Morgunblaðið - 02.11.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.11.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 27 Hilmar Kristjóns- son - Minningarorð Fæddur 11. janúar 1918 Dáinn 30. september 1983 Sennilega hefir enginn íslend- ingur, fyrr né síðar, haft áhrif til hins betra á lífsafkomu jafn margra manna sem Hilmar Kristjónsson. Á þeim tæpum þrem áratugum, sem hann var fastráð- inn starfsmaður hjá Landbúnað- ar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), var starf hans að verulegu leyti fólgið í því að stjórna, leiðbeina og taka virkan þátt í að bæta fiskveiðiaðferðir í þróunarlöndum eða að innleiða nýja tækni í veiðarfærum, vélvæð- ingu, bátagerð og meðferð fiskaf- urða. Aðstaða hans til áhrifa í þessum málum jókst stöðugt eftir því sem lengur leið á starfsferil hans hjá FAO. Hann var skipaður fishery officer 1952, forstöðumað- ur fyrir veiðarfæra-undirdeild 1955 og forstöðumaður fyrir út- gerðardeild 1%8. Það mun hafa verið um þetta leyti sem Halldór Laxness skrifaði um Hilmar með réttu, að hann væri mesti útgerð- armaður íslendinga, enda stjórn- aði hann þá stórum flota fiskisipa í fjölmörgum löndum. Þessi skip, stór og smá, unnu það hlutverk að rannsaka fiskistofna víðs vegar um heim, sýna fram á fiskveiði- möguleika og innleiða betri skip og veiðarfæri en tiðkuðust í lönd- unum, þar sem þau störfuðu. Út- gerð þessara skipa krafðist þess að góðir menn væru fengnir til þess að stjórna þeim og halda þeim gangandi, oft undir erfiðustu kringumstæðum. í upphafi voru ráðningarkjör tæknimanna hjá FAO miðuð að mestu leyti við háskólapróf og svo reynslu í stöðum, sem kröfðust slíkra prófa. Hilmar gekk fram f að fá viðurkenningu fyrir því að fullgild skipstjóra- og vélstjóra- próf ættu að teljast jafn rétthá og háskólapróf. Þetta kostaði mörg átök, en Hilmar fylgdi málum eft- ir með þeirri atorku sem honum var í blóð borin, og fékk því til leiðar komið, að ráðningarkjör skipstjóra og vélstjóra voru stór- um bætt. Með þessu opnuðust möguleikar til þess að ráða til FAO marga úrvals sjómenn, þar á meðal talsvert af íslendingum, og fram á þennan dag eru íslenskir sjómenn eftirsóttir til starfa hjá FAO. Prentaðar heimildir um fiski- skip og veiðarfæri voru mjög takmarkaðar, og FAO gekkst fyrir því að ráðstefnur um þessi mál voru haldnar og færir sérfræð- ingar fengnir til þess að skrifa um sérgreinar sínar. Alls hafa sex slíkar ráðstefnur verið haldnar, þrjár um fiskiskip í París og Miami 1953, Rómaborg 1959, og Gautaborg 1%5, og aðrar þrjár, sem fjölluðu um veiðarfæri og veiðiaðferðir í Hamborg 1959, London 1963 og Reykjavík 1970. Hilmar kom mikið við sögu allra þessara ráðstefna, en þó sérstak- lega hvíldi mikið á honum í sam- bandi við fundina um veiðarfæri, bæði hvað snerti allan undirbún- ing og eins að ganga frá flutnings- efni eftir á, en hann var ritstjóri þriggja stórra bóka er birtust að þessum fundum loknum. Þessar bækur hafa síðan orðið grundvall- arkennslubækur og heimildarit á sviði veiðarfæratækni. Mörgum, sem aldrei höfðu tækifæri til að hitta Hilmar að máli, finnst þeir þekkja hann vegna þessara bóka og annarra rita hans um fiskimál. Hilmari varð það fljótt ljóst að ný tækni ein mundi ekki leysa vanda þróunarlandanna, og gæti jafnvel verið hættuleg, ef ekki fylgdi með kennsla í meðferð hennar og stóraukin menntun meðal fiskimanna. Hann sá að stýrimanna- og vélstjóramenntun ein mundi ekki nægja, heldur væri líka brýn nauðsyn á kennslu I veiðitækni, veiðarfæragerð og fiskimennsku almennt, og ef til vill ekki síður í meðferð fiskjar, frystitækni o.s.frv. Þegar Hilmar byrjaði starfsfer- il sinn hjá FAO, tíðkaðist á vest- urlöndum almennt, að menn gætu lært sjómennsku í skóla, en fisk- veiðar lærðu menn eingöngu af dýrkeyptri reynslu. Aftur á móti ráku t.d. Rússar og Japanir skóla sem kenndu einnig veiðitækni og Hilmar gekkst fyrir því að nám- skeið í kennslu fiskimanna var haldið í Rússlandi 1%5, með þátt- töku manna úr þróunarlöndum og vesturlöndum og ýtti þetta tals- vert undir skólahald fyrir fiski- menn, víðsvegar. Áhugi Hilmars á þessum mál- um átti drjúgan þátt í ákvörðun hans að yfirgefa um stundarsakir höfuðstöðvar FAO í Róm og tak- ast á hendur stjórn eins stærsta verkefnis sem FAO rak í þróun- arlandi. Þetta var í Indónesfu 1971 og dvaldist Hilmar þar til ársloka 1972. Það verkefni var mjög marg- þætt, og glímt var við vandamál i sambandi við auknar fiskveiðar, frystingu afurða til útflutnings, endurbætur á meðferð fiskafurða og skipulagningu markaðskerfis innanlands. Stærsti þátturinn var að stofnsetja skóla fyrir fiski- tækni og innleiða kennslu í sjó- mennsku og fiskimennsku í fimm öðrum skólum. Skólinn var reistur í Tegal á Norður-Jövu, og er og verður um langan tíma veglegt minnismerki um áhuga, dugnað og þrautseigju Hilmars. í janúar 1973 hvarf Hilmar aft- ur til Rómar og tók við nýstofn- aðri stöðu sem fishery industry officer, og varði miklum tfma til ferðalaga í sambandi við nýjar ráðagerðir fyrir fiskiðnað og ráð- leggingar á sviði samninga þróun- arlanda um sameignarútgerð með félögum frá ýmsum iðnaðarlönd- um. Deild í FAO, sem vinnur sér- staklega í samráði við Alþjóða- bankann, fékk hann iðulega til starfa við undirbúning lána til ýmissa landa. Snemma á árinu 1979 fór Hilmar á eftirlaun, en tók þó að sér ferðir á vegum FAO á næsta ári þar á eftir. Þegar hann lét af störfum var almennt talið að Fiskideild FAO hefði aldrei fyrr misst svo mikla þekkingu og mik- inn skilning á sviði fiskveiða með fráhvarfi eins manns. Staða Hilm- ars í öndvegi í aiþjóðafiskimálum skapaðist ekki af neinni tilviljun. Frá unglingsárum sínum hafði Hilmar einbeitt sér að þvf marki að undirbúa sig undir að eiga sér ævistarf á sviði útvegsmála. Að vísu vakti þá fyrir honum að starfa á Islandi, enda var ekkert til á alþjóðavettvangi, sem átti nokkuð skylt við það, sem síðar var, þegar hugmyndir um sam- starf þjóðanna til að auka þróun- arhraða í heiminum mótuðust eft- ir sfðari heimsstyrjöldina. Meðan Hilmar sótti nám í Menntaskólanum f Reykjavík og f Viðskiptaskólanum, stundaði hann sjómennsku öll surnur, og kynntist ýmsum veiðarfærum svo sem botnvörpu, línu, rek- og botnneti, snurpu og dragnót, bæði á togurum og vélbátum. Um 1940 eða 1941 lenti hann í miklum yfir- heyrslum hjá öryggisgæslu- mönnum á Englandi, en þeim þótti grunsamlegt að háskólastúdent kæmi sem háseti á togara til Bretlands á stríðstfmum. í Við- skiptadeild Háskóla Islands valdi Hilmar sér það efni í lokaritgerð að skrifa um sfldariðnað á Islandi, bæði hvað snertir hagfræði þess- arar iðngreinar og vandamál hennar. Til þess að fá efni f rit- gerðina vann Hilmar öll venjuleg verksmiðjustörf, auk þess að kynna sér rækilega þær rannsókn- ir, er þá tíðkuðust til að fylgjast með gæðum framleiðsluvaranna. Þegar hér var komið sögu var Hilmar ákveðinn í að eiga sér framtíð í sfldariðnaði, og að loknu cand. oecon.-prófi frá Háskóla ís- lands lagði hann út f nám f véla- verkfrði við University of Cali- fornia í Berkeley til þess að út- víkka undirstöðu sfna fyrir vænt- anlegt starf. Hann hélt upptekn- um hætti, að nota hverja frístund til þess að bæta við kunnáttu sína í útgerðar- og fiskfram- leiðslumálum. 1943 vann hann norður í Alaska hjá U.S. Fish and Wildlife Service sem umsjónar- maður með eftirliti á sfldveiðum í Crab Bay og tók jafnframt sýnis- horn af síld frá öllum bátum sem lönduðu þar og vann úr þeim sýn- ishornum. I San Francisco vann Hilmar í nokkra mánuði hjá Ent- erprice Engine and Foundry Co., er framleiddi diesel-vélar og fisk- vinnslutæki og kynntist sérstak- lega aðferðum og vinnubrögðum við að prófa vélar fyrir afhend- ingu. Á meðan Hilmar var f Banda- rikjunum kvæntist hann önnu Ólafsdóttur, sem þá stundaði þar nám í sálarfræði. Frá upphafi varð heimili þeirra samkomu- staður fyrir íslenska námsmenn og námskonur í Berkeley, enda voru þau bæði afburðagestrisin. Þessi eiginleiki þeirra varð síð- armeir mjög þýðingarmikill þátt- ur í því, hvað Hilmari gekk vel að koma áhugamálum sfnum á fram- færi eftir að þau komu til Rómar, vegna þess að þar var stöðugur straumur gesta á heimili þeirra og meira rætt þá um framþróun fiskimála en nokkuð annað. Anna, sem er stórgreind og vel menntuð, tók virkan þátt f þessum samræð- um með þeim afleiðingum að um- ræðurnar urðu eftirminnilegri og áhrifaríkari í hugum þeirra er tóku þátt i þeim. Að loknu námi f Kalifornfu sneru þau hjónin heim til Islands um vorið 1945. Hilmar var þá ráð- inn sem verksmiðjustjóri hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins á Rauf- arhöfn og um haustið sama ár varð hann framkvæmdastjóri SR. Þá stóð nýsköpunin sem hæst og Hilmar gekk mjög ötullega fram í því að styrða allar framkvæmdir, bæði nýbyggingar, sem sérstök nefnd hafði yfirumsjón með, og stækkanir á eldri verksmiðjum SR. Auk þess átti Hilmar frum- kvæði að því að olíukyndingar voru teknar upp bæði á þurrkur- um og kötlum verksmiðjanna, sem hafði í för með sér stórfelldan sparnað fyrir landið. Einnig gerði Hilmar tilraunir með soðkjarna- vinnslu og geymslu sfldar. Nýju síldarverksmiðjurnar urðu síð- búnar 1946, og um veturinn 1947 hrundi mjölhús SR 46 á Siglufirði undan snjóþunga. Eins og vill stundum verða, varð afgreiðsla þessara mála pólitfsk að verulegu leyti. Hilmari, sem var ópólitískur og óflokksbundinn, fannst að lok- um að gripið væri um of fram fyrir hendur hans sem fram- kvæmdastjóra og sagði af sér þá um haustið. Næsta sumar réði Árni Frið- riksson, fiskifræðingur, Hilmar til að framkvæma fyrstu síldarmerk- ingar á íslandi og voru merktar um 8.000 sildar. Merki fundust aftur bæði á Islandi og í Noregi, og studdi þetta mjög kenningar Árna um göngu Norðurlandssíldar milli Islands og Noregs. Loks vann Hilmar 1948-52 hjá Gísla Hall- dórssyni hf. og hannaði þar ýmiss konar vélar fyrir síldarvinnslu og aðrar fiskiðnaðarvélar, og sá jafn- framt um innflutning á vélum og öðrum tækjum f fiskiskip. Hilmar var, sem fyrr segir, mjög vel undirbúinn að starfa sem frumherji hjá FAO, þar sem mikil þörf var fyrir menn með víðsýni og viðtæka- reynslu, til viðbótar mönnum með sérþekkingu í hinum ýmsu starfsgreinum. Á hinum mörgu ferðalögum sín- um á vegum FAO gleymdi Hilmar því aldrei að hann var bæði starfs- maður hjá alþjóðastofnun og Is- lendingur um leið. Fjölmargir, sem vissu ekki hvar Island væri að finna á landabréfi, lærðu um land- ið og þjóðina með því að kynnast Hilmari og síðar einnig öðrum Is- lendingum sem réðust til FAO fyrir hans tilstilli. Og að lokum kom Hilmar sjálfur heim til ís- lands, vegna þess að „heim snýr hans far. Á þeim hug er ei brigð. Því hélt hann út snemma, að fyrr mætti lenda“. Leiðir okkar Hilmars lágu fyrst saman i Menntaskólanum f Reykjavík, og urðum við síðan samferða gegnum lífið að verulegu leyti. Við stunduðum saman nám í vélaverkfræði í Kaliforníu, og þar var Hilmar svaramaður minn er ég kvæntist. Sfðan vann ég undir handleiðslu hans hjá Síldar- verksmiðjum rfkisins meðan hann var þar framkvæmdastjóri og loks aftur um margra ára skeið hjá FAO. Naut ég þá ekki einungis til- sagnar og fræðslu, heldur einnig hvað eftir annað gestrisni á heim- ili þeirra hjónanna. Við þetta fékk ég tækifæri til að kynnast mann- kostum Hilmars, greind hans og hreysti. Enda reyndi mikið á hugrekki og hreysti Hilmars í júlí 1963, en þá varð hann fyrir miklu slysi og brotnaði á báðum lær- leggjum, handleggsbrotnaði og braut axlarblað auk annarra minni meiðsla. Var varla talið að líkur væru á að hann myndi nokk- urn tíma ná sér að fullu. En þá sýndi Hilmar enn hvað f honum bjó og lagði mjög fast að sér til þess að yfirvinna líkamsbresti sína. Hann var mættur til vinnu hjá FAO í desember 1963, jafnvel áður en sjúkrafrí hans var út- runnið. Eftir stuttan tíma var ekki lengur hægt að merkja að nokkuð óvanalegt hefði komið fyrir hann. Hilmar var sonur hjónanna Magðalenu Guðjónsdóttur og Kristjóns ólafssonar, húsgagna- smíðameistara. Kristjón er nýlega orðinn níræður og er enn vel hress, en móðir Hilmars lést fyrir nokkrum árum. Anna Ólafsdóttir, sem hefur verið hjálparstoð Hilm- ars í meira en fjörutíu ár, lifir mann sinn. Þau eignuðust tvær dætur, Sigrúnu og Önnu Lóu, sem báðar eru giftar erlendis og son, Gunnar, sem er starfsmaður hjá Hafrannsóknastofnuninni f Reykjavík. ÖUum aðstandendum Hilmars vil ég votta innilega hluttekningu við þennan mikla missi og um leið láta f Ijós þakklæti fyrir yndislega viðkynningu. Einar R. Kvaran Kveðja: Þorgeir Magnússon frá Villingavatni Fæddur 27. marz 18% Dáinn 8. október 1983 Ég var að koma frá jarðarför þessa mæta drengs, er ég setzt niður, til að skrifa um hann fáein minningarorð. Þorgeir var ekki búinn að vera lengi hér f bæ, þegar hann gekk í Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar. Fengum við þar góðan og traustan félaga, sem sótti vel fundi og valdi gott efni til flutnings á þeim. Mörgum hér í bæ þótti líka gott að geta notið hinna högu handa sjálfmenntaða smiðsins. Já, á fundi kom hann í Kvæða- mannafélaginu svo lengi eða jafn- vel lengur en heilsan leyfði. Ég votta i nafni félaga minna ekkju hans og systur innilega samúð. Jón Helgason Garðar Ólafs- son - Kveðjuorð Hann var maður sem elskaði líf- ið og dó ungur. Enn höfum við ekki grátið. Við erum of ráðvillt til að gráta. I hugum okkar var dauð- inn ætlaður gömlu fólki, þegar verst lét ungu þunglyndu fólki, en aldrei sterkum lífsglöðum mönnum. Og allt er erfiðara ein- mitt vegna þess að Garðar var sterkur. I hugum okkar var hann svo sterkur að ekkert gat unnið á honum, jafnvel ekki dauðinn. En við vorum ung og vissum svo lítið um lífið, og enn minna um dauð- ann. Við mættum ekki í jarðarför- ina því þetta voru endalok sem við vildum ekki sættast á. Þennan dauða neituðum við að viður- kenna. Það var lífið sem við vild- um muna, ekki hræðilegur svip- legur dauðdagi. Hann var maður sem ætlaðist ekki til virðingar en fáa menn virtum við meir. Á tímum þegar flestir eru reiðubnir að dæma náungann dæmdi hann ekki. Hann hafði næga greind til að hneyksl- ast ekki. I honum sjálfum bjó strákur sem lifði lífinu fagnandi. Hann var líklega ekki gallalaus en gallar hans skiptu engu máli, því fáir menn höfðu meiri persónu- töfra eða Ijúfara viðmót — og við elskuðum hann. Kolbrún Bergþórsdóttir, Svavar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.