Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 sjáyarhættir“ „íslenskir Bók Lúðvíks Kristjánssonar eftirJón Thorarensen Lúðvík Kristjánsson: ÍSLENZKIR SJÁVARHÆTTIR I og II bindi. Reykjavík 1980, 1982. Menningarsjódur. Tvö heljarstór bindi af sjávar- háttum eru komin út á þessum ár- um. Er fyrirferðin slík og stærðin á ritum þessum, að helzt er það ekki nema fyrir fullfríska menn að handleika þau. Það er eðlilegt að mikið efni safnist til þessara rita, því að mörg hundruð bækur eru til fyrr og síðar um sjómennskuna og sjávarstörfin, og hefur höfundur- inn, Lúðvík Kristjánsson fræði- maður, tínt þetta saman á löngum tíma úr geysilegum fjölda prent- aðra rita, og er þetta út af fyrir sig mikið verk og merkilegt, sem hann á þakkir skildar fyrir. Þar eð undirritaður er alinn upp á gamalli og merkri útvegsjörð, þar sem maður fram af manni stundaði sjósókn og sjávarstörf, hlaut svo að fara, að ég lærði þessi störf. Ég var líka svo heppinn að kynnast mönnum, sem voru fróðir í þessum efnum. Vil ég þar helzt til nefna þá Odd Oddsson, fræði- mann og rithöfund frá Eyrar- bakka (1861—1938), og Hjalta Jónsson skipstjóra (1869—1949). Báðir voru þeir þjóðkunnir menn og með afbrigðum fróðir, og með mikia reynslu í öllu því, er tengd- ist sjósókn hins gamla tíma. Oddur Oddsson reri á teinær- ingi á vetrarvértíð úr Höfnum rétt eftir 1880, og Hjalti Jónsson var formaður þar árin 1895—1900. f fyrra bindi sjávarhátta er m.a. á bls. 131 mynd af þangsigð. Sú mynd er mjög villandi, því svoleið- is áhöld þekktust að minnsta kosti ekki á Suðurnesjum, en myndin á bls. 132 er skárri og líkari þeim þangsigðum, sem notaðar voru. Á Suðurnesjum voru þangsigðar þannig: venjulegt tréskaft eins og á handsaxi, og svo hringlaga egg- járn, er myndaði næstum hálf- hring. Blaðið var þunnt og slétt, úr sterku járni, sem var látið bíta vel. Ég fór í þangfjörur á hverju hausti frá því ég var sextán ára til tuttugu og eins árs aldurs, og var alltaf látinn bera upp en ekki skera. Það var talin vandasöm sérgrein. Þess vegna voru það vissir menn sem skáru. Ketill, fósturfaðir minn, skar alltaf. Hann var mikill vinnugarpur og með afbrigðum afkastamikill. Hann þekkti fjörur sínar eðlilega bezt af öllum og þangvöxtinn á þeim, og valdi því mismunandi fornskurð á þeim frá ári tiLárs. , ' í öðru bindi á bls. 32 segir höf- undur: „Að róa úr heimavör, var heimræði." Aldrei hefur þetta orð, heimræði, þekkst á æskustöðvum mínum né orðin: aðtökubátar, inn- tökubátar og heimversbátar. Þá segir á sömu bls. (32), að sjósókn úr útveri var nefnt útræði. Það þurfti ekkert útver til þess að út- ræði væri. Útræði var frá öllum verstöðvum á Suðurnesjum. Þá er sagt á bls. 33: „... ef uppi- höld urðu langvinn." Þetta orð þekkist ekki, en hér gæti verið átt við „frátök" sem sjómenn þekkja. Á sömu blaðsíðu segir höfundur: „Allar verstöðvar milli Garðskaga og Reykjaness hétu „útver". Þess- ar verstöðvar heyrðust aldrei flokkaðar sérstaklega. Ég læt þetta nægja um þennan kafla, en hann er mjög ófullnægjandi. í öðru bindi í kaflanum Sunn- lendingafjórðungur, segir höfund- ur á blaðsíðu 34: „... voru flestir lendingarstaðirnir eða uppsátrin nefnd varir." Hér hefði verið þörf á að gera strax í upphafi grein- armuninn á uppsátri og vör. Vör er orðið yfir lendingarstaðinn sjálfan. Það var víða hægt að lenda, þótt ekki væri þar uppsát- ur. Uppsátur táknaði bæði vör og naust. Lendingarréttindi og naustaréttindi. Naust (ft., hvk.), þar sem skip voru sett upp til geymslu eða naustuð vegna stór- viðra eða óvenjulegrar sjávar- hættu, svo sem brims eða stór- flóða. Að hafa uppsátur, það er að segja vör og naustaréttindi, var það dýrmætasta, sem fylgdi hverri sjávarjörð. í athugasemd á blaðsíðu 38 í II bindi, segir höfundur um sjó- mannavísuna á Selatöngum, að hún sé í Rauðskinnu I, 73, miklu styttri. Það skal bent á að í Rauðskinnu III, blaðsíðu 167, er þulan lengri og með fleiri manna- nöfnum en hjá honum í Sjávar- háttum. Á sömu blaðsíðu segir höfundur: „Aðkomuvermenn í Grindavík voru þar sem annars staðar á Suð- urnesjum kallaðir „útlend- ingar"...“ Þetta orð heyrðist aldrei á Suðurnesjum um menn, sem komu í verið. Á blaðsíðu 38 segir höfundur: „Miðnes (Flankastaðir, Sandgerði, o.fl.), Hvalsnes og Stafnes voru hin eiginlegu Suðurnes. Að fara í ver á Suðurnesjum var því að róa úr einhverri verstöð á því svæði." Þetta er alrangt. Samkvæmt frásögn Sigurðar B. Sívertsen, Út- skálaprests (1808—1887), sem var rithöfundur og vel að sér í sögu íslands, segir hann að Suðurnes séu frá Hvaleyrarholti, sunnan við Hafnarfjörð, og nái til Selatanga fyrir austan Grindavík. Þetta svæði hefur alltaf verið viður- kennt sem Suðurnes. Þá kem ég að teinæringunum, sbr. mynd á blaðsíöu 162, sem líka jafnvel oftar voru kallaðir teina- hringar. Þetta voru hin stóru og merku fiskiskip fortíðarinnar. Að mínu áliti hefðu þessi höfuðskip gamla tímans þurft að fá mikið og sérstakt rúm í sjávarháttum Lúð- víks, lýsingu á þeim og þjóðhátt- um í sambandi við þá úr helztu verstöðvum landsins, því að breyt- ing gat verið á ýmsu, eftir því úr hvaða verstöð þeir gengu. En Oddur og Hjalti sögðu mér, að ýmsar sjómannareglur og siðir hefðu verið fjölbreyttir í sam- bandi við þessi skip. Að vísu voru til tólfæringar, en þeir voru aldrei eins algengir og teinahringarnir, þóttu stirðari og erfiðari og voru því notaðir á Suð- urnesjum meir til flutninga og í ferðir til Geirfuglaskers. Guðni Sigurðsson sýslumaður, d. 1780 í Kirkjuvogi, tengdafaðir Hákonar Vilhjálmssonar lögréttumanns, sem var afbragðs skipasmiður. Guðni smiðaði tólfæring, sem notaður var til geirfuglaferða og flutninga til og frá Básendum. Hinir miklu sjósóknarar á Suð- urnesjum reru á teinæringum á vetrarvertíðum. Þeir sóttu sjóinn af ofurkappi og hörku á þessum árstíma, en þó með forsjá og að- gæzlu, en segja má að þeir litu ekki til sjávar á öðrum árstímum. Saga teinæringanna skipar því stóran sess í hinni fornu útgerð- arsögu íslendinga. Við þá er bund- in svo mikil sjósóknarsaga íslend- inga, verkaskipting til sjós, sjáv- arhættir og óteljandi sjómanna- reglur, að þessum rismiklu haf- drekum hefði þurft að gera mun betri skil í sjósóknarsögunni. Til sæmis gengu úr Kirkju- vogsvör á vetrarvertíð á blóma- tímum sveitarinnar á miðri 19. öld að minnsta kosti 7 teinæringar, en 3 frá suðurbæjum sveitarinnar, og fjöidi þeirra líka frá Rosmhvala- nesi og Grindavík. Ég set hér lýsingu á teinæringi frá þessum tímum: Teinæringar voru um og yfir 20 álnir milli hnífla. Á þeim var 19 manna áhöfn. Formenn kappkostuðu að hafa valda skipshöfn, menn sem sameinuðu þrek, vinnuþol, verk- þekkingu og sjóhæfni. Þó höfðu hinir miklu hlutaguðir meðal formanna þá reglu, að tvær und- antekningar varð að gera. Fullorð- inn maður, vanur sjómaður og slitinn að kröftum, varð að fá að fljóta með. Hann var látinn vera á húmborunni, fremsta staðnum á skipinu við hnífilinn og renna þar, því staðurinn var órólegur. Hinn maðurinn var óharðnaður ungl- ingur, hafður í miðskut með færið sitt. Með þessu gæfumerki töldu formenn sig heiðra jöfnum hönd- um og viðhalda sjómannastétt- inni. Þá kom niðurröðun og nöfn á rúmum skipsins. Fram við hnífil skipsins var lítið rúm, sem var takmarkað með stafnþóftu. Þetta rúm hét húmbora, eða krapparúm, hálsrúm eða krús. Öll voru þessi orð notuð á víxl. Næsta rúm hét barki og tak- markaðist af næstu þóftu, sem hét barkaþófta eða hnúta. Þá kom næsta rúm, sem hét hnúta eða söx eða framá-rúm. Það takmarkaðist Nýir eigendur Ingólfsbrunns ásamt starfsstúlkum. Frá vinstir: Gunndór Sigurðsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Halldóra Gunndórsdóttir og Karen Marteinsdóttir. Nýir eigendur að Ingólfsbrunni: Höldum góðum hefðum en bryddum upp á nýjungum Veitingahúsið Ingólfsbrunnur hef- ur fengið nýja eigendur. Ingibjörg Ingólfdóttir og Gunndór Sigurðsson taka við af Kristínu Þorsteinsdóttur og Kjartani Halldórssyni, sem hafa rekið Ingólfsbrunn frá upphafi. „Við ætlum ekki að gera neinar róttækar breytingar á staðnum, svo sem á innréttingum, en tæki og aðstöðu ætlum við að bæta,“ sögðu nýju eigendurnir er blm. Mbl. leit við hjá þeim eftir fyrsta daginn. „Hér getur fólk fengið áfram ódýran og góðan heimilis- mat í hádeginu. Það verður tví- réttað og bryddað upp á ýmsum nýjungum án þess að það komi niður á verðinu. Aðalsmerki Ing- ólfsbrunns hefur verið vandað smurbrauð, við ætlum að halda því á lofti og höfum ráðið til okkar Ingibjörgu Kristjánsdóttur, mjög færa smurbrauðsdömu, sem hefur starfað við þetta í níu ár í Kaup- mannahöfn. Fólk sem ekki kemst frá vinnu hefur getað fengið smurt brauð sent og höfum við hug á að efla þá þjónustu. Er þá hægt að hringja á morgnana og panta og fá brauð sent eftir há- degi. Tartaletturnar, sem hafa verið vinsælasti sérrétturinn hér verða áfram á matseðlinum, og ætlum við að bæta síld við sem öðrum sérrétti." Hefur verið mikið að gera í dag? „Já hér kemur mikið af fólki úr fyrirtækjunum í kring til að fá sér mat eða kaffi, og eru þetta allt mjög góðir gestir." Góðtemplara- reglan 100 ára Góðtemplarareglan á Is- landi heldur hátíðlegt 100 ára afmæli sitt þann 10. janú- ar 1984. Fyrsta stúkan var stofnuð á Ak- ureyri 10. janúar 1884, en tveimur árum síðar var Stórstúka íslands, IOGT, stofnuð. Á blaðamannafundi, sem stúkan efndi til fyrir skömmu, kom m.a. fram að áætluð er menningarráð- stefna, með þátttöku fjölda er- lendra þjóða. Ráðstefnan verður haldin hér á landi dagana 21. til 27. júlí á næsta ári. Einkunnarorð ráðstefnunnar hafa verið ákveðin „Jörðin — framtíðarheimili okkar. Á fundinum kom ennfremur fram, að fyrir tveimur árum var sam- þykkt í framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands, að gefa út afmæl- isrit i tilefni aldarafmælisins. Hilmar Jónsson hefur tekið að sér ritstjórn. Að sögn Hilmars hafa mörg handrit borist og fer ritið í prentun innan tíðar. Sagði hann að áskrifendalistar lægju frammi í stúkunum, en ritið yrði einnig selt á almennum markaði. Stórstúka íslands hefur látið gera frímerki og minnispening í tilefni afmælisins. Var það gert í samvinnu við póstmálastjórn og að sögn stúkumanna verða frí- merkið og minnispeningurinn selt á almennum markaði. Af hálfu Stórstúkunnar hafa Sigurður H. Þorsteinsson, Ólafur Jónsson og Sveinn Kristjánsson haft aðal- umsjón með þessari útgáfu. Frá blaðamannafundinum. Talið frá vinstri: Kristinn Vilhjálmsson, stór- gæslumaður unglinga, Sigurgeir Þorgrímsson, ritari framkvæmdanefndar og Hilmar Jónsson, stórtemplari. Ljósm. Mbi. rax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.