Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 77 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Sólaðir snjóhjólbarðar á fólksbíla, vestur-þýskir, radial og venjulegir. Urvals gæöa- vara. Allar stæröir. Meö og án snjónagla. Einnig ný gæöadekk á lágmarksveröi. Geriö góö kaup. Skiptiö þar sem úrvaliö er mest. Snöggar hjólbarðaskiptingar. Jafnvægisstillingar. Allir bílar teknir inn. Fljót og örugg af- greiösla. Baröinn h.f. Skútuvogi 2, stmar: 30501 og 84844. (Beint á móti Miklagarði). Undir Leiðarstjörnu Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „f bók Vilhjálms Þ. Gíslasonar um Jónas Hallgrimsson er kafli um það áhugamál Jónasar, að gera fslendinga að stjörnufræð- ingum, sem m.a. kom fram í þýð- ingu hans á stjörnufræði Úrsíns. „Aldrei hefur mig langað eins mikið og núna til að gera eitthvað, svona er maðurinn," skrifar Jónas þegar hann er að byrja á þessu verki. En mörg af nýyrðum Jónas- ar náðu festu í málinu. V.Þ.G. bryddar á því í þessu sambandi að Forn-fslendingar hafi, ekki síður en Jónas Hall- grímsson, verið fundvísir á góð nýyrði, og nefnir dæmi úr fornrit- inu Alfræði íslenzk — frá 12. og 13. öld — eftirfarandi málsgrein: „Leiðarstjörnu köllum vér þá stjörnu er philosophi kalla polum, og þeir (philosophi, náttúruspek- ingar) segja að um veltist allur festingar himinn, eigi af því að hún sé óbærileg, heldur hefur hún staðfastlega hræring og snýst með himni í hinum sama stað, og þokar hvorki til norðurs né suðurs, aust- urs né vesturs ..." Þó að það ætti mjög vel við að taka upp þessa tilvitnun, í sam- bandi við stjarnfræðirit Jónasar, er ekki um það að ræða að „leið- arstjarna" hafi nokkurn tíma ver- ið nýyrði í íslenzku máli, heldur er það (að líkindum) eldra en ís- landsbyggð, og upprunalegt í bezta skilningi. í bókinni Germanische Himm- elskunde eftir O.S. Reuter, sem Hvað er hjaðn- andi verðbólga? Sjálfstæðiskona skrifar: „Velvakandi. Við húsmæður verðum ekk- ert varar við við hjöðnun verð- bólgu; þvert á móti berast daglega fréttir af hækkun á opinberri þjónustu og brýnustu lífsnauðsynjavörum. Samfara þessu er svo kaupskerðingin hjá hinum lægst launuðu og gamla fólkinu. En þingmennirnir geta alltaf bætt við laun sín. Nú í haust bættu þeir við mataraurana sína og húsaleigustyrkinn. Okkur fáfróðum húsmæðr- um verður á að spyrja: Þurfa ekki fleiri en þingmenn að borða og borga húsaleigu? Hvað er „hjaðnandi verð- bólga“, sem stjórnarherrarnir hæla sér af ?“ nýlega hefur verið endurprentuð (en var þó ekki á þýsku bókasýn- ingunni), er með fullkomlega gild- um rökum sýnt fram á að Leið- arstjarnan er samgermanskur arfur. (Loadstar á ensku, Leit- stern á þýsku, dux nautarum í lat- ínuritum.) En hvaða stjarna var það sem þeir nefndu slíkum nöfn- um og sigldu eftir um höfin breið? — Ekki var það núverandi pól- stjarna, því að á þúsund árum færist himinpóllinn til um tölu- verðan spöl, og er nú hjá öðrum stjörnum en þá. Ekki var þetta heldur pólstjarna Forn-Grikkja, því að á þessum tíma var hún lika of fjarri pólnum. O.S. Reuter leiðir að því gild rök, að pólstjarna Forn-Islendinga hafi verið sú sem nú er nefnd 32 camelopardalis hevelii (í sumum skrám: Sigma 1694). Er það stjarna af fjórðu stærð (tvístirni) í nefi Gíraffans og var himinpóllinn fast við hana um 800 e.Kr. En um þær mundir eða nokkru fyrri, telur O.S. Reuter að Germanir hafi ákvarðað stöðu himinpólsins. Germanir eru, að því er hann telur, hinir raunveru- legu uppihaldsmenn stjörnufræð- innar milli Grikkja og nútíðar- manna, og þannig engin tilviljun að Forn-íslendingar eru á 10., 11., 12. og 13. öld svona miklu betur að sér í stjörnufræði en aðrar Evr- ópuþjóðir. Reuter skrifar mikið og langt mál um Stjörnu-Odda (ca. 1080—1150) í þessari 800 bls. bók sinni, og má segja að hann geri þarna meira úr íslendingum en þeir hafa sjálfir gert því engin dæmi veit ég þess, að þeir hafi þorað að greiða nafni Stjörnu- Odda leið inn í almennar visinda- sögur. En það hefði þó mátt vera auðvelt, því yfirburðir Stjörnu- Odda eru óumdeilanlegir. Enna skemmtilegustu staðfest- inguna á kenningu sinni um Leið- arstjörnuna finnur Reuter hjá ís- lenzka ábótanum Nikulási á Munkaþverá, í riti hans Leiðarvís- an. Nikulás fór í „sólarlandaferð“ til Gyðingalands um 1150, kom að skírnarbrunni Jóhannesar Sakari- assonar, en hélt siðan niður á Jórdanarbakka og „lagðist niður opinn á sléttum velli“ og horfði upp í stjörnurnar. Síðan tók hann til við að mæla og gerði það á þennan hátt: Út við Jórdan, ef maður liggur opinn á sléttum velli ok setr kné sitt ok hnefa á ofan, ok reisir þum- alfingr af hnefanum upp, þá er leiðarstjarnan þar fyrir at sjá, jafnhá en eigi hærra. — Nikulás á Munkaþverá. Reuter prófaði þessa aðferð á ýmsum mönnum, með ýmsu vaxt- arlagi, og fékk jafnan með mikilli nákvæmni: 32 gráður, eða rétt tæplega það. En þetta er einmitt breiddar stig staðarins, pólhæðin og hæð Leiðarstjörnunnar á þess- um tíma. Staðfestingin getur ekki betri verið. Þýðing þess að Leiðarstjarnan er enduruppgötvuð kynni að vera meiri en margan grunar. Þarna er brot af samgermönskum arfi, sem mun hafa verið miklu ríkari en vitað hefur verið. Þjóðir vorar eru hinir réttkjörnu leiðtogar mann- kynsins, og núverandi ástand þess stafar af því, að þeirrar forustu nýtur ekki við. Það er visindasöguleg staðreynd að Forn-íslendingar þekktu þá ptólstjörnu, sem réttust var á þeim tíma, og gekk hún hjá þeim (og skyldum þjóðum) undir nafninu Leiðarstjarna. Skrifið eða hringiö til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Jón er heldur ekki kominn. Betra þætti: Jón er ekki heldur kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.