Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Lúðvík Kristjánsson af barkaþóftunni að framan, sem var keipalaus og andófsþóftunni að aftan. Næst kom háandófið eða andófið, eins og það var kallað. Þar næst fyrirrúmið, þá miðrúm- ið, þá slógrúmið og svo loks aust- urrúmið. Þófturnar milli þessara rúma hétu hver og ein eftir sínu rúmi. Þóftan, sem takmarkaði austur- rúmið að aftan, hét biti eða fiski- biti, en endar þóftunnar úti við borðin hétu bitahöfuð. Bitinn var hið mikla virðingar- sæti og afmarkaði skutinn, sem kom fyrir aftan. Fyrir aftan bit- ann kom miðskutur, sem tak- markaðist af skorbita, sem að- skildi rúm formanns frá skut. í miðskut var höfð mjó þófta fyrir miðskutsmann að sitja á, en keip- ar fylgdu henni ekki. Skorbitinn, sem aðskildi rúm formanns frá miðskut, var með þiljum niður að kjölsogi til þess að enginn fiskur gæti runnið inn í formannsrúmið eða stjórnrúmið, enda þurftu formenn aldrei að renna færi frekar en þeir vildu. Þá er að geta þess, hvernig formenn röðuðu niður skipshöfn- inni. Fremst í húmborunni, sem líka var stundum kölluð krús, var hinn gamli og slitni sjómaður, sem fyrr er getið. Hann var ekki látinn hvíla, sem kallað var, þegar róið Jón Thorarensen var. Næst komu tveir menn, sem voru í barka, næsta rúmi við húmboruna. Þar voru valdir helzt fisknir menn. Þá kom næsta rúm, hnútan eða söxin. í þetta rúm voru valdir fisknir menn, stórir, sterkir, fótvissir, yfirleitt kunnir að karlmennsku, aðgætni og sjó- hæfni. Þeir voru skiphaldsmenn og leiðsögumenn á grynningum, ef á þurfti að halda. Þessir síðast- töldu fjórir voru yfirskipsmenn- irnir. Þeir höfðu það starf meðal annars, að hvíla ræðara á háand- ófi, fyrirrúmi og miðrúmi. Þá skal röðinni haldið áfram: Næst kom háandófið eða andófið, eins og það var oftast kallað. í það rúm voru valdir úrvals sjómenn, afburðamenn til allra verka, alltaf stórir menn, ef hægt var, sterkir og miklir ræðarar, en þurftu ekki að vera fiskimenn. Skiprúmið i há- andófinu á stjórnborða var að öllu jöfnu mesta virðingarsæti og virð- ingarstaða næst formanni. Sá maður, er það sæti skipaði, þurfti að hafa mikla sjóhæfni og yfir- gripsmikla þekkingu á sjólagi og vindum. Þá kom fyrirrúmið. Þar var einna ógleggst, hvernig menn voru valdir, en venjulegast voru þar látnir ófisknir menn, en þolnir ræðarar. Þá kom miðskipsrúmið eða miðrúmið. í það rúm voru valdir góðir ræðarar og helzt miklir fiskimenn um leið. Síðan kom slógrúmið. Þar voru valdir jafn- beztu ræðarar skipsins. Þá var næst austurrúmið. Þar voru valdir gætnir og reyndir sjó- menn, fremur en kraftamenn eða ræðarar. Þeirra verk var jafnan meðal annarra að „leggja lagið" þegar róið var. Þá komu tveir bitamenn, en bit- inn var, eins og sagt hefur verið, aftari þófta austurrúmsins. Þetta voru mikil virðingarsæti, ein mestu á skipinu, og þangað valdir úrvals fiskimenn. Þeir voru um leið ráðgjafar formanns, ef hann þurfti einhvers með, sem sjaldan kom fyrir. Bitamenn höfðu það starf að hvíla ræðara í slógrúmi og austur- rúmi. Loks kom miðskutsmaðurinn, sem venjulega var óharðnaður unglingur. Hann hvfldi ekki, en stundaði fiskdrátt eins og hann gat, og renndi færi sínu sam- kvæmt skipun alltaf undantekn- ingarlaust á stjórnborða. Að endingu var svo rúm for- manns fyrir aftan skorbitann. Það var þiljað af niður undir kjölsog, svo ekkert bærist til hans úr eða af fiski. Hann stundaði ekki fisk- drátt frekar en honum sýndist. Þá hefur verið minnst á starf og stöður þeirra nítján manna, sem mynduðu skipshöfnina. Að vera formaður á teinæringi var mikil virðingar- og heiðurs- staða. Til þess völdust afburða- menn. Þeir voru virðingarmenn síns tíma. Þá höfðu formenn á teinæringum þær eftirfarandi reglur, sem enginn nú á tímum þekkir ástæður fyrir. Þeir reyndu alltaf að hafa bezta fiskimanninn á skipinu, bitamanninn, á bak- borða, og sjálfur renndi formaður- inn, ef hann bar það við, undan- tekningarlaust alltaf á bakborða. Það var regla hjá formönnum yf- irleitt, að hafa alla þá skipshafn- armenn, sem renndu á bakborða, beztu fiskidráttarmennina. Hér er lýst þjóðháttum á tein- æringum, lýst skiprúmum, lýst hvernig menn voru valdir, hvernig þeim var raðað niður í samræmi við hæfileika þeirra og verkaskipt- ingu, en í öllu slíku eru lýsandi sjávarhættir, lífsreynsla og lærd- ómur í löngu starfi formanns. Allt vekur þetta óteljandi spurningar um margt, sem við nútímamenn höfum eigi svör við. En þetta sýn- ir, hve geysilegt verkefni þetta er, og á eihskis eins manns færi að gera því rækileg skil. Lúðvík Kristjánsson hefur með riti sínu gefið fræðimönnum nú og síðar tækifæri til þess að bæta við verk þetta, því að sjávarhættir og alls konar siðvenjur í sambandi við trú sjómanna er sá mikli frum- skógur sem líklega næst nú ekki til lengur, en þyrfti sem mest að tengjast byggingarsögu sjávarút- vegsins, sem er mjög ítarleg hjá höfundinum. Aldrei töluðu þeir Hjalti og Oddur um sexæringa og feræringa og aldrei heyrði ég þessi orð í upp- vexti mínum, heldur fjögra- mannafar og sexmannafar. Aftur á móti alltaf um áttæring og tein- æring (teinahring). Eins og við vitum var misjafnt málfar á milli héraða. Á blaðsíðu 142, II bindi, segir höfundur: „... bönd fremst og aft- ast i skipi voru kölluð á Suður- nesjum krikkjur." Þessi bðnd hétu líka krypjur. Á blaðsíðu 167 byrjar kafli svona: „Umbúnaðurinn, sem árin leikur í, þegar róið er, heitir einu nafni ræði.“ Hér hefði þurft strax í byrjun að útskýra hvað er ræði og lýsa því, en síðan útskýra hver sé mun- ur á ræði og keip. Hvergi er þetta rétt í orðabók- um, jafnvel Blöndals orðabók hef- ur þetta rangt. Ræði er það, þegar keipjárnin hafa verið fest á keipstokkinn, sem öðru nafni kallast hástokkur. Keipjárn komin á skipið heita ræði. Þegar svo keipnefjurnar, litlir þríkantaðir trébútar, sem líka heita vaðnefjur, hafa verið festar sitt hvorum megin við keipjárnin, þá fyrst heitir þetta allt keipur. Keipjárnin með nefj- um heita þannig einu nafni keip- ur. Síðan rekur höfundur sögu um hvernig búið var um árarnar á ýmsum tímum, og er það fróðlegt. 67 í kaflanum um skipasmíðar á blaðsíðu 291 síðast er aðeins minnst Eggerts Björnssonar í Kirkjuvogi (1825—1905), en hon- um hefði þurft að gera miklu betri skil, þar sem hann var einn mesti stórskipasmiður á Suðurlandi á sinni tíð. Hann var framúrskar- andi sjónhagur við skipasmíðar og afkastamikill, eins og sá fjöldi skipa sýnir, sem hann smíðaði. Eg hef nú minnst hér á nokkur atriði, en miklu fleiri athugasemd- ir mætti gera með fullri virðingu fyrir ritverkinu. Það er engin furða, því að hér er ekki neitt lítið efni á ferðinni, þar sem um er að ræða lýsingu á hinum forna sjáv- arútvegi þjóðarinnar. Það er alveg útilokað, að einn maður geti gert þessu geysilega verki skil til hlítar. En þetta rýrir ekki þakklætið til Lúðvíks Kristjánssonar. Hann hefur komið þessu saman með dugnaði, og þó að það sé ekki full- komið og ekki gallalaust, þá er þetta merkilegt verk. og mikil vinna að baki. Sumir kaflar eru skemmtilegir, svo sem „Heiti umfara, bls. 153, II bindi, og Bitafjalir og Bátavísur á bls. 226, II bindi." Að lokum má segja, að það, sem skilur á milli sr. Jónasar frá Hrafnagili í íslenzkum þjóðhátt- um og Lúðvíks Kristjánssonar í Sjávarháttum, er sá munur að þjóðháttalýsingar sr. Jónasar eru meiri, hvar sem hann kemur þeim við. Þess vegna verður rit hans safaríkara og skemmtilegra af- lestrar, en í Sjávarháttum Lúð- víks er byggingarsaga skipanna og margs konar merkilegur fróðleik- ur meginefnið, en þjóðhættirnir, sem hér eru nefndir sjávarhættir, minni miðað við þetta mikla efni. Þess vegna verður rit Lúðvíks Kristjánssonar þurrara og þyngra aflestrar. Báðir hafa þeir, sr. Jónas og Lúðvík, skipað sér verðugan sess í þjóðháttum, og rit þeirra verða grunnrit, þegar þjóðfræðingar framtíðarinnar fara við þau að bæta. Jón Thorarensen er fyrrverandi prestur í Nessókn í Reykjavík. ** t,y9air r toðfi 'n. '*•***> Síríus Kbnsum suðusúkkulaði Gamla góða Síríus Konsum súkkulaðið er í senn úrvals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og dijúgt til suðu og í bakstur, enda jafnuinsælt í nestispökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er vinsælast hjá þeim sem velja bara það besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.