Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Pálmar tryggði Haukgm nauman sigur gegn IR á lokasekúndum leiksins • Pálmar Sigurösson tryggði Haukum sigur á ÍR. ÞEGAR aöeins nokkrar sekúndur voru eftir af leik ÍR og Hauka í úrvaldsdeildinni í körfubolta á laugardaginn var staöan jöfn, 82—82. ÍR-ingar voru meö bolt- ann, misstu hann klaufalega í hendurnar á Pálmari sem aeddi fram völlinn meö alla úr liði ÍR á eftir sér, stökk upp undir körf- unni og ekki brást honum boga- listin, boltinn fór ofaní eftir að hafa dansað nokkur hliöarspor á körfuhringnum og sigur Hauka í höfn. ÍR-ingar byrjuöu en til aö jafna var tíminn alltof knappur. Urslit í körfuboltanum Úrslit helgarinnar í íslandsmótinu í körfuknattleik urðu þessi: 1. deild karla IS — UMFG 68—76 Úrvalsdeild ÍBK — KR 61—97 1. fl. karla ÍBK — KR 62—91 1. d. kvenna Snæfell — Haukar 34—32 2. d. karla Snæfell — Tindastóll 74—47 Úrvalsdeild Haukar — ÍR 84—82 1. fl. karla Haukar — ÍS 70—71 1. d. kvenna Snæfell — ÍS 33—34 2. d. karla Snæfell — UBK 56—55 2. d. karla ÍA — Tindastóll 82—49 1. d. karla Fram — Þór 78—60 1. d. kvenna KR — UMFN 36—29 2. fl. karla KR — ÍBK 76—65 Úrvalsdeild Valur — UMFN 97—95 1. d. kvenna ÍR — Haukar 48—47 2. fl. karla ÍR — Haukar 65—86 Öruggur sigur hjá liði Gummersbach EVRÓPUMEISTARAR Gumm- ersbach í handknattleik hófu tit- ílvörn sína um helgina. Gumm- ersbach sigraöi liö Atletico de Madrid með 16 mörkum gegn 11. í hálfleik var staðan 8—4. Þetta var fyrri leikur liöanna og fór hann fram á Spáni aö viöstödd- um 4000 áhorfendum. Marka- hæstur í liöi Gummersbachs var Feyn með 3 mörk, Cecilio skoraöi 4 fyrir A. Madrid. Ekki er hægt aö segja aö leikur- inn hafi verið vel leikinn, mikiö var um mistök hjá leikmönnum sem sett strik í reikninginn en kannski má kenna spennunni um sem var æöi mikil, sérstaklega þó undir lokin. ÍR-ingar byrjuöu leikinn nokkuö vel, höföu náö átta stiga forskoti eftir 5 mínútur, sem þeir héldu fram undir miöjan hálfieikinn. Þá fyrst tóku Haukarnir viö sér og á 13. mínútu jafnaöi Reynir fyrir þá 24—24, þeir létu ekki þar viö sitja heldur náöu forustunni sem þeir héldu allt til leikhlés en staöan þá var 44—40. Mestur varö munurinn 6 stig, 44—38, en Kolbeini tókst aö minnka muninn þegar aöeins tvær sek. voru eftir af fyrri halfleik. Þessi fjögurra stiga munur hélst þar til um miðjan seinni hálfleikinn, en þá jöfnuöu ÍR-ingar 54—54 og jafnt var á öllum tölum næstu mín- úturnar eöa þar til Henning kom inná hjá Haukum og meö hann í fararbroddi tókst þeim aö ná átta stiga forskoti, 68—60. ÍR-ingarnir söxuöu á þetta forskot smátt og smátt og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka jafnaöi Kolbeinn 74—74. Þaö sem eftir liföi leiksins ríkti mikil spenna í íþróttahúsinu í Hafnarfiröi og áhorfendur létu vel í sér heyra þótt fáir væru. Ólafur kom Haukunum yfir, 74—76, í næstu sókn en ÍR-ingar jöfnuöu strax og Hjörtur kom þeim yfir 78—76. Haukarnir jöfnuöu þegar tvær mínútur voru eftir og Pálmar kom þeim yfir eftir hraöaupphlaup, 80—78. Gylfi jafnaöi úr tveimur vítum og eftir aö Haukar höfðu náö forustunni aftur jafnaöi Gylfi enn úr vítum 82—82 og aöeins hálf mín- úta eftir! Eins og fyrr segir tryggöi Pálmar Haukunum sigur rétt fyrir leikslok eftir hraðaupphlaup, viö gífurlegan fögnuö félaga sinna og áhorfenda. Haukar — ÍR 84—82 Þeir Pálmar, Hálfdán og Ólafur áttu góöan leik hjá Haukunum en Pálmar var nokkuö mistækur í skotum sínum. Kolbeinn Kristinsson lék meö ÍR-ingum í þessum leik og er ekki hægt aö segja annaö en aö hann heföi betur leikið meö þeim allt frá upphafi mótsins, skoraöi 17 stig og átti góöan leik, ásamt Gylfa og Hreini. Dómarar voru Kristbjörn Albertsson og Kristinn Albertsson. Dæmdu þeir ágætlega en geröu þó sin mistök rétt eins og leikmennirnir. Stig Hauka: Hálfdán Markússon 19, Pálmar Sigurösson 18, Reynir Kristinsson 13, Ólafur Rafnsson 12, Kristinn Kristinsson 8, Henning Henningsson 6, Sveinn Sigurbjörnsson 4, Ey- þór Árnason og Einar Bollason tvö stig hvor. Stig ÍR: Kolbeinn Kristinsson 17, Gylfi Þor- kelsson 16, Ragnar Torfason 15, Hjörtur Oddsson og Hreinn Þorkelsson 12 hvor, Jón Jörundsson og Bragi Reynisson 4 hvor og Kristján Oddsson 2. — BJ. Þórsstúlkur sigursælar ÞÓRSSTÚLKUR unnu sinn fimmta sígur í jafnmörgum leikj- um í 2. deild kvenna er þær sigr- uöu ÍBK 19—8 á föstudags- kvöldiö. Inga Pálsdóttir skoraöi mest fyrir Þór, 4, en Jónína Helgadóttir var markahæst hjá ÍBK meö 4 mörk. AS Meistaraheppnin með Prótti - Völsungur óstöðvandi í kvennaflokki ÞRÓTTARAR eru nú efstir í 1. deild karla í blaki en þeir sigr- uöu ÍS um helgina, 3—2, eftir æsispennandi leik, sem stóö í 116 mín. HK sigraöi Fram 3—0 og eru Kópavogsstrákarnir í ööru sæti. Kvennaliö Völsungs frá Húsavík brá sér suður um helgina og lék tvo leiki, viö Þrótt og Víking, og sigraöi ör- ugglega í þeim báöum. í 1. deild var eínn leikur. Samhygö hélt áfram sigurgöngu sinni og að þessu sinní var þaö lið HK-b sem lá fyrir þeim. Aöalleikur helgarinnar var án efa leikur Þróttar og ÍS í karla- flokki, enda hafa leikir þessara liöa veriö spennandi undanfarin ár. Stúdentar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 7—1 en Þrótti tókst aö minnka mun- inn í 11 —10 en þaö dugöi ekki til- því IS vann hrinuna 16—14. Þeir voru óheppnir aö sigra ekki í annarri hrinu líka því þar komust þeir í 13—12 og fengu nokkra möguleika á aö gera út um leik- inn en það tókst þeim ekki og Þróttur vann 16—14 og næstu hrinu vann Þróttur létt, 15—6. Fjóröa hrina var jöfn allan tímann en henni lauk meö sigri ÍS, 15—10, og því þurfti úrslitahrinu. Þaö blés ekki byrlega fyrir meist- urum Þróttar í þeirri hrinu því IS komst í 9—4 en Þrótturum tókst aö jafna og komast í 14—9 og vantaöi aöeins eitt stig til aö gera út um leikinn en þetta eina stig lét standa á sér og áöur en þeir náöu því haföi IS skoraö þrjú stig og lauk hrinunni 15—12. leikurinn var hörkuspennandi þó svo blakiö sem sást hafi ekki verið mjög áferöarfallegt nema þegar þeir félagar Leifur Harö- arson og Lárentsínus Ágústsson sýndu góöa samvinnu í sókninni og var sá síöarnefndi besti maö- ur vallarins. Þaö má segja aö meistaraheppnin hafi veriö meö Þrótti aö þessu sinni og þurfa þeir svo sannarlega á henni aö halda í vetur því allt getur gerst í karlablakinu í vetur þar sem liöin eru öll mjög jöfn aö styrkleika. Nýliöarnir í 1. deild áttust viö strax að leik Þróttar og ÍS lokn- um. Fyrsta hrinan var mjög jöfn og sþennandi en henni lauk meö sigri HK, 16—14, eftir aö liöin höföu leikiö í 28 mín. í annarri hrinu virtist sem HK ætlaöi aö kafsigla Fram því þeir komust i 14— 2 en þá tóku Frammarar til sinna ráöa og tókst aö minnka muninn áöur en yfir lauk í 15— 10. í þriöju hrinu sigraöi HK einnig, 15—13. Mikið bar á Har- aldi Geir Hlööverssyni í liöi HK, hann var góöur í móttöku og einnig átti hann mörg ágætis smöss í sókninni. Kjartan Busk komst einnig vel frá leiknum svo og afmælisbarnið, Samúel Örn Erlingsson. Hreinn Þorkelsson hefur oft leikiö betur en hann kom beint í leikinn eftir aö hafa leikiö meö ÍR í úrvalsdeildinni í körfu og hefur væntanlega veriö ögn þreyttur. Hjá Fram var Krist- ján Már einna bestur og einnig átti Ólafur ágætan dag en Frammarar veröa aö laga hjá sér hávörnina ef þeir ætla sér aö vinna leiki í vetur því í þessum leik sást varla hávörn hjá þeim. Hiö leikreynda lið Völsungs í blaki átti ekki í erfiöleikum aö leggja íslandsmeistara Þróttar aö velli í 1. deild kvenna um helg- ina. Hrinurnar fóru 15—13, 15—4 og 15—13 og var þetta skemmtilegur leikur, sérstaklega fyrsta hrinan. Jóhanna Guö- jónsdóttir var best í liði Völsungs og er gaman aö fylgjast meö henni í leik, með afbrigðum yfir- veguö og gerir varla mistök. Ás- dís Jónsdóttir átti einnig góöan leik svo og allar hjá Völsungi og ef þær leika áfram svona veröur erfitt aö stööva þær í vetur. Þær stöllur lögöu síöan Víking að velli 3—0 og hafa þær ekki tapað hrinu þaö sem af er vetri. í 2. deild sigraöi Samhygð lið HK í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi á Skálaheiöi í Kópa- vogi. 15—1 og 15—5 voru loka- tölur í fyrstu tveimur hrinunum en síöan vann HK eina hrinu 16—14 en Samhygö sigraöi í fjórðu hrinu, 15—9, og leikinn því 3—1. Staöan í 1. deild er nú þessi: Þróttur 4 4 0 12:4 8 HK 3 2 1 6:3 4 ÍS 4 2 2 8:10 4 Víkingur 2 0 2 3:6 0 Fram 2 0 2 3:9 0 Hjá konunum er staöan þann- ig: Völsungur 4 4 0 12:0 8 ÍS 2 2 0 6:0 4 UBK 3 2 1 6:3 4 KA 2 0 2 0:6 0 Víkingur 2 0 2 0:6 0 Þróttur 3 0 3 0:9 0 — sus • Kristján Ágústsson, sem hér skorar I Þrii Fram' FRAMMARAR nældu sér í tvö dýrmæt stig í annarri deildinni á sunnudaginn þegar þeir sigruöu Breiöablik í sveiflu- kenndum leik með 24 mörkum gegn 21. Þaö er auðséö aö liö Fram hefur tekiö miklum framförum frá því í fyrra og er nú til alls líklegt undir stjórn Árna Indriðasonar. Breiðabliksmönnum tókst illa aö finna róttu leiöina í mark Fram í byrjun sem sést best á því aö fyrstu 15 minút- urnar skoruöu þeir aöeins 2 mörk en Framarar 6. Allt leit því út fyrir stórsigur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.