Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 Fórnarlömb ofbeldisátaka í El Salvador. Landgönguliðar æfa í Hondúras Tr gungalpa, 18. nóvember. AP. BANDARÍSKIR landgönguliöar gengu á land í Hondúras í dag og er það liður í sameiginlegum æfingum sem stjórnarleiðtogar í Managua Nicaragua. í kjölfar innrásarinnar á Grenada hefur stjórn sandinista í Nicaragua aukið á undirbúning fyrir hernaðarátök og kallað allt varalið til herþjónustu. Æfingar landgönguliðsins fara fram við Karíbahafsströnd Hondúras, skammt frá Puerto Castilla. Um eitt þúsund banda- rískir landgönguliðar taka þátt í æfingunum, sem standa munu í tvær vikur. Ásamt þeim gekk á land eitt herfylki fótgönguliðs úr her Hondúras. Eftir landgöng- una var í ráði að sveitirnar héldu yfir mýrlendi að stað sem er 19 kílómetra inni í landi. Yfirvöld á Costa Rica lýstu í herja Bandaríkjanna og Hondúras, segja að sé undanfari innrásar í dag yfir „ævarandi hlutleysi" landsins, en sögðu að áfram mundi eyríkið sinna hefðbundnu hlutverki sínu í stjórnmálum þessa heimshluta auk þess að hvetja til aukins lýðræðis í grannríkjunum. Blaðamenn, sem ferðuðust til þriggja borga í E1 Salvador í dag, sögðust hafa séð 20 lík graf- in á einum stað, og að þeim hefði verið afhentur listi með 117 nöfnum manna, þ.á m. barna og kvenna, sem stjórnarhermenn hefðu ráðið af dögum. Af hálfu hersins var sagt að hér hefði verið um að ræða hryðjuverka- og undirróðursmenn. Alexander Kielland sökkt við Stafangur Osló, 18. nóverober. Frá fréttaritara Mbl. íbúðapallinum Alexander Kiel- land var í dag sökkt í Nedstrands- fjord norðan við Stafangur og hvflir nú á 712 metra dýpi, en 11 minútur liðu frá því öflug sprengja eyðilagði flotholt pallsins og þar til hann sökk niður á fjarðarbotninn. Kolgráan reykjarmökk lagði upp af fjórum undirstöðum íbúð- arpallsins eftir að 36 sprengju- hleðslur sprungu nánast samtím- is. Þungur sprengjudynkur dundi við og bergmálaði í bröttum hlíð- um beggja vegna fjarðarins. Meðan sjór var að streyma inn í flotholt og annað loftrými í íbúð- arpallinum kraumaði í sjávarflet- ERLENT inum er loft streymdi til yfir- borðsins. Skömmu eftir að pallur- inn hvarf sjónum skaust eitt sívalt flotholt eins og eldflaug upp úr sjónum og flaut, en því verður sökkt. Með þessu er Alexander Kiel- land íbúðarpallurinn allur, en honum hvolfdi á Ekofisk-vinnslu- svæðinu í Norðursjó 27. marz 1980 og fórust þá 123 starfsmenn á borpalli í Norðursjó. Nú í haust tókst að snúa pallin- um við í höfninni í Stafanger eftir aðra misheppnaða tilraun. í milli- tíðinni hafa farið fram ótaldar umræður á þingi og utan þess um björgun pallsins. Síðasta þingumræðan um íbúð- arpallinn fór fram á þriðjudag og hótaði Káre Willoch forsætisráð- herra þá afsögn ef allir þingflokk- ar samþykktu ekki tillögu um að pallinum skyldi sökkt, en sumir þingmenn vildu að nýtanlegum hlutum pallsins yrði bjargað, en samtals voru í honum 10 þúsund lestir af stáli. Þótt pallurinn sé allur er málið þó ekki úr sögunni þar sem tjóns- uppgjör á eftir að fara fram fyrir dómstólum. Fyrir liggja bótakröf- ur svo hundruðum skiptir og hljóða þær upp á milljónatugi. Arekstur herskipa Manila, 18. nóvember. AP. BANDARÍSKI tundurspillirinn Fife og rússneska beitiskipiö Razyaschy rákust á á norður- hluta Arabíuflóa, þar sem banda- rísk flotadeild með flugmóður- skipið Ranger í broddi fylkingar var við æflngar. Litlar skemmdir urðu á skip- unum og engin slys, og héldu þau áfram siglingu eins og ekk- ert hefði í skorizt. Af hálfu bandaríska sjóhers- ins er áreksturinn sagður hafa verið „minniháttar". Sovézka skipið hefur verið að snuðra um ferðir bandarísku skipanna og fylgt þeim fast eftir. Ellefu þingmenn krata kæra Reagan Washinf'ton, 18. nóvember. AP. ELLEFIJ þingmenn demókrata hafa lagt fram ákæru á hendur Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, og þremur úr ráðuneyti hans fyrir að hafa brotið ákvæði stjórnarskrárinnar með innrásinni á Grenada. Þingmennirnir sögðu að í ákæru sinni væri að finna óyggjandi sönnun þess, að Reagan hefði brotið lög með ákvörðun sinni um innrás á eyna. í ákærunni er þess jafnframt krafist, að Bandaríkja- stjórn kalli þegar í stað heim allt herlið sitt. Þá er þess ennfremur krafist, að stjórnvöld viðurkenni brot á stjórnarskránni opinber- lega. Þótt forsetinn sé æðsti yfirmað- ur Bandaríkjahers getur þingið tekið ákvörðun um að lýsa stríði á hendur andstæðingum landsins samkvæmt 1. grein stjórnarskrár- innar. Auk nafns forsetans er nöfn þeirra Caspar Weinbergers, varn- armálaráðherra, George P. Shultz, utanríkisráðherra, og John W. Vesseys, æðsta yfirmanns banda- ríska heraflans, að finna í skýrsl- unni. Sviku út tryggingafé San Jo.se, Kaliforníu, 18. nóvember. AP. TVEIR menn voru í dag dæmdir í fangelsi fyrir að reyna að svíkja fé út úr tryggingum með því að höggva fót annars af. Sá, sem lét höggva af sér fótinn var dæmdur í 64 mánaða fangelsi, en hinn í árs fangelsi. Báð- um var gert skylt að endurgreiða 5,7 milljónir króna, sem tryggingafélag- ið greiddi. Saknar þess mest að sjá ekki konunginn Osló, 18. nóvember. AP. LECH Walesa hefur skýrt frá því, að það, sem honum þyki verst við að geta ekki farið til Noregs til að veita friðarverðlaunum Nóbels viðtöku, sé að missa af því tækifæri að hitta Ólaf Noregskonung. „Sjáðu til, ég hef aldrei litið konung augum," sagði Walesa i viðtali við fréttamann norska blaðsins Aftenposten. „Það hefur verið draumur minn frá í bernsku að hitta einhvern konung. Ég hafði hlakkað mest til þess.“ Blaðamaðurinn norski var hjá Walesa i Póllandi þegar tilkynnt var um útnefningu verðlaunanna þann 10. október sl., en viðtalið var ekki birt fyrr en í dag. Walesa hefur áður tilkynnt, að hann muni senda konu sína, Danutu, til þess að veita verðlaununum viðtöku. Sonur þeirra hjóna, Bogdan, verður með í förinni. Að sögn pólskra yfirvalda fá þau tilskilin leyfi afhent þann 3. desember. „Ég held að það sé meira gagn að því að senda þau til Oslóar, heldur en að þau verði um kyrrt heima við verðlaunaafhendinguna," sagði Walesa ennfremur í viðtalinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni, sem Pólverji hlýtur þessi verðlaun og fáir í þessu landi hafa séð hvernig verðlaunaskjalið, sem fylgir nafnbótinni, lítur út.“ SÖLUMADURINN OKKAR REYNDUR í STARFI -TRAUSTUR í VIÐSKIPTUM. Hann veitir þér alla nauðsynlega þjónustu, varðandi kaup eða sölu á notuðum bifreiðum. % BIFREIDADEILD SAMBANDSINS v/ BÍLASALA HÖFÐABAKKA9 SÍMI 39810 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRU OPIÐ MÁNUDAGA TIU FÖSTUDAGA KL 9-18 (OPIÐ I HÁDEGINU) LAUGARDAGA KL 13-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.