Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 19 Fréttir úr bæjarstjórn Akureyrar Akureyri, 1. nóvember. Mestallur tími bæjarstjórnar Akureyrar á fundi í dag fór í að ræða þær alvarlegu atvinnu- horfur, sem nú virðast blasa við í bæjarfélaginu. Hefur bæjarráð átt viðræður við ýmsa aðila úr atvinnulífinu og rætt hugsanlegar leiðir til úrbóta. Heimavistar- húsnæði Bæjarstjórnin samþykkti, að fara þess á leit við menntamálaráðuneytið, að það skipi tvo menn til starfa með skólanefnd Verkmennta- skólans til að vinna að könn- un á þörf framhaldsskóla- nemenda á Akureyri fyrir heimavistarhúsnæði, hvers konar húsnæði henti bezt, könnun á leiðum til fjár- mögnunar slíkrar byggingar og reksturs og nýtingu . Síðuskóli Bæjarráði barst 12. okté- ber sl. bréf frá Híbýli hf., sem er verktaki við 1. áfanga byggingar Síðuskóla, þar sem fyrirtækið lýsti sig reiðubúið til að halda áfram byggingu skólans á einingaverði, sem samið yrði um og jafnframt bauð það fram frest á greiðslum fyrir verkið næsta ár. Bæjarráð og bæjarstjórn töldu ekki unnt að breyta frá þeirri venju, að bjóða út öll verk á vegum bæjarfélagsins og hafnaði því tilboðinu. Þó var ákveðið, að taka upp við- ræður við Híbýli um að ljúka steypuvinnu við vegg og súl- ur skólans, sem ekki voru inni í tilboðsverkinu nú. Með þessu telur bæjarstjórn, að betur sé tryggt, að Síðuskóli geti tekið til starfa á næsta hausti. Hótelbygging? Bernharð Steingrímsson Tungusíðu 2, Akureyri, hefur með bréfi til skipulagsnefnd- ar Akureyrar spurzt fyrir um leyfi til byggingar gistihúss á lóð sunnan lögreglustöðvar- innar við Þórunnarstræti. Skipulagsnefnd hefur fyrir sitt leyti fallizt á umrædda starfsemi á þessari lóð og leyfir þar byggingu á allt að 3ja hæða húsi. G. Berg. . fjöldanum! Samdráttur? — Öðru nær VEGNA fréttar um leikhúsað- sókn í Morgunblaðinu í gær óskar leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur eftir að vekja at- hygli á eftirfarandi: Það sem af er þessu hausti, hefur leikhúsgestum hjá Leik- félagi Reykjavíkur fjölgað um 17% frá því á sama tíma í fyrra. Fjöldi leikhúsgesta til októberloka var 9.075 áhorf- endur en var í fyrra 7.770. Eins og sést af þessum töl- um, er frétt blaðsins í gær um samdrátt hjá LR góðu heilli á misskilningi byggð. Fimm leik- rit eru nú í sýningu og hið sjötta verður frumsýnt í næstu INNLENT viku. Er það bandaríska verð- launaleikritið Guð gaf mér eyra eftir Mark Medoff. Stefán Baldursson, leikhússtjóri. Leiðrétting TVÆR villur þykir rétt að leið- rétta í tónlistargagnrýni þeirri er birtist 1. nóvember um Janos Starker og Nýju strengjasveitina. f gagnrýninni um Janos Starker er talað um einleikssónötu fyrir selló og verkið ranglega eignað Bela Bartok, en á auðvitað að vera eftir landa hans og vin, Zoltán Kodaly. Lesendur eru beðnir að fyrirgefa þessa leiðu nafnblindu gagnrýnandans. Önnur nafnblinda fylgdi svo gagnrýninni um Nýju strengja- sveitina, en þar er Jóni Þórarins- syni kennt um það sem undirritað- ur vill fúslega gangast við. Jón Ásgeirsson. IBM er komiö í beint samband vlð bankakerfið! Eitt fullkomnasta bankakerfi í heimi er í þjónustu IBM: Þetta bankakerfi nefnist RETAIN. Það nær um allan heim. Frá íslandi til Istanbul, Cameroon til Colorado. Kerfið tryggir viðskiptavinum IBM örugga þjónustu og sparar þeim stórfé með tímasparnaði. RETAIN kerfið er í reynd upplýs- ingabanki fyrir tæknifólk IBM, fólkið, sem sér um þjónustu IBM vél- og hugbúnaðar hérlendis sem erlendis.RETAIN geymir upplýsingar sínar víðsvegar um heiminn. aðan er miðlað tækniupplýsing- sem eru sífellt endurbættar með nýjum upplýsingum hvaðan- æva úr heiminum. Þurfi starfsmaður í tæknideild IBM í Skaftahlíðinni að fá upp- lýsingar frá starfsbræðrum sínum í Austurríki um mögulega lausn á viðhaldsvandamáli á ísafirði, sem þolir enga bið, fær hann upplýsing- ar og leiðbeiningar frá RETAIN á nokkrum andartökum - beint á tölvuskerm. Það er engin upplýsingaþjónusta um tæknivandamáí fullkomnari. Engin. Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Sími 27700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.