Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.11.1983, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 Fræðsluþættir frá Geðhjálp: Dagdeild geðdeildar Borgarspitalans Þann 27. október sl. var Páll Eiríksson, geðlæknir, meö fyrir- lestur á vegum Geðhjálpar á geð- deild Landspítalans. Fyrirlestur- inn var mjög vel sóttur og var virkilega fróðlegur. Fyrirlestur Páls var um Dagdeild geðdeildar Borgarspítalans og þar sem við teljum að það séu margir sem ekki viti um þá stafsemi sem þar fer fram, þykir okkur rétt að kynna hana í þessum þáttum. Dagdeildin er ein af deildum Geðdeildar Borgarspítalans og hófst starfsemi hennar 22.U.’79. Var það í fyrsta skipti sem dag- deild fyrir fullorðna var stofnuð innan vébanda geðlækninga hér á landi. Deildin var fyrst í húsi Hvítabandsins við Skólavörðustíg og þar var einnig Göngudeild Geðdeildar Bsp. sem annaðist eft- irmeðferð. í desmeber '81 var Dagdeildin flutt að Eiríksgötu 5, þegar Hvíta- bandið var tekið undir öldrunar- deild og dagvistun. Starfsemin/viðhorf Starfsemi Dagdeildar hefur fyrst og fremst verið byggð upp á hópmeðferð ýmis konar en auk þess hafa þátttakendur fengið fjölskyldumeðferð, hjónameðferð og einstaklingsmeðferð, þeir sem þess hafa þurft. Unnið er út frá þeirri forsendu, að geðrænir erfið- leikar eigi rætur í bjögun á tengslamyndun einstaklinga við nánasta umhverfi sitt, einkum þó við vissar „lykilpersónur" snemma á æviferlinum. Þessar truflanir koma fram síðar á ævinni með ýmsum hætti en í hópum speglast þær einkum í tengslum þeim, sem þátttakendur mynda sín á milli. Markmið hópstarfseminnar er að kanna þessi tengsl og hjálpa þannig einstaklingum til aukins innsæis í eigin vandamál. Gefur þetta þátttakendum aukna mögu- leika á að breyta óheppilegu hátt- ernisformi sem þeir hafa fest í og auka skilning þeirra á orsökum eigin vandamála. Mikilvægi dagdeildarfyrir- komulagsins felst einkum í því, aö þátttakendur slitna aldrei úr tengslum við umhverfi sitt heima fyrir. Þeir geta þannig stöðugt reynt upplifun sína í hópunum úti í fjölskyldunni og fengið þar viðbrögð sem hægt er að vinna með áfram innan deildar og utan, lítum við á sem einn meginkost dagdeildarstarfseminnar. Annar er sá, að dagdeildarstarfsemi af þessu tagi beinist að því að laða fram aukna ábyrgð og virkni sjálfra þátttakendanna. Frá upp- hafi hefur verið reynt að stefna að því, að einstaklingar, sem hér koma, geti unnið að varanlegum lausnum á sínum geðrænu vanda- málum. Með því höfum við vonast til að unnt væri að koma í veg fyrir sífelldar endurinnlagnir. Gefur því augaleið, að dvalartími hér reynist oft á tíðum nokkuð langur. Við höfum orðið vör við, að þess misskilnings hefur gætt út í frá, að hér væri fólk, sem alveg eins gæti stundað sína vinnu. Það er ekki svo, en hins vegar stunda margir vinnu í lok meðferðar og þá oft með áframhaldandi stuðn- ingi í viðtalsformi um einhvern tíma. Einnig hefur heyrst, að með- ferðin væri það erfið og krefjandi, að það þyrfti sterka einstaklinga til aö þola hana. f hverju einstöku tilviki er reynt að meta þetta af gaumgæfni í forviðtölum og inn- tökuhópi. Á þeim þremur árum, sem deildin hefur starfað, hefur aðeins örfáum umsóknum verið vísað frá. Starfsemin hefur smám saman þróast í núverandi form, dag- skrárformið er endurskoðað og metið á minnst hálfsárs fresti og árlega hafa auk þess farið fram kannanir meðal sjúklinga, þ.e. spurnmgalisti, sem starfsfólk hef- ur síðan unnið úr og tekið tillit til breytinga á starfsliði, svo sem því, að iðjuþjálfi var í fyrsta starfs- hópnum en hætti, og hefur ekki tekist að ráða aftur í þá stöðu. Á tímabili var enginn geðhjúkr- unarfræðingur og fleira mætti telja. Starfsfólk í dag er deildar- læknir, 2 sálfræðingar, 2 félags- ráðgjafar, 1 geðhjúkrunarfræð- ingur, '/2 sjúkraþjálfi, læknaritari og ráðskona í eldhúsi. Eru þá ekki fylitar stöður aðstoðarlæknis, geð- hjúkrunarfræðings og iðjuþjálfa. Fjöldi sjúklinga hefur sveiflast nokkuð á þessum árum, en með fullu starfsliði er hægt að hafa hér 20 manns. Það starfsfólk, sem er á deildinni hverju sinni, myndar eitt teymi og sinnir umsóknum, sam- hliða því sem það er stjórnendur í hópunum og sinnir eftirmeðferð í formi einstaklings-, hjóna- eða fj ölsky lduviðtala. Umsóknir/forviðtöl Umsóknir skulu vera skriflegar. í umsókn skal geðhorfi sjúklings lýst stuttlega svo og þeim sálrænu og félagslegu þáttum, sem ætla má að komi að gagni við mat á einstaklingnum. Helstu tilvísun- araðilar hafa verið Kleppsspítali, Borgarspítali, Félagsmálastofnun og heimilislæknar. Einstaklingur kemur fyrst til mats í nokkur for- viðtöl. Sé dagmeðferð talin æski- leg er viðkomandi tekinn í sér- stakan inntökuhóp. Dagskráin og innihald hennar Á fyrsta starfsári deildarinnar unnu hóparnir frá kl. 9.00 til 15.00. Sá háttur er nú á dagskránni, að starfið í hópnum fer eingöngu fram eftir hádegi, en önnur vinna teymisins fer fram eftir hádegi, svo sem einkaviðtöl, forviðtöl o.fl. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og gefið þátttakendum tæki- færi til að stunda hálfa vinnu. Nú eru hóparnir 3, inntökuhópur og 2 langtímahópar. Inntökuhópur Þessi hópur starfar fyrir hádegi 5 daga vikunnar. Tíminn nýtist að mestu í það að hver og einn kynn- ist starfsemi Dagdeildarinnar, geri sér nokkra grein fyrir vanda- málum sínum og ákveði hvort hann vill hefja lengri meðferð. í þessum hópi er lágmarksdvalar- tími hálfur mánuður. Framhaldshópar í þessum hópi er töluverður stöðugleiki, enda hafa þátttakend- ur nú yfirleitt ákveðið að gefa sér tíma til meðferðar. Fólk fer að skoða sjálft sig og viðbrögð í hópnum og utan hans. Dvalartím- inn hér er mjög einstaklingsbund- inn, frá vikum upp í nokkra mán- uði. Lengst hefur fólk verið hér í rúmt ár. Dagskrá Dagskráin hefur verið töluvert breytileg þessi 3 ár og hefur hún hyggst á þeim starfskröftum, sem hafa verið á deildinni hverju sinni. Tímarnir hafa byggst á því, að þátttakendum gefst færi á að tjá sig með ýmsum hætti. Beitt er mismunandi aðferðum, sem skap- ar fjölbreytni og möguleika á að nálgast vandamál þátttakenda frá ýmsum hliðum. í samtalstímum er lögð aðal- áhersla á hið talaða orð sem tján- ingarform. Þessir tímar eru dag- lega og eru burðarás meðferðar- innar. f hreyfimeðferð er gjarnan unnið með það sem upp kemur í sam- talstímum og megintilgangurinn er líkamsmáfið og samspil líkama og tilfinninga. í hreyfimeðferð er sjúkraþjálfari annar stjórnandinn og deildarlæknir hinn. f myndtímum er ýmist unnið með leir eða liti, hver þátttakandi fyrir sig eða hópurinn að sameig- inlegu verkefni. Seinni hluti tím- ans fer í að ræða þær tilfinningar sem upp koma á meðan unnið er að verkefninu. í markmiðatímum ræða þátttak- endur markmiðin með starfi sínu á deildinni. Er ýmist um lang- tíma- eða skammtímamarkmið að ræða. Menn eru hvattir til að skrá markmiðin á blað eða spjald og hengja upp svo hægt sé að vísa til þeirra í öðrum tímum. í hreyfingu og slökun fá þátttak- endur í upphafi nokkra fræðslu um líkamann og starfsemi hans auk ýmis konar æfinga og kennslu í slökunartækni. Síðan tengjast þessir tímar meira öðrum liðum dagskrárinnar og velja þátttak- endur þá verkefni í tengslum við líðan sína hverju sinni. í valtímum setja þátttakendur sér verkefni sem síðan er hrint í framkvæmd. Það getur verið bæj- arferð, sundferð, akstur í stræt- isvagni eða annað það, sem þeir eiga í erfiðleikum með að fram- kvæma. Á meðan deildin var til húsa í Hvítabandinu voru einnig á dagskrá tímar sem snerust. um innkaup og matartilbúning. Þessir tímar hafa því miður fallið niður vegna breyttra aðstæðna. A miðvikudögum er dagskráin all frábrugðin því sem er aðra daga vikunnar. Þá er öllum hópunum stefnt saman og tíminn notaður til fræðslu um ýmis efni. Hingað til hefur fræðslan snúist um kreppur, kynlíf, þroskaferli barna, kvíða- þolsþjálfun, sorg og dauða, ofbeldi og fjölskyldumótun. Stuðst hefur vérið við fyrirlestra, myndir, seg- ulbandsspólur og ýmis konar hóp- verkefni með umræður í kjölfarið. Dagdeildinni barst nýverið rausnargjöf frá Hvítabandskon- um. Það voru vönduð myndsegul- bandstæki sem ætluð eru bæði til upptöku og afspilunar. Þau eru notuð þannig, að meðferðartímar hafa verið teknir upp og einstakl- ingarnir síðan fengið tækifæri til að skoða sjálfa sig og viðbrögð sín á skjánum eins oft og þörf er á. Einnig gefa þessi tæki mikla möguleika í sambandi við fræðslu. Einu sinni í viku eru haldnir húsfundir þar sem hóparnir þrír og starfsliðið koma saman og ræða málefni sem várða alla þá sem á deildinni starfa. Framhaldsmeðferð Framhaldsmeðferð felst í ein- staklings-, hjóna- og fjölskyldu- viðtölum eftir þörfum þátttak- enda. Þá hefur sérstakur hjóna- hópur verið starfræktur allt síð- astliðið ár og loks hafa þátttak- endur átt þess kost að starfa í svokölluðum eftirmeðferðarhópi sem hist hefur vikulega. Lyf Notkun lyfja á deildinni er hald- ið í lágmarki og er að því stefnt að þeir, sem hér dveljast geti lifað lyfjalausu lífi. Framtíðin Eins og áður hefur komið fram, hefur starfsemin breyst og þróast þessi þrjú ár. Nýverið hefur Göngudeild Geðdeildar Bsp. flust í húsnæði að Eiríksgötu 5 og mun teymi dagdeildar annast þá starf- semi að hluta. Við þetta opnast ýmsir möguleikar á aukinni geð- meðferð án innlagnar sem er okkur fagnaðarefni. Heilræði vikunnar: Verum já- kvæð. Svo bregðast krosstré — eftir Þórð E. Halldórsson Það var tilkynnt eftir myndun núverandi ríkisstjórnar að í mál efnasamningi hennar væri það ákvæði að ekki skildi endurráðið í þær stöður, sem væntanlega mundu losna hjá ríkinu. Þessari ákvörðun var fagnað af skattgreiðendum, enda á flestra vitorði að á þeim garrta væri mikið hægt að spara, ef vilji væri fyrir hendi. En fljótt tók að draga fyrir þá sólarglætu, þegar ein fyrsta staðan sem iosnaði var samstund- is auglýst til umsóknar. Þar er átt við stöðu póstmeistarans í Reykja- vík. Þessi staða var í raun lögð niður fyrir 25 árum, þegar pínulitli flokkurinn, sem þá var einn við völd í skjóli Sjálfstæðisflokksins, úthlutaði þessari stöðu til póli- tísks skjólstæðings. „En fljótt tók að draga fyrir þá sólarglætu, þeg- ar ein fyrsta staðan sem losnaði var samstundis auglýst til umsóknar.“ Þekking á skipulagsmálum, fjármálum og rekstrarhagræð- ingu hefur ekki verið fyrir hendi, sem sést best á því að vinnuhag- ræðingin hefur ekki komið fram i svo mikið sem einu litlu færibandi öll þessi ár. Mér er sagt að hópur „kandi- data“ bíði nú eftir þessari stöðu í ofvæni og sendi hver um sig heila „herflokka" á vit samgöngumála- ráðherra til að knýja á um braut- argengi sinna umbjóðenda. Svo undarlega ber við að þrátt fyrir fjarveru póstmeistarans Þórður E. Halldórsson meginhluta líðandi árs vegna veikinda hefur enginn verið settur í hans stað, allan þann tíma. Hans nánustu samstarfsmenn hafa á sl. sumri verið frá störfum langtím- um saman vegna veikinda og er- lendra ferðalaga, en allt komið fyrir ekki, enginn settur í þeirra stað að heldur. Sannar nokkuð betur þýðingarleysi embættisins? Enginn fiskibátur værí sendur í róður með hásetana eina innan- borðs. Ég skrifaði grein í Morgunblað- ið þann 28. ágúst sl. þar sem ég lagði til að umrætt embætti yrði lagt niður, og færði fyrir því full rök. Ég fæ mig ekki til að trúa því að samgöngumálaráðherra hafi ekki kynnt sér ástandið í þessari stofn- un og gengið þá úr skugga um þýð- ingarleysi þessa embættis. Verði sú reyndin á að í þessa stöðu verði ráðið að nýju, hljótum við kjósendur og skattgreiðendur að endurskoða afstöðu okkar til loforðanna i málefnasamningi rík- isstjórnarinnar. Það neyðarástand sem er að skapast í fjármálum ríkisins, vegna aflabrests og annarrar ófyrirsjáanlegrar óáranar, bendir ótvírætt í þá átt að ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi sukki i ríkisrekstrinum, sem kem- ur skýrast fram í því að endurráða í opinberar stöður án nokkurrar nauðsynjar. Það er mikið talað um óhjá- kvæmilegan samdrátt á mörgum sviðum, svo sem heilbrigðismál- um, menntamálum og fjölda ann- arra þátta í opinberum rekstri. Ég bið alla, sem eiga þess kost, að lesa grein í Morgunblaðinu frá 9. þ.m. eftir Torfa Olafsson, deild- arstjóra í Seðlabankanum, um viðskipti hans við eina deild pósthússins í Reykjavík. Það opnast þá máske augu einhvers fyrir því hvernig skipulagsmálin eru í molum hjá umræddri stofn- un. Ég hef lagt til að umrætt starf verði lagt niður og sameinað starfi umdæmisstjóra Pósts og síma í Reykjavík. Til þess að svo geti orð- ið þarf aðeins reglugerðarbreyt- ingu. Ríkisstjórnin hefur ekki efni á því að sniðganga gefin loforð til stuðningsmanna sinna. Þórður E. Halldórsson er starfs- maður Rafboða hf. I Carðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.