Morgunblaðið - 19.11.1983, Síða 39

Morgunblaðið - 19.11.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1983 39 fclk í fréttum Eru frægir feður vondir feður? + Frægir feöur eiga ósjaldan í erfiöleikum með syni sína og segja sumir sálfræöingar, aö þaö sé ekki nema eölilegt. Almenningur gerir oft þær kröfur til sonanna, að þeir feti í fótspor feöranna og kallar þá verrfeðrunga ef þeir standa sig ekki í stykkinu. Svo er líka hitt, aö synirnir þekkja þá hlið á feörum sín- um, sem ekki snýr aö fjölmiölunum. Sem dæmi um þetta má nefna son Bing Crosbys, en ævisaga hans snýst mest um hvaö pabbi hans hafi veriö vondur, og Ryan O’Neal, sem nokkrum sinnum hefur lent í blóðugum slagsmálum viö son sinn, m.a. slegið úr honum tennur. Nú hefur Zak, sonur Ringo Starrs og fyrrverandi konu hans, Maureen, einnig látiö í sér heyra og hefur fátt gott um fööur sinn aö segja. Hafi hann komið illa fram jafnt viö konu sína og son og aldrei veriö heima þegar Zak þurfti á honum aö halda. Heldur illa er líka komiö fyrir Zak, sem nú er um tvítugt. Hann hefur veriö ofurseldur áfengi og eiturlyfjum og meö öllu óvíst hvernig honum reiöir af. + Lee Kil Woo geispar stór- um og Ahn Gi Sook sýnir líka á sér þreytumerki eftir langa ferö frá Suöur-Kóreu til Washington t Bandaríkj- unum. Myndin var tekin þegar Reagan, Bandaríkja- forseti, og Nancy kona hans komu heim úr sex daga feröalagi um Japan og Suöur-Kóreu en börnin tóku þau meö sér til Bandaríkj- anna þar sem þau eiga aö gangast undir hjartaupp- skurö. + Játvaröur Bretaprins stundar nú fornleifafræði í Cambridge og gerir sér mikiö far um aö vera sem alþýölegastur og lifa sama lífi og aörir stúdentar. Þess vegna geymir hann fína bíl- inn sinn heima í bílskúr og hjólar um borg og bý á fimm gíra reiöhjóli. Hann fær þó ekki aö fara alveg frjáls feröa sinna, gæslumennirnir fylgja honum eftir bæöi é reiöhjóli og í bíl. KJÖTHÁTÍÐ í 18. og 19. nóvember Á KJÖTHÁTÍÐINNI í BLÓMASAL verða á boðstólum Ijúffengir lambakjötsréttir, auk fleira góðgætis. Matreiðslumeistarar okkar laða fram bestu eiginleika íslenska lambakjötsins. Módelsamtökin sýna glæsilegan fatnað frá MARÍUNUM, sem hanna og sauma fatnaðinn sjálfar. Sérstæð tískusýning sem gleður augað. Matseðill: Forréttir: Crafinn silungur að hætti vatnabóndans og Kjötseyði smalans Aðalréttir: Lambabuffsteik gangnamanna eða Marineraður lambageiri förumannsins eða Lambakóróna fjallakóngsins eða Léttreyktur lambahryggur að hætti sauðaþjófa eða Hvitlaukskryddað lambalæri hreppstjórans Eftirréttir: Rjómapönnukökur bústýrunnar eða Eplakaka heimasætunnar verð kr. 550.- Matur framreiddur frá kl. 19. Borðapantanir í símum 22321 og 22322 Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIÐA fSl HOTEL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.