Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983
61
stefnumörkun liggja fyrir frá
meirihlutanum f þessu aðkall-
andi máli, en það væri vítavert í
ljósi þess neyðarástands sem
ríkti í þessum málum. Söluíbúðir
fyrir aldraða leystu ekki
vandann fyrir þá, sem eru á bið-
lista Félagsmálastofnunar eftir
þjónustuíbúðum og hjúkrunar-
heimilum.
Um sérstakan nefskatt á borg-
arbúa sem borgarfulltrúar
þriggja flokka gerðu að umræðu-
efni, sagði Davíð Oddsson, borg-
arstjóri, að tekjustofnar sveitar-
félaga væru markaðir með lög-
um og þyrfti því löggjöf til sem
næði til alls landsins, ef menn
teldu það æskilega lausn.
Páll Gíslason sagði að 45 pró-
sent þeirra einstaklinga, sem
voru á lista Félagsmálastofnun-
ar í apríl sl. eftir íbúðum, byggju
í eigin íbúðum, aldraðir væru því
ekki aðeins að leita eftir hús-
næði, heldur jafnframt þjónustu
og öryggi. Til þeirra bygginga
sem byggðar hefðu verið á síð-
ustu árum í þágu aldraðra hefði
verið vandað, en það sparaði
borginni m.a. viðhaldskostnað í
framtíðinni. Kostnaður við þær
hefði heldur ekki verið úr hófi.
Guðrún Ágústsdóttir mót-
mælti líka orðum Gerðar Stein-
þórsdóttur um flottræfilshátt
við byggingar aldraðra sl. ár, en
hægt væri að byggja vandaðar
byggingar með minni tilkostnaði
en ella, t.d. með stöðluðum teikn-
ingum fyrir elliheimili um allt
land. Kvaðst hún telja að minna
fjármagni hefði verið veitt í ár
til bygginga fyrir aldraða hlut-
fallslega en síðustu árin og að nú
stefndi enn í þá átt fyrir næsta
ár. Mótmælti Páll Gíslason því
og sagði tölur hennar ekki alls-
kostar réttar.
SAGAN UM
tuma kettling
Þrjár barnabæk-
ur frá Almenna
Almenna bókafélagið hefur gefið
út þrjár bækur fyrir yngstu lesend-
urna eftir Beatrix Potter, frægan
breskan barnabókahöfund. Þýðandi
er Sigrún Davíðsdóttir. Þessar bæk-
ur eru:
Sagan um Pétur kanínu. Hún
fjallar um ærslabelginn Pétur
kanínu, nánasta umhverfi hans og
hættuleg ævintýri sem hann lendir
í.
Sagan um Tuma kettling. Þessi
Tumi kettlingur er hálfgerður
óþekktarangi en anzi skemmtileg-
ur, og svo segir sagan frá systrum
hans tveimur sem eru ekki síður
skemmtilegar.
Sagan um Jemínu pollaönd.
Jemína vildi fremur unga út eggj-
um sínum sjálf en láta einhverja
hænu gera það. En hún setti sig í
mikla hættu, því að rebbi sat á
svikráðum. En fyrirætlun hans
mistókst, og var það að þakka
hundinum Snata.
Litmyndir eru á annarri hverri
síðu f þessum bókum af þeim at-
burðum sem verið er að segja frá á
síðunni á móti.
Bækur Beatrix Potter eru í litlu
broti og er hver bók 60 bls.
Tómas (t.v.), Sven Arve og Guðmundur leika af innlifun.
Kaupmannahöfn:
Jazz og upplest-
ur í Jónshúsi
JónshÚNÍ, 21. nóvember.
GÓÐ SKEMMTUN var í félags-
heimilinu í Jónshúsi si. föstudags-
kvöld, er ungur rithöfundur og tón-
listarmenn skemmtu fjölmörgum
löndum, sem þar voru samankomn-
ir.
Einar Már Guðmundsson rit-
höfundur las nokkra kafla úr
nýrri bók sinni, sem út kemur
þessa dagana hjá Almenna bóka-
félaginu, en Einar Már vakti
mikla athygli með fyrstu bók sinni
Riddurum hringstigans, sem bráð-
lega verður þýdd á dönsku með
styrkveitingu úr norræna þýð-
ingarsjóðnum. Nýja bókin heitir
Vængjasláttur í þakrennu, og
fengum við áheyrendur að kynn-
ast lífi og viðfangsefnum ýmissa
kynlegra kvista, sem sem Antoni
rakara, Magga á hjólinu og Fedda
feita. Er frásagnarstíll Einars
Más leiftrandi og fjörugur og
beindist óskipt athygli viðstaddra
að hressilegum upplestri hans.
Þá létu þrír ungir tónlistar-
menn, sem kalla hljómsveit sína
„Inter Skandinavian Jazz Band“,
vandaðan jazz með tilþrifum. Þeir
félagar eru Guðmundur Eiriksson
á píanó, sem áður er getið í frá-
sögnum héðan úr Jónshúsi og
stundar hér tónlistarkennaranám;
Tómas Einarsson, sem nemur
bassaleik hjá fyrsta bassaleikara í
„Den kongelige kapel", en hefur
áður leikið með jazzhljómsveitum
heima og lært hjá Jóni Sigurðs-
syni bassaleikara; og sá þriðji er
Norðmaður, Sven Arve að nafni,
sem leikur á gitar og hefur átt
heima á íslandi í níu ár og leikið
með hljómsveitinni Haukum.
Tókst þeim félögum að skapa
ósvikna jazz-stemmningu í félags-
heimilinu. G.L. Ásg.
Listasmíð
Olíukola
- fyrir fólk
í góðu skapi
Með íslenskri
ilmolíu ra
Höföabakka 9
S.85411
y