Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Græskulaus veröld Bókmenntir Jenna Jensdóttir Bjarne Reuter Kysstu stjörnurnar Ólafur Ilaukur Símonarson þýddi. Kápumynd: Mette Svarre Mál og menning Reykjavík 1983. Kysstu stjörnurnar er framhald sögunnar Veröld Busters. Hér hittir lesandinn aftur drenginn Buster, afkomanda hins fræga Fallbyssu-kóngs Oregon í Laredo Tívolínu. Hann þeysir á Hross- hárs-Kalla um göturnar í hverfinu sínu í Kaupmannahöfn. Hesturinn er raunar búinn til úr hrosshárs- dýnu og kústskapti. Buster er kominn í rauðu galdrabuxurnar sínar og annar klæðnaður hans er eftir því. Hann er i í æfingaleið- angri. Það á að sviðsetja leikrit í skólanum og áður en valið er í hlutverk er Buster kominn í aðal- hlutverkið í hug sínum. Drengurinn er hugkvæmur og athafnasemi hans á sér raunar engin takmörk. í skólanum er hann þekktur fyrir græskulaus uppátæki sem fá oft óþægilegan endi. Kennarar og skólayfirvöld eru jafnan á nálum þegar Buster er nærri og líka ef hann er fjar- verandi. Það er ekki að ástæðu- lausu eins og sýndi sig best þegar skólastjórinn varð sextugur, og Buster var ekki mættur í bekkinn sinn. Nú eru Stóri-Lars og ívar hætt- ir í skóla og hættir að hrekkja að mestu. En það er ágætt að hafa þá í nálægð, ef eitthvað fer úrskeiðis sem hægt er að kenna þeim um. Fallega, tónelska systirin Inge- borg er sjálfsögð í skólaleikrit án þess að hafa fyrir því. Hún þarf ekki að lenda í því að bera þungan fleka inn á leiksviðið í stað þess að vera í aðalhlutverki. En hvað sem Buster tekur sér fyrir hendur vinnur hann það af samviskusemi og einlægni. Og stundum hafnar hann þar sem draumar hans hafa skipað honum sess. Sögurnar um Buster eru feikna vel gerðar. Þær eru skemmtilegar, atburðaríkar og sannar í eðli sínu. Höfundi tekst sérlega vel að lýsa sálarlífi þessa athafnasama, ein- læga drengs og snertingu hans við allt mannlíf og umhverfi, þrám hans, vonum og vonbrigðum. Þýð- andi hlaut þýðingarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Veröld Busters. Kápumynd er að- laðandi. ‘Aímanak »1984 JANUAR i t ) 4 I I i • I U II U I) 14 . 19 1« n 19 19 39 21 . n 2i 14 n n t; a W M U FEBRUAR 2 nu wecx m UN MOM m TOE WCD riM THU röt nn U» SAT M\wm 9 1 2 3 4 ifS 6 5 6 7 8 9 10 11 MAHS 7 12 13 14 15 16 17 18 8 19 20 21 22 23 24 25 - 4 9 8 7 8 9 » 9 26 27 28 29 18 19 m « U U M ; S N 11 ■ N M 11 Vandað litprentað 12 síðna almanak með uöldum landslagsmyndum. Tilualin gjöf til uina heima og erlendis um jól og áramót. Sendum í póstkröfu. Aðrir útsölustaðir: Rammagerðin og bókauerslanir. Háholti 14 Pósthólf 20 - 270 Varmá Mosfellssveit - Sími 66620 La Traviata séð fremur en heyrð Teresa Stratas (Violetta) f fangi Placido Domingo (Alfredo). Kvíkmyndir ÓlafurM. Jóhannesson La Traviata séð fremur en heyrð Nafn á frummáli: La Traviata. Handrit og stjórn: Franco Zeffir- elli. Tónlistarstjórn: James Levine. Tónlist: Giuseppe Verdi. Kvikmyndastjórn: Ennio Guarni- eri. Búningar: Piero Tosi. Libretto: Francesco Maria Piave. Sýnd í Bíóhöllinni. Ég er kannski ekki rétti mað- urinn til að fjalla um þá kvik- mynd Franco Zeffirellis sem nú getur að líta uppí Bíóhöllinni. Myndin nefnist eins og menn vita La Traviata í höfuðið á hinni frægu óperu Verdis, enda hér á ferð ópera á filmu. Meinið með undirritaðan er að hann hefir hvorki gaman að óperu sem slíkri né hundsvit á þeirri tónlist sem þar er framin. Er einlæg von mín að hinir ágætu tónlist- argagnrýnendur blaðsins sjái sér fært að skoða tónlistina i myndinni, ég get svo lýst per- sónulegri upplifun minni af kvikmyndinni La Traviata. En hvar skal byrja, myndin er einn söngur frá upphafi til enda og svo magnaður á stundum að ómúsíkalskt eyra roðnar af hrifningu. En fleira kemur til sem vekur undrun og hrífur hinn ómúsíkalska kvikmyndagagn- rýnanda með í leikinn. í La Tra- viata er nefnilega framreidd ágætis veisla fyrir augað. Sviðsbúnaður er slíkur sem hæf- ir tragísku ástarævintýri Viol- ettu (Teresa Stratas) og Alfred- os (Placido Domingo). Þó finnst mér gæta ofhlæðis á stundum hvað varðar blómskrúð, eins og blessað fólkið sé statt í gróður- húsi. En þess ber auðvitað að gæta að hér fer suðrænn andi yfir svið, sem skynjar harmsögu Violettu á nokkuð annan hátt en hinn germanski stofn sem hugs- ar gjarnan á nótum Bauhaus- skólans. Þá kom mér hressilega á óvart hvílíkur fimakraftur leynist í söngkonunni Teresu Stratas þeim álfakroppi er virðist hanga saman á sinunum, en syngur svo hallir nötra. Fannst hinum ómúsíkalska, heimstenórinn Placido Domingo, blikna í sam- anburði við þennan ójarðneska söngfugl, sem líka býr yfir ómældum leikhæfileikum, slík- um sem ýta við tárapokunum jafnvel þótt gamalkunna atburðarásin sé lítt sannfær- andi. Talandi um Domingo þá er best að játa að Stefán íslandi hljómar ætíð ljúfastur tenóra í eyrum hins ómúsíkalska. En fleiri en söngfuglar flögra um í þessari stórfenglegu óperumynd og er viða sótt fanga enda Zeffir- elli þekktur að vönduðum vinnu- brögðum, þannig leitar hann að dönsurum í nautabanadansinn til höfuðstöðva klassíska ball- ettsins sjálfs Bolshoj, en þaðan stökkva inná sviðið Ekaterina Maksimova og Vladimir Vassil- jev. Því miður fatast mynda- tökustjórnin í hinu stórfenglega nautabanaatriði, þannig að kvendansararnir njóta sín lítt en Vassiljev kemur þó ágætlega út í dansi nautabanans. Ég verð að segja að mér hlýn- aði um hjartarætur að sjá hversu eðlilega listafólk austurs og vesturs féll að heildarmynd þessa atriðis og bræddi þannig andartak þann kalda stríðsmúr sem kaldrifjaðir stríðsmenn hafa nú reist milli alþýðu; þeirr- ar sem er í andlegum fjötrum og hinnar sem enn getur sagt hug sinn óáreitt. Mér fannst þetta atriði lyfta myndinni uppá æðra svið, þar sem listin ein ræður ríkjum og í krafti hreinleika síns neyðir valdsherrana til uppgjaf- ar svo hinn friðelskandi hvers- dagsmaður megi taka óhræddur í hönd bróður síns, hvar sem þann er að finna. Svona hugsa ómúsíkalskir menn, hinir músík- ölsku sjá vænti ég bara sönginn. Því læt ég lokið máli mínu og vísa myndinni til hinna músík- ölsku en vil þó láta þess getið að La Traviata í búningi Zeffirellis er ekki síður veisla fyrir augað en eyrað og ekki má gleyma að textinn sem fylgir myndinni er mikil bót fyrir þá sem vilja lepja söguþráðinn þá háa C-ið sker í eyrun. Dýrmætar söngperlur Einars Kristjánssonar Hljóm- plbtur Árni Johnsen Það hefur verið skemmtilegt að vera íslendingur þegar þrír íslenzkir stórsöngvarar unnu þar samtímis hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, tenórarnir Stefán Islandi, Einar Kristjánsson og Magnús Jóns- son, en sá síðastnefndi syngur enn fullum hálsi og leyfði sér þann munað ekki alls fyrir löngu að hafna boði um að syngja í Metropolitan-óperunni í New York. Einar Kristjánsson tenór heit- ir nýútkomin plata hjá Fálkan- um, en platan hefur að geyma 22 íslenzk sönglög, sem mörg hver eru perlur í íslenzkum ljóðasóng. Einar Kristjánsson var svo stór í sniðum sem listamaður að hann var á heimsmælikvarða og hefði getað gengið inn í hvaða óperuhús sem var í heiminum og sungið í fremstu röð margra stórkostlegra söngvara. Ljóðaplata Einars undirstrik- ar vel hve frábærlega vel rödd hans var skóluð og túlkun hans svo hárfín og næm að unun er á að hlusta. Smekkur fyrir rödd- um er að öllu jöfnu misjafn, en sðngrödd Einars er hafin yfir skiptar skoðanir í því efni, svo björt er hún og fögur og það er mikils virði að eiga söng hans á hljómplötu, því það er mikilvæg- ur þáttur í að vernda menningu íslands. Lögin á plötunni eru allt gaml- ir kunningjar þorra fólks í land- inu, Sprettur, I dag skein sól, Bikarinn, Draumalandið, Minn- ing, Vögguvísa, Hamraborgin, Mamma ætlar að sofna, Komdu, komdu kiðlingur, Heiðbláa fjól- an mín fríða, Kirkjuhvoll, Sökn- uður, Sofnar lóa, Augun bláu, Kvöldvísa vegfaranda, íslenzkt vögguljóð á hörpu, Fuglinn í fjörunni, Ef engill ég væri, Lind- in, Viltu fá minn vin að sjá, Gekk ég aleinn og Kveðjur. Fálkinn á virðingu og þakkir skildar fyrir það menningarstarf sem fyrirtækið hefur lagt kapp á með útgáfu á hljómplötum með söng og ljóðum kunnustu ís- lenzku listamanna og vonandi heldur fyrirtækið áfram á sömu braut, því það er ekki aðeins mikilvægt fyrir líðandi stund, heldur einnig fyrir framtíðina sem lifandi söguritun um menn- ingu íslands. Menn koma og fara, en það er í rauninni ævin- týri líkast að unnt sé að geyma og ganga að röddum okkar beztu söngvara. Einar Kristjánsson átti lang- an starfsdag á erlendri grund, því þá var ekki rólfært fyrir stórsöngvara hér á landi, þeir áttu þess ekki kost að vera mat- vinnungar með því að túlka list sína. Einar fór utan til verzlun- arnáms í Þýzkalandi tvítugur að aldri, en þegar á fyrsta ári sneri hann sér af fullum krafti mót tónlistargyðjunni og að loknu þriggja ára söngnámi í Dresden, starfaði hann við öll helztu óperuhús Þýzkalands í 14 ár. í önnur 14 ár starfaði hann síðan við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn, eða til ársins 1962, að hann fluttist heim til fslands og var kennari við söng- deild Tónlistarskólans í Reykja- vík þar til hann andaðist árið 1966. Erlendis náði Einar Kristjáns- son mestum frama á óperu- sviðinu, en hann var ekki síðri ljóðasöngvari og i gegnum þann þátt rímaði hann bezt við landa sina, enda er sem vorþeyr fari um hlöð á kaldasta degi þegar rödd þessa ágæta söngvara berst fólki. Því er þessi plata Fálkans svo dýrmæt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.