Morgunblaðið - 19.11.1983, Page 37

Morgunblaðið - 19.11.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 Árni Kr. Sigurðs- son — Minning Árni Sigurðsson vinur okkar er látinn. Hann lést í Landspitalan- um í Reykjavík eftir langt og erf- itt sjúkdómsstríð hinn 11. október sl. Árni er fæddur að Steinmóð- arbæ og alinn þar upp með for- eldrum sínum, Sigurði Árnasyni bónda og konu hans, Ingibjörgu Árnadóttur. Svo sem þá var títt ólst Árni upp við öll venjuleg sveitastörf. Hann vann við hey- skap, hirðingu búpenings, en einn- ig lagði hann ungur stund á sjó- sókn, bæði á árabátum, vélbátum og togurum. Snemma kom fram góð greind Árna, enda hneigðist hugur hans til frekari mennta en þá var algengt. Árið 1928—29 var Árni nemandi í alþýðuskólanum á Laugarvatni og var í fyrsta nem- endahópi þess skóla og komu þá fram hinir góðu námshæfileikar hans — þó að ekki yrði um frekara nám að ræða. Árni var skáldmælt- ur vel og varpaði bæði fram stök- um og orti kvæði við ýmis tæki- færi og nutu þau vinsælda meðal Eg hef alla tíð trúað á Guð, en þegar eg hef beðið, hefur það aldrei virzt hafa nein áhrif. Mig fýsir að biðja núna, því að eg hef lent í miklum vanda, en er nokkurt gagn að því? Mig uggir, að mörgum sé líkt farið og yður, að þeir beini ekki huganum í neinni alvöru að Guði fyrr en í nauðirnar rekur og þeir finna, að þeir þurfa á hjálp að halda. Eg vil fullvissa yður um það, að Guð vill, að þér snúið yður til hans, og hann vill hjálpa yður, vegna þess, að hann elskar yður. Hvers vegna getum við beðið? Við getum það fyrst og fremst, vegna þess að Guð er persóna og lætur sér annt um hag okkar. Guð er ekki einhver óljós og ópersónulegur kraftur. Nei, hann er veruleiki. En hér er líka annmarki: Við erum syndug og höfum engan rétt á að koma í návist Guðs, sem er algjörlega heilagur og hreinn. Við erum ekki verðug að nálgast hann og eigum enga heimtingu á blessun hans. Hví skyldum við ætlast til þess, að Guð heyri bænir okkar, þegar við sjáum í Biblíunni að syndin hefur rofið samband okkar við Guð? Biblían segir: „Það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður.“ (Jes. 59,2). Þetta er ein ástæðan til þess, að Kristur kom — til þess að opna þér og mér veg til Guðs. Á krossinum dó Kristur til þess að taka syndir okkar í burtu. Við höfum afrækt Guð, en Guð fyrirgefur okkur vegna þess, sem Kristur hefur gert fyrir okkur. Við getum að nýju öðlazt sátt við Guð með því að trúa á Krist og treysta honum. Þegar við setjum traust okkar á hann, „höfum vér frið við Guð fyrir drottin vorn Jesúm Krist, sem vér höfum aðgang fyrir með trúnni til þessarar náðar, sem vér stöndum í“. (Róm. 5,1-2). Þér þarfnizt Krists, og þér þurfið að helga honum líf yðar með því að stíga skref trúarinnar. Þegar þér gerið það, verðið þér barn Guðs og hafið aðgang að hástóli Guðs sjálfs, hins himneska föður. „Þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans, að ef vér biðj- um um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss.“ (Jóh. 5,14). „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." (Sálm. 46,2). sveitunga hans. Árni var og frá- bær íþróttamaður — en einkum skraði hann fram úr í sundíþrótt- inni og um margra ára skeið kenndi hann sund. Hugur Árna hneigðist snemma að félagsmálum og um árabil var hann formaður ungmennafélags- ins „Trausta". Var starfsemi þess félags með miklum blóma um langt skeið og þá ekki hvað síst í formannstíð Árna. Má marka hve störf Árna fyrir ungmennafélagið „Trausta" voru vel unnin, að hann var síðar kjörinn heiðursfélagi þess. Fleiri félagsstörf mun Árni hafa látið til sín taka — svo sem safnaðarstörf — en ekki verður nánar að því vikið í þessari stuttu grein. Árið 1931 kvæntist Árni sæmd- arkonunni Isleifu Ingibjörgu Jónsdóttur frá Borgareyrum undir Eyjafjöllum og hófu þau hjón búskap það sama ár. Nýbýlið Bjarkaland byggðu Árni og ísleif út úr jörðinni Steinmóðarbæ árið 1933 og hafa þau búið þar síðan. Bjarkalands- heimilið er víðþekkt fyrir mynd- arskap og rausn. Tún eru mikil að vöxtum og gæðum, 80—90 ha, og framleiðslan að sama skapi góð. Gestrisni heimilisins er viðbrugð- ið og ýmsir þeir er minna hafa mátt sín hafa átt öruggt skjól hjá þessu góða fólki. Jafnframt bú- skapnum og því að reisa nýbýli sem óx hratt, vann Árni mörg sumur hjá Vegagerð ríkisins og hafði aðalumsjón með sprenging- um og öðrum hinum vandasöm- ustu störfum og þá einkum við fyrirhleðslu Markarfljóts og Þver- ár en vann einnig að sömu störf- um víða um Skaftafellssýslu. Þeim hjónum, Isleifu og Árna, varð fimm barna auðið. Fjórir synir þeirra eru nú uppkomnir, allir hinir mestu myndar- og dugnaðarmenn, dóttur misstu þau tæplega ársgamla. Arni Sigurðsson var maður gjörvilegur að vallarsýn og allri framgöngu. Fastur var hann fyrir en drengskap hans var viðbrugðið. Vinfastur og traustur svo orð er á gert. Við hjón höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að tveir sona okkar, Sigurjón og Björn Sveinn, hafa, hvor á eftir öðrum, verið sumardvöl að Bjarkalandi. Fyrir það og alla vináttu og tryggð munum við ávallt standa í ógoldinni þakkarskuld við heið- urshjónin ísleif og Árna á Bjarka- landi. Skarð er nú fyrir skildi, horfinn er vinur sem aldrei vékst undan skyldum sínum. Sár harm- ur er nú kveðinn að eftirlifandi eiginkonu, frú Isleif Jónsdóttur, og sonunum fjórum sem syrgja nú góðan eiginmann og föður. Við hjónin vottum ástvinum hans dýpstu samúð okkar. Að leið- arlokum þökkum við hjónin órofa vináttu og tryggð við okkur og biðjum Guð að gæta Árna og biessa hann. Sigríður og Björn Önundarson. SARA MOON/SPANG OLSEN BARA TVÖ AF ÓTAL ÞEKKTUM NÖFNUM SEM SJÁST Á EFTIRPRENTUNUM FRÁ OKKUR. MARGAR STÆRÐIR OG ÖLL VERÐ. Dalshrauni 13 S. 54171 Góð merki 9°tt verð Það hafa margir gert góð kaup nú þegar á splunku- nýjum vörum í Markaðshúsinu, Sigtúni. Með þess- ari auglýsingu erum við að minna á okkur og þær geysigóðu vörur sem á boðstólum eru: Karnabær, Belgjagerðin (vinnuföt), Sportval (sportfatnaður), Bikarinn (sportfatnaður), Henson (íþróttafatnaöur), Utilíf (sport- fatnaður), Æsa (skartgripir), Assa (tízkuföt, barnaföt), S.K. (sængurfatnaður), Libra (fatnaður), Gallerí Lækjartorg (hljóm- plötur), Raftak (rafmagnsvörur), Lagerinn (fatn. á alla fjölskyld- una), Tindastóll (S.H.-gluggatjaldaefni), G.M.-prjónagarn, Prjónastofan Katla (ísl. prjónapeysur), K. Helgason (sælgæti), M. Bergmann (sængurfatnaöur). Þegar þú ert búin(n) að verzla, sestu niður í ró og næði á kaffiteríunni. Opiö mánud.—fimmtud. kl. 12—18, föstud. 12—19, laugard. kl. 12—16. MARKAÐSHÚSIÐ, SIGTÚNI 3, 2. HÆÐ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.