Morgunblaðið - 19.11.1983, Side 9

Morgunblaðið - 19.11.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 9 flásm&ö nÆ Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 218. þáttur Hefst þá dilkatal aö nýju. Eftir minni málvenju og sam- kvæmt þeim orðabókum, sem mér eru tiltækar, merkir dilk- ur, þegar það er haft um lif- andi verur, afkvæmi tamins húsdýrs, það sem sýgur móður sína. Langsamlega algengast er þetta um afkvæmi sauð- kindarinnar, en í Grágás segir: „Eigi varðar manni við lög, þótt ær leiði dilka ómerkta, ok skal þar móðir bera vitni, hverr á; ok svá skal et sama, þótt kýr eða gyltr eða geitr leiði dilka." Fleiri svipuð ákvæði er þar að finna. í síðasta þætti var fundið að málfari á fréttaklausum í blöðum, þar sem ekki var ann- að sýnna en orðið dilkur væri haft í merkingunni kjöt- skrokkur. Fjallalömb (gras- lömb) voru að sjálfsögðu ekki dilkar, eftir að fært hafði verið frá ánum, og því síður nú full- orðnir hrútar. Frummerking orðsins dilkur er „sá sem sýgur". Þetta er skylt latnesku sögninni felare = sjúga, femina = kona og eink- um filius og filia = sonur og dóttir, eiginlega brjóstmylk- ingar. Samsvarandi orð má mörg finna í skyldum málum. f gamalli þýsku merkir tila = geirvarta, á dönsku er die = sjúga og í gotnesku daddjan. Ymis orð í grísku af þessum uppruna tákna eitthvað kven- legt eða móðurlegt. Út frá þessari merkingu, sem nú hefur verið greind, kemur svo hin, er orðið dilkur merkir hluta af fjárrétt, og eru ýmis orð af því leidd, svo sem dilkadráttur. Getur það bæði haft eiginlega og óeiginlega merkingu. Dilkur er svo haft í sömu merkingu og Danir hafa orðið paahæng, til dæmis: Hún hefur slæman dilk í eftirdragi. Þá merkir orðið enn afleið- ingu, einkum í hinu mynd- hverfa orðtaki að draga dilk á eftir sér. Það er víst einhaft um illar afleiðingar, enda er þá þess konar lýsingarorði oft skotið inn á undan orðinu dilk- ur. í doktorsritgerð Halldórs Halldórssonar tilfærir hann einnig afbrigðin að draga dilk eftir sig og leiða dilk eftir sig. Er þá sem endranær jafnan haft með eitthvert neikvætt lýsingarorð, svo sem illur og ófagur. í sambandi við allt þetta dilkatal var rifjuð upp fyrir mér gömul gáta sem ég lærði barn: Sat ég og át, og át af mér. Át það sem ég á sat, og át af því. * Ráðningin var: Kona með barn á brjósti sat étandi á ét- andi fylsugu (folaldsmeri). Fyrir skemmstu undraðist ég það í þáttum þessum að fundur hefði verið auglýstur í samkomuhúsinu Gafl-inn í Hafnarfirði. Ekkert hef ég heyrt eða séð frekar um það mál fyrr en ég les í þessu blaði ekki fyrir löngu svohljóðandi frétt: „Ágúst Ásgeirsson hefur tekið þá ákvörðun að gefa kost á sér til formennsku í frjáls- íþróttasambandi íslands á næsta ársþingi FRÍ sem fram fer 26. nóv. næstkomandi. En ársþing FRÍ fer fram í veit- ingahúsinu Gaflinum (auð- kennt hér) í Hafnarfirði." Enda þótt fréttin mætti vera betur stíluð, er þakkarvert að þarna er orðið Gaflinn beygt að réttu íslensku lagi, eins og ég reyndar gerði ráð fyrir að eig- endur staðarins ætiuðust til. Eins og vera ber, vekja fyr- irsagnir í blöðum oft athygli manna og forvitni. Ég býst við að mönnum detti ýmislegt mismunandi í hug, þegar er lesin er fyrirsögnin Skreið fyrir olíu. Vafalaust má spyrja margs, því að til lítillar skýr- ingar er það, þótt í undirfyr- irsögn sé haft eftir viðskipta- ráðherra að hann líti jákvæð- um augum á málið. Enn má líka spyrja: hvernig eru já- kvæð augu, og síðan er eftir sú stóra spurning, hvað í fyrir- sögninni felst. Og við Þórir Áskelsson á Akureyri höldum áfram að gagnrýna eitt og annað af vettvangi frétta og auglýsinga. Okkur þótti báðum skrýtilega til orða tekið, þegar sagt var um mann nokkurn að hann hefði rætt dóttur sína. Okkur þykir sem forsetninguna um megi ekki vanta þarna á undan orðinu dóttir. Mér dettur í hug að hér komi fram áhrif frá ensku. Sögnin to discuss tekur með sér andlag, en ekki for- setningarlið. Við Þórir látum okkur skilj- ast að sumstaðar sé víðsýnt eða gott útsýni (góð útsýn) o.s.frv., en víðsýnt útsýni, svo sem ein- hver auglýsandi lofaði ferða- mönnum, þekkjum við ekki. Við þekkjum hins 'vegar víð- sýnt fólk og fallegt útsýni. Dæmi um samruna eru stöð- ugt að birtast mér. Ekki fyrir löngu mátti heyra í sjón- varpinu í fréttaskýringaþætti, að Arafat skæruliðaforingi ætti við ramman reip að etja. Hér er ruglað saman orðtak- inu að eiga við ramman reip að draga og orðasambandinu að etja við einhvern. í orðtakinu, sem fyrr var feitletrað, er und- irskilið eitthvert orð sem tákn- ar mann, en reip er eldri mynd hvorugkynsorðsins reipi, sbr. nest, sík, eng og beisl. Enginn „rammur reipur" hefur verið til. Ef ég á í erfiðleikum, get ég sagt það á líkingamáli frá reipdrætti (reiptogi). Ég á við ramman = sterkan (mann) að togast á um reip(i), á í reiptogi við sterkan mann, stend í ein- hverju sem mér er mjög erfitt, jafnvel ofurefli. * Árni Þórðarson í Reykjavík hringdi til mín undrandi og sár, þar sem hann hafði, jafn- vel úr kennarahópi, heyrt upp- gjafartón gagnvart svonefndri þágufallssýki eða mérunum. Árni taldi vandalítið að út- rýma þessu, minnti á að verra hefði verið að fást við flámæl- ið, sem þó hefði tekist að kveða í kútinn á ótrúlega stuttum tima með frábærri elju og samstöðu barnakennara undir stjórn dr. Björns Guðfinnsson- ar. Ég á von á skeleggu bréfi um þetta efni frá Árna. P.S. í síðasta þætti misfórst nafn. Þórhildur Sigurðardóttir Briem átti að vera Líndal. Af- sökunar er beðist á þessum mistökum. m Fasteignasala — Bankastræti SiMI 29455 — 4 LiNUR Opiö í dag 1—4 Stærri eignir Stigahlíð Ca. 135 fm íbúö á efstu hœö í blokk. 2 stofur, 4 herb., rúmgott eldhús og búr, manngengt rls yfir öllu. Verö 1900 þús. Hafnarfjörður Ca. 150 fm raöhús á tveimur hæöum. Stofur og eldhús niöri, 4 rúmgöö herb. og baö uppi. Bílskúrsréttur. Ákv. sala. Vesturberg Parhús ca. 130 fm og fokheldur bílskúr, stofur og 3 svefnherb , eldhús meö þvottahusi innaf. Vinsæl og hentug stærö. Verö 2,5—2,6 millj. Tjarnarbraut — Hafn. Einbýli ásamt bílskúr á fallegum staö. Húsiö er traust steinhús á 2 hæöum. Grunnflötur ca. 70 fm. Mögulegt aö skapa innréttingar eftir eigín höföi. Ákv. sala. Verö 2,3 millj. Meistaravellir Góö ca. 145 fm íbúö á 4. hæö ásamt 24 fm bílskur. Stofa, herb. eöa boröstofa. Eldhus meö búri og þvottahúsi innaf. Á sérgangi eru 3 svefnherb. og gott baö- herb. Góö eign á góöum staö. Ákv. bein sala. Verö 2,1—2,2 millj. Garðabær Ca. 90 fm nýlegt raöhús á 2 hæöum. Niöri er stofa, eldhús og baö. Uppi: stórt herb. og geymsla. Bílskúrsréttur. Verö 1800 þús. Laxakvísl Ca. 210 fm raöhús á tveim hæöum ásamt innb. bílskúr. Skílast fokhelt. Niöri er gert ráö fyrir eldhúsi meö búri, stofum og snyrtingu. Uppi eru 4 herb., þvottahús og baö. Opinn laufskáli. Góö staösetning viö Árbæ. Verö 2 millj. 3ja herb. íbúðir Bollagata ca. 90 fm kjallaraíbúö i þríbýli, stofa og 2 góö herb., geymsla inni i ibúöinni. Þvottahús út frá forstofu. Sérinng. Rólegur og góöur staöur. Verö 1350 þús. Tjarnarbraut Hf. Ca. 93 fm neöri sérhæö í tvíbýll. Sam- liggjandi stofur og 1—2 herb. Geymsla og þvottahus A hæöinni. Ný eldhusinn- rétting. Akv. sala Verð t350—1400 þus. Laugavegur Ca 80 fm ibúö á 3. hæö í steínhúsi. meö timburinnréttingum. Tvær góöar stofur, 1 svefnherb. og gott baöherb. ibúöin er uppgerö meö viöarklæöningu og parketi. Verö 1200 þús. Engjasel Mjög góö ca. 96 fm ibúö á 1. hæö. Góöar innréttíngar. Rúmgóö ibúö. Verö 1450 þús. Nýbýlavegur Ca. 90 fm ibúö á 1. hæö i 5 ibúöa steinhúsi. 3 herb., stofa, eldhús og sérgeymsla eöa þvottahús. Sérinng. Góöar ínnréttlngar. Ákv. sala. Verö 1300—1350 þús. Hörpugata Ca. 90 fm miðhæö í þríbýli. Sérinng.. tvær stofur og stórt svefnherb Akv. sala. Verð 1300—1350 þús. 2ja herb. íbúðir Ægissíða Ca. 60—65 fm íbúö á jaröhæö í þríbyli. Stofa, stórt herb. og eldhús meö búri innaf. Mikiö endurnýjuö, góö ibúö. Ákv. sala. Verö 1150 þús. Austurgata Hf. Ca. 45—50 fm rlsibúö í tvíbýli. Nýlega endurnýjuö, nýtt gler og karmar, endur- nýjaö baöherb., viöarklæöningar i stofu og svefnherb. Verö 950 þús. Blikahólar Ca. 60 fm ibúö á 3. hæö i lyftublokk. Gott eidhús, stórt baöherb, stórar sval- ir. Ákv. sala. Verö 1250 þús. Austurgata Hf. Ca. 50 fm ibúö á jaröhæö i steinhúsi. Parket á stofu. Sérinngangur. Verö 1 millj. Hamrahlíð Ca. 50 fm mjög góö ibúö á jaröhæö í blokk beint á móti skólanum. 1 herb., stofukrókur. Stórt og gott baöherb. Geymsla inni i ibúöinni. Sérinng. íbúöin er öll sem ný. Ákv. sala verö 1200 þús. Gaukshólar Ca. 65 fm góö ibúö á 1. hæö í lyftu- blokk. Góöar innréttingar. Parket á gólfi, góö sameign. Verö 1150—1200 þús. Möguleg skipti á 3ja herb. i Bökk- unum eöa Háaleíti. Friörik Stefónsson viöskiptafræöingur. /Egir Breiöfjörö sölustj. EIGNIR ÚTI Á LANDI Umboðsmaður Hverageröi, Hjörtur Gunnarsson, í síma 99-4225. Selfoss — Vallholt, falleg neöri hæð í tvíbýli, 4 svefnherb., 50 fm bílskúr. Sundlaug. Bein sala eöa skipti á 3ja herb. íbúö i Reykjavík. Þorlákshöfn — Lyngberg, glæsilegt 200 fm einbýlishús, fullgert, 50 fm innb. bílskúr. Þorlákshöfn — Setberg, 120 fm parhús svo til fullgert. Verö 1400—1450 þús. Hveragerði — Borgarheiöi, 98 fm parhús svo til fullgert. Góöur bílskúr. Ákv. sala. Hveragerði — Borgarheiði, glæsilegt 76 fm parhús meö bílskúr. Verð 1,2 millj. Hveragerði — Borgarhraun, glæsilegt 130 fm einbýlishús. 4 svefnherb., bílskúrsréttur. Verö 2 millj. Hverageröi — Frumskógar, 110 fm eldra einbýli. 45 fm bílskúr, 1200 fm lóö. Verð 1350 þús. Hveragerði — Heiðabrún, 127 fm timbureinbýli, ekki fullgert. Bil- skúrsplata. Verð tilb. Selfoss, 2ja herb. íbúð i blokk. 70 fm. Verö 850—900 þús. HÖFUM FJÖLDA EIGNA Á SKRÁ í HVERAGERÐI, ÞOR- LÁKSHÖFN OG SELFOSSI. HAFIÐ SAMBAND VIÐ UM- BOÐSMANN OKKAR í HVERAGERÐI, HJÖRT GUNNARSSON í SÍMA 99-4225. Gimli, fasteignasala, Þórsgata 26. SIMAR 21150-21370 S01USTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N H0L Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Nýleg og góö í vesturborginni Til sölu skammt frá KR-heimilinu. 4ra herb. íbúö á 2. hæð um 100 fm. Tvennar svalir. Góö fullgerð sameign. Lltsýni. Til kaups óskast 3ja herb. ibúö í vesturborginni helst nýleg. Skipti möguleg á 5 herb. góðri íbúö á Högunum. Meö sér þvottahúsi og kjallaraherbergi 4ra herb. nýleg og mjög góö íbúö við Leirubakka á 1. hæö viö Leiru- bakka. Ágæt sameign. Sanngjarnt varö. 2ja herb. íbúðir við: Krummahóla á 6. hæö um 65 fm háhýsi. Suöuríbúö, bílhýsi fylgir. Æsufell 7. hæð um 60 fm góö vesturíbúö. Fullgerö sameign. Hamrahiíö jaröhæö um 50 fm. Allar innréttingar nýjar. Sérinngangur. Glæsileg íbúð við Furugrund í Kópavogi 3ja herb. um 80 fm. Nýleg og góð í enda. i kjallara fylgir. Einstaklings- íbúð sem má tengja vlð íbúöina. Fullgerð sameign. Skuldlaus eign við Eskihlíð 4ra herb. íbúð á 2. hæð um 100 fm, vel umgengin. Svalir Ákv. sala. Úfsýni. 3ja herb. íbúðir í gamla austurbænum Meðal annars i steinhúsi við Laugaveg og í timburhúsi á baklóö við Laugaveg. Gott verö. Skammt frá Landspítalanum Til sölu: 5—6 herb. íbúð á 3. hæð og rishæð. Samtals um 130 tm. Sérhitaveita, haröviðarhuröir, suðursvalir. Snyrting á báðum hæðum. Skuldlaus eign. Getur losnaö fljótlega. Til kaups óskast: 3ja—4ra herb. íbúö í nágrennl Landspítalans. 4ra—6 herb. sérhæöir: Lindarbraut, Miðbraut. Skólagerði og Safamýri. Vinsamlega leitið nánari upplýsinga. Einbýlishús, raðhús og parhús í borginni, í Kópavogi og í Mosfeilssveit. Leitið nánari upplýsinga. Teikningar á skrifstofunni. Einbýlishús í Garðabæ óskasf fyrir fjársterkan kaupanda æskileg stærð 200—250 fm. Helst á Flötum eða i Arnarnesi. Einbýlishús í borginni af stæröinni 200—250 fm óskast til kaups fyrir fjársterkan kaupanda. Skipti möguleg á 150 fm einbýlishúsi á úrvalsstað i Árbæjarhverfi. Þurfum að útvega góða 3ja herb. íbúð i borginni má vera í háhýsi i Heimunum. Ennfremur óskast 3ja herb. íbúö í háhýsi í Kópavogi. Laus 1. ágúst nk. Góð 3ja herb. íbúð óskast helst miðsvæðis í borginni Rétt íbúð veröur borguö úf. í nýrri viðbyggingu í Þingholtunum 30 fm kjallarahúsnæð', tullbúið undir tréverk. Sérhitaveita, tæki komin á baó. Skuldlaus eign. Laus sfrax. Opið í dag laugardag kl. 1 til kl. 5. Lokað á morgun sunnudag. AIMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 m O) co ifi co MetsöluNad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.