á slysstað Kristinn Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja (t.h.) og Einar Steingrímsson flugumsjónarmað- ur í Eyjum skoða kort af leitarsvæðinu. 1 flugturninum og Vestmannaeyjaradíói var umferð um leitarsvæðið stjórnað. Vegna þess hve veður var slæmt og leitarsvæðið þröngt, var engum flugvélum hleypt nær en í 40 km radíus frá slysstaðnum. Sfnumjnd/ Sigurgeir. 20.19: Herkúlesvél frá varnar- liðinu fer í loftið og tilkynnt að tvær þyrlur verði ferðbúnar klukkan 20.25. Ljóst er að 9 fiski- skip, 2 fraktskip og varðskip eru á leið á slysstað. 20.21: Tilkynning frá Guð- mundi RE um að hann sé búinn að missa skipið út af ratsjá, þá 3,5 sjómílur frá skipinu. 20.42: Hannes, eftir samtal við varnarliðið, biður Vestmanna- Ms. Kampen var með kol til Sementsverksmiðjunnar: Ekki talið hafa áhrif á rekstur verksmiðjunnar EKKI er búist við að skips- skaðinn austur af Vestmannaeyj- um þegar ms. Kampen fórst, hafí áhrif á rekstur Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi, en skipið var á leið til Akraness með kol fyrir verksmiðjuna. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Guðmundi Guðmundssyni, öðrum fram- kvæmdastjór verksmiðjunnar, eru nú til birgðir af kolum til u.þ.b. eins mánaðar, og bjóst Guðmundur við að unnt yrði að útvega viðbótarkol innan þess tíma. Hins vegar yrði far- ið í það nú að athuga með að útvega viðbótar kol fyrir verk- smiðjuna. Guðmundur sagði að Sem- entsverksmiðjan fengi kola- sendingar þrisvar til fimm sinnum á ári hverju, en sendingin sem hér um ræðir var tiltölulega stór, eða um 5300 tonn, sem eru tveggja og hálfs til þriggja mánaða birgð- ir. Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags tslands, en þar var miðstöð björgunarsUrfsins. MorguBbta*i4/ KÖE. Tvær þyrhir og Hercules-vél frá VarnarliÖinu á slysstaðinn í gærkvöldi: Hjálparbeiðnin barst til okkar um 18.35 — segir Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins TVÆR þyrlur og ein birgðavél af Hercules-gerð frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli tóku þátt í leit og björgunaraðgerðunum, þegar ms. Kampen fórst undan Suður- ströndinni í gærkvöldi. Að sögn Friðþórs Eydal, blaðafulltrúa Varnarliðsins, barst hiálparbeiðni frá Slysavarnafélagi Íslands um klukkan 18.35 í gærkvöldi, en þá var komin 15 gráðu halli á skipið. „Áhöfnin sendi út Mayday- neyðarkall um klukkan 19.30 og tilkynnti, að mannskapurinn myndi yfirgefa skipið. Hercu- les-vélin fór síðan í loftið um klukkan 20.19 og tvær þyrlur skömmu síðar, eða um klukkan 20.30,“ sagði Friðþór ennfremur. Friðþór sagði að tilkynnt hefði verið um slysstaðinn um 130 míl- ur suð-austur af Keflavík, eða á Kötlugrunni. Þegar þyrlurnar og Hercules-vélin komu á staðinn um klukkan 21.30 var mikið brak á svæðinu, en ölduhæðin var um 10 metrar. Vélarnar leituðu síð- an þar til allir skipbrotsmenn- irnir voru fundnir, en það var um kl. 23.30. eyjaradíó um að koma þeim boð- um til báta að hlusta vel á rás 16 og 2285. Tilkynnt um mikið brak á reki 20.45: Bátar komnir á slysstað og tilkynna um mikið brak á reki, olíuflekk, bjarghringi o.fl. 20.54: Herkúlesinn kominn yf- ir slysstaðinn. Kastar út blysum og lýsir upp slysstað. 20.56: Einum skipverja bjarg- að um borð í fiskibát. Flugvélin tilkynnir að hún hafi séð gúmmíbát. Brúnin lyftist á mönnum. 20 manna gúmmíbátur fínnst tómur 21.00: Tilkynnt að 20 manna gúmmíbátur hafi fundist tómur. Maðurinn sem fundist hefur er um borð í Skarfinum, og það er Skarfurinn sem kemur að gúmmíbátnum tómum. Svart- sýni ríkir. 21.05: Fleiri menn hafa sést í sjónum. Slysstaður 55 sjómilur austur af Vestmannaeyjum. Sex skipverjar fínnast 21.16: Tilkynnt að sex skip- verjar hafi náðst um borð í fiski- báta af björgunarflekum og í björgunarhringjum. Óljóst í hvernig líkamlegu ástandi þeir eru. 21.20: Önnur þyrlan komin á slysstað, hin á tíu mínútna flug eftir. Ákveðið að reyna að koma sjúkraliðum úr þyrlunum um borð í Skarfinn til þess að hlynna að mönnunum sem náðst hafa. 21.25: Björgunarsveitin í Með- allandi hringir og spyr hvað gangi á. Orðið varir við ljósa- ganginn út á sjónum. 11 af 13 fundnir 21.30: Fréttir berast um að bú- ið sé að ná 11 af 13 manna áhöfn, en haldið var í fyrstu að áhöfnin væri 14 manns. Þyrla reynir að koma sjúkraliðum um borð í fiskibátana. 21.34: Ljóst að 6 skipverjar eru um borð í Hópsnesinu frá Grindavík, þar af tveir í alvar- legu líkamlegu ástandi, 3 í Skarfinum frá Grindavík, þar af einn í alvarlegu ástandi, 1 er um borð í Skúm og 1 um borð í Kóp. 21.56: Allt gert klárt í Vest- mannaeyjum til þess að taka við skipbrotsmönnunum. Sjúkraliðar komnir um borð í Skarfínn 22.15: Ljóst að sjúkraliðar eru komnir um borð í Skarfinn. 22.26: Ljóst að skipverjarnir tveir um borð í Skúminum og Kóp eru látnir. Dalahrafn til- kynnir að hann hafi fundið eitt lík. Eins skipverja enn saknað. 22.30: Miklar umræður um hvað gera skuli, hvort haldið verði upp að Skaftárósi, þar sem þyrlurnar reyndu að hífa skip- verja um borð. Að minnsta kosti sex tíma stím til Vestmannaeyja fyrir bátana. Allir 13 fundnir — 7 látnir 23.07: Kópur finnur þrettánda skipverjann látinn. 23.14: Bátarnir stefna allir til Eyja. 35—40 hnúta vindur á móti og mikill sjór. Einungis sex menn á lífi, fjórir um borð í Hópsnesinu og tveir í Skarfin- um. HJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.