Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 þriðja mynd Scotts með tals- vert persónulegu yfirbragði. Þunglamalegir leikmunir og búningar gera Blade Runner seyðandi, fjarræna og drunga- lega — ekki má heldur gleyma grátónum, gufu og reyk — einkum atriðin sem gerast niðri í borginni. Úr lofti séð blasir hinsvegar við, allt að því tælandi framtíðarstórborg með sínum segulmögnuðu skyja- kljúfum. Marlowe og vélmennin Sæbjörn Valdimarsson AUSTURBÆJ ARBÍÓ: BLADE RUNNER Leikstjóri Ridley Scott. Hand- rit: Hampton Fancher og David Peoples. Kvikmyndataka Jordan Cronenweth. Lawrence G. Pull. Tónlist: Vangelis. Gerð af The Ladd Company í samvinnu við Sir Run Run Shaw. Dreift af Warner Bros. Bandarísk frá 1982, gerð í Dolby-stereo. Sýn- ingartími 116. mín. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Rutger Hauer, Sean Young, Edward James Olmos, Daryl Hannah, Joanna Cassidy. Það er komið fram á árið 2020 og við fylgjumst með harðsvíruðum náunga, Harri- son Ford, við að uppræta hóp stórhættulegra vélmenna. Þau eru orðin það fullkomin í útliti og innræti að sérfræðinga er þörf til að greina þau frá homo sapiens. Ford er einn þeirra og jafnframt drápsmaskína. Skyldi svo verða komið í henni veröld þegar maður getur hugsanlega haldið uppá átt- ræðisafmælið sitt? Reyndar er ekki allt jafn bölvað í augum Ridley Scotts og félaga hvað varðar það herrans ár 2020 og umhverfi myndarinnar, sem er dæmi- gerð stórborg, yfirfull af furðu- lingum, því kostur gefst á bú- setu á öðrum plánetum. Og sjálfur heldur Ford til norðurs í myndarlok, þar sem enn á að vera með ágætum lífvænlegt. (Ánægjulegt fyrir okkur á norðurhjaranum!) Blade Runner fjallar um Marlowe, Spade — einkalög- gæslumann næstu aldar og er þessi framtíðarfantasía skemmtilega trú hinum kald- hæðnislegu forverum sinum frá fjórða og fimmta áratugn- um. Ford grefur upp hina ómennsku fjendur sína einn af öðrum í Kínahverfum framtíð- ar og vinnur á þeim af klókind- um og hörku. Rómantíkin flett- ast inní söguþráðinn er hin engilfagra Sean Young kemur til skjalanna, (með dæmigerða hárgreiðslu kvenhetju frá fimmta áratugnum). En hámarki nær Blade Runn- er í æsilegum eltingaleik við forsprakka vélmennanna, sem leikinn er af Rutger Hauer af slíkum ójarðneskum fordæðu- skap og fítonskrafti og undirr. þykist þess fullviss hvar finna megi maklegan Glám verði Grettissaga kvikmynduð í bráð! Líkt og Alien, þá er þessi Kvikmyndir Kvikmyndatakan er í hönd- um Jordans Croneweth og ferst honum það einkar vel úr hendi. Handbragð hans er kunnáttu- samlegt og lýsingin kynngi- magnar oft draugsleg atriði úr hinum hnignandi framtíðar- heimi. Tónlist Vangelis undirstrik- ar rækilega hin ýmsu blæ- brigði þessarar listrænu skemmtimyndar, og leiksvið og búningar Pulls gefa myndinni hinn rétta, drungalega ramma. Þá mega ekki gleymast fræki- leg „stunt“-atriði og tölvu- tækni, sem þegar er orðin það fullkomin að þykir hæfa í mynd sem á að gerast að fjór- um áratugum liðnum. Ég hef áður minnst á kjarn- orkuvæddan leik Hauers, en þarna eru fleiri svaðamenni á ferli, einsog Edward James Olmos og kvenskössin Joanna Cassidy og einkum og sérílagi Daryl Hannah, sem pönkbúinn, vélknúinn gúmmítarsan. Ford er reffilegur að vanda og Sean Young ein snoppufríðasta upp- götvun Hollywood í áraraðir. Yfir öllu vaka svo frán augu eins forvitnilegasta leikstjóra samtíðarinnar. Ridley Sotts, sem svo listilega hefur komið öllum endum saman að Blade Runner verður að teljast með vönduðustu, frumlegustu og listilegast gerðu skemmti- myndum á síðari árum. @ BRIDGESTONE Snjódekk a Stærð Verð 600x12 1.654.00 kr. 645x14 2.158.00— 560x13 1.838.00— 695x14 2.235.00 — 615x13 1.808.00 — 700x14 2.466.00 — 645x13 1.980.00 — 735x14 2.644.00 — 615x14 1.962.00— 750x14 2.822.00 — 650x14 2.235.00 — 775x14 2.668.00— Góð greiðslukjör. Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24 sími 81093 einstöku verði! Hjólbarðastöðin sf. Skeifunni 5 sími 33804 Allir grislingarnir Bókmenntír Jenna Jensdóttir Fróói — og allir hinir grislingarnir. Saga og myndir eftir Ole Lund Kirkegaard. Síðasta hlutann, 12. hluta, samdi fjölskylda Ole Lund Kirkegaard eft- ir frumdrögum hans. Þorvaldur Kristinsson þýddi. Iðunn, Reykjavík 1983. Ole Lund Kirkegaard er íslensk- um börnum að skemmtilegu kunn- ur fyrir bækur sínar sem eru í senn fullar af gáska og strákapör- um — myndir alltaf bráðfyndnar. Fróði og allir hinir grislingarnir er síðasta bók Kirkegaard — eða öllu heldur handrit hans sem hann þó lauk aldrei við og ber sagan glögg merki þess. Sjö ára strákurinn Fróði á heima í húsinu á horninu hjá for- eldrum sínum. Geðvondi karlinn Úlfur á heima á fyrstu hæð hússins. „Mér býður við mat og mér býður enn þá meira við börnum, æpti Úlfur og var að verða kolblár í framan af reiði...“ Á annarri hæð búa konurnar ír- ene HF og Lóa — forvitnar, glað- legar, tístandi og hneggjandi. I bakhúsinu á bólugrafni strákur- inn Simmi heima. Hann kann kynstrin öll af strákapörum og verður lærifaðir Fróða sem er námfús og framkvæmdasamur. f hópinn bætast strákarnir Lalli og Dúlli sem á sér orðið „djöfull" fyrir uppáhaldsorð, enda segir hann ekki setningu án þess að orð- ið komi fyrir í henni. Strákarnir geta leikið á fiölda fólks í einu en mest snúast Úlfur og kellingarnar tvær kringum pör- in þeirra. Nú bregður svo við að allt þetta lið fær öðru að sinna. Það er sífellt verið að stela frá Úlfi. Byrjað á ástkærri pípunni hans. Þjófurinn skilur eftir bréf sem eru undir- skrifuð: Þjófurinn á hlaupahjól- inu. Auðvitað taka strákarnir þetta dularfulla mál í sínar hendur og Lalli stjórnar þar. Upp kemst um þjófinn og Úlfur fær pípu sína, föt, o.fl. til baka. Mér þykir lítið varið í sögu þessa. Hún er ólík seinni bókum Kirkegaard. í þeim gætir tals- verðrar ögunar og alvöru þrátt fyrir gáskann og strákapörin — það er vandi. f þessari sögu fyrir- finnst tæplega slíkt. Hún er laus í reipunum, ruglingsleg og á köflum nánast bull. Án efa kemur þessi saga mörg- um ungum lesanda til að hlæja dátt — þrátt fyrir allt, og er þá hlutverk hennar nokkurt. Ný hljómsveit, með góða plötu og stóra framtíð Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Big Country. The ('rossing. Fálkinn. Ef einhver plata á skilið mik- inn heiður þá heitir hún „The Crossing" með Big Country. Þessi fyrsta breiðskífa flokksins er hreint meistaraverk, hvernig sem á er litið. Það litla sem ég veit um hljómsveitina Big Country er eftirfarandi: Hún kemur frá Skotlandi og hana skipa fjórir piltar. Bruce Watson leikur á gítar og raddbönd, Stuart Adamson einnig, jafnframt því að spila á píanó. Tony Butler pikkar bassa og syngur en Mark Brzezicki ber húðir og raular með. Allir eru þeir úrvals hljóð- færaleikarar, með næma tilfinn- ingu fyrir því sem þeir fást við. Fyrsta lag hljómsveitarinnar kom út snemma í sumar og fór hratt upp vinsældarlistana. Síð- ar fylgdi stór plata í kjölfarið og elti hún þá fyrri. Gagnrýnendur voru flestir á einu máli um að platan væri hreint gull. En hljómsveitin lét sér ekki nægja að leggja Bretland að fótum sér. í dag eru þeir að afla sér frægð- ar og frama í Ameríku og eftir viðtökunum að dæma eiga þeir ekki erfitt uppdráttar. Af sum- um þar vestra hefur þeim verið tekið sem himnasendingu. „The Crossing" samanstendur af 10 lögum. Fyrsta lag plötunn- ar heitir „In A Big Country". Byrjun þess er dæmigerð fyrir Big Country. Það hefst á trommuleik, síðar bætist við gít- ar og hann hljómar eins og best gerðist árið 1965. M.ö.o. piltarnir í stóra landinu hræra saman gömlum og nýjum stefnum og súpan er næstum framandi, en lagið er hreint afbragð. Næsta lag „Inwards" gefur því fyrsta ekkert eftir. Tónlistin er á milli rokks og nýbylgju (sem síðan er kryddað á fyrrnefndan hátt). Þetta kann að hljóma einkenni- lega en samt fyrirfinnst ekki einn laus endi. Janfnvel þó að á laginu „Chance" sé þjóðlaga- bragur. Ekki get ég sætt mig við „1000 Stars", en síðasta lagið á fyrstu hliðinni tel ég besta lag plötunnar. Það heitir „The Storm“ og hefst á svífandi hljóð- gerflaleik. Síðan bætast við tveir kassagítarar og ásláttur á „hi- hat“. Einfalt ljóð, sungið af til- finningu fyrir efni þess fellur eins og flís við rass að laginu. Þetta lag þarf hver og einn að upplifa, því er ekki hægt að lýsa. Síðari hliðin var mér ekki eins kær í fyrstu, eins og sú fyrri. Engu að síður eru á henni perlur eins og „Harvest Home“, „Fields Of Fire“ og „Porrohman". Þessi hlið þarf meiri tíma en sú fyrri en er allt eins góð. Ekki sýnist mér nein ástæða til að hafa þetta lengra. Ef ekki er enn orðið lóst hversu góð „The Crossing" er ættirðu að láta hana eiga sig. FM/ AM. Tónlistin ★★★★★ Hljómgæðin ★★★★★

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.