Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 ^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! „Þetta var eins og að vaða straumþungt fljót" Skjaldborgarútgáfan á Akureyri hefir nú sent frá sér bók, sem laet- ur fremur lítið yfir sér og heitir því hógværa nafni „eitt rótslitið blóm“. Þetta er söguleg skáldsaga og fjallar um ævi Skúia Skúlason- ar hins oddhaga, Akureyrings, sem uppi var fyrir og um aldamótin síð- ustu og hlaut fyrsta styrkinn til myndlistarnáms, sem Alþingi ís- lendinga veitti. Hann var okkur ár við nám í Kaupmannahöfn, sam- tímis þeim Ásgrimi og Einari Jónssonum, en varð skammlífur og er nú fáum kunnur. Höfundur sögunnar er einnig akureyrskur myndlistarmaður, Valgarður Stefánsson, sem nú hefir samið fyrstu bók sína. Segja má, að honum kippi að sumu leyti í kynið, því að afa- bróðir hans, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, ritaði einmitt einu skáldsögu sína um mynd- listarmanninn Sölva Helgason. Fréttamaður Mbl. hafði hug á að kynnast verki og vinnubrögð- um Valgarðs svolítið nánar og fékk því leyfi til að ónáða lista- manninn á alhvítum sunnu- dagsmorgni í vinnustofu hans, þar sem Glerárdalur breiðir brosandi út faðminn utan við gluggann. Fyrsta spurningin var ef til vill nokkuð fávísleg: — Er svo að skilja, Valgarður, að þú sért alveg buinn að leggja frá þér pensilinn og hafir tvíhent pennann í staðinn? — Nei, nei, ekki til frambúð- ar, en að vísu í bili, meðan ég hef verið að vinna að bókinni minni. Ég er þannig gerður, að þegar ég helli mér út í eitthvað, vinn ég að því óskiptur. Ég geri bara það, sem mig langar til að gera hverju sinni, og læt ekkert aftra mér. — Er langt síðan þú byrjaðir á ritmennsku? — Býsna langt. Ég hef lagt grunn að fáeinum öðrum sögum og verið byrjaður á þeim, en á þessari byrjaði ég fyrir tveimur eða þremur árum. — Hver var kveikjan að henni? — Skömmu eftir að ég eignað- ist bókina „íslensk myndlist á 19. og 20. öld“ eftir Björn Th. Björnsson, sá ég Skúla Skúlason- ar þar stuttlega getið, og þá þeg- ar tók þetta efni að stríða á mig. Skúla er ekki getið í Sögu Akur- eyrar eftir Klemens Jónsson, en í bókinni hans Björns Th. las ég, að „furðanlegt mætti það samt heita, ef ekki leyndist eitthvað eftir hann á Akureyri," þar sem hann talar um Skúla. Ennfrem- ur: „Ekki eru nú lengur til nein handa-verk Skúla Skúlasonar, svo mér sé kunnugt." — Er þetta rétt? — Ég trúði þessu lengi vel. En ég fór svo að kanna blöð, bækur og ævisögur hér á Amtsbóka- Rætt við Valgarð Stefáns- son, höfund skáldsögunnar „Eitt rótslitið blóm“ safnnu og fann ekkert um Skúla annað en það, að hann hefði skrifað nokkrar þjóðsögur í safn ólafs Davíðssonar og í Huld. Einnig er til bréf frá honum til ólafs, sem hann hefir skrifað skömmu fyrir andlát sitt og þá orðinn fjársjúkur maður, en þar kemur meðal annars fram, að hann hefði smíðað grasatínur fyrir ólaf. Þær eru enn til og eru í vörslu frú Huldu Stefánsdótt- ur. — En hvað um listaverk? — Ég sneri mér til Listasafns íslands í Reykjavik og spurði, hvort þar væri nokkuð til eftir Skúla, en fékk þau svör, að þar á bæ væri ekki kunnugt um þetta nafn og þar væri ekkert að finna eftir manninn. Þá var ég samt byrjaður á bókinni, en vildi ekki sætta mig við að finna ekkert. Ég fór í gegnum allar skrár á Minjasafninu á Akureyri og fann ekkert, sem fullyrða mætti, að væri eftir Skúla. Eftir beiðni minni lét íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn kanna málið í Listaakademíunni, þar sem Skúli var við nám í 5 ár, 1894—1899, en allt kom fyrir ekki. Allt virtist vera afmáð, og mátti það merkilegt heita. — En þú hefur samt ekki gefist upp? — Nei. Ég hringdi til starfs- manns á Þjóðminjasafni íslands og bað hann ásjár. Hann svaraði eftir fáeina daga og hafði þá fundið nafn Súla á skrá, sem Matthías Þórðarson hafði gert fyrir löngu og vísaði til tveggja höggmynda, sem við nánari eft- irgrennslan fundust í geymslum Listasafns íslands þrátt fyrir allt. Vel má vera, að fleira kunni að koma í leitirnar. Nokkrum dögum eftir að bókin kom út, hringdi til mín maður hér á Ak- ureyri og sagðist eiga eintak af gamalli útgáfu Egils sögu Skalla-Grímssonar með nafni Skúla á titilblaði. Fyrstu tvær síðurnar væru handskrifaðar, hvort sem Skúli hefur gert það eða einhver annar. Það er mjög vel gert og upphafsstafir kafla skrautskrifaðir. — Hvernig gekk þér að afla upplýsinga um svipmót og blæ þess tíma, þegar sagan gerðist? — Lýsingar á aldarfari á Ak- ureyri um og fyrir aldamótin 1900 hef ég helst úr blöðum, bók- um og viðtölum, sem ég hef lesið og kanna. Ég hef meira að segja safnað að mér ljósmyndum, sem sýna tísku og klæðaburð þessara ára. Auk þess hef ég verið svo heppinn að vinna með öldruðu fólki, sem hefur lifað gamla tíma og er fúst að miðla af þeirri þekkingu sinni, svo sem eins og óskar Guðjónsson, starfsmaður sjúkrahússins, maður stálminn- ugur og fróðleikssjór. í þessari aldarfarskönnun liggur mikil vinna, en hún er um leið nauð- synlegur bakgrunnur sögunnar. Ég reyni að segja satt frá og eft- ir bestu vitund til að gefa sem sannasta mynd af bæjarbrag, aldaranda, Skúla sjálfum og þeim mönnum, sem hann um- gekkst. Ég skrifaði bókina nokkrum sinnum, og í sjöttu og síðustu uppskriftinni kastaði ég um 50 síðum, mest samtölum, sem mér þótti ekki koma efninu nægilega mikið við. — Vandvirknin hefur verið boð- orðið æðst? — Já, ég reyndi að gera eins vel og ég gat, hvernig sem til hefur tekist. Að vísu sé ég eftir á, að sitthvað hefði mátt betur fara á annan veg, en sennilega er það svo um öll verk okkar. Þetta er alveg eins og um myndverk. En annars er ég hættur að hugsa um þessa sögu. Ég er búinn að loka þessari bók, hún er liðin tíð. Nú er að snúa sér að öðru og fást við það. Auðvitað hefur maður lært margt á þessari vinnu og notar það kannski seinna, beint eða óbeint, sennilega fremur óbeint, í vinnubrögðum og við- horfum. — Hefurðu tamið þér einhvern sérstakan stil? — Ég skrifaði eftir tilfinn- ingu minni, án þess að ég gerði mér far um að skrifa á einn hátt fremur en annan. Ég reyndi ekki að tileinka mér neinn sérstakan stíl og þaðan af síður stílbrögð. Hins vegar reyndi ég að búa til ólíkar persónur, sem hver um sig urðu að hafa sín sérkenni, bæði í útlitslýsingum, hátterni og málfari í tilsvörum. Ég verð að trúa því sjálfur, að það sé satt, sem ég er að segja og skrifa. — Er þér létt um að skrifa? — Þegar ég er kominn af stað. Ég var að visu oft að því kominn að gefast upp, þetta var eins og að vaða straumþungt fljót. Það var auðvelt upp við bakkana, en í miðjum álnum ætlaði allt að fara á bullandi bólakaf. En yfir komst ég. Ég vissi reyndar ekki, út í hvað ég var að leggja, þegar ég var að byrja á þessari bók, gerði mér enga grein fyrir því,' en það hjálpaði mér, að ég er ekki verkkvíðinn. MorpinbUdiA/ Sv.F. Valgarður Stefánsson — Hvort þykir þér skemmti- legra að mála eða skrifa? — Ég get ekki gert upp á milli þess. Ég geri bara það, sem mig langar til. Ég lærði einu sinni að spila á orgel hér í Tónlistarskól- anum, og mér þykir líka skemmtilegt að grípa í það. — Hvað er svo næsta mál á dagskrá? — Ég er ekki búinn að ákveða það, en sitthvað kemur til greina. Mesta áhugamál mitt er að koma upp yfirlitssýningu ey- firskra myndlistarmanna, sem mér hafa fundist vera gróflega vanrækjtir til þessa. Sýningin krefst langrar og gífurlega mik- illar undirbúningsvinnu og jafn- framt baráttu við tregðu- og úr- töluöflin. Listfræðingar hafa sniðgengið Eyjafjörðinn í um- fjöllun um myndlist og haldið því fram, að hér sé ekkert til, sem vert sé að sýna. En ég er á annarri skoðun, og þessi sýning er mér metnaðarmál fyrir hönd Eyjafjarðar og Akureyrar. Við verðum að halda á lofti verkum og minningu feðranna, það er okkar arfur og skylda. — Hvernig hefurðu fengið tíma til að vinna að áhugamálum þín- um? — Ég vinn 10 tíma á dag fyrir daglegu brauði sem innkaupa- stjóri Fjórðungssjúkrahússins. Tíminn til að sinna hugðarefn- um hefur því ekki verið mikill, en ég er hraustur, andlega og líkamlega, og þoli vel vinnu. Ég hef stundað yoga og hugrækt og get þolað langvinnt og þungt vinnuálag, og ég get lagt á mig mikla vinnu, ef ég fæst við það, sem ég hef raunverulega áhuga á. Meðan ég var að vinna að bók- inni, naut ég mikils og ómetan- legs stuðnings konunnar minnar, Guðfinnu Guðvarðardóttur, sem sá alltaf um að ég hefði gott næði til ritstarfanna. Ég held, að rithöfundar verði annaðhvort að vera vel kvæntir eða alls ekki kvæntir. Það kom oft fyrir, að ég fór beint frá ritvélinni til vinnu minnar á spítalanum og hafði þá unnið næturlangt við áhugamál mitt, söguna af rótslitna blóm- inu, sem flestir voru löngu búnir að gleyma. Sv.P. Fulltrúar á þingi norrænna lyfjatækna. Norrænt þing lyfja- tækna NORRÆNT þing lyfjatækna var haldið í Reykjavík dagana 3.—7. september sl. Þingið sátu fulltrúar frá fslandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Á þinginu voru rædd helstu hagsmunamál lyfjatækna, meðal annars tölvuvæðing apóteka, menntun lyfjatækna, trúnaðar- menn í apótekum og menntun þeirra og kjaramál. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt þing er haidið á fslandi, en auk þess að sitja þingið fóru fulltrúar í skoðunarferðir um Reykjavík og Suðurland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.