Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
31
Morgunblaóió/I'riftþjórttr.
Hárgreiðslustofan Ýr flytur
Ferðaþjónusta bænda:
Aðalfundur í Stykkis-
hólmi nk. laugardag
AÐALFUNDUR Ferdaþjónustu bænda veröur haldinn í Hótel
Stykkishólmi laugardaginn 19. nóvember n.k. og hefst hann
kl. 10.30 árdegis. Á fundinum veröur fjallaö um flest þau mál
sem falla undir ferðaþjónustuna.
herra, sem verið hafi ágæt og
sjálfsögð. Eðlilegt væri að ís-
lendingum brygði í brún þá
heyrðu sjónvarpsfréttir eins og
þær, er yfir þeim voru lesnar í
gærkveldi. Hins vegar væru þær
blaðafréttir, sem fréttin væri
byggð á, ekki nýjar af nálinni, sú
elzta frá í marzmánuði, sú
yngsta frá í október.
Kjartan taldi
ástæðu til að
mótmæla túlk-
un Steingríms
Sigfússonar,
þ.e. að hér á
landi væri
árásarstöð en
ekki varnar- og
eftirlitsstöð,
eins og varnarsamningurinn
kvæði á um. Þetta er röng kenn-
ing. Þetta fyrirkomulag hefur
gefizt okkur vel, tryggt okkur
frið, og sæi ekki ástæðu til að
rugga þeim báti.
Fréttafjöldi og
skýrslumergð
Geir Haligrímsson, utanríkis-
ráðherra, sagði að sér hefði i dag
verið bent á frétt, sem birzt hafi
í Morgunblaðinu 3. nóvember sl.,
þess efnis, að hugsanlegt væri að
kafbátur, er heyrði til land-
gönguliði, hefði höggvið sundur
kapal hér við land, er nýttur væri
m.a. til að fylgjast með kafbáta-
ferðum Rússa. Fréttafjöldi og
skýrslumergð, sem að einhverju
leyti snerti Island, væri mjög
mikil, og erfitt að henda reiður á
því öllu.
Mikið af þessu er enda ekki
marktækt, þó innan um kunni að
leynast hlutir sem máli skipta,
og því þurfum við að halda vöku
okkar, einnig í þessu efni.
Geir kvaðst geta að mörgu
leyti tekið undir orð Guðrúnar
Agnarsdóttur, hvað varðaði fjár-
mögnun vígbúnaðar og þörf fyrir
fjármagn í önnur æskilegri við-
fangsefni. En ef við viljum lifa
við frelsi þá verðum við að búa
þannig um hnúta, að það verði
ekki fótum troðið. Ef viðlíka
varnarstyrkur og varnarsam-
starf hefði verið til staðar á
fjórða áratugnum, þegar einræði
þess tíma vígbjóst sem mest, þá
hefði hugsanlega verið hægt að
koma í veg fyrir síðari heims-
styrjöldina og það, sem henni
fylgdi. Við þurfum að gera okkur
grein fyrir þeim heimi sem við
heyrum til.
Vesturveldin buðu þá sátt að
allar meðaldrægar eldflaugar
væru niður teknar, svonefnda
núlllausn, en Sovétríkin höfnuðu
henni. Þau hafa sett niður eina
eldflaug með þrem kjarna-
sprengjum hverja í viku hverri
síðan núlllausnin var boðin. Það
er þessi staðreynd, kjarnaeld-
flaugarnar austan járntjaldsins,
sem vóru orsök þess að Helmut
Schmidt, þýzki jafnaðarmanna-
leiðtoginn, hafði frumkvæði um
hliðstæð viðbrögð af hálfu
V-Evrópuríkja.
Við Islendingar, sem viljum
ekki slíkar eldflaugar í okkar
landi, skiljum afstöðu fólks, sem
er sama sinnis, en af hálfu
NATO-ríkja á meginlandi Evr-
ópu er hér um nauðvörn að ræða.
Utanríkisráðherra varaði mjög
eindregið við þeim hættulega
málflutningi, sem fram hefði
kómið hjá Steingrími Sigfússyni
(Abl.), að hér væri árásarher-
stöð. Þetta er ekki aðeins röng
fullyrðing, sagði ráðherra, held-
ur hættuleg íslenzkum öryggis-
hagsmunum. Hér er einvörðungu
varnar- og eftirlitsstöð.
Ráðherra sagði að flest það,
sem Steingrímur Sigfússon hefði
tínt til, sem rökstuðning fyrir
meintu árásarhlutverki Kefla-
víkurflugvallar, ætti þar að auki
rætur að rekja til þeirra ára, er
Alþýðubandalagið sat í ríkis-
stjórn, vopnað neitunarvaldi.
Framangreindir ræðumenn
tóku, sumir hverjir, oftar til
máls, þó hér verði ekki frekar
rakið.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN Ýr hefur
nýlega verið flutt í nýtt og vistlegt
húsnæði í Hólagarði í Breiðholti úr
Dúfnahólum 2. Fyrr í haust var hald-
ió upp á fimm ára afmæli stofunnar.
Þar verður veitt öll almenn hár-
greiósluþjónusta af vönu fagfólki.
Auk þess er sóllampi á stofunni til
afnota fyrir viöskiptavini.
Eigandi hárgreiðslustofunnar
Ýr er Guðfinna Jóhannsdóttir
hárgreiðslumeistari en auk henn-
ar vinna á stofunni þrír aðrir hár-
greiðslumeistarar og tveir hár-
Mývatnssveit, 14. nóvember.
KÁRI Sigurðsson frá Húsavík hélt
myndlistarsýningu í Barnaskólanum
í Reykjahlíð um síðustu helgi. Hófst
hún á fostudag og lauk kl. 20 í
gærkvöldi.
Á sýningunni voru alls 25
myndir, flestar gerðar árið 1982
greiðslunemar. Meðfylgjandi
mynd var tekin af starfsfólki hár-
greiðslustofunnar Ýr skömmu eft-
ir flutninginn. Frá vinstri eru: Að-
alheiður Steinadóttir, hár-
greiðslunemi, Inga Gunnarsdóttir,
hárgreiðslumeistari, Kristín Guð-
mundsdóttir, hárgreiðslunemi,
Ásta Jóhannsdóttir, hárgreiðslu-
meistari, Dagmar Agnarsdóttir,
hárgreiðslumeistari, og Guðfinna
Jóhannsdóttir, hárgreiðslu-
meistari og eigandi stofunnar.
og á yfirstandandi ári. Eru mynd-
irnar víða af landinu og margar
gullfallegar. Aðsókn að sýning-
unni var mjög góð. Kári Sigurðs-
son hefur áður haldið myndlistar-
sýningar bæði á Húsavík og í
Vopnafirði.
Kristján
Ferðaþjónustan gaf á síðasta
ári út bækling á ensku og ís-
lensku þar sem tilgreindir eru
þeir bæir á landinu er veita
ferðafólki gistiþjónustu, einnig
eru nokkrar hestaleigur starf-
ræktar. 1 bæklingnum er einnig
skrá yfir öll viðurkennd tjald-
stæði landsins, sem eru 57 að
tölu.
Merki samtakanna er bursta-
bærinn og verða þeir bæir sem
gistiþjónustu veita merktir við
afleggjara frá þjóðvegi. Þá hafa á
vegum samtakanna verið gerðir
samræmdir samningar fyrir þá
félagsmenn sem leigja vilja fólki
úr þéttbýli lönd undir sumarbú-
staði. Samningurinn gerir ráð
fyrir verðgildi þriggja lamba á
EgilssUðir, 14. nóvember.
LAUST fyrir klukkan 22 á fostu-
dagskvöld urðu tveir drengir 11 og
14 ára fyrir bifreið á svonefndum
Vallavegi skammt frá Shellstöðinni
á Egilsstöðum. Annar drengjanna
lærbrotnaði og handleggsbrotnaði
og var þegar fluttur á sjúkrahús í
Neskaupstað, en hinn skarst á höfði
og var gert að sárum hans á sjúkra-
húsinu hér.
Tildrög slyssins voru þau að
langferðabifreið ók inn eftir
Vallavegi og fast á eftir henni
kom fólksbifreið. Ökumaður fólks-
ári fyrir sumarbústaðarland.
Einnig hefur verið komið á við-
miðunarverði fyrir aðra þjónustu
sem samtökin annast fyrir sína
félaga.
Ferðaþjónustan er með upplýs-
ingamiðstöð í húsi Búnaðarfélags
íslands að Hótel Sögu og veitir
Oddný Björgvinsdóttir henni for-
stöðu. í fréttatilkynningu frá
Ferðaþjónustunni segir að stjórn
Samtakanna vonist eftir að sjá
sem flesta félagsmenn á aðal-
fundinum á laugardag, einnig að
allir þeir sem áhuga hafa á ferða-
málum séu velkomnir, en fundur-
inn er öllum opinn. Formaður
samtakanna er Björn Sigurðsson
bóndi í Úthlíð.
bifreiðarinnar hugðist fara fram
úr langferðabifreiðinni, en þá kom
á móti hópur gangandi ungmenna
og urðu tveir þeirra fyrir bifreið-
inni með fyrrgreindum afleiðing-
um. Að sögn lögregluvarðstjórans
á Egilsstöðum, Björns Halidórs-
sonar, er mikil umferð gangandi
ungmenna á þessum slóðum er
shyggja tekur, en vegarkafli þessi,
sem er hluti af þjóðvegakerfinu, er
óupplýstur og gangbrautir engar.
Taldi Björn brýna þörf á sérstakri
varúð vegfarenda á þessum veg-
arkafla í skammdeginu. ólafur
Mývatnssveit:
Góð aðsókn að sýningu Kára
Egilsstaðir:
Tveir drengir slasast