Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 65 Sandarar og fleira fólk Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Eðvarö Ingólfsson: VIÐ KLETTÓTTA STRÖND. Mannlífsþættir undan Jökli. /Eskan 1983. Eðvarð Ingólfsson er ungur rit- höfundur, uppalinn á Hellissandi, djarflegur og hugkvæmur að mörgu leyti og fer ekki troðnar slóðir. Hann hefur sent frá sér bækur um vanda ungrar kynslóð- ar, verið röggsamur stjórnandi út- varpsþátta og er nú einn af rit- stjórum Æskunnar. Við klettótta strönd er byggð á viðtalsþáttum Eðvarðs við fólk á Hellissandi og úr næsta nágrenni. Hann segir sjálfur í Ýtt úr vör, inngangi bókarinnar: „Bók þessari er alls ekki ætlað að gera mannlífi undir Jökli tæm- andi skil. Það verður aldrei hægt, saga þess er það margþætt og lit- rík. Hér verða líka ábúendur á sunnanverðu nesinu að gjalda þess að undirritaður er uppalinn á Hellissandi, vestast á Snæfells- nesi. Val viðmælenda hlýtur alltaf að fara eftir því hvar skrásetjari þekkir til. í skjóli þess verður svona bók að veruleika." Eðvarð Ingólfsson ritar langan inngang sem hann nefnir Snæ- fellsjökull og umhverfi hans. Eð- varð leitar fanga í íslendingasög- um, sögnum og samtímaheimild- um. Mér þykir honum takast ágætlega í þessari upprifjun sinni á ýmsum staðreyndum sem varða það svæði sem honum er hjart- fólgið. Það sem hann segir er langt frá því að vera frumlegt, en trúverðugt innan ramma hins þjóðlega fróðleiks. Alla þætti Eðvarðs las ég með athygli og allir þykja mér þeir læsilegir. En nú verð ég að gera upp á milli og val er alltaf erfitt. Það viðtal sem mér þykir bera af er viðtalið við Sigurð Svein Sig- urjónsson. Sigurður Sveinn er áreiðanlega einn þeirra manna sem síst dettur í hug að hann sé að segja eitthvað merkilegt þegar hann lætur til leiðast að segja for- vitnum spyrli frá ævi sinni. En það er undarlegt hve vel hann nær því andrúmslofti sem einkennir lítil pláss. Með því að minnast varla á sjálfan sig, en tefla fram mönnum eins og Ragnar Kon- ráðssyni, miklum húmorista og prakkara, Ingimundi Guðmunds- syni sem þoldi ekki að minnst væri á jólaköku og Leópold Sig- urðssyni sem skar gras með hníf, segir hann okkur frá mannlífi eins og það var í raun og veru. Allir þessir menn eru Sandarar. Þáttur af Jóhönnu Vigfúsdóttur er líka góður hjá Eðvarð. Jóhanna er óvenjuleg kona, eitt af börnum Lúters, og hefur haft mikið gildi fyrir þróun kristindóms og já- kvætt hugarfar. Um öll þessi viðtöl má reyndar margt gott segja. Það er til dæmis ekki ónýtt að kynnast frásögnum Guðlaugar Pétursdóttur af bernsku sinni á Ingjaldshóli, huldufólki og fleiru. Einnig vil ég nefna hljóðláta frásögn Sigur- björns Hanssonar og að mörgu leyti merkilega skýrslu Péturs B. Guðmundssonar. Finnbogi G. Lár- usson úr Breiðuvík er einn þeirra manna sem beinir huganum að hlutum sem skipta máli og hefur góða frásagnargáfu. Skúli Alex- andersson, þingmaður, og Einar Bergmann Arason, kaupmaður, hafa báðir komið við sögu at- vinnumála á Sandi. Kristjón Jónsson var um margt merkilegur maður. Hann náði til að mynda góðum árangri í trjá- rækt í garði sínum, Tröð. En hann var ákaflega hlédrægur, lifði eins og taóisti. Viðtal við hann styrkir þessa skoðun. Sonur Kristjóns Jónssonar og konu hans Helgu El- ísdóttur, Grétar, hefur fengist við að yrkja og gefið út ljóðabók. Hann hefur margt að segja í þeim Blandað Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson BORGFIRZK BLANDA Sagnir og fróóleikur úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. VII. Safnað hefur Bragi Þórðarson. Hörpuútgáfan 1983. Þetta bindi Borgfirzkrar blöndu er hið sjöunda i röðinni. Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akra- nesi hefur safnað efninu og er auk þess einn af höfundum. Viðleitni hans er að safna saman sem mest- um fróðleik úr Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum svo að blandan geti verið sem best heimild um mann- líf á þeim slóðum sem hann þekk- Eðvarð Ingólfsson þætti sem er tileinkaður honum. Grétar Kristjónsson gefur litríka mynd og eftirminnilega af pláss- lífinu á Sandi, ekki síst með lýs- ingum sínum á Gonsa í Borg, al- þýðuskáldi sem meðal annars kemur fram í ekki ómerkari rit- gerð en Til varnar skáldskapnum eftir Sigfús Daðason. Grétar fer á kostum í þessu viðtali, snjall í lýs- ingum sínum á hinu smálega, en mikilvæga mannlífi sem islensk sjávarpláss eru dæmi um. Svo er komið að Axel Clausen. Hann er þjóðsagnapersóna, bróðir Oscars og Herlufs. Axel er alltaf aðalpersónan, en um aðra en sjálf- an sig talar hann þrátt fyrir það. Við klettótta strönd Eðvarðs Ingólfssonar kallar á framhald. Hinn ungi höfundur gerir sitt til að draga upp mynd þess umhverf- is sem hann er sprottinn úr og gerir það laglega. á Skaga ir. Þetta held ég að Braga hafi tekist, en um gæði efnisins hljóta að vera skiptar skoðanir. Við skulum til dæmis líta á kaflafyrirsögnina Kynlegur kvist- ur sem er samtíningur um Leiru- lækjar-Fúsa. Nú býst maður kannski við að eitthvað nýtt sé á döfinni. Bragi hafi fiskað upp áður óþekktar heimildir um Fúsa skepnuna. En þá kemst maður að því að öll dæmin eru úr Þjóðsög- um Jóns Árnasonar. Verður því vafasamur ávinningur að prenta upp á nýtt úr sígildri bók sem margir eiga. En enginn skyldi lasta viðleitni eins og Borgfirzka blöndu. Eg get nefnt sem dæmi um athyglisverð- an þátt, frásögn af sjómennsku, einkum skútulífi Gunnars á Steinsstöðum. Maður finnur að hér er einlæglega sagt frá og án skreytni. Hér er um raunveruleg átök og baráttu fyrir lífi að ræða. Þennan þátt hefur Bragi Þórðar- son skráð sjálfur. Fleiri slík dæmi mætti vitan- lega nefna. Um revíurnar á Akra- Ingimar Erlendur Sigurðsson andspænis valdinu (sem hefði get- að brennt hann á báli) og sagði: hér stend ég, ég get ekki annað. Fleiri ljóð eru hér ort um trúar- hetjuna, t.d. eitt sem heitir Kvon- fangið — efni þess þarf ekki að útskýra. Stundum tekur Ingimar Erlend- ur gömul orð og brýtur þau upp þannig að þau fá nýja og óvænta merking. Með því að slíta sundur »trúarbrögðin« og láta ljóð heita Trúar-brögðin verður til nýtt hug- tak sem sleppur þó ekki við ná- lægð hins gamla og stendur í raun og veru uppi sem andstæða þess. Og ekki held ég að ég misskilji hvað klukkan slær í ljóði sem skáldið nefnir Félags-guð-fraeði: Ilma fá fótspor hans, fyrir tá fýlu manns. Sá er líka góðra skálda háttur að skemmta. Trúarfúsk hygg ég að Ingimar Erlendur hafi sett saman til fróðleiks og skemmtunar eins og stundum er sagt: Herra, hvað er nú þetta, hugsýn, meistara gletta, dropar upp í loft detta? drottins orði þeir sletta. Vinur skáldsins, biskupinn okkar fyrrverandi, Sigurbjörn Einarsson, skrifar formála sem hann nefnir Þakkarorð. »Höfundur þessarar bókar hefur kennt þess loga, sem brann með Marteini Lúther og lýsir af honum,« segir þar meðal annars. Þó margt sé breytt í Evrópu frá því er Mart- einn Lúther hóf að mótmæla af- látssölunni fyrir tæpum fimm öld- um má benda á að hann kom fram á upplausnartímum sem minna um sumt á okkar daga. Evrópa hafði þá glatað hugsjónunum og hafði ekkert að berjast fyrir nema peninga. Ljóð á Lúthersári er hressileg bók og vekjandi og sækir áreiðan- lega fleira til siðaskiptafrömuðar- ins sjálfs en hinna sem síðar dunduðu við að útþynna kenningu hans. Þetta er tilfinningaheit bók. En ekki laus við smágalsa! Útgefandi hefur gert sitt til að útlit bókarinnar hæfi efni hennar. ÓIi og Geiri Bókmenntír Siguröur Haukur Guöjónsson Óli og Geiri Saga fyrir börn Höfundur: Indriði Úlfsson Myndir: Þóra Sigurðardóttir Prentverk: Prentsmiðja Björns Jónssonar Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg Því fylgir ætíð eftirvænting að fá í hendur nýja bók eftir Indriða, því án alls efa er hann meðal snjöllustu rithöfunda, íslenzkra, er skrifa fyrir börn og unglinga. Kemur þar margt til: Hann er af- burða sögumaður, kann skilin milli aðal- og aukaatriða, ritar mál sem ungum er hollt að kynn- ast, og síðast en ekki sízt, þá gleymir hann aldrei því hlutverki góðs uppalanda að verk hans eru mönnum til klifs í þroskans fjall. Alla þessa eiginleika er að finna í þessari 16. bók Indriða. Hann ætlar hana stautfærum börnum. Aðalsögupersónan, Ólafur Jóns- son, 14 ára föðurlwsingi, elzt upp með móður sinni. Oli Jó hefir ekki náð valdi á lestri, finnur til van- máttar, skilur að þessi vanhæfni er hemill á allt hans líf, dæmir hann frá taktstigi við jafnaldra sína. Inná sviðið eru leiddir, meðal Indriði Úlfsson annarra, kaupmaðurinn Aki og vinur Óla, Geiri. Þeir tveir hjálpa Óla til þroska, uppörva hann og styðja, og í lok sögunnar kveðjum við dreng sem skilur: „ ... að ef maður ætlar sér eitthvað og er nógu duglegur þá tekst það næst- um alltaf. Viiji er allt sem þarf.“ Sagan er sögð á léttu máli, við hæfi jæirra sem enn eiga nokkuð erfitt með að tengja saman stafi og atkvæði í orði. Hún er bráð- spennandi, hver síða vekur löngun til að kynnast þeirri næstu. Bókin er öll myndskreytt. Þær eru ein- faldar, falla vel að efni, og því oftar sem ég horfði á þær, óx gildi þeirra í mínum augum. Prentun góð, og eins og oftast með verk þeirra norðanmanna þá er próförk frábærlega unnin. Hafið þökk fyrir afbragðs bók. Þyki þér vænt um telpu eða dreng, réttu þeim þá þessa bók hans Indriða. Bragi Þórðarson nesi er leiklistarsöguleg heimild sem vel á heima í bók af þessu tagi. Þeir höfundar sem Bragi Þórð- arson hefur leitað til eru aftur á móti fremur litlir bógar og hallast helst að málskrafi. Minningar þeirra eru kannski einhvers virði, en málið vandast þegar tilraun er gerð til að láta aðra fá hlutdeild í þeim. Það er dauft yfir lýsingum og tilefnið til að setjast niður og skrifa oft fremur lítið. Myndirnar í Borgfirzkri blöndu eru ekki margar, en segja engu að síður sögu, dæmi gamlir áætlun- arbílar á bryggjunni á Akranesi. Til þess að höfða til fleiri en Borgfirðinga þarf Borgfirzk blanda að öðlast meiri skerpu í framtíðinni. HJÚKRAÐ AF MIKLUM MÓÐI Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir I'sól Karlsdóttir: Forlagaflækja, skáldsaga. Útb. Skjaldborg 1983. Á kápusíðu er sagt að hér sé á ferðinni fyrsta bók skáldkonunnar sem er að öðru leyti ekki kynnt frekar. Einnig er sagt að þetta sé „ótrúlega spennandi skáldsaga þar sem forlögin spinna sinn flókna vef“. Minna hefði nú mátt gagn gera. Sagan hefst á lýsingu á flug- slysi, þar sem barnið Stella verður vitni að því að foreldrar hennar láta lífið. Stella elst upp við ást- leysi vegna þess að Þorbjörg fóstra hennar hefur aldrei orðið móðir (ja, hérna) og getur því ekki skenkt stúlkutötrinu móðurtil- finningarnar margumtöluðu. Samt er Þorbjörg yfirmáta góð manneskja, að þvf er bezt verður séð. En gæzka hennar dugar ekki til: Stella verður kaldlynd og hrokafull, sem hún vex upp, en mjög dugleg i skólanum og allt það. Hún lærir hjúkrun (í útlönd- um — hvað á það að þýða á þess- um síðustu tímum) og síðan kemst hún heimkomin í kynni við Rafn lækni, sem er draumaprins allra hjúkrunarkvenna sem nálægt honum koma. Stellu tekst með brögðum að fá Rafn til að giftast sér og ætlar síðan snarlega að ala honum barn. En þá kemur í ljós að hún getur aldrei orðið móðir og verður það mesta mæða. Ákveðið að ættleiða barn, Rafn hrífst af einstæðu móðurinni Kristínu sem með angist og ekkasogum lætur barnið af hendi til þeirra. Hann uppgötvar að hann hefur aldrei elskað Stellu og þráir Kristínu (sem er líka að læra að verða hjúkrunarkona). Nú gæti Rafn séð fram á langt og leitt lff, en þá fær Stella krabbamein og andast eftir tiltölulega skamman tíma. Áður hefur hún frelsazt og séð að sér og vill að Rafn gangi að eiga Krist- ínu. Ýmislegt smávesen þarf síðan áður en þau geta fallizt i faðma og gengið út í blíðuna. En að lokum fer allt vel. Appú. Og mátti ekki öllu meira vera. Persónurnar eru ósköp daufar og hugsunarháttur höfundar anzi gamaldags. Orð- skrúð og mælgi og mikil mærð. Og söguþráðurinn er beinlínis til að svitna yfir. Þessi bók hefði sómt sér betur fyrir sex-sjö áratugum og á síðustu öld hefði hún senni- lega verið tímamótaverk. En nú er hún bara tímaskekkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.