Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 „()pnunarhátíð“ stórmarkaðs SÍS og KRON: Látnir taka fána- borgirnar niður FORRAÐAMONNUM Miklagarðs, hins nýja stórmarkaðar Sambands- ins og KRON í Holtagörðum, var í gær gert að taka niður fánaborgir með merkjum fyrirtækisins á nokkr- um stöðum í borginni. „Þeir voru beðnir að taka fán- Hermann Stefánsson á Akureyri látinn Akureyri, 18. nóvember. í GÆR lést hér á Akureyri Hermann Stefánsson, fyrrum íþróttakennari við menntaskólann. Hermann var fæddur á Miðgörðum á Grenivík 17. janúar 1904. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1922 og prófi frá íþróttaskólan- um í Ollerup í Danmörku 1929. Að loknu prófi hóf hann kennslu við MA og starfaði þar allt til vorsins 1974 eða í 45 ár. Hefur enginn kennari jafn langa kennslu að baki við þá stofnun. Hermann var forystumaður í íþróttamálum á íslandi um áratuga skeið og brautryðjandi í skíðaíþróttum og blaki. Meðal annars var hann landsliðsþjálfari Islands á vetrar- ólympíuleikunum í St. Moritz 1948. Eftirlifandi kona Hermanns Stefánssonar er Þórhildur Steingrímsdóttir, sem einnig var íþróttakennari við MA um tugi ára. Eignuðust þau hjón tvo syni, Stefán og Birgi. G.Berg. ana niður vegna þess að þeir hafa ekki leyfi til að setja upp fána og skilti víðsvegar um borgina," sagði Ingi 0. Magnússon í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöld. „Við höfum ekki leyft auglýs- ingaskilti við götur nema með sér- stökum undantekningum og óttuð- umst satt að segja fordæmið, sem þetta gæfi. Við viljum ógjarnan hafa þetta hér eins og t.d. í Banda- ríkjunum." Ingi sagði um auglýsingaskilti og fánaborgir Kaupstefnunnar, að þar gegndi nokkuð öðru máli enda væri þar um að ræða sýningar fyrir allan almenning. „Það er annað en þegar prívatfyrirtæki er að auglýsa sig upp. Það þarf að fá leyfi bæði hjá mér, sem ber ábyrgð á götumyndinni, og eins lögreglustjóranum." Gatnamálastjóri sagði að aug- lýsingaskiltum meðfram götum í borginni hefði fjölgað mjög að undanförnu. „Það var orðin svo mikil ásókn í þetta, að það horfði til vandræða," sagði hann. „Þetta var komið út um allan bæ. Strangt til tekið vantar alveg reglur um þetta en ég mun nú láta búa þær til og leggja fyrir borgarráð. Hvað varðar þessar fánaborgir Mikla- garðs, þá hefði ég engar athuga- semdir gert ef þetta hefði verið minna og aðeins í einn dag en þetta gekk full langt." Hann gat þess, að í sömu andrá og hann hefði óskað eftir að fánaborgirnar væru fjarlægðar hefði borgar- stjóri haft við sig samband og beð- ið um að allt yrði tekið niður. Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri stórmarkaðarins, sagði blm. Morgunblaðsins að hann hefði fyrir nokkru rætt við gatnamálastjóra um þann um- ferðarvanda, sem fyrirsjáanlegur væri vegna opnunar Miklagarðs. „Þá nefndi ég m.a. að við vildum fá að setja upp fánaborgir hér og þar um borgina til að minna á þessa miklu hátíð," sagði Jón. „Hann taldi því ekkert til fyrir- stöðu svo fremi að þetta væri að- eins rétt á meðan opnað væri. Ég fékk svo lánaðar fánastengur og fleira í áhaldahúsi borgarinnar en líklega hafa mínir menn farið eitthvað glannalega og sett fána- borgirnar upp of víða eða á of áberandi hátt. I dag var ég svo beðinn að fækka þeim og lagfæra stöðuna. Nú hefur þetta verið sett hér inn á bifreiðastæðin, enda er hátíðin hér við húsið. “ Morgunblaðið/ Friðþjófur Gaukurinn sestur á Stöngina Nýr veitingastaður verður opnaður í hjarta Reykjavíkur í kvöld. Er það Gaukur á Stöng, Tryggvagötu 22. Þar verður hægt að fá hressingu í formi matar og drykkjar um ófyrirsjáanlega framtíð, að sögn aðstandenda, sem í gærkvöldi voru að leggja síðustu hönd á innviði. Og ekki varð annað séð en að vel muni fara um þá, sem þangað leggja leið sína. Alþjóðahafrannsóknaráðið um veiðar í Barentshafi: Vill helmings niðurskurð á loðnu- og þorskafla Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur að loknum fundi sínum í Kaup- mannahöfn lagt til verulegan niður- skurð á aflamarki fyrir þorsk og loðnu í Barentshafi á næsta ári. Lagt er til að þorskmarkið verði lækkað úr 300.000 lestum í 150.000 lestir og loðnumarkið úr 2,3 milljónum lesta í Bláfjöll: Nýr strengur með hraði í skíðalyftuna VONIR standa nú til að stólalyftan nýja í Bláfjöllum komist í gagnið í desember, þrátt fyrir óhappið sem varð er strengur slitnaði. Hefur bor- ist skeyti frá framleiðanda Dobble- mayer um að nýr strengur fari í skip 25. þessa mánaðar. Hafa þeir sent hann með hraði, því að venjulegur afgreiðslufrestur á strengjum er 2 mánuðir. Sérfræðingar þeir, sem komu til að skoða verksummerki, eru farn- ir utan og hafa með sér búta úr strengnum. Mun mjög ítarleg rannsókn fara fram í háskólanum í Zúrich í Sviss til að kanna hvað kom fyrir slitna strenginn, sem ekki var búið að taka í notkun. Kem beint heim að ljúka stúdentsprófí — segir Unnur Steinsson, sem varð fimmta í Miss World-keppninni í Albert Hall í London „ÞETTA HEFUR allt verið mjög skemmtilegt, og ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með árangurinn, mér datt aldrei í hug að ég kæmist í 15 manna úrslit, hvað þá að ég næði fimmta sæti í keppninni," sagði Unnur Stcinsson í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Unnur náði sem kunnugt er þeim árangri að verða fimmta af 73 keppendum í fegurðarsamkeppninni Miss World, sem fram fór í Royal Albert Hall í fyrrakvöld. Um tíu þúsund manns voru í salnum lokakvöld keppninnar og talið er að um 550 milljónir manna í 40 þjóðlöndum hafi fylgst með í sjonvarpi. „Sjálf keppnin fór þannig fram lokakvöldið, að við komum fram á baðfötum og í samkvæm- iskjólum," sagði Unnur. „Fyrst allar og síðan við sem komumst í úrslitin. Þá vorum við. einnig spurðar spurninga á sviðinu, en inn í sjónvarpsdagskrána var svo bætt ýmsu öðru, sem tekið hafði verið upp áður, svo sem framkoma á þjóðbúningum og fleira. Þar komu einnig fram ýmsir skemmtikraftar, en af þeim sem komu fram í Albert Hall er Leo Sayer, söngvari, lík- lega kunnastur. Fyrir úrslita- keppnina höfum við svo víða far- ið, og margt verið fyrir okkur gert. Við fórum til dæmis til Windsor-kastalann, fórum að sjá ballett og í óperu, heimsótt- um vaxmyndasafnið og báðar deildir þingsins og margt fleira. Inn á milli vorum við svo í myndatöku og æfingum fyrir lokakvöldið, en meira hefur ver- ið um skoðunarferðir og skemmtun en vinnu og þetta hef- ur verið afar ánægjulegt. Þá var einnig ánægjulegt að kynnast þarna stúlkum hvað- anæva úr heiminum, og ekki síst var gaman að hitta aftur stelpur sem verið höfðu með mér í Uni- verse-keppninni. Þar voru til dæmis stúlkur frá Noregi, Holl- andi, Belgíu, Gambíu og Austur- ríki.“ — Þú komst fram í kjól, sem móðir þín gerði, Jórunn Karls- dóttir. Vakti hann athygli? „Já, mamma hefur hannað og saumað flest mín föt og þau hafa hjálpað mér í þessu, og eins var Unnur Steinsson með kjólinn nú. I keppni sem þessari skiptir fatnaðurinn að sjálfsögðu miklu máli, og það er þýðingarmikið að koma fram í fallegum kjól.“ — Og hvað svo með framhald- ið. Kemur þú nú heim eða hafa þér boðist sýningarstörf og fleira þess háttar? „Ég hef hugsað mér að koma nú strax heim, enda er ég í próf- um við Fjölbrautaskólann í Breiðholti þessa dagana, og von- ast til að ljúka stúdentsprófi nú í desember. Um annað hugsa ég því ekki í bili, en fyrir sjálfa keppnina hér hef ég fengið bæði viðurkenningar og peningaverð- laun, sem ég læt duga að sinni," sagði Unnur að lokum. 1,1 milljón. Framkvæmdastjóri sam- taka norskra útgerðarmanna segir, að verði af því að lækka aflamarkið um helming, þýði það verulegt áfall fyrir norskan sjávarútveg. Norska blaðið Fiskaren hefur eftir Öyvind Ulltang, fiskifræð- ingi, að hvað varðar loðnuna séu niðurstöðurnar byggðar á sameig- inlegum rannsóknum Norðmanna og Sovétmanna síðastliðið haust. Þá hafi fundizt miklu minna af loðnu en búizt hafði verið við og sérstaklega minna af af tilvonandi hrygningarloðnu. Hvað varði þorskinn sé útlitið ekki aðeins dökkt fyrir næsta ár heldur einnig fyrir árin 1985 og 1986. Fiskifræðingar hafi áður gefið skýrar ábendingar um þessa þróun. Árgangarnir 1982 og 1983 séu betri en undanfarin ár, en úr þeim beri ekki að veiða fyrr en 1989 eða 1990. Taki yfirvöld þessi vandamál ekki alvarlega verði þau enn meiri í framtíðinni. Jökulfirðir: Stóll fannst LEIT AÐ líkum mannanna tveggja, sem enn er saknað eftir þyrluslysið í Jökulfjörðum í síðustu viku, var haldið áfram í gær, en árangurs- laust. Varðskipið Týr er á slysstað í Jökulfjörðum, ásamt vélbátnum Sigga Sveins frá ísafirði og hefur fjörðurinn verið slæddur, en sem komið er án árangurs. Einn stóll, sem vantaði úr þyrlunni TF-RÁN, kom þó í vörpuna hjá Sigga Sveins í fyrradag. Rannsókn flaksins af TF-RÁN er haldið áfram. Ekkert frekar er að frétta af rannsókninni eins og er, en þrír menn komu til lands- sins í gær til að aðstoða við rann- sóknina. e> INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.