Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Hefði ég átt að láta börn, blaðamennsku og ketti lönd og leið? Listilega raðad í tunnu. Saltað af offorsi í Eyjum í 2 daga SÍLDIN hefur löngum átt alveg sérstök ítök í íslenzkum hjörtum. Okkur er brýn nauðsyn ad veiða þorsk, ýsu, karfa, að ógleymdri loðnunni. En samt hafa þessar fisktegundir aldrei orðið ámóta yfirstéttarfiskur og sfldin. Við lítum öðrum augum á sfldina og samtíma því að fiskvinna hefur svo sem aldrei verið talin nein hefðarvinna né heldur eftirsóknarverð. Af tilfinningalegum ástæðum, hefur alltaf verið beðið með smátitringi í hjarta eftir að sfldin léti svo lítið að koma við og láta veiöa sig, skera sig á háls og salta í tunnu. Skáld og lagasmiðir hafa gert bragi um sfldina og sjómannalögin eru ótöld þar sem rifjuð er upp rómantík sfldaráranna eins og þau voru og hétu. Sfldin heldur enn sínum sessi: við borð lá, að harmur gagntæki þjóðina, þegar hún hvarf um eða uppúr 1967; burtséð náttúrlega frá þeim efnahagslegu og þjóðhags- legu afleiðingum sem þetta hvarf hafði. Því að víst hefur sfldin skipt okkur máli frá þeim sjónarhóli séð líka, það tjóir svo sem ekki bara aö tala um hana af hlýrri tilfinningu, hún þýðir peningar og aftur peningar, vinnu og aftur vinnu. Svo kom síldin loksins aftur, eftir að við höfðum farið að ráðum sérfræðinga okkar og hætt að elta hana um allan sjó í nokkur ár. En þau ár sem liðu eftir að síldin hvarf, til dæmis síðustu ár fyrir austan, voru erfið og það tók drjúgan tíma að reisa við atvinnu- líf á athafnastöðum, sem höfðu byggt afkomu sína á þessum dynt- ótta fiski. „Síldin er eins og konan, óútreiknanleg og smýgur úr greip- um manns, þegar minnst vonum varir," sagði einhver djúpvitur við mig á dögunum. Við höfum tekið síldinni fagnandi; tunnurnar hlað- ast upp, saltið er blandað af krafti, en vinnan við hana hefur óneitanlega breytzt. Þær breyt- ingar hafa bæði sína plúsa og mín- usa. Vélvæðingin er víðast hvar orðin mun meiri og þar af leiðandi ættu afköstin að vera í réttu hlut- falli við það. Á dögunum, þegar ég var í tveggja daga síldarvinnu í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um, voru fimm konur fengnar til að „handsalta" dagstund. í ljós kom að við fimm afköstuðum meira en söltunarvéiarnar tvær. Eins og Matti orðaði það: „Betri eru fimm alvörupíkur en tvær úr stáli ... “ Vestmanneyingar eru bæði svo orðheppnir og snjallir, að ég þurfti að fá skýringu á þessum orðum. Þá skýringu er að finna í myndatexta með þessari grein. að var svo sem ekki tekið amalega á móti manni fyrri daginn, sem ég reyndi hæfni mína í síldarvinnu í Vestmannaeyjum á dögunum. Ég var svo heppin að mæta á sváéðið í tíukaffinu í mötu- neyti Vinnslustöðvarinnar. Þar hugðist ég nú fá mér kaffitár, meðan reynt yrði að finna mér starf, sem ég gæti ráðið við. Og þá verður £ öllu séð að eitthvað stendur til og mikill fjöldi manns er kominn í kaffið, en venjulega lætur það flest sér nægja að sötra úr brúsum sínum á neðribyggðum. Dansflokkur frá Litháen skokkaði síðan í salinn, spilaði, söng og dansaði af stakri innlifun í góðar tuttugu mínútur. Þetta var ljóm- andi litskrúðug sýning og fram- lenging á kaffihléi fékkst fyrir- hafnarlítið með því að klappa liðið upp. En síðan er ekki til setunnar boðið: ég fékk vinnunúmer 11371, stóra svuntu og gúmmíhanzka og Guðmundur verkstjóri leiddi mig um salarkynni, sem eru hin gríð- arlegustu, enda vinna þarna hátt í 200 manns þessa daga, einkum við síldarvinnslu af öllu tagi. Ákveðið var að leyfa mér að byrja á því að spreyta mig á að raða efstu síldar- lögunum í tunnurnar, sem stálpík- urnar höfðu saltað í kvöldið áður. Reynsla frá Vopnafirði sumarið 1966 kom nú að gagni, mér mjög að óvörum reyndar. Líklega er það svipað með að salta og að læra að hjóla og synda, maður gleymir því aldrei alveg þótt það liggi I dvala lengi. Ég vandaði mig svo að það var hreinasta unun að sjá hversu fagurlega var raðað og þóttist heldur góð með mig og sýnilegt hlyti öllum að vera að ég væri bráðefnileg. ÓIi Pétur kom á vettvang, bauð mér lakkrís og ræddi málin við mig. Honum fannst spaugileg tilhugsun að Rússarnir fengju síld í bláum plasttunnum. Það fannst mér líka þangað til einhver laumaði þvi að mér að þetta væri bara til bráða- birgða, vegna þess að tunnuskort- ur hefði verið kvöldið áður ... svo að röðunin mín fer sem sagt fyrir lítið. Hér í síldarvinnslusalnum gengur allt á maskínum, sildarnar koma streymandi á færiböndum eftir flokkun og halda svo áfram í afhausunarvél. Við afhausunarvélarnar þrjár standa þrjár konur og setja síld- ina á böndin með ofsahraða og eft- ir kúnstar reglum, svo að hausinn sé nú skilmerkilega af skorinn. Hauslaus rennur síldin nú niður á annað færiband, þar er sorterað úr, hent og flokkað enn og að þvf búnu fer síldin í blöndun og loks þegar réttri vigt er náð í tunnu, hellist sildin niður i stálpíkuna, sem skekur saman síld/krydd/salt og þetta hverfur siðan fyrirhafn- arlaust ofan í tunnur. Mér var ekki alveg rótt. Það yrði víst lítið um alvörusöltun í þetta sinn, hér myndi maður ekki heyra þessi klassísku vísdómsorð síldar- stúlkna í áratugi — síld-salt- tunnu-taka tunnu. I mesta lagi að stúlkurnar á flokkunarfæriband- inu æpi til afhausunarvélastúlkn- anna vingjarnleg skammaryrði ef þær höfðu ekki raðað síldinni rétt á bandið, svo að síldin kom með afskorinn sporð en heilan haus. Eftir að ég var búin að sanna færni mína í því að raða síld í tunnu var ákveðið að ég færi á flokkunarbandið fyrri daginn. Það taldi ég heldur létt verk og löð- urmannlegt; furðaði mig á því fyrstu klukkutímana af hverju séð væri til þess að hver manneskja á bandi fengi korters pásu á klukku- tíma. En eftir nokkra stöðu við bandið og handapat við að þrifa úr síld sem óboðleg var, fór ég að finna fyrir afar kyndugri tilfinn- ingu. Bandið var hætt að hreyfast, en sjálf ég barst með töluverðum hraða inn eftir salnum til hægri og var þetta skritið því að þegar ég aðgætti málið nánar var ég á sama stað og hreyfðist samt. Þarna barst ég eftir öllum sal og varð mér nú ekki um sel, einhvers konar léttklikkun hlaut að búa þarna að baki — eða kannski sjón- hverfing. Ég ákvað að þiggja pásu næst þegar hún var á boðstólum og sagði mínar farir ekki sléttar í kaffistofunni. Mér til hughreyst- ingar fékk ég að vita að þessi hreyfitilfinning væri mjög algengt Stefán Runólfsson forstjóri fylgist með aðgerðum blaðamanns. Við flokkunarbandið — á hreyfingu. fyrirbæri, meira að segja hjá vönu fólki. Og einhvern daginn hafði bandið skyndilega verið stöðvað í alvöru og vildi þá ekki betur til en svo að konurnar þrjár hafa allar verið komnar með færibandavír- usinn; skullu þær nú út á hlið og saman í kös. Aðkomufólk hjá Vinnslustöð- inni er margt í fæði hjá ísfé- laginu og eins og sönnum ókunn- ugum gesti sæmir fór ég rakleitt upp í vagninn, svo að mín lúnu bein þyrftu ekki að labba þennan spotta sem reyndist vera ákaflega stuttur. Við unnum til klukkan tíu þetta kvöld. Þá var vinnudagurinn hjá mér orðinn tólf tímar. Sumir unnu lengur, einkum karlmenn við að spúla og hreinsa og allir höfðu byrjað tveimur tímum á undan mér. Ég skreiddist á fjórum fótum upp í verbúð og heyri þá kunnug- legar raddir úr sjónvarpsherberg- inu, þar var komin Sue Ellen, Viktoria Prinsipal og DjeiErr með famelíur og auðvitað allir að horfa andaktugir á þennan frábæra menningarþátt. Þegar ég var búin að æsa mig dálítið inni í mér yfir Dallas- hringavitleysunni skjögraði ég upp í herbergi og hugsaði með hryllingi til harðsperra og strengja sem myndu væntanlega gera mig óvinnufæra daginn eftir og sennilega að öryrkja að þeim degi hugsanlega liðnum. Og þó hafði ég bara verið á færibandi... Herbergin í verbúðinni eru ósköp þægileg og hin mestu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.