Morgunblaðið - 15.11.1983, Síða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
Einn efnilegasti fol-
inn á stóðhestastöð-
inni fannst dauður í haga
SÍÐDEGIS á laugardaginn fannst einn af folum stóðhestastödvarinnar í Gunn-
arsholti dauður í haganum. Var það þriggja vetra stóðhestur, Hraunar frá
Sauðárkróki, en eigandi hans var Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki. Var
foli þessi talinn, af þeim sem til þekktu, einn af efnilegri stóðhestum landsins.
Hann var reyndar ótaminn en fyrirhugað var að temja hann í vetur. Hraunar
var undan Ófeigi 822 frá Flugumýri og Hrafnkötlu 3526 frá Sauðárkróki sem
bæði eru landskunn kynbótahross.
Það var Páll B. Pálsson, starfs-
maður stóðhestastöðvarinnar, sem
kom að Hraunari á laugardaginn,
þar sem hann var í girðingu ásamt
öðrum folum stöðvarinnar,
skammt frá Gunnarsholti. Fyrr um
daginn hafði Páll verið þarna á
ferð í þeim erindum að gefa folun-
um og sá hann ekki neitt athuga-
vert þá. Engin ummerki voru sem
bentu til að hesturinn hafi barist
um, þannig að telja verður að hann
hafi látist skyndilega. Hraunar
hafði verið frá folaldstíð á stóð-
hestastöðinni, og taldi Páll að hann
hafi verið einn efnilegasti foli
stöðvarinnar, og væri mikil eftirsjá
í honum. „Hann var geðgóður, þjáll
og virtist mjög ganglipur," sagði
Páll ennfremur.
í samtali við eigandann, Svein
Guðmundsson, kom fram að hest-
urinn var ótryggður og kvaðst
Sveinn ekki tryggja neitt af sínum
þrjátíu hrossum. „Ég var með þetta
allt tryggt hér í eina tíð en hætti
því. Ég tel mín hross mjög dýrmæt
og það yrði stór biti að tryggja þau
öll á raunvirði, og ef tryggja á
nokkur hross verður það alltaf
spursmál hvað á að tryggja og hvað
ekki. Þetta dauðsfall er mikið áfall
fyrir mitt ræktunarstarf, því ég
var búinn að gera mér miklar vonir
með þennan hest. Var í bígerð hjá
mér að sýna Hrafnkötlu móðir
Hraunars með afkvæmum á næsta
Landsmóti og reyna með hana í
heiðursverðlaun, en þær áætlanir
hrynja sjálfsagt með þessum
skelli,“ sagði Sveinn ennfremur.
Bflvelta á Blönduósi:
Þrír menn
sluppu
naumlega
Blönduósi, 14. nóvember.
NÝLEGHR Bronco-jeppi skemmdist
illa í veltu hér í gærkvöld. Ohappið
varð er ökumaður jeppans hafði ný-
lega beygt af Húnabraut inn á Mela-
braut og lenti á svellbunka með
fyrrgreindum afleiðingum. Auk öku-
manns voru tveir farþegar í bílnum.
Engan þeirra sakaði þrátt fyrir að
yfirbygging bílsins stórskemmdist.
- BV.
Ljósmynd Sig. Sigm.
Hraunar á sýningu stóðhestastöðvar-
innar vorið ’82 þá tveggja vetra gam-
all.
Þorkell Bjarnason hrossarækt-
arráðunautur var spurður hvort
ekki tíðkaðist að tryggja þá hesta
sem gista á stóðhestastöðinni
hverju sinni. Sagði hann aðeins
tryggja þá hesta sem væru í eigu
stöðvarinnar, en þeir sem hefðu
fola á stöðinni yrðu sjálfir að sjá
um að tryggja sína hesta. „I upp-
hafi sá stöðin um að tryggja hest-
ana og var þá keypt hóptrygging á
alla hestana og var erfitt að koma
einstökum hestum í háa tryggingu.
Voru margir hverjir óánægðir með
þetta og töldu að sinn hestur væri
of lágt tryggður. Var því ákveðiö að
láta eigendur sjálfa sjá um trygg-
ingamálin. Þegar nýir hestar eru
teknir inn á stöðina er eigendum
sent bréf þar sem tekið er fram að
hestarnir séu á ábyrgð eigenda og
sé þeim í sjálfsvald sett hvort þeir
fryggja eða ekki.“ Þá var Þorkell
spurður um álit hans á Hraunari.
„Hann þótti efnilegur og vel ættað-
ur, hann var ágætlega stór og
myndarlegur, en það sem lyfti hon-
um fyrst og fremst á þessu stigi
málsins var ættin, þar sem hann
var ótaminn og óreyndur að því
leyti til,“ sagði Þorkell að lokum.
I gærmorgun var hesturinn kruf-
inn á tilraunastöðinni að Keldum,
og var Páll Agnar Pálsson, yfir-
dýralæknir, inntur eftir þvi hver
dánarorsökin væri. Kvað hann ekk-
ert vilja segja á þessu stigi máls-
ins, því eftir væri að rannsaka
ýmsa hluti sem máli geta skipt.
Þó má geta þess að grunur leikur
á að um hjartabilun hafi verið að
ræða.
Um verðmæti fola á borð við
Hraunar er ekki gott að spá um, en
þó má telja að eitt hundrað þúsund
sé lágmarksverð fyrir fola í þessum
gæðaflokki.
Fyrirlestur um
finnsk utanríkismál
Einnig sýnd kvikmynd um Kekkonen
ÞRIÐJUDAÍiINN 15. nóv. kl. 20:30
heldur Ariel Rimon, pol.lic. fyrirlest-
ur í Norræna húsinu á ensku og nefn-
ir: „Aspects on the history of the
Finnish Foreign Policy“. Að fyrir-
lestri loknum verður gert hlé, en síð-
an verður sýnd litkvikmynd, sem
gerð var í tilefni af 75 ára afmæli
Urho Kekkonens, fyrrv. forseta Finn-
lands, og nefnist hún „Urho Kekkon-
en — the inspiring statesman” og er
hún 45 mín. að lengd.
Fyrirlesarinn, Ariel Rimon, er
sendiráðsritari við sendiráð Finn-
lands í Reykjavík. Hann lauk emb-
ættisprófi 1974 og starfaði sem að-
stoðarkennari og fyrirlesari í
stjórnmálasögu við finnska háskól-
ann í Turku (Turun yliopisto)
1971—’78 og við háskólann í Hels-
inki 1975—’76. Hann var ritari
ferðamálaráðsins í Turku
1977— 79, en hóf síðan störf í þágu
finnska utanríkisráðuneytisins,
þar sem hann fékkst við afvopnun-
armál 1979—’81 og norrænt sam-
starf 1981—’83.
Hann hefur gefið út tvær bækur:
Kehitysmaat ja Suomi (Finnland
og þróunarlöndin) 1973 og Kylm-
ástá sodasta liennytykseen (frá
köldu stríði til þíðu í milliríkja-
samskiptum) 1977.
Kvikmyndina um Kekkonen lét
finnska auglýsingasjónvarpið gera
árið 1975.
(Fréttatilkynning).
‘l0fTlíl0lflÁ
Skákstjórarnir Hálfdán Hermannsson og Andri Hrólfsson, afhenda Sæbirni Guðfinnssyni, liðsstjóra sveitar
Einars Guðfinnssonar hf„ hin glæsilegu sigurlaun. Við hlið þeirra standa skákmennirnir, f.v.: Daði Guðmunds-
son, Hálfdán G. Einarsson og Karl Þorsteins. Morgunblaðið/KÖE.
Óvæntur sigur Bolvík-
inga á skákmóti Flugleiða
SKÁKSVEIT fyrirtækisins Einar Guðfinnsson hf. á Bolungarvík kom
geysilega á óvart nú um helgina með því að sigra í árlegri sveitakeppni
Flugleiða eftir æsispennandi keppni við sveit Búnaðarbankans. Skáksveit
af landsbyggðinni hefur aldrei náð sambærilegum árangri áður í keppni
við sterkustu fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu. Bolvíkingarnir nutu þess
að Karl Þorsteins, einn af okkar efnilegustu skákmönnum, var í sumar-
vinnu fyrir vestan og tefldi því á fyrsta borði fyrir sveitina. Auk hans voru
þeir Halldór Grétar Einarsson og Daði Guðmundsson í liði Einars Guð-
finnssonar hf„ en liðsstjóri var Sæbjörn Guðfinnsson.
Eftir fyrri dag keppninnar
virtist svo sem Búnaðarbankinn
og Ríkisspítalarnir myndu berj-
ast um efsta sætið eins og reynd-
ar oft áður í slíkum sveitakeppn-
um. En seinni daginn forfallað-
ist Sævar Bjarnason, fyrsta-
borðsmaður spítalanna og þar
með drógust þeir aftur úr. Bol-
víkingarnir mættu hins vegar
eldhressir til leiks á sunnu-
dagsmorguninn og u n qu þá
fyrstu fjórar keppnir sínar 3—0.
Eftir hádegið aðstoðaði hin Bol-
ungarvíkursveitin, sveit Jóns
Friðgeirs Einarssonar, þá dyggi-
lega með því að vinna Búnaðar-
bankann 2—1, öllum að óvörum.
í síðustu umferðunum gekk
síðan á ýmsu og skiptust Einar
Guðfinnsson hf. og Búnaðar-
bankinn á um forystuna. Spenn-
an náði síðan hámarki í síðustu
umferð þegar toppsveitirnar
tvær mættust innbyrðis. Urslit-
in urðu þau að Jóhann Hjartar-
son vann Karl Þorsteins en Hall-
dór Grétar Einarsson jafnaði
fyrir Bolvíkinga með því að
vinna Braga Kristjánsson. Þá
valt allt á einni skák á milli
þeirra Daða Guðmundssonar og
Guðmundar Halldórssonar.
Guðmundi tókst að lokum að
knýja fram hróksendatafl með
tveimur peðum meira og unninni
stöðu, en til þess að fá þetta
fram hafði hann eytt of miklum
tíma og að lokum varð það
klukkan sem tryggði sveit Éin-
ars Guðfinnssonar óvæntan en
verðskuldaðan sigur.
Lokastaðan: Vinningar
1. Einar Guðfinnsson hf. 58
af 69 mögulegum
2. Búnaðarbankinn 56 %
3. Ríkisspítalar 52'/2
4. Flugleiðir 48
5.-6. Skákfélag Akureyrar og
Útvegsbankinn 47
7. ísl. járnblendifél. 46
8. Vkm.bústaðir, Rvík 42
9. Dagblaðið-Vísir 41 %
10. Þjóðviljinn 36V2
11. Fjölbrautask. Suðurn. 35
12. Jón F. Einarsson,
Bolungarvík 33 '/2
13. Landsbankinn 32
14. Morgunblaðið 30
15. Taflfélag Garðabæjar 28
16. —17. Taflfélag Norðfjarðar
og Taflfélag Vestmannaeyja 27 %
18. Veðurstofan 26 V2
19. Skákfélag Sauðárkróks 24
20. Sölumiðs. hraðfrystihús. 20
21. Ríkisútvarpið 19
22. Hraðfrystihús Stöðvarfj. 18‘A
23. íslenska álfélagið I6V2
24. Trausti, fél. sendibifr.stj. 15
Keppnin nú var haldin í
fimmta skipti. Áður hefur Bún-
aðarbankinn unnið þrisvar, en
Útvegsbankinn einu sinni. Ein-
okun bankanna hefur því verið
rofin.
Úrslit á einstökum borðum
urðu þessi:
1. borð: 1. Helgi Ólafsson
(Þjóðviljanum) 20% v. af 23
mögulegum. 2.-3. Elvar Guð-
mundsson (Flugleiðum) og Jó-
hann Hjartarson (Búnaðar-
bankanum) 20 v.
2. borð: 1. Róbert Harðarson
(Ríkisspítölum) 21% v. 2. Hall-
dór G. Einarsson (Einar Guð-
finnsson hf.) 19 v. 3. Jón Þor-
steinsson (Verkamannabúst.öð-
um) 18 v.
3. borð: 1. Daði Guðmundsson
(Einar Guðfinnsson hf.) 21% v.
2. Lárus Johnsen (Ríkisspítöl-
um) 19 v. 3.-4. Jakob Kristins-
son (Skákfélagi Akureyrar) og
Þráinn Sigurðsson (ísl. járn-
blendifélaginu).
Sá keppandi sem langmest
kom á óvart var Daði Guð-
mundsson, sem var bæði í sigur-
sveitinni og hreppti borðaverð-
laun. Daði er ekki sérstaklega
þekktur sem skákmaður, en hef-
ur látið til sín taka í félagsmál-
unum. Það var því búist við að
hann yrði veikasti hlekkur sveit-
ar sinnar, en í staðinn reyndist
hann traustasti stólpinn með
hvorki meira né minna en 93,5%
vinninga.
Þessi vinsæla keppni tókst í
alla staði mjög vel og fylgdust
fjölmargir áhorfendur með, sér-
staklega seinni daginn. Skák-
dómari var Jóhann Þórir Jóns-
son, og þurfti hann að þessu
sinni að leysa úr óvenju mörgum
deilumálum, enda keppnin hörð.
Skákstjórar voru þeir Hálfdán
Hermannsson og Andri Hrólfs-
son.
Mikill fjöldi fylgdist með skákmótinu seinni daginn. Hér eru menn í hnapp þegar aðeins einni skák var ólokið
í viðureign Einars Guðfinnssonar og Búnaðarbankans. Daði Guðmundsson sigraði og tryggði sveit sinni sigur.