Morgunblaðið - 15.11.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 37
Lýst eftir rökstuðningi
- eftir Sigurð
E. Haraldsson
í umræðum um þjóðmál að und-
anförnu hefur því verið á loft
haldið, að ákvarðanir um vald ætti
að færa í auknum mæli til bæjar-
og sveitarstjórna. Slíkt stuðlaði að
valddreifingu í þjóðfélaginu og
yrði til þess að ákvarðanir væru
fremur teknar í samræmi við vilja
fólks á hverjum stað.
Nú ber það við að lagt hefur
verið fram á Alþingi frumvarp til
laga um afnám á lögum, sem veita
sveitarstjórnum og bæjarstjórn-
um á hverjum stað heimild til að
ákvarða á hvern hátt verslanir eru
opnar. Þeir sem flytja þetta frum-
varp eru 3 þingmenn Alþýðu-
flokksins, 2 þingmenn Bandalags
jafnaðarmanna og 1 þingmaður úr
Alþýðubandalaginu. Ætla mætti
með hliðsjón af því hversu margir
flutningsmenn eru úr 2 þingflokk-
um, réttur helmingur þingliðs Al-
þýðuflokksins og Bandalags jafn-
aðarmanna, að þarna sé um sér-
stakt hagsmunamál þessara
tveggja flokka að ræða.
Eins og áður er að vikið er kveð-
ið svo á í frumvarpinu, að vald
heimamanna til að setja reglur
um lokunartíma sölubúða, verði af
þeim tekið. En það er ekki rök-
stutt og þar af leiðandi óijóst af
hverju flutningsmenn vantreysta
kjörnum sveitarstjórnamönnum
svo mjög, til þess að taka
ákvörðun um þetta tiltekna mál.
Ekki kemur heldur fram að frum-
varpið sé flutt eftir ábendingum
eða óskum neinna sérstakra aðila.
Þess er getið i greinargerð að
Kaupmannasamtökin hefðu lagst
gegn því, að þessar heimildir væru
teknar af sveitastjórnum, þegar
sambærilegt frumvarp var flutt á
fyrri þingum. 1 fylgiskjali með
frumvarpinu er þess getið að í ná-
lægum löndum eru víða lög um
opnunartíma sölubúða. Þessi lög
eru nýlega sett t.d. í Danmörku og
á Niðurlöndum, frá árinu 1969 í
Finnlandi og frá árinu 1956 í
Englandi. Hvers vegna eru í gildi
lög í þessum löndum um þetta til-
tekna mál? Meginástæðan er efa-
laust sú að það hefur komið í ljós,
.. það hefur komið í
íjós, að þar sem algjört
frelsi er um opnunartím-
ann þá teygist úr þeim
tíma svo að segja í það
óendanlega ...“
að þar sem algjört frelsi er um
opnunartímann þá teygist úr þeim
tíma svo að segja í það óendan-
lega. Slíkt kemur að sjálfsögðu
fram í löngum vinnutíma hjá
þeim, sem við þetta starfa. En efa-
laust er þyngsti punkturinn sá, að
svo langur afgreiðslutími verslana
er kostnaðarsamur og þeim kostn-
velt út í verðlagið þannig að vöru-
verð hækkar.
Þess vegna, fyrst og fremst þess
vegna, hefur verið gripið til þess
ráðs að setja lög víðast hvar í
grannlöndum okkar. Það hefur
verið kannað hvort unnt væri að
ná samstöðu um slíka heildar-
löggjöf hérlendis. Ég er þeirrar
skoðunar að slík löggjöf væri til
hagsbóta fyrir alla aðila sem hlut
eiga að máli, neytendur, verslun-
armenn og kaupmenn. Á meðan
engin lög eru um þetta hér má
teljast vel viðunandi að sveitar-
stjórnarmenn setji reglur hver hjá
sér, þar sem tekið er tillit til allra,
sem hlut eiga að máli.
Það kemúr i sannleika sagt und-
arlega fyrir sjónir, ef sveitar-
stjórnum er ekki treystandi til
siíkra ákvarðana, þar sem engin
löggjöf er í landinu um málið.
Hvernig má það vera að formaður
Alþýðuflokksins og aðrir flutn-
ingsmenn hafi ekki þarfari hnöpp-
um að hneppa á alþingi en blanda
sér í þetta viðkvæma mál með
þessum hætti. Hvernig má það
vera að þessi hópur, svo til ein-
göngu úr liði jafnaðarmanna á Al-
þingi, telji það eðlilegt að ganga
þvert gegn sjónarmiðum fjöl-
mennra starfsstétta með því að
flytja slíkt frumvarp. Hlýtur ekki
að teljast eðlilegt að spurt sé.
Jafnaðarmenn á fyrri tímum
beittu sér fyrir því að vinnutími
fólks væri ekki úr hófi fram lang-
ur. Nú kveður við nýjan tón.
í frumvarpinu segir að strangar
reglur hafi gilt í Reykjavík. Ekki
er það rökstutt á hvern hátt þess-
ar reglur í Reykjavík eru strang-
ar, eins og það er orðað. Sam-
kvæmt reglum í Reykjavík er
heimilt að hafa verslanir opnar 62
tíma á viku. Á sama tíma eru
bankar, hliðstæðar þjónustustofn-
anir, opnir 35 tíma á viku og ýms-
ar opinberar stofnanir allt niður í
Sigurður E. Haraldsson
25 tíma á viku. Ef þessir 62 tímar
teljast ófullnægjandi, hvað er þá
að segja um banka og opinberar
stofnanir?
Sigurdur E. Haraldsson er formad-
ur Kaupmannasamtaka íslands.
Ida ereinmana
IÐUN
Bókaútgáfan Iðunn:
„Ida er
einmana“,
ný barnabók
IÐUNN hefur gefið út barnabók-
ina ída er einmana eftir sænska
höfundinn Maud Reuterswárd.
Myndir í bókinni eru eftir Tord
Nygren, en Jóhanna Sveinsdóttir
þýddi. Þetta er sjálfstætt fram-
hald bókarinnar Svona er hún ída
sem út kom í íslenskri þýðingu í
fyrra. Sagan er ætluð yngri börn-
um og er efni hennar kynnt svo á
kápubaki: „ída er einmana. Nú er
hún orðin sjö ára og gengur auð-
vitað í skóla. Þar eru margir
krakkar og þau hafa skemmtileg-
an kennara sem finnur upp á
ýmsu. Það er hann Mats Erik. ída
þarf sannarlega á því að halda að
eiga vin. Því að besti vinurinn
hennar, hann afi, er eiginlega bú-
inn að gleyma henni. Eða næstum
því. Hann hefur nefniiega eignast
nýjan vin. Vinkonu, nánar tiltek-
ið.“
ída er einmana er 106 blaðsíður.
Oddi prentaði.
-Nýþjónusta i
Umboðsmaður
í Chicago
lceland Steamship Company Ltd.
c/o Lyons Inc.
1st Joliet Road
McCook, III. 60525
Tel.: (312) 442-6410
í kjölfar góðrar reynslu af
nýjum þjónustuhöfnum víða í
Evrópu hefur Eimskip nú
opnað fyrstu þjónustuhöfnina í
Bandaríkjunum. Hún er staðsett í
hinni miklu flutningaborg Chicago,
þar sem daglega koma og fara vörur
fráog til landa um allan heim.
Um leið höfum við bætt þjónustuna í
Ameríkusiglingum enn frekar. Nú förum við
reglulega til New York, Portsmouth og
Halifax og aukum hagræðinguna enn frekar
með greiðara vörustreymi innan úr landi til sjávar.
Flutningur er okkar f ag Bj r
E 1 M IS K P 1 h
Sími 27100