Morgunblaðið - 15.11.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
19
Yfirvöld ákveða
10—15% hækkun
á nauðsynjavörum
Varsjá, 14. nóvember. AP.
STJÓRNVÖLD í Póllandi tilkynntu á
laugardag, að þau hefðu ákveðið að
hækka verð á ýmissi nauðsynjavöru
um 10—15 af hundraði í byrjun nýs
Flugmaður flýr:
í frelsis-
leit en
ekki fjár
Tapei, Taiwan, 14. nóvember AP.
FYRSTI flugmaðurinn úr kín-
verska sjóhernum, sem flýr til Tai-
wan, sagði í dag, að hurð hefði
skollið nærri hælum þegar hann
flýði frá meginlandinu og að ef
hann hefði verið mínútu lengur á
leiðinni hefði hann orðið bensín-
laus og lent í sjónum.
Kínverski flugmaðurinn,
Wang Xuecheng, kom fram á
blaðamannafundi átta tímum
eftir að hann lenti á Taiwan og
sagðist hafa flúið til að ieita
„frelsis en ekki til að vera um-
bunað fyrir með fé“. Stjórnvöld
á Taiwan launa þeim mönnum
vel, sem flýja frá Kína, en þó fer
upphæðin nokkuð eftir farangr-
inum. Orrustuþota af gerðinni
MIG-17, eins og Wang flaug, er
t.d. metin á hálfa aðra milljón
dollara.
Wang kvaðst hafa flogið í um
klukkustund frá herflugvelli á
Zhou Shan-eyjum áður en tvær
taiwanskar flugvélar flugu í veg
fyrir hann. Gaf hann þeim þá
merki um að hann vildi lenda.
árs. Mikil andstaða hefur verið gegn
þessum fyrirhuguðu hækkunum á
meðal almennings og er talið að til-
kynning stjórnvalda dragi síst úr
þeirri ólgu, sem ríkt hefur í pólsku
þjóðlífi vegna þessa. Áður hafði verið
talið, að hækkanirnar myndu verða
um 20%.
Minnug ólgunnar, sem hlaust af
hækkun nauðsynjavara án samráðs
við kóng eða prest fyrir þremur ár-
um, boðuðu stjórnvöld til viðræðna
við forystumenn ríkisreknu verka-
lýðsfélaganna um þessar fyrirhug-
uðu hækkanir. Þær umræður virð-
ast hins vegar hafa komið að litlu
haldi fyrir almenning því matvörur
hækka þrátt fyrir allt.
Talsmaður þeirra félaga Sam-
stöðu, sem enn eru í leynum og
neita að gefa sig fram við stjórn-
völd, sagði þessa ákvörðun hnefa-
högg í andlit launþega. Hvatti
hann verkafólk jafnframt til þess
að efna til skæruverkfalla á vinnu-
stöðum til þess að mótmæla hækk-
ununum.
í tilkynningu stjórnvalda var
engin ákveðin dagsetning gefin upp
í tengslum við hækkanirnar, en
sagði aðeins að „þær yrðu ekki á
þessu ári“. I ljósi fyrri yfirlýsinga
stjórnvalda þykir þetta benda til
þess að hækkanirnar taki gildi þeg-
ar þann 1. janúar.
Bandarískir hermenn bera eitt fórnarlamb byltingarinnar á Grenada á brott.
Þúsundir í kirkjur
og lofuðu innrásina
St (ieorge’s, Grenada, 14. nóvember. AP.
ÞÚSUNDIR Grenadabúa fylltu
kirkjur eyjarinnar á sunnudag í
almennri þakkargjörð vegna inn-
rásar Bandaríkjamanna á eyna
fyrir skemmstu. Var jafnframt
beðið fyrir þeim er létu lífið í
átökunum við innrásina.
Skothvellir heyrðust af og til í
borginni síðar um daginn, en
talsmaður bandaríska herliðsins
á Grenada sagðist ekki hafa nán-
ari vitneskju um orsakir þess að
hleypt var af skotum. Frá og með
sunnudagsmorgni að telja var
vika liðin frá síðustu dauðsföllun-
um vegna innrásarinnar.
Talsmaðurinn upplýsti jafn-
framt, að alls hefðu 1120 Kúbu-
menn og Grenadabúar komið „til
meðferðar" í búðum Bandaríkja-
hers á eynni frá því innrásin var
gerð, eins og talsmaðurinn komst
að orði. I gær var 95 föngum
sleppt úr búðunum og eru þeir,
sem enn eru í haldi, þá einhvers
staðar á bilinu 60—100.
Þrátt fyrir ummæli banda-
rískra hermanna um góða með-
ferð á föngunum bera ummæli
þeirra, sem sleppt var úr haldi í
gær, vitni um annað. „Þeir fóru
mjög harkalega með okkur,“
sagði John Joseph, einn fang-
anna. Hann er í byltingarher eyj-
arskeggja. „Við verðskulduðum
ekki þá meðferð er við hlutum,
við gerðum ekkert af okkur. Það
er ekki glæpur að verja land sitt,“
sagði hann ennfremur.
I skýrslu, sem bandaríska
varnarmálaráðuneytið sendi frá
sér um helgina, segir að engir
hermenn Grenadahers hafi fallið
í átökunum. Þar var jafnframt
gefið til kynna, að þau 42 lík, sem
fundist hafa og enn hefur ekki
tekist að bera kennsl á, séu öll af
Kúbumönnum.
Stjórnarandstaðan
sigurvegari í Perú
l.ima, Perú, 14. nóvember. AP.
VINSTRI- og miðflokkarnir unnu sigur í bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningunum í Perú um helgina en flokkur Fernando Belaundes,
forseta, tapaði. Kosningaþátttaka var mikil þrátt fyrir sprengjutilræði
og hótanir maóískra skæruliða.
Þegar kjörstöðum var lokað á
sunnudagskvöld hafði Alfonso
Barrantes, frambjóðandi Vinstri-
fylkingarinnar, forystu í Lima,
höfuðborginni, en þá höfðu 60%
atkvæða verið talin. Fernando
Schwalb, forsætisráðherra, sagði
það ljóst, að Alfonso myndi bera
sigur úr býtum óg kvaðst vona, að
hann myndi „gegna skyldum í
samræmi við lögin“. Ekki er búist
við, að talningu ljúki endanlega
fyrr en eftir tíu daga.
Á hæla Vinstrifylkingunni í
Lima komu jafnaðarmenn, þá
íhaldsmenn og flokkur Belaundes
rak lestina. í skoðanakönnunum,
sem gerðar voru fyrir kosningar,
kom fram, að utan höfuðborgar-
innar fengju jafnaðarmenn mest
fylgi allra flokka.
Helsta ástæðan fyrir sigri
stjórnarandstöðuflokkanna er
slæmt efnahagsástand í Perú og
er Belaunde kennt um. Heiti
straumurinn E1 Nino, sem var
óvenju mikill og heitur framan af
árinu, á þó ekki minnstan þátt í
því en hann hefur eyðilagt
ansjósustofninn og lagt fiski-
mjölsiðnaðinn í rúst. Maóískir
skæruliðar, sem reyndu hvað þeir
gátu til að spilla kosningunum,
höfðu ekki erindi sem erfiði því að
kosningaþátttaka var mjög mikil.
Yuri Andropov
Lítils er
vænst af
Andropov
New York, 14. nóvember. AP.
YIJRI ANDROPOV, forseti Sovétríkjanna, er nú á heilsuhæli og er að jafna sig
eftir mjög erfiða sjúkdómslegu, að því er bandaríska blaðið Newsweek hefur
eftir heimildum í Moskvu.
Heimildamönnum Newsweek ber
ekki saman um sjúkdómana sem
hrjá Andropov, en eru á einu máli
um, að á Andropov sé nú farið að
líta sem máttvana leiðtoga í Sovét-
ríkjunum. Hann hefur ekki sést
opinberlega síðan 18. ágúst sl. og
var ekki viðstaddur hátíðahöldin í
tilefni af byltingarafmælinu 7. nóv-
ember. Tveir breskir læknar halda
því fram, að margt bendi til, að
Andropov þjáist af nýrnasjúkdómi,
en aðrir segja, að gallblaðran hafi
verið að hrella hann að undanförnu.
Heimildamenn Newsweek sögðu,
að flestir hefðu átt von á, að Andro-
pov yrði við völd í fimm ár a.m.k., en
nú virtust allir sannfærðir um að
hann gæti farið frá á hverri stundu.
Þess vegna beindist nú allur áhugi
manna að líklegum eftirmönnum
hans.
16.N0V. 83 fSBllíS^
BIL DSHOF ÐANTJM ----
OPIÐ HVERN DAGr KL. 15-21