Morgunblaðið - 15.11.1983, Síða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra:
Ekki kemur til greina upp-
setning eldflauga á íslandi
Ekki ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu,
sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
Að gefnu tilefni fyrirspurnar Svavars Gestssonar þá svara ég því eindregið, að ég tel ekki koma til
greina eða vera á dagskrá uppsetningu eldflauga hér á fslandi. Þannig svaraði Geir Hallgrímsson,
utanríkisráðherra, í neðri deild Alþingis, er Svavar Gestsson bar fram fyrirspurn, í tilefni sjónvarps-
fréttar, hvort það væri innan ramma gildandi varnarsamnings að hér yrðu settar upp eldflaugar? —
Uppsetning slíkra eldflauga myndi breyta eðli varnarstöðvarinnar, sagði utanríkisráðherra, og því
sé ég ekki efni til þess á grundvelli varnarsamningsins að slíkt verði gert. Varnarsamningurinn
felur íslendingum algert og óskorað vald varðandi það, hvaða ráðstafanir eru gerðar í landi okkar.
Ég tek undir það með Sverri Hauki Gunnlaugssyni, deildarstjóra varnarmáladeildar, að varnarliðið
gegnir hér tvíþættu hlutverki, annars vegar að annast beinar varnir landsins og hinsvegar eftirlit
umhverfis það. Ég svara því fyrirspurn þingmannsins um það, hvort ég teldi koma til mála að setja
slíkar eldflaugar upp á íslandi, neitandi.
Eldflaugar á íslandi
Svavar GesLsson (Abl) kvaddi
sér hljóðs utan dagskrár á Al-
þingi í gær í tilefni sjónvarps-
fréttar (Ögmundar Jónassonar)
um hugmynd, sem fram hafi ver-
ið sett í Bandaríkjunum, þess
efnis, að loka GÍUK-hliðinu
(Grænland/ ísland/ Skotland)
með eldflaugakerfi. Fréttamaður
sjónvarps vitnaði til greina í
brezka blaðinu Sunday Times og
skoska blaðinu Scotsman, þar
sem fyrst og fremst er fjallað um
hugmyndir Bandaríkjamanna
um smíði skipa, er borið geti
eldflaugar, en í leiðinni^ vikið að
möguleika á að loka GÍUK-hlið-
inu með framangreindum hætti.
Scotsman nefnir Keflavík sem
hentugan stað fyrir slíkar eld-
flaugar.
Svavar sagði
upplýsingar
þessara blaða
komnar úr
skýrslu, sem
unnin hafi ver-
ið í þágu deild-
ar í bandaríska
varnarmála-
ráðuneytinu, en
sú skýrsla hafi verið stytt af ör-
yggisástæðum, og kaflar hennar
hafi enn ekki verið kunngjörðir.
Svavar vitnaði til orða frétta-
manns, „að hér sé um að ræða
athuganir og uppástungu, sem
ekkert bendi til að hafi komizt á
framkvæmdastig", og deildar-
stjóra í varnarmáladeild íslenzka
utanríkisráðuneytisins, „að
skýrsla þessi hafi ekki komið til
tals í varnarmáladeild, enda
fjarri lagi að hugmyndum af
þessu tagi yrði fylgt í fram-
kvæmd“.
Þá sagði Svavar að í skýrsl-
unni væri varpað fram þeirri
hugmynd, að ekki væri úr vegi að
koma þessum kerfum fyrir í
þeim löndum, þar sem ekki eru
kjarnorkuvopn og andstaða gegn
slíkum vopnum, því að það gæti
stuðlað að því að íbúarnir ættu
auðveldara með að sætta sig við
þau síðar ... venja menn við til-
hugsunina um kjarnorkuvopn.
Svavar fór þess á leit við utan-
ríkisráðherra að hann útvegaði
umrædda skýrslu, óstytta, til
umfjöllunar í utanríkismála-
nefnd þingsins.
Síðan spurði Svavar efnislega:
1) Er hægt að koma slíkum eld-
flaugum hér fyrir að óbreyttum
varnarsamningi, 2) Er ekki nauð-
synlegt að setja hér lög sem taka
af tvímæli um, að ekki sé hægt
að staðsetja hér slík tól, 3) taldi
fyrirspyrjandi óhjákvæmilegt að
Alþingi mótmælti þeim vinnu-
brögðum að bandaríska hermála-
ráðuneytið fjalli um slík mál, er
Island varðar, án þess að íslenzki
utanríkisráðherrann eða ríkis-
stjórn hefði hugmynd um.
Marklaus skýrsla, unn-
in af einkafyrirtæki
Geir Hallgríms-
son, utanríkis-
ráðherra, svar-
aði efnislega:
Mér var ekki
kunnugt um
þessa skýrslu,
sem greint er
frá í sjónvarps-
fréttum. Að
vísu hafði fréttamaður sagt mér
lauslega frá blaðafregnum um
hana og að loknum fréttunum
var hann reiðubúinn að láta mér
hana í té. Þetta er skýrsla, sem
gerð er af einkafyrirtæki að því
er virðist að nafni Science Appli-
cations, Inc. 1710 Goodridge
Drive, McLean, Virginia Banda-
ríkjunum. Það segir svo á forsíðu
þessarar skýrslu: Drög að loka-
skýrslu fyrir tímabilið septem-
ber 1982 til júlí 1983, vitnað í
samning og undirbúin fyrir for-
stjóra Defence Nuclear Agency í
Washington.
Ég hef gert ráðstafanir til þess
að sendiráð okkar í Washington
aflaði sér upplýsinga um þessa
skýrslugerð, hvernig hún er til-
komin og í hvaða tilgangi. Sömu-
leiðis hef ég látið spyrjast fyrir
um það í sendiráði Bandaríkj-
anna hér á landi, hvernig á þess-
ari skýrslu standi og í hvaða til-
gangi hún sé gerð. Sendiherra
Bandaríkjanna hefur tjáð ráðu-
neytisstjóra utanríkisráðuneyt-
isins, að það væru margir tugir
eða hundruð slíkra skýrslna á
ferðinni, m.a. í skrifstofunum í
Pentagon, sem ekkert væri gert
með í raun og veru og þessi
skýrsla væri algerlega marklaus.
Nú skal ég ekki frekar fjalla
um það, en leggja þó áherslu á
það, sem fréttamaður gerði sjálf-
ur í sjónvarpinu, þar sem hann
sagði orðrétt: „Rétt er að leggja
áherslu á að hér er um að ræða
athuganir og uppástungur, sem
ekkert bendir til að hafi komist á
framkvæmdastig og einnig er
rétt að hafa í huga, að sífellt er
verið að gera rannsóknir af þessu
tagi, sem aldrei koma til fram-
kvæmda."
Ég held, að það sé alveg nauð-
synlegt, að við gerum okkur
grein fyrir því að hér er um að
ræða mál, sem aldrei hefur kom-
ið á dagskrá hjá íslenzkum
stjórnvöldum, að hér yrði komið
fyrir landföstum eldflaugum,
hvorki með kjarnaoddum né án.
Og ég er þeirrar skoðunar, sem
fram kemur hjá deildarstjóra
varnarmáladeildar, Sverri Hauki
Gunnlaugssyni, og haft var eftir
honum í umræddri sjónvarps-
frétt, að þessi skýrsla hefði ekki
komið til tals í varnarmáladeild,
enda fjarri lagi, að hugmyndum
af þessu tagi yrði hrint í fram-
kvæmd. Afstaða íslenzkra
stjórnvalda væri og hefði verið
sú að varnarliðið gegndi tvíþættu
hlutverki, annars vegar að ann-
ast beinar varnir landsins og
hins vegar eftirlit umhverfis það.
Svona hugmyndir eins og fram
kæmu í skýrslunni mundu aug-
ljóslega brjóta í bága við þetta
tvíþætta hlutverk. Eg svara því
fyrirspurninni um það, hvort ég
teldi til mála koma að setja slík-
ar eldflaugar upp á íslandi, neit-
andi.
Ég er sömuleiðis þeirrar skoð-
unar, að uppsetning slíkra eld-
flauga mundi breyta eðli varnar-
stöðvarinnar; og því sé ekki efni
til þess á grundvelli varnarsamn-
ingsins, að slíkt verði gert. Varn-
arsamningurinn hefur hins veg-
ar það í för með sér, að hann er
alveg skýr og ótvíræður að því
leyti til, að hann felur íslending-
um algert og óskorað vald varð-
andi það hvaða ráðstafanir eru
hér á landi gerðar, hvaða vopn
eru hér til staðar eða hvernig
þau eru notuð. Það er á valdi ís-
lendinga fyrst og síðast að kveða
á um það.
Ég get verið sammála fyrir-
spyrjanda um það, að ég tel óvið-
urkvæmilegt að verið sé að gera
skýrslur varðandi þátt íslands í
varnarsamvinnu vestrænna
þjóða án þess að fslendingar
fylgist með því. Ég er þeirrar
skoðunar, að íslendingar hafi
verið of afskiptalitlir í þessum
efnum, að okkur fslendingum
beri að fylgjast með umræðum
um varnarumbúnað mun betur
en við höfum gert og við eigum
sjálfir að vega og meta hvaða
ráðstafanir eru gerðar hér á
landi okkur til varnar, öryggis
okkar til halds og trausts. í því
felst að við hljótum að byggja
upp innan okkar eigin vébanda
meiri og betri sérfræðiþekkingu
en við höfum enn yfir að ráða eða
höfum notfært okkur a.m.k. Það
fer ekki hjá því að innan vébanda
Atlantshafsbandalagsins og í
umræðu milli manna og fulltrúa
landa og í stofnunum er fjalla
um utanríkis- og öryggismál séu
gerðar ýmiss konar skýrslur og
varpað fram margs konar hug-
myndum, sem ætlaðar eru til að
skýra viðhorfin í alþjóðamálum
og stöðu einstakra landa hvað
snertir öryggi þeirra ef til átaka
kæmi eða til þess að koma í veg
fyrir átök. Okkur íslendingum
ber skylda til að fylgjast mun
betur en við höfum gert með öll-
um þessum umræðum og gera
okkar hug upp með tilvísun til
okkar eigin hagsmuna að þessu
leyti. Það er ekki hægt í opnum
þjóðfélögum vestrænna ríkja að
koma í veg fyrir það að einstakar
stofnanir, félagasamtök, ein-
staklingar, fræðimenn eða jafn-
vel opinberar stofnanir, sem láta
einkafyrirtæki fyrir sig vinna,
fjalli um öryggismál á breiðum
grundvelli og þar geti komið
fram ábendingar um stöðu ís-
lands í einu eða öðru formi eða í
einu eða öðru efni. En hitt er al-
veg ljóst, að samkvæmt varnar-
samningnum höfum við íslend-
ingar fyrsta og síðasta orðið um
allar ákvarðanir og í þessu tilviki
er þessi skýrsla ein af mörgum,
mörg hundruð, mörg þúsund
skýrslum sem eru á sveimi og ber
að líta á hana sem slíka og hún
er því ekki marktæk. En að gefnu
tilefni þessara fsp. sem hér er
um að ræða, þá svara ég því ein-
dregið, að ég tel ekki koma til
greina eða vera á dagskrá upp-
setningu eldflauga hér á íslandi.
Ein milljón dollara
á mínútu í
vígbúnað
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.)
sagði rétt að taka þessar hug-
myndir strax föstum tökum;
hugsunin að baki þeim sé hættu-
leg. Hér sé um að ræða meðal-
drægar stýrieldflaugar, sem í
eðli sínu séu árásarvopn. f annan
stað sé hér um að ræða vopn sem
búa megi kjarnaeldflaugum. Um-
framgeta stórveldanna til að
eyða hvort öðru sé það mikil í
reynd, „að þau eiga erfitt með að
finna ný áhugaverð skotmörk".
Guðrún sagði
60-80% af
fólki í Evrópu-
ríkjum andvígt
kjarnavopnum.
Samt á að
senda slík vopn
til Evrópu inn-
an skamms
með vilja
stjórnvalda. Hafa stjórnmála-
menn efni á því að láta varnaðar-
orð 14.000 eðlisfræðinga og um
30.000 lækna sem vind um eyru
þjóta?
í þágu hvers eyða stjórnmála-
menn einni milljón dollara á
mínútu í vígbúnað í heiminum? í
þágu hvers tryggja þeir hverju
barni 4 tonn af sprengiefni í
vöggugjöf? Á sama tíma eru 600
milljónir manna vannærðar og
900 milljónir ólæsar. Hernaðar-
útgjöld í xh dag myndu nægja til
að útrýma malaríu og einn
skriðdreki kostar jafn mikið og
skóli fyrir 30.000 börn.
Væri ekki nær að byggja upp
friðsöm samskipti? Eyða ótta og
tortryggni? Þar er framlag hvers
og eins mikilvægt. Lika Islend-
inga.
Keflavíkurflugvöllur
er árásarstöð
Steingrímur Sigfússon (Abl.).
Ég fagna þeirri yfirlýsingu utan-
ríkisráðherra að staðsetning eld-
flauga komi ekki til greina hér á
Iandi. Ég er hins vegar ósam-
mála honum um „eðli“ Keflavík-
urflugstöðvar. Það mál, sem við
hér ræðum, er aðeins eitt dæmið
til viðbótar sem sannar árásar-
hlutverk þeirrar stöðvar. Stein-
grímur fór nokkrum orðum um
sjóndeildarhring ratsjárflugvéla,
þar staðsettra,
390 þús. ferkm
þegar þær væru
í háflugi, og
taldi það koma
heim og saman
við árásarhlut-
verk, enda hafi
þessar flugvél-
ar verið svo
skilgreindar þá til umræðu hafi
verið á Bandaríkjaþingi.
Steingrímur taldi þær fram-
kvæmdir, sem fram hefðu farið á
Vellinum, endurnýjun svo til alls
búnaðar, sprengjuheld flugskýli,
jarðstöð til móttöku upplýsinga
frá gervihnöttum, fljúgandi
stjórnstöðvar o.fl. falla undir
árásarhlutverkið. Bandaríkja-
menn eru að færa vígbúnað sinn
úr eigin landi til Evrópu og
N-Atlantshafs.
Þurfum að setja
lög um málið
Svavar Gestsson (Abl.) þakkaði
utanríkisráðherra skýr svör.
Aldrei kæmi til mála að setja
upp eldflaugar á fslandi, hvorki
með eða án kjarnavopna. Hann
væri hins vegar ósammála því,
að sú skýrsla, sem þessi utan-
dagskrárumræða væri reist á,
væri markleysa ein.
Þrátt fyrir þessi svör tel ég
einsýnt að íhuga vel, hvort ekki
sé rétt að setja lög til að taka af
tvímæli um að engin ríkisstjórn
geti heimilað uppsetningu
kjarnavopna á íslandi.
Svavar taldi öryggismála-
nefnd, sem hér starfaði, hafa
skilað góðu verki. Rétt væri, að
við þyrftum að afla okkur meiri
þekkingar um öryggismál, en sú
þekking má ekki vera vörumerkt
NATO og á fremur að spanna
friðarmál en hermál. Hann ítrek-
aði beiðni til utanríkismálaráð-
herra um útvegun umræddrar
skýrslu, óstyttrar. Einnig það,
sem hann hafði áður sagt, um
nauðsyn þess að Alþingi Islend-
inga mómælti þessum vinnu-
brögðum hermálaráðuneytis
Bandaríkjanna.
Allir stjórnmála-
flokkar sammála
Halldór Ás-
grímsson, sjáv-
arútvegsráð-
herra, tók und-
ir það að við
sem sjálfstæð
þjóð þyrftum
að efla eigin
þekkingu og
dómhæfni á
öllu því er varðaði eigin örygg-
ishagsmuni. Hann tók undir orð
utanríkisráðherra að staðsetning
flauga af því tagi, sem nú væri
um rætt, kæmi aldrei til greina á
fslandi.
Þessi umræða hefur leitt í ljós
að allir stjórnmálaflokkar eru
sammála um þetta efni, sagði
sjávarútvegsráðherra. Löggjöf er'
því með öllu óþörf.
Eflum sérfræði-
þekkingu okkar
Gunnar G. Schram (S) taldi yf-
irlýsingar utanríkis- og sjávar-
útvegsráðherra taka af öll tví-
mæli um afstöðu ríkisstjórnar-
innar. Það er ekki ágreiningur
milli stjórnar og stjórnarliða um
þetta efni.
Gunnar vitnaði
til 1. greinar í
varnarsamn-
ingi við Banda-
ríkin, sem fæli
ótvírætt í sér,
að íslendingar
hefðu fullt vald
í þessu máli.
Ekki væri hægt
að gera neitt nema „báðir aðilar
séu sammála" um nauðsyn gjörn-
ingsins.
Gunnar taldi hins vegar að við
íslendingar værum ekki nógu vel
í stakk búnir til að meta það, sem
við þyrftum sjálfir að meta,
varðandi öryggishagsmuni
okkar, þrátt fyrir 35 ára veru í
NATO. Þetta mál ýtti því við
okkur um öflun sérfræðilegrar
þekkingar. Um þetta efni hafi
þeir Geir og Svavar í raun verið
sammála, þó orðað hafi hver á
sinn hátt. Öryggismálanefndin
hefur unnið gott starf, en þar
þarf fleira til að koma.
Agæt yfirlýsing
og sjálfsögð
Kjartan Jóhannsson (A) þakk-
aði yfirlýsingu utanríkisráð-