Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
Þjálfari KR:
„Agaleysi
algert og
baráttu
vantaór
„ÉG ER mjög óánægöur meö
þennan leik hjá okkur. Þetta var
ótrúlega lélegt,“ sagöi Nedeljko
Vujinovic, þjálfari og leikmaöur
KR eftir Evrópuleikinn.
„Flestir leikmenn okkar eru
óvanir Evrópuleikjum og voru því
mjög hræddir. Þaö vantaöi alla
baraáttu hjá okkur og agaleysiö
var algert í leik okkar,“ sagöi hann.
Hann benti á aö aðalmarkmiö
KR í vetur væri aö falla ekki í 2.
deild, ekki aö ná langt í Evrópu-
keppninni! Liöiö heföi misst svo
marga leikmenn frá því á síöasta
keppnistímabili.
Hvers vegna reynduð þiö ekki aö
leika flata vörn? Nú var liö Lux-
emborgaranna algerlega skyttu-
laust.
„Viö höföum skoðað leik þeirra
viö hollensku bikarmeistaranna á
myndbandi, og hollenska liöiö lék
flata vörn í þeim leik. Þá leyföu
dómararnir Berchem ekki að leika
eins langar sóknir og nú, sem voru
oft allt of langar, heldur uröu þeir
að hnoðast í gegnum vörn and-
stæöinganna og þaö tókst. Þessir
dómarar leyföu þeim mjög langar
sóknir þannig aö ef viö heföum
bakkaö í vörninni heföu þeir haldiö
boltanum mjög lengi og tafiö leik-
inn. Viö ætluöum aö taka þá fram-
arlega en þeir komust allt of oft inn
á milli varnarmanna."
Ertu bjartsýnn á seinni leikinn?
„Urslitin í þeim leik eru algjör-
lega undir okkur sjálfum komin. Ef
viö leikum eins og nú eigum viö
frekar litla möguleika á aö sigra
þá, en ég trúi því ekki aö viö leik-
um svo lélega tvo leiki í röö.“ SH.
Enginn
dómari
ÞÓR, Akureyri, átti aö leika tvo
leiki í 1. deildinni í körfubolta á
Suöurlandinu um helgina, en aö-
eins annar fór fram, leikurinn viö
Fram á sunnudag sem getið er
annars staöar í blaöinu. Liöið átti
aö leika gegn Laugdælum á Sel-
fossi á laugardag, en engir dóm-
arar mættu í leikinn.
Liö Þórs og Laugdæla voru aö
vonum mjög óánægö meö þetta.
Liöin mættu bæöi á réttum tíma,
leikmenn hituöu upp, en þegar
engir dómarar voru komnir í húsiö
þegar leikurinn átti aö hefjast fór
menn aö gruna margt. Það kom
líka á daginn aö englr dómarar
komu á staöinn.
Þaö er vissulega mjög bagalegt,
sérstaklega þegar liö hefur fariö
langa leiö í leikinn, eins og tilfellið
var með Þórsara aö þessu sinni.
Aö sögn Gylfa Kristjánssonar,
þjálfara liðsins, kostar feröin suður
meö hótel- og bílakostnaöi um
30.000 krónur, þannig aö þaö er
ekkert spaug aö lenda í vandræö-
um sem þessum. Þórsarar hafa
gert kröfu til KKÍ þess efnis aö
sambandið greiöi ferö fyrir liöiö til
Selfoss þegar leikurinn viö Laug-
dæli fer fram — og Laugdælir hafa
gert kröfu um aö greidd veröi
húsaleiga í íþróttahúsinu þann
tíma á laugardag er leikurinn átti
aö fara fram, svo og feröir þeirra
leikmanna liösins tíl Selfoss, sem
búa í Reykjavík. Vissulega slæmt
fyrir KKl — þó ekki sé hægt aö
kenna sambandinu um þetta. Mis-
tök sem þessi á aö vera hægt aö
koma i veg fyrir — og kemur þetta
vonandi ekki fyrir aftur.
Guðmundur Albertsson reynir skot framhjá varnarmönnum Berchem. Guðmundur var einna skástur
KR-inga í leiknum.
Hörmulega slakur
leikur KR-inga
ÞAÐ MÁ mikiö vera ef leikur KR
gegn HC-Berchem er ekki slak-
asti Evrópuleikur í handknattleik
sem fram hefur fariö hér á landi.
Og ekki er tekiö of djúpt í árinni
þegar sagt er aö á löngum köflum
hafi leikur liðanna veriö tóm
endaleysa og átt lítiö skylt viö al-
mennilegan handknattleik. Liö
Berchem var óvenju slakt enda
munu leikmenn liðsins æfa aö-
eins einu sinni til tvisvar í viku
hverri, en þaö er öllu sorglegra aö
liö KR lék lítiö betur og meö ólík-
indum var hversu slakir leikmenn
liösins voru. Einn áhorfenda lét
þau orö falla aö þaö mætti varla á
milli sjá hvort þetta væri eins og
slakur 2. deildar leikur eöa
þokkalegur 3. deildar leikur, og
þeir voru ekki ófáir sem líktu
leiknum viö firmakeppni í hand-
knattleik. Já, sorgleg staöreynd
en því miður sönn. KR sigraöi í
leíknum með 17 mörkum gegn
12.
Eftir aö hafa haft þriggja
marka forystu í hálfleik, 8 mörk
gegn 5.
KR 17.
Berchem ■*
Vitleysa langtímum saman:
I síöari hálfleiknum lék liö KR
alveg hörmulega illa. Og á fyrstu
21 mínútu hálfleiksins þá skoraði
KR-liöið aöeins 4 mörk. Og er þaö
nú lítiö til aö hrópa húrra fyrir þeg-
ar litið er á það hversu slakir
leikmenn Berchem voru. Þegar 9
mínútur voru eftir af leiknum var
staöan 12—10 fyrir KR. Leikmenn
Berchem höföu því í síöari hálfleik
fram aö þessum tíma skoraö fimm
mörk gegn fjórum mörkum
KR-inga.
Langtímum saman í síöari hálf-
leik var um algjöra leikleysu aö
ræöa hjá báöum liðum. Leikmenn
köstuöu boltanum eitthvaö út í
bláinn, gripu mjög illa og virtust
alls ekki vera meövitaöir um hvaö
þeir voru yfir höfuö aö reyna að
gera. Og vart mátti á milli sjá hvor
aöilinn var slakari.
Á lokamínútu síöari hálfleiksins
rétti lið KR aöeins úr kútnum og
tókst aö laga stööu sína örlítið og
sigra meö fimm marka mun 17—
12. En engu skal spáö um þaö hér
hvort þaö nægir liöinu til þess aö
komast áfram í Evrópukeppni bik-
arhafa.
Ekki er hægt aö hrósa einum
einasta KR-ingi fyrir leikinn, en
Guðmundur Albertsson var einna
skástur í mjög slöku liöi KR. Leikur
KR var mjög einhæfur allan tím-
ann. Leikmenn léku án áhuga og
þaö virtist skipta þá litlu hvort þeir
geröu hlutina af einhverju viti eöa
ekki.
Mörk KR: í leiknum skoruöu
þessir: Guömundur Albertsson 5,
Friörik Þorbjörnsson 4, Jakob
Jónsson 4, Haukur Geirmundsson
3 og Jóhannes Stefánsson 1. Liö
Berchem er án efa meö þeim slak-
ari sem hingaö hafa komiö. Mikið
var um hnoö hjá leikmönnum liös-
ins inni á miöjunni og allur leikur
mjög ráöleysislegur. Markvöröur
liösins var sæmilegur. Markhæstir
í liöi Berchem voru Sinner meö 4
mörk og Jaruski meö 3.
— ÞR.
Haukur Geirmundsson reynir gegnumbrot úr horninu.
„Vinnum í
Luxemborg með
sex marka mun“
- sagði þjálfari Berchem
— Þrátt fyrir tap okkar í ieikn-
um þá tel ég að viö eigum góða
möguleika á aö komast áfram í
keppninni. Viö lékum afar illa í
dag og getum gert miklu betur
sagði þjálfari HC-Berchem.
Við lékum án besta leikmanns
okkar. Hann er meiddur á hné og
okkur munar mikiö um hann. Ég
tel ekki óraunhæft aö viö vinnum
leikinn í Luxemborg meö sex
marka mun. Þaö kom nefnilega
mér og reyndar öllum leikmönnum
Berchem mjög á óvart hversu slakt
íslenska liöið var. Viö höföum
reiknað meö því fyrirfram aö mæta
sterku létt leikandi liöi en þess i
staö mættum viö liöi sem er síst
sterkara en lið okkar. Aö vísu sigr-
uöu þeir en viö eigum eftir að taka
þá í síöari leiknum á heimavelli
okkar.
— Leikur liöanna var alls ekki
svo ójafn og þaö var aöeins
tveggja marka munur á liöunum
þegar 6 mínútur voru til leiksloka,
12—10 fyrir KR. En þá misstum
viö alveg tök á leiknum, þeim
heppnaöist allt og tókst aö ná 5
marka forskoti. Það forskot ætlum
viö aö vinna upp t leiknum úti í
Luxemborg.
— ÞR.
Jakob Jónsson var frekar at-
kvæöalítill í leiknum gegn Berch-
em.
„Slakt hjá
okkur.inná
milli“
Fyrirliði KR-inga, Friörik Þor-
björnsson, var ekki svo mjög
óánægöur meö leik KR eftir leik-
inn og hann sagöi:
— A köflum var þetta slakt hjá
okkur en inná milli komu góðir
kaflar. Leikkerfi okkar gengu upp
þegar þau voru spiluð. Liö Berch-
em var þvæliö og þaö er erfitt að
leika mikiö uppá það aö fiska
aukaköst. Ég vil engu spá um úr-
slit í útileiknum. En þaö er óneit-
anlega ágætt veganesti aö hafa
fimm marka forskot.
Portúgal
í úrslit
LANDSLIÐ Portúgal í knatt-
spyrnu sigraði Rússland í 2. riðli í
Evrópukeppni landsliða um helg-
ina 1—0. Sigur þessi kom liöi
Portúgal í úrslitakeppnina í
Frakklandi næsta sumar. Portú-
gal sigraði í riðlinum, hlaut 10
stig, en Rússland 9. 60 þúsund
áhorfendur sáu leikinn sem ein-
kenndist af mikilli taugaspennu.
Mark Portúgal skoraöi Jordao úr
vítaspyrnu á 44. mínutu leiksins.
Lokastaðan í 2. riöli varö þessi.
Portúgal 6 5 0 1 11—6 10
Sovétriltin 6 4 11 11—2 9
Pólland 6 1 2 3 6—9 4
Finntand 6 0 1 5 3—14 1