Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 53 „Legg til að sveitarstjórnir miði við 11% útsvar í fjárhagsáætlunum sínum“ — segir Björn Friðfinnsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Borgarnesi, 30. nóvember. „AÐ GEFNU tilefni vil ég leggja það ti), að sveitarstjórnir, sem lögðu á útsvar með álagi á þessu ári, miði fyrstu drög að fjárhags- áaetlun sinni nú við 11% útsvar, en hugi síðan að því hvort haldbær rök séu fyrir beiðni til ráðherra um heimild til álags á útsvarið til dæm- is vegna þungbærra skuldagreiðslna á næsta ári,“ sagði Björn Frið- finnsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, meðal ann- ars á aðalfundi Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi sem haldinn var í Borgarnesi um helg- ina. „Þar sem dæmið kemur vel út verður sveitarstjórn að meta, hvort ef til vill verði unnt að lækka útsvarsprósentuna. En ég legg áherslu á, að menn reyni í því sambandi að sjá lengra fram í tímann en til næsta árs ein- göngu. Það verður að skoðast í samhengi við horfur á árinu 1985, þegar búast má við að kaupmáttur tekna sveitarfélag- anna skerðist varanlega í sam- ræmi við þá skerðingu á kaup- mætti tekna skattgreiðenda, sem nú er orðinn og kemur að fullu fram í tekjum sveitarfélaganna á árinu 1985. Mörgum sveitarfélög- um er og mikil nauðsyn á að laga fjárhagsstöðu sína og greiða niður skuldir eftir hallarekstur síðustu 2—3 árin, en óhætt er að fullyrða að hann nemur nokkur hundruð milljónum króna," sagði Björn einnig. Björn ræddi um sameiningu sveitarfélaga og endurskoðun á stjórnsýslukerfi ríkisins og nefndi þá meðal annars þá hugmynd að embætti sýslu- manna yrðu fyrst og fremst um- boðsstörf. Hann sagði meðal annars: „Mér virðist nokkuð óljóst hjá sumum þeim, er tekið hafa þátt í umræðum um sam- einingu sveitarfélaga, hvar draga eigi mörkin milli stjórnsýslu sveitarfélaga og stjórnsýslu rikisins. Þetta kemur einkum fram, þegar rætt er um sýslu- nefndir og hlutverk sýslumanna. Það leiðir hugann að því, að vita- skuld er nauðsynlegt að endur- skoða fyrirkomulag í allri stjórn- sýslu ríkisins. Nú mun unnið að slíkri endurskoðun hvað stjórn- arráðið snertir, en ekki síður er nauðsyn að endurskoða stjórn- sýslukerfið utan höfuðborgarinn- ar. Hlutverk sýslumanna er fyrst og fremst lögreglustjórn, dóm- gæsla og umboðsstörf við skatt- heimtu og greiðslu á bótum al- mannatrygginga. Lengi hefur verið rætt um endurskipulagn- ingu dómskerfisins, sem þýddi það að embætti sýslumanna yrðu fyrst og fremst umboðsstörf. Hefur einu sinni verið lagt fram lagafrumvarp þar að lútandi. Með þeirri tækni, sem við þeg- ar ráðum yfir, er hægt að gera embætti sýslumanna að alhliða þjónustustofnunum við þá, sem hafa samskipti við hinar marg- víslegu stofnanir ríkisins. Og það er hægt að dreifa þeirri þjónustu, sem embætti sýslumanna nú láta í té, þannig að öllum þéttbýlis- kjörnum séu fulltrúar þeirra, sem nálgast geti veðbókarvottorð á nokkrum mínútum, með aðstoð síma og myndsenditækis og jafn- framt flett upp í hvers kyns emb- ættisskrám með hjálp tölvu- tækninnar. Og embættin geta með aðstoð síma og hinnar nýju tækni haft samband við ríkis- stofnanir svo sem ráðuneyti og lánasjóði fyrir fólk, sent um- sóknir og fengið svör um síma- þráð og þannig sparað fólki tíma, fé og ferðalög," sagði Björn Frið- finnsson. - HBj. Guðmundur L. Friðfinnsson Skagfirzkur skáldbóndi þýdd- ur á flæmsku í septemberhefti hollenska bókmenntatímaritsins „Kruispunt 88“ eru birt 11 ljóð Guðmundar L. Friðfinnssonar, skáldbónda á Egilsá í Skagafirði, þýdd á flæmsku af Eric Womba. Þýðing- unni fylgir kynning á höfundinum og bókum sem frá hans hendi hafa komið og vitnað til gagnrýni Erlendar Jónssonar í Morgunblað- inu. Þess er og getið að í desem- berhefti ritsins verði helgað Is- landi. Alltaí í skemmtilegum íélagsskap ■GWJk* Með einhverjum öðrum Theresa Charles Með einhverjum öörum Rósamunda hiökklaðist úr hlutverki „hinnar konunnar", því það varð deginum ljósara að Norrey mundi aldrei hvería frd hinni auðugu eiginkonu sinni - þrátt íyrir loíorð og íullyrding- ar um að hann biði aðeins eítir að íá skilnað. Hversvegna ekki að byrja upp á nýtt með ein- hverjum öðmm? Else-Marie Nohr Einmana Lóna á von á bami með unga manninum, sem hún elskar, og hún er yíir sig hamingjusöm. En hún haíði ekki minnstu hugmynd um, að hinar sérstöku aðstœðui í sambandi við þungunina hafa stoínað lííi bœði hennar sjálíiar og barns- ins í hœttu. - Hugljúí og spennandi ástarsaga. ELSE-MARIE IVIOHR EINMANA - . EdkNoib: ASTOG BLEKKING Erik Nerlöe Ást og blekking Súsanna var foreldralaust stoínanabam, sem látin var í svokallaða heimilisumönnun hjá stjúpíoreldmm Torbens. Með Torben og henni takast ástir og hún verður ófrísk. Þeim er stíað sundur, en mörgum ámm seinna skildi hún að hún heíur verið blekkt á ósvííinn hátt. Og það versta var, að það var maðurinn, sem hún haíði giízt, sem var svikarinn. Else-Marie Nohr Systir María Nunnan unga var hin eina, sem möguleika hafði á að bjarga flugmanninum sœrða, sem svo óvœnt haínaði í vörzlu systranna. En slíkt björgunarstarí var lííshœttulegt. Yíir þeim, sem veitti óvinunum aðstoð, voíði dauðadómur, - og ílugmaðurinn ungi var úi óvinahernum. Æsi- lega spennandi og íögur ástaisaga. SYSTIRMARÍA @ártland Segðu já. Samantha Barbara Cartland Segdu já, Samantha Samantha vai ung og saklaus og gœdd sér- stœðri íegurð og yndisþokka. Grœn augu henn- ar virtust geyma alla leyndardóma veraldar. Sjálí áttaði Samantha sig ekki á því íyrr en hún hitti David Durham og varð ástíangin aí honum, að hún var aðeins íáíróð og óreynd lítil stúlka, en ekki sú líísreynda sýningarstúlka, sem mynd- ir birtust aí á síðum tízkublaðanna. Eva Steen Hann kom um nótt Bella vaknar nótt eina og sér ókunnan mann standa við rúmið með byssu í hendi. Maðurinn er hœttulegur morðingi, sem er á ílótta undan lögreglunni og œtlar að þvinga hana með sér á ílóttanum. Hún hatar þennan mann, en á nœstu sólarhringum verður hún vöi nýrra og hlýrri tilíinninga, þegar hún kynnist ungum syni moiðingjans. EuoJtccn Honn Kom um non SIGGE STARK Engir karímenn. takk Sigge Stark Engir karlmenn, takk í sveitarþorpinu var hlegið dátt að þeim, íurðu- íuglunum sex, sem höíðu tekið Steinsvatnið á leigu. Þœr hugðust reka þar búskap, án aðstoð- ar hins sterka kyns, - ekki einn einasti karlmað- ur átti að stíga íœti inn íyrii hliðið. - En Karl- hataiaklúbburinn íékk íljótlega ástœðu til að sjá eftir þessari ákvörðun. Sigge Stark Kona án fortídar Var unga stúlkan í raun og veru minnislaus, eða var hún að látast og vildi ekki muna íortíð sína? Þessi íurðulega saga Coru Bergö er saga undarlegra atvika, umhyggju og ljúísárrar ástar, en jaínlramt kveljandi aíbrýði, sársauka og níst- andi ótta. En hún er einnig saga vonai, sem ást- in ein elui. SIGGE STARK ÁN FOA ONA 9RTÍÐAR Já, þœr eru spennandi ástarsögurnar írá Skuggsjá /-----------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.