Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 23
I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 71 að félagsmenn deildu þá á fundi um það, hvort sanngjarnt væri að borga harmoníkuleikara fjórar krónur fyrir kvöldið. Þetta var söluball og var verð aðgöngumiða eða „bílætisins" 25 aurar fyrir manninn. Á þessum söluböllum kom oft fyrir, að seld væru bílæti í Reykjavík, t.d. 50 af 100 árið 1889. Virðast Reykvíkingar töluvert hafa sótt Seltjarnarnesdansana um aldamótin og þar þótti gott að vera eins og segir í Kerlingarvís- um Haralds Á. Sigurðssonar: „því þá, því þá var sandurinn af sjönsunum á Seltjarnarnesdönsunum með söng og hopp og hí“. Eftir að starfsemi Framfarafé- lagsins fluttist í nýja skólahúsið árið 1906, var sá háttur upp tekinn að halda árlegar jólatrésskemmt- anir fyrir börn á Seltjarnarnesi. Þá hófust einnig þrettánda- skemmtanir, sem síðan tíðkuðust um árabil. Til fjáröflunar og skemmtunar hafði félagið öðru hverju tombólur og fóru þá svo- kallaðir „tombólusafnarar" um Nesið. Fyrir kom, að haldin væru „lotterí" eða happdrætti, t.d. var hestur í vinning árið 1890. Hestur- inn kom reyndar á óseldan miða og lenti því hjá félaginu sjálfu, sem síðan seldi hann aftur, en það hafði hins vegar töluverðan kostn- að af eldi og gæzlu þessa happ- drættisvinnings síns. Messuhald Kirkja Seltirninga í Nesi fauk af grunni í aftakaveðri árið 1799. Eftir það áttu þeir kirkjusókn til Reykjavíkur. Svo virðist sem prestar þeirra hafi ekki messað á Framnesinu á 19. öld, enda ekki húsakynni til þess, a.m.k. þangað Anna Guömundsdóttir. Formaöur 1926—1930. til skólahús var reist. Framfarafé- lagið hafði forgöngu um það, að prestarnir kæmu til messuhalds í Mýrarhúsaskóla og er þess fyrst getið í fundargerðabókum félags- ins árið 1915, en þá kom séra Bjarni Jónsson. Vel má þó vera, að þetta hafi byrjað eitthvað fyrr. Ekki voru messur haldnar reglu- lega í Mýrarhúsaskóla, en vetur- inn 1923—1924 kom séra Friðrik Hallgrímsson fjórum sinnum fram á Nes til þess áð messa. Framfarafélagið greiddi allan kostnað við messuhaldið, t.d. við að flytja prest „fram á Nes og inn í bæ“. Forystumenn Þegar Framfarafélagið var stofnað árið 1883, voru þrír búend- ur einna mestir sveitarstólpar í Seltjarnarneshreppi. Þeir voru Ólafur Guðmundsson í Mýrarhús- um, Sigurður Ingjaldsson í Hrólfs- skála og Kristinn Magnússon í Engey. Allir voru þeir útvegs- bændur, framfaramenn og höfðu afskipti af sveitarstjórnarmálum. Þremenningarnir voru meðal stofnfélaga í Framfarafélaginu og létu þar mikið til sín taka fyrstu árin, en gegndu þó ekki for- mennsku. Olafur og Sigurður dóu báðir árið 1887 en Kristinn 1893. Nokkru áður en Sigurður lézt, hélt hann ræðu í Framfarafélaginu og mælti fast gegn notkun ýsulóða af eins konar fiskverndarástæðum. Hann taldi þessar lóðir „draga upp seiðissmáan fisk, og þegar hann er dreginn þá er þar með fyrirgert lífstilveru hans í sjónum og framförum og hvöt til að koma aftur á sínar stöðvar, en það er þó margreynt að fiskitegundir leita stöðva sinna ár eftir ár á meðan þær lifa bæði í ám, sjó og vötn- um“. Um Sigurð var sagt í Isafold, að hann hafi verið „búhyggjumað- ur mikill, enda fjáður vel, hjálp- samur við bágstadda, sveitarstoð mikil, ráðsvinnur og ráðhollur". Eftir lát þremenninganna tók næsta kynslóð við og hún réð ferð- inni í Framfarafélaginu fram yfir aldamót. Það voru menn eins og Ingjaldur Sigurðsson hreppstjóri á Lambastöðum og Pétur útvegs- bóndi í Hrólfsskála (synir Sigurð- ar Ingjaldssonar), Jón Jónsson, skipstjóri og útvegsbóndi í Mels- húsum, Guðmundur Einarsson út- vegsbóndi í Nesi og bræðurnir Guðmundur og Runólfur Ólafs (synir Ólafs í Mýrarhúsum). Þeir urðu báðir útvegsbændur og bjó Guðmundur í Nýjabæ en Runólfur um tíma í Pálsbæ. Allir þessir menn sátu um lengri eða skemmri tíma í stjórn Framfarafélagsins og auk þeirra nokkrir skipstjórar og menntamenn, sem búsettir voru í hreppnum. í fyrstu stjórn voru Jón Jónsson formaður, Ólaf- ur M. Stephensen frá Viðey (síðar prestur) skrifari og Ingjaldur Sig- urðsson, gjaldkeri. Fyrstu árin voru aðeins karlar í Framfarafé- laginu, en tvær fyrstu konurnar gengu í það árið 1890. Runólfur ólafs hafði forgöngu um að endurreisa Framfarafélagið árið 1903 og Jón G. Þórðarson skipstjóri frá Ráðagerði var síðan formaður í fjögur ár, en eftir það fór sjómönnum og útvegsbændum að fækka á Seltjarnarnesi og aðrir menn tóku við forystu í félaginu. Meðal formanna á síðustu áratug- unum, sem félagið starfaði, má nefna Eyjólf Kolbeins í Bygggarði, Þorstein G. Sigurðsson, skóla- stjóra, Önnu Guðmundsdóttur, húsfreyju í Ráðagerði, ísak Kjart- an Vilhjálmsson, bifreiðarstjóra frá Knopsborg og Sigurð Jónsson, skólastjóra, sem var síðasti for- maður félagsins. Anna í Ráðagerði var eina konan, sem formennsku gegndi og hún var líka fyrsta kon- an, sem til máls tók í félaginu en það gerði hún á fundi árið 1904. Hnignun Eins og nefnt hefur verið, hélt Framfarafélagið áfram að auka bókaútlán sin alla tíð. Hins vegar fór önnur starfsemi þess minnk- andi, þegar leið á 4. áratug þessar- ar aldar og munu breyttir þjóðfé- lagshættir hafa valdið því. Kvik- myndahús og danshús höfuðstað- arins drógu til sín unga fólkið á Nesinu og á heimilum var komið útvarp til þess að stytta fólki stundir. Félögum í Framfarafé- laginu fór þvi fækkandi og þeir áttu æ örðugra með að afla fjár til bókakaupa. Árið 1931 tók Sel- tjarnarneshreppur að styrkja safnið með fjárframlögum. Síðasta árið, sem Framfarafé- lagið hafði aðra starfsemi en bókaútlán, var árið 1936. Þá voru haldnir tveir skemmtifundir með upplestri og fleiri atriðum. Á aðal- fund 1938 mættu aðeins þrír félag- ar og fram kom, að enn væru keypt sömu tímarit og áður auk nokkurra bóka. Síðan kom stríðið með öllu sínu umróti og 18. des- ember 1943, réttum 60 árum eftir stofnun Framfarafélagsins, var ákveðið að slíta því formlega. f lögum þess stóð, að yrði því slitið, skyldu eignir renna til Seltjarnar- neshrepps. Var við þetta staðið, enda lagði hreppurinn fram 3.000 kr. til eflingar safninu. Síðasti formaður og bókavörður Fram- farafélagsins, Sigurður Jónsson skólastjóri, hélt áfram að sjá um bókasafnið, sem upp frá því hét Bókasafn Seltjarnarness. Það safn var áfram í Mýrarhúsaskóla eldri en síðan flutt í nýjan Mýrarhúsa- skóla um 1960. Sambýli bókasafns og barnaskóla, sem staðið hafði frá árinu 1885, lauk loks nú í nóv- ember, er opnað var nýtt bóka- safnshús við Melabraut. MorgunblaðiA/ Sijfurgeir. Eigandinn Ólafur Gránz, í hinum nýja sal. Vestmannaeyjar: Nýr sýningarsalur Carol Vestmannaeyjum, 26. nóvember. Byggingarvöruverslunin Carol í Vestmannaeyjum hefur opnað nýjan sýningarsal í húsnæði versl- unarinnar að Brimhólabraut 1. Er verslunin nú á um 300 m' gólffleti á tveimur hæðum. í hinum nýja sýningarsal eru nokkrar gerðir af uppsettum eldhúsinnréttingum frá Haga á Akureyri auk baðinn- réttinga og skápa. Þarna eru að auki til sýnis ýmis raftæki frá versluninni Kjarna. Auk innréttinga selur Carol all- ar almennar byggingarvörur frá ýmsum þekktum fyrirtækjum, svo og teppi. Eigandi Carol er Ólafur Gránz húsa- og húsgagnasmíða- meistari og sagðist hann veita fólki ráðgjöf, teikna og skipu- leggja eftir óskum hvers og eins við val á innréttingum og við- skiptavinum sagðist hann bjóða góð greiðslukjör. — hkj. íslensk bókamennincj er verómæti Franz Kafka Réttarhöldin Ein frægasta skáldsaga heimsbókmenntanna í þýöingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar gefin út í tilefni af aldarafmæli höfundar. Fá skáldrit hafa haft eins mikil áhrif á skáldsagnagerð Vesturlanda og RÉTTARHÖLDIN. Verk þetta geymir ótæmandi sannleika um líf nútímamannsins og samfélag okkar daga. Franz Kafka Réttarhöldin SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVlK — SlMI 13652 s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.