Morgunblaðið - 19.11.1983, Page 18

Morgunblaðið - 19.11.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 Enn um ómerkilegan og villandi fréttaflutning Þjóðviljans eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Með fárra daga millibili hefur Þjóðviljinn gefið mér tilefni til að leiðrétta mjög villandi og ómerki- legan málflutning blaðsins. f þetta sinn er það afstaða Al- þýðuflokksins við atkvæðagreiðslu um launamál og verðbótagreiðslur iauna. í Þjóðviljanum í dag, 17. nóv- ember, kemur fram að Alþýðu- flokkurinn hafi greitt atkvæði með ákvæðum bráðabirgðalag- anna um afnám allra vísitölubóta á laun í tvö ár. Þetta er alrangt og skal það rökstutt nánar. Vísitala og kaupmáttartrygging í 1. gr. bráðabirgðalaga um launamál eru tvö ákvæði sem fram koma í tveim málsgr., og snerta vísitölugreiðslur launa. í fyrsta lagi að verðbætur á laun samkvæmt ákvæði laga um stjórn efnahagsmála (það er það vísitölukerfi sem í gildi hefur ver- ið á undanförnum árum) skuli ekki gilda á tímabilinu frá og með 1. júní 1983 til og með 31. maí 1985. Þingmenn Alþýðuflokksins sögðu já við því að það verðbóta- kerfi yrði numið úr gildi, sem á undanförnum árum hefur mælt láglaunamanninum í krónum lægri verðbætur en hálaunamann- inum. Þingmenn Alþýðuflokksins sögðu já við því að það verðbóta- kerfi yrði numið úr gildi sem átti að mæla formanni Alþýðubandalagsins 8.800,- kr. í verðbætur 1. júní sl. en verkamanninum og verkakonunni 2.200,- kr. En þetta kerfi vildu þingmenn Alþýðubandalagsins hafa áfram. Þingmenn Alþýðuflokksins sögðu já við því að það verðbóta- kerfi sem Alþýðubandalagið sá ástæðu til að grípa inn í með lögum fjórtán sinnum á sínum valdaferli yrði numið úr gildi. Þingmenn Alþýðuflokksins sögðu já við því að það verðbóta- kerfi yrði numið úr gildi sem framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, Þröstur ólafsson, hefur lýst yfir að sé gengið sér til húðar og tryggi viðgang verðbólgu. Þingmenn Alþýðuflokksins sögðu já við því að það verðbóta- kerfi yrði numið úr gildi sem Guð- mundur J. Guðmundsson sagði um á Alþingi 18. október sl. „Það er enginn að heimta gamla vísitölu eða gamalt vísitöluform." En þrátt fyrir allar þessar yfirlýsingar vildu þingmenn Alþýðubandalags- ins viðhalda þessu gamla og óréttláta vísitölukerfi. Hinsvegar var einnig í 1. grein bráðabirgðalaganna að finna C RESCO' thýyZJers/un og sýningarsalur Laugavegi /j mavoruri cBgyal Worcester rRoyal cBrierley Christoph Widmann Lovsjo | Cjusunu Eflirprenlanir efiir mkum hins hcimsþckkta norska lísfmálara Edrard Munch Jóhanna Sigurðardóttir „Þingmenn Alþýðuflokksins sögðu já við því að það verð- bótakerfi yrði numið úr gildi sem átti að mæla formanni Alþýðubandalagsins 8.800,- kr. í verðbætur 1. júní sl. en verkamanninum og verka- konunni 2.200,- kr. En þetta kerfí vildu þingmenn Al- þýðubandalagsins hafa áfram.“ ákvæði sem segir að óheimilt sé að laun skuli fylgja breytingum vísitölu eða annars hliðstæðs mælikvarða á einn eða annan hátt fram til 31. maí 1985. Við því sögðu þingmenn Alþýðu- flokksins NEI. Vegna hvers? Vegna þess að þó þingmenn Al- þýðuflokksins hafi lagst gegn því vísitölukerfi sem í gildi hefur verið, sem mælir Svavari Gestssyni meiri dýrtíðarbætur en verkamanninum, þá telja þingmenn Alþýðuflokks- ins sjálfsagt og eðlilegt að verka- lýðshreyfingin hafi svigrúm til þess að semja um aðra kaupmáttartrygg- ingu en gamla vísitölukerfið, sem tryggi á raunhæfan hátt kaup- mátt launa í landinu. — Þingmenn Alþýðuflokksins lögðust því með fullum þunga gegn því, — að verka- lýðshreyfingin gæti ekki samið um annað verðbótakerfi eða hlið- stæða mælikvarða á þessu tíma- bili fram til 31. maí 1985 sem tryggði kaupmátt t.a.m. lægri launanna í landinu. Afstaða Alþýðuflokksins Formaður Alþýðuflokksins, Kjartan Jóhannsson, gerði grein fyrir þessari afstöðu Alþýðu- flokksins við atkvæðagreiðslu um þessa grein frumvarpsins um vísi- töluviðmiðanir á Alþingi í gær (15. nóv.) og sagði: „Við alþýðuflokksmenn teljum að gamla vísitölukerfið hafi verið orðið ónýtt og óréttlátt og hafi gengið sér til húðar og það eigi ekki að fram- lengja. — A hinn bóginn teljum við algjörlega rangt að hindra með laga- setningu, að það sé unnt í framtíð- inni að semja um skynsamlegar leið- ir til kaupmáttartryggingar t.d. hinna lægstu launa, sem virðist al- gjörlega hindrað samkvæmt 2. mgr. þessarar 1. gr.“ Að þessu sögðu getur svo hver dæmt fyrir sig um heiðarlegan fréttaflutning Þjóðviljans, sem segir að Alþýðuflokkurinn hafi greitt atkvæði með ákvæðum bráðabirgðalaganna um afnám allra vísitölubóta á laun í tvö ár. Lágmarkslaun og vísi- töluviömiðanir ríkisvaldsins í annan stað gerir Þjóðviljinn minna úr þeim breytingartillögum sem Kjartan Jóhannsson formað- ur Alþýðuflokksins flutti við þetta frumvarp, og ástæða er til að gera hér nokkur skil einnig. Fyrri breytingartillagan var um að lögbinda 15 þúsund króna lág- markslaun í landinu fyrir fulla dagvinnu og tilsvarandi hluta- störf. — Til heildarlauna teldust í þessu sambandi taxtalaun að við- bættum hverskyns álögum, en án orlofs. Þetta fyrirkomulag skyldi gilda þangað til verkalýðshreyfingin hefði náð samningum, því var ekki verið að ganga á rétt verkalýðshreyf- ingarinnar til frjálsra kjarasamn- inga á komandi mánuðum. Og hversvegna flutti Alþýðu- flokkurinn þessa tillögu? — Vegna þess að það rfkir neyðarástand á mörgum heimilum f landinu, sem hreinlega eiga ekki til hnífs eða skeiðar. — Og það neyðarástand sem ríkir má ekki síst rekja til óstjórnar Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum á undanförnum árum. Alþýðuflokkurinn taldi nauð- synlegt við það neyðarástand sem nú ríkir á láglaunaheimilunum, að þessum heimilum yrði bjargað á þennan hátt á næstu vikum eða þar til verkalýðshreyfingin hefur náð samningum. Þjóðviljinn hefur ekki séð mikla ástæðu til að gera þessari tillögu eins hátt undir höfði á síðum Þjóðviljans og vill- andi málflutningi blaðsins um af- stöðu flokksins til vísitölumála og dýrtíðaruppbóta. Á sama hátt hefur Þjóðviljinn heldur ekki séð ástæðu til að gera annarri tillögu Alþýðuflokksins við þetta frumvarp um launamál ítarleg skil. — En það er breyt- ingartillaga, sem einnig var flutt um að banna sjálfvirkar heimildir ríkisvaldsins til að hækka skatta og gjöld á fólkið í landinu á sama tíma- bili og vísitölubætur á laun væru ekki í gildi. — M.ö.o. að sjálfvirkni í vísitölu á gjöldum sem lands- menn greiða til ríkisins verði einnig afnumin þetta sama tíma- bili, sem dæmi má nefna bensín- gjald, en sifelldar hækkanir á bensíni undanfarið hafa einmitt verið af þessum toga. Hugarheimur Þjóðviljans Þessi málflutningur Þjóðviljans sýnir landsmönnum ljóslega inn í hugarheim þeirra Þjóðvilja- manna, og gefur glögga mynd af því að þeir leggja meira úpp úr atkvæðaveiðum á fölskum for- sendum en ábyrgum fréttaflutn- ingi um það sem fram fer á Al- þingi. Jóhanna Sigurðardóttir er alþingis- maður Alþýðuflokks fyrir Reykja- víkurkjördæmi. Basar í Kópavogi Skátafélagið Kópar held- ur basar til styrktar fé- lagsstarfsemi sinni að Hamraborg 1, Kópavogi, á morgun, sunnudag, kl. 14.00. A basarnum verður fjöldi glæsilegra hand- unninna muna. Einnig verður kökusala á staðn- um og happdrætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.