Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 7 Höfum. opnað og bjoöum gesti velkomna. Gistihúsið við Bláa lónið Grindavík, sími 92-8650. BUXUF =i j ■ i •! e>= 1 el rfel» L?ÍT?1F:Tm1 c?!TTTTiTwmZiTi 3 F* í • ITÍ WTíWnBTW IfiTI Mllim E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888 p i§> Metsölublad á hverjum degi! Þröstur ekki nefndur Liklega er ráöamönnum l>jóðviljans ekki jafn illa viö nokkurn þeirra, sem nú sitja á Alþingi og Guö- mund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar og þingmann Alþýðubanda- íagsins. bjóðviljinn og flestir þingmenn Alþvðu- bandalags hafa tekið hönd- um saman um að auð- mýkja Guömund J. sem mest og láta ekkert tæki- færi ónotað til þess. Þegar tiuðmundur J. vill fara til New York er sérstök áherzla lögð á að sýna þjóðinni, að þangað fari hann ekki. I>ær aðferðir sem kommúnistar nota til þess að auðmýkja Guð- mund J. eru mjög í takt viö þau vinnubrögð, sem í eina tíð voru notuð austur í Moskvu til þess að gera lít- ið úr mönnum á borð við Malenkov, sem lengi var talinn líklegásti eftirmaður Stalíns, en hafnaði sem rafveitustjóri einhvers staðar í Sovétríkjunum eða Molotov, sem var auð- mýktur opinberlega með því að gera hann aö sendi- herra í Vín eftir að hann hafði stjórnað utanríkis- málum Sovétmanna dyggi- lega áratugum saman. I>essi skipulagða auð- mýking Þjóðviljans á Guð- mundi J. kemur glögglega fram f „fréttaskýringu“, sem Þjóðviljinn birti um helgina um landsfund Al- þýðubandalagsins, sem stendur fyrir dyrum. Þar er m.a. fjallað um væntanlegt kjör varaformanns og áhuga verkalýðsforingja á, að einn úr þeirra röðum skipi þetta embætti. I „fréttaskýringunni" segir: „Úr forysturöðum verka- lýöshreyfingarinnar heyr- ast nöfn Grétars l>or- steinssonar og Helga Guð- mundssonar...“ Sérstaka athygli vekur, að Þjóðviljinn nefnir hér ekki Þröst Ólafsson, fram- kvæmdastjóra Dagsbrún- ar. Káðamenn Þjóðviljans vita þó mæta vel, að Guð- mundur J., þingmaöur, formaður Dagsbrúnar, formaður Verkamanna- sambandsins og miðstjórn- armaður í ASÍ, vill fá Þröst Ólafsson sem varaformann Alþýðubandalagsins. í fótspor Malenkovs og Molotovs Guömundur J. er á sömu leið og Malenkov og Molotov, sem báöir voru miklir ráðamenn í Sovétríkjunum i eina tíö. Annar var geröur aö rafveitustjóra en hinn aö sendiherra í Vín. Nú stendur fyrir dyrum aö kjósa nýjan varaformann Alþýðubandalagsins. Þjóöviljinn gætir þess vandlega að nefna ekki nafn þess manns, sem Guðmundur J. vill fá fyrir varaformann, en þaö er Þröstur Ólafsson. Guömundur J., þingmaður, formaöur Dagsbrúnar, formaöur Verkamannasambandsins, miöstjórnarmaður í ASÍ, er á leið í pólitíska útlegð. Kannski er ástæðan fyrir því að Þröstur er ekki nefndur sú, aö Þjóðviljinn vilji koma því á framfæri, að Guðmundur J. sé ekki lengur í „forysturöð verka- lýðshreyfingarinnar“. Aðdráttarafl Steingríms Tíminn er vantrúaður á, að pólitískt aðdráttarafl Steingríms llermannsson- ar sé nógu mikið til þess að halda sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn. Vofa hinna „sögulegu sátta" herjar hvað eftir annað á ritstjórn Tímans þessa dagana. Þar sagði um helgina: „I þess- um dálki var að því vikið um daginn, að „blað allra landsmanna“ sá sérstaka ástæðu til þess að fara að hrósa „málgagni sósíal- isma, verkaíýðshreyfingar og þjóðfrelsLs" fyrir „fjör- kippi". I>essar viprur á síð- um „málgagnsins", sem Mogginn er svona hrifinn af, er skætingur úr penna Olafs Ragnars fallkandí- dats (írímssonar, því að þessar vikurnar velgir hann ritstjórastól Kjartans Ólafssonar ... 1 annan stað telja sumir, að skýr- ingarinnar á hrifningu Moggans á „fjörkippum" Olafs Kagnars sé að ein- hverju leyti að leita í því, að Moggamenn gera sér auðvitað Ijóst, — eins og skyldmenni þeirra á Þjóð- viljanum — að talsvert þarf til að koma í veg fyrir, að ríkisstjórninni, undir forystu Steingríms Her- mannssonar, takist þaö sem engri íslcnzkri ríkis- stjórn hefur tekist um langa hríð — að koma ís- lcnzku efnahagslífi í viðun- andi horf. ... Til þess mega hvorki Alþýðubanda- lagsmenn né sumir sjálf- stæðismenn hugsa. Og ástæðan er sú ein, að kaft- einninn er úr framsókn." í kjölfarið á þessu lýsir Tíminn áhyggjum yfir því, að hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins, l>orsteinn l’álsson, „vill ólmur komast í þann vangadans", þ.e. í sögu- legar sættir með Alþýðu- bandalagi. Af þessu má Ijóst vera, að Tíminn hefur ekki meiri trú á pólitísku aðdráttarafli Steingríms Hermannsson- I ar en svo, aö blaðið telur, að hinir nýju forystumenn SjálfstæðLsflokksins vilji „ólmir" ganga í eina sæng með Olafi Kagnari. Er Steingrímur orðinn svona gamall og úr sér genginn í augum Tímamanna? Alþýðublaöiö blæs í herlúðra Alþýðublaðið hvetur verkalýðshreyfinguna til nýrra átaka í forystugrein um helgina í kjöífar þess, að ríkisstjórnin vill afnema ákvæði bráðabirgðalaga um skerðingu samnings- réttar. Alþýðublaðiö segir: „... Alþýöublaöiö hvetur verkafólk til kraftmikillar framsóknar fvrir bættum kjörum launafólks í land- inu í þeirri samningalotu, sem framundan er. Launa- fólk má hvergi hvika af vegi í þeirri baráttu, sem framundan er við atvinnu- rekendavaldið, sem er dyggilega stutt af ríkis- stjórn, sem allt frá byrjun hefur staðið í stríði og átökum við launafólkiö í landinu." Kannast menn viö tón- inn frá 1978? Snjókeðjur fyrir öll farartæki. (fflmnaust h.f SIDUMULA 7-9 -SIMI 82722 REYKiAVÍK Mazda 323 (1300) 1982 Hvitur, ekinn 30 þús. km. 2 dekkjagangar. Gullfallegur tramdritsbill. Verö kr. 210 Datsun Bluebird 1981 Brúnsanz., eklnn 49 þús. km. 5 gira, beinsk. Gott útlit. Verö kr. 255 þús. (Skipti ath. á ódýrari.) Daihatsu Charade 1982 Rauöbrúnn. ajáltak., ekinn aöeina 18 þús. km. lltvarp * segulband, 2-dekkjagangar. Veró kr 220 þús. Honda Accord EX 1980 Grásans., 5 gíra allatýri, ekinn aöeins 42 þús. km. Verö 220 þús. (Sklptl möguleg.) BMW 315 1982 Svartur, ekinn aöeins 13 þús. km. Útvarp ♦ segulband o.fl. Verö kr. 320 þús. Honda Civic Wagon 1982 Brúnsanseraöur tramdrltsbill, ekinn aö- eins 21 þús. km. Verö kr. 285 þús. Range Rover1975 Drapplitur. Vél og kassi nýupptekiö. Litaö gler. Ný dekk o.fl. Góöur jeppi. Verö kr. 280 þús. Gullfallegur bíll Volvo 244 DL 1982, karrý-gulur, sjálfsk., aflstýri, 2 dekkjagangar. Verö 420 þús. (Skipti á ódýrari.) Mazda 929 Sedan 1983 Grænsans., aflstýri o.fl. Ekinn aöeina 6 þús. km. Verö kr. 380 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.