Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 OG EFNISMEIRA BLAÐ! BRAGI ÁSGEIRSSON SKRIFAR UM SÝNINGU HARÐAR ÁGÚSTSSONAR FERÐAST í ÞOKU MEÐ PSYCHIC TV TÆKNIBYLTINGIN — Rætt viö Jón A. Skúlason, póst- og símamálastjóra. FÓLK ER FARIÐ AÐ ÞREYTASTÁ KLÁMI GEIMFERÐASTOFNUN BANDARÍKJANNA 25 ÁRA Á HÁRGREIÐSLU- SÝNINGU Á BROADWAY RAUNIR HINNA RÍKU ÖRDEYÐA EÐA MOKVEIÐI — Veiöisögur frá síöasta sumri. EINVÍGI KASPAROVS OG KORCHNOIS Sunnudagurinn bxrjar á síðum Moggans Ný plata með Anne og Garðari: Jólaplata sem endist árið um UV* - VVí' '\p \ýá Aðstandendur plötunnar „Þú reistir mig upp“. Kra vinstri: Magnús Kjart- ansson, Garðar Sigurgeirsson og Anne Marie Antonsen. Morgunblióií/KÖK. I»Ú REISTIR mig upp heitir ný hljómplata með hjónunum Anne Marie Antonsen og Garðari Sigur- geirssyni, en þau eru kunn fyrir flutning trúarlcgrar tónlistar af létt- ara tagi, svokallaðar „gospel-tónlist- ar“. Fyrir tæpum tveimur árum sungu þau, ásamt Agústu Ingimars- dóttur, inn á hljómplötuna „Kristur konungur minn“, en sú plata náði miklum vinsældum og hefur selst í um 15 þúsund eintökum. í kjölfar þeirrar plötu var gerður sjónvarps- þátturinn „Lífið við mig leikur nú“, sem fékk góðar viðtökur og var til þess að þau Anne, Garðar og Ágústa fóru um landið og sungu söngvana af plötunni við undirleik Magnúsar Kjartanssonar og fleiri tónlistar- manna. Magnús Kjartansson lék einnig mikilvægt hlutverk við gerð nýju piötunnar, „l*ú reistir mig upp“, hann útsetti flest lögin, stjórn- aði upptöku. auk þess að syngja með og leika undir. Á hljómplötunni eru þrettán lög, flest erlend, við Ijóð Garðars Sigurgeirssonar og Sigurðar Æg- issonar. Tvö lög eru eftir Magnús Kjartanssonar og eitt eftir Eyþór Stefánsson við ljóð Jakobs J. Smára. Platan var hljóðrituð í Supreme-hljóðverinu í Stokkhólmi í september sl., og eru allir hljóð- færaleikararnir utan Magnúsar sænskir. Blm. spjallaði nýlega við þau Anne, Garðar og Magnús um nýju plötuna og spurði þau hjónin fyrst hver tilgangurinn væri með því að hafa alla textana trúarlegs eðlis. „Það er einfalt að svara því, við erum að flytja boðskap og til þess eins er leikurinn gerður,“ svaraði Garðar. „Við erum bæði trúuð og lítum á það sem skyldu okkar að að boða kristna trú. Og þetta er mjög góð leið til þess.“ — Nú eru þið bæði meðlimir í Hvítasunnusöfnuðinum. Mótar sú staðreynd ykkar boðskap? „Nei, engan veginn. Það skiptir í Kristileg skólasamtök: Tfmaritid „Veg- urinn44 komið út ÚT ER kominn „Vegurinn", Kristilegt skólablaó, 37. árg„ 2. tbl. Útgefandi er Kristileg skólasamtök, KSS. í blaóinu eru greinar, sögur og viAtal. M.a. grein um l.úther eftir sr. Olaf Jóhannsson, o.n. Blaðinu er dreift ókeypis til allra unglinga á aldrinum 13—20 ára á Stór-Reykjavíkursvæðinu og nokk- urra presta úti á landi. KSS heldur fund í kvöld, 19. nóv., kl. 20.30, í húsi KFUM og K, að Amtmannsstíg 2b, og er yfirskrift þessa fundar: Til hvers er ég? Leiðrétting RANGT var farið með nafn fram- kvæmdastjóra Árborgar hf„ eiganda skuttogarans Bjarna Herjólfssonar, í blaðinu í gær. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins heitir Kristinn Hall- dórsson. Guðmundur Hólm Indriða- son, sem rætt var við í Mbl. í gær, er stjórnarformaður Árborgar hf. Blaðið birst velvirðingar á þessu mishermi. Kvenfélag Garðabæjar: Kökubasar í Safn- aöarheimilinu KVENFÉLAG Garðabæjar heldur kökubasar i safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í dag, laugardag. Verða þar á boðstólum kökur, laufabrauð, jólamunir og fleira. sjálfu sér engu máli hvaða kristn- um söfnuði fólk tilheyrir," segir Garðar. „Það er meira spurning um hvar menn finna sig. Hvíta- sunnusöfnuðurinn er okkar söfn- uður og okkur þykir óskaplega vænt um hann. Það þýðir ekki að aðrir séu verri. Ég er til dæmis mikill Frammari og gæti ekki hugsað mér að ganga í Val. En mér dettur ekki í hug að halda því fram að það séu lélegri knatt- spyrnumenn í Val en Fram.“ — Hvað með þig, Magnús. Ert þú genginn í Hvítasunnusöfnuð- inn? „Þetta er furðuleg spurning, en kannski á hún alveg rétt á sér. Ég hef nefnilega orðið var við það að kunningjar og vinir eru farnir að velta því fyrir sér hvort ég sé kom- inn með „trúardellu" og þar með endanlega genginn af vitinu. Furðulegir fordómar sem fólk hef- ur. Nei, ég er ekki genginn í Hvíta- sunnusöfnuðinn, þótt ég sé vissu- lega trúaður á mína vísu.“ — Hvernig bar það til að þú fórst að vinna með þeim Garðari og Anne? „Garðar var eini maðurinn sem gat klippt mig almennilega, enda margfaldur íslandsmeistari í hár- skurði, og við fórum að ræða þessi mál saman yfir klippingu. Og mér fannst allt í lagi að athuga málið. Við gerðum þarna eina plötu, sem Ingunn Eydal opnar málverkasýn- ingu á Kjarvalsstöðum laugardaginn 19. nóvember. Þetta er fyrsta einka- sýning Ingunnar á málverkum og er haldin í tilefni þess að 1983 hlaut hún starfslaun Reykjavíkurborgar og sýnir nú afraksturinn. Á sýning- unni eru 44 olíumálverk, l'lest máluð á þessu ári. Efni myndanna sækir Ingunn að eigin sögn í sitt nánasta umhverfi og hugleiðingar um dag- legt líf. fékk viðtökur framar okkar bestu vonum. Seinna fórum við að spila saman og syngja á samkomum, og jukum þá smá saman við pró- gramið. Nú, þegar það svo kemur í Ijós að þau Garðar og Anne ætla að „flygja land“, en þau fluttu til Noregs í vor, þá áttum við í sarpi okkar töluvert af lögum sem okkur fannst tilvalið að koma á plötu. Það var ákveðið að gera þetta í Svíþjóð, í hljóðveri sem er eitt það fulikomnasta á Norðurlöndunum og þótt víðar væri leitað. Ég er á því að það hafi verið mjög viturleg ákvörðun, því við vildum reyna að fá fram hreinan og fínan „kirkju- legan" tón, en til þess þarf full- komin bergmálstæki. Og berg- málstækin í þessu hljóðveri eru ein sér dýrari en fullbúið íslenskt stúdíó." — Garðar, er þetta dæmigerð jólaplata? „Það held ég ekki. Það eru að vísu fjögur lög á plötunni sem falla mjög vel að jólahátíðinni, en kristin trú er ekki bundin við einn dag á ári og því eiga þessi lög við allt árið um kring. En það má kannski segja að þetta sé jólaplata sem endist allt árið.“ Klukkan 17 í dag munu þau Anne og Garðar kynna nýju plöt- una í Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2. Allir eru velkomnir. Ingunn nam grafík við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og hefur tekið þátt í um 50 grafíksýn- ingum hér heima og víða erlendis, svo sem í Finnlandi, Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Sýning Ingunnar opnar klukkan tvö á laugardag og er opin daglega frá kl. 14—22. Opnunardaginn er þó lokað milli fimm og sjö. Sýning hennar stendur til 4. desember. Moiyunblaðid/ KOE Ingunn Eydal opnar fyrstu einkasýningu sína á málverkum. Ingunn Eydal með sýningu á olíumálverkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.