Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 59 úr starfi aðila sem hafa starfað hér fyrir. En það sem mér finnst vera meginmálið í þessu er að máttarstólpinn í stjórnmálum landsins og burðarásinn, Sjálf- staeðisflokkurinn, hefur endurnýj- að kraft sinn. Starfið í flokknum hefur verið nógu frjótt og öflugt til að yfirstíga innri örðugleika og nýafstaðinn landsfundur flokksins staðfestir svo ekki verður um villst hvar hin raunverulega gróska í stjórnmálum á fslandi er. Prófkjörin hafa ekki stuðlað að þeirri endurnýjun sem margir hefðu vænst — í kosningunum sl. vor eða í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins sl. vetur varð lítil endurnýjun á mönnum í öruggum sætum á listum flokksins t.d. í Reykjavík. Á ungt fólk undir högg að sækja í þessu efni? — Það er mjög misjafnt hvað endurnýjunin er mikil og ör, — fyrir síðustu kosningar varð t.d. mikil endurnýjun í Suðurlands- kjördæmi, en f Reykjavík voru á hinn bóginn fyrir margir mætir þingmenn sem höfðu á unnið sér traust. Það er þess vegna vel skilj- anlegt að þeir sem fara nýir í prófkjör, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir eigi nokkuð undir högg að sækja. — Áttu von á breytingum í þessu efni, Ld. í Reykjavík, í næstu fram- tíð? — Já, ég á von á því með hlið- sjón af þeim kynslóðaskiptum sem eru að verða í flokknum. — Ertu ánægður með prófkjörin í þeirri mynd sem þau eru? — Ég tel, að þau prófkjör sem voru innleidd í flokknum frá og með 1970 hafi verið flokknum til góðs þegar á heildina er litið. En það er hins vegar lítið samhengi milli þess hvort prófkjör hefur verið haldið og hvort flokknum hefur vegnað vel í sjálfum kosn- ingunum. Og það er auðvitað meg- inatriðið að tryggja fylgi flokksins í kosningum, — prófkjörin eru tæki til þess en ekki markmið í sjálfu sér. En þau hafa ekki i seinni tíð stuðlað að þeirri endur- nýjun eða þeirri skiptingu sæta milli kynja, sem margir hefðu vænst. — Stjórnmálaflokkur sem gerir kröfur til stöðugt aukins fylgis verð- ur að vera í fararbroddi í baráttu- málum hvers tíma og jafnréttismál og hlutur kvenna á Alþingi og í sveit- arstjórnum hefur verið má segja kosningamál í almennum kosning- um sl. tvö ár, — jafnvel líka í for- setakosningunum 1980. Hvernig vill SUS vinna að þessu baráttumáli okkar tíma? — Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð sýnt konum mikinn trúnað og meiri en aðrir stjórnmálaflokkar. Á flokknum hvílir sú skylda að sýna áfram að hér var ekki tilvilj- un ein að verki heldur rökrétt framhald þeirrar skoðunar sjálf- stæðismanna að meta beri ein- staklinginn eftir verðleikum óháð kyni eða starfsstétt. Við f SUS gerum okkur greiii fyrir því að hér er mjög mikilvægt mál á ferðinni, sem flokkurinn all- ur verður að taka á, svo forystu- hlutverk hans á þessu sviði tapist ekki. Við munum ekki skerast úr leik í þessu efni og höfum raunar þegar sett á laggirnar vinnuhóp til að kanna með hvaða hætti hér skuli brugðist við. Áhugi skólafólks mikill fyrir stjórnmálum — friðarhreyfingar — Því hefur verið haldið fram, að áhugi ungs fólks á stjórnmálum fari stöðugt minnkandi? — Nei, ég held að það sé ein- mitt þveröfugt. Sjálfur kem ég oft á fundi í skólum og verð var við mikinn áhuga meðal skólafólks. Ekki bara á pólitík hinnar líðandi stundar eða á dægurmálum, held- ur ekki síður á grundvallaratrið- um og grundvallarkenningum í stjórnmálum. Það er bæði athygl- isvert og ánægjulegt og auðvitað ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ■DHMHKl. Gæðagripur sem gleður augað BILDMEISTER FC 690 er vönduö vestur-þýzk gæöavara: 27“ — PIL-S4-myndlampi • frábær myndgæði • sannir litir 15W — hátalari • mikil tóngæði Orkunotkun aöeins 70W • / V : j = \ I J sSHÍ staðgreiðsluafsláttur eða greiðsluskilmálar SMITH — & NORLAND H/F Nóatún 4 — 105 Reykjavík sími: 28300 Frú Pigalopp í Æskunni. er það mikilvægt verkefni fyrir SUS að plægja þennan akur. — Telurðu að lækkun kosningaald- urs í 18 ár muni skipta máli um áhuga ungs fólks á stjórnmálum? — Já, þeir sem vilja hafa áhrif á samfélagið eru margir á aldrin- um 18—20 ára. Lækkunin mun vafalaust hafa áhrif á áhuga þeirra og hugsanlega enn yngra fólks. — Friðarmál og friðarhreyfingar eru núna mikið til umræðu ... — Við erum að sjálfsögðu fylgj- andi allri alvarlegri viðleitni til þess að draga úr spennu á alþjóða- vettvangi, en teljum að einhliða afvopnun vestrænna þjóða komi ekki til greina, heldur verði að vera um að ræða gagnkvæma af- vopnun undir alþjóðlegu eftirliti. Og við styðjum þær friðarhreyf- ingar sem berjast fyrir frelsi og mannréttindum jafnhliða barátt- unni fyrir friði. Við styðjum ekki þær svokölluðu friðarhreyfingar sem beina andúð sinni að varnar- vopnum vesturlanda, en láta árás- arvopn Sovétríkjanna óátalin. — Erlend samskipti SUS, eru þau gagnleg? — SUS hefur í u.þ.b. 10 ár verið þátttakandi í erlendu samstarfi bæði á Norðurlandavettvangi og í Evrópusamtökum. Ég tel að þessi samskipti séu á margan hátt gagnleg, þó að þau skipti engu meginmáli fyrir okkar starfsemi. Það er til gagns fyrir samtökin að kynnast þeim hugmyndum og hræringum sem eru á döfinni hjá hliðstæðum hreyfingum erlendis og það er ekki síður mikilvægt fyrir einstaklinga innan okkar raða að fá tækifæri til að kynnast nýju fólki og nýjum hugmyndum í gegnum þetta samstarf. „Það fer vel saman að vera formaður SUS og aðstoðar- maður ráðherra“ — Þú ert formaður ungra sjálfstæð- ismanna og jafnframt aðstoðarmað- ur fjármálaráðherra. Fer það saman að gegna þessum störfum samhliða? — Ég tel að það fari vel saman og að það veiti viss tækifæri fyrir SUS sem ella hefðu ekki skapast og þá á ég við tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á gang mála í stjórnmálum og stjórnsýslu, — meira en annars hefði verið. — Hvers vegna? — Óhjákvæmilega vegna ým- issa þeirra verkefna sem aðstoð- armanni fjármálaráðherra eru falin. Það er gott samstarf með eldri og yngri mönnum í Sjálf- stæðisflokknum og gagnkvæmt traust. — Hver eru helstu verkefni aðstoð- armanns fjármálaráðherra? — Þau er margþætt og fara að sjálfsögðu eftir því hvað ráðherr- ann ákveður. Hér er auðvitað mik- ið af hefðbundnum daglegum verkefnum, en ekki síður ýmis pólitísk úrlausnarefni sem snerta ríkisfjármálin. Ég hef óneitanlega kynnst t.d. fjárlagaundirbúningn- um rækilega og ýmsu fleiru sem snertir bæði mitt fag og áhuga- svið. — Iðnaðarráðherra skipaði þig ný- lega stjórnarformann í Kísilmálm- verksmiðjunni á Reyðarfirði. Sam- rýmist það hugsjónum formanns SUS að taka að sér stjórnarfor- mennsku í slíku fyrirtæki, sem enn- þá a.m.k. er alfarið í eigu ríkisins? — Ég teldi það ábyrgðarhluta að færast undan því að takast á við það tækifæri, sem þarna býðst til þess að koma stefnu Sjálfstæð- isflokksins í framkvæmd í svo veigamiklu máli. Ég hef engan áhuga á því að halda þessu fyrir- tæki í eigu ríkisins og tel raunar þvert á móti að ríkið eigi almennt ekki að taka skattfé almennings og leggja undir í jafnáhættusöm- um atvinnurekstri og þarna er á ferðinni. Ein af meginforsendum þess að þessi verksmiðja geti átt rétt á sér er, að mínum dómi, sú, að til samstarfs um reksturinn fá- ist erlendur aðili sem fús er til þess að leggja fram fé í þennan fjármagnsfreka rekstur. Það mál þarf að kanna til þrautar á næst- unni og að því verður unnið. 5*27. þing SUS vekur at- hygli á þeirri öru þróun sem orðið hefur í raf- einda- og öðrum hátækni- ■ iðnaði á undanförnum ár- um. Þingið bendir sér- staklega á örtölvuna og þau áhrif sem hún hefur haft á atvinnulíf vest- rænna þjóða, og á þá möguleika, sem hún getur haft fyrir atvinnulff ís- lendinga, menntakerfí landsmanna og víðar í samfélaginu. Þingið hvet- ur stjórnvöld til að sýna framsýni í þessum málum með það fyrir augum að beisla hina nýju þekkingu til hagsbóta fyrir alla þegna landsins. Hik getur haft mun alvarlegri afleið- ingar í atvinnumálum, en markviss hagnýting hinn- ar nýju tækni. Margt bendir til þess að hér sé um að ræða tækifæri fyrir íslendinga til að hasla sér varanlegan völl meðal þróuðustu ríkja heims.££ (6r álytkun um atvinnuþróun og há- ta-kni.) O sviði viðskiptamála leggur 27. þing SUS áherzlu á frjálsa verð- myndun, samkeppni og heilbrigða viðskiptahætti. Víða skortir enn mjög á að verðmyndun sé með frjáls- legum hætti og bendir þingið t.d. á nauðsyn þess að losa búvöruverðsmynd- un úr viðjum sexmanna- nefndar. Fella verður brott hömlur og höft af gjaideyrisviðskiptum og leyfa ferskum vindum að blása á því sviði. Framtak einstakiinga verði virkjað til að leita hagstæðra samninga um olíuinnkaup til landsins og horfíð verði frá því steinrunna ríkis- innkaupakerfí sem nú hef- ur tíðkast of lengi. Kannað verði gaumgæfi- lega hvort hagkvæmt er fyrir íslendinga að heimila erlendum bankastofnun- um að opna hér skrifstof- ur eða hefja aðra banka- starfsemi. Ríkisbankar verði gerðir að hlutafélög- um. Eindregið er varað við hvers konar einokun í sölu matvæla, t.d. á sviði eggjasölu. Verzlun og dreifíng grænmetis og mjólkurafurða verði gefín frjáls. Verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli verði gefín frjáls og horfíð frá ríkisverndaðri einokun þar sydra.{{ (Úr álvklun um efnahigs- og við- skipUmál.) Blaðamenn okkar fréttu af Frú Pigalopp, sjónvarps- stjörnunni vinsælu í Bóka- búð Æskunnar að Lauga- vegi 56 og hröðuðu sér á staðinn. Frú Pigalopp reyndist afar alúðleg kona og svo hjálpsöm við að svala forvitni fréttamanna (sem að sjálfsögðu fjöl- menntu) að undrum sætir um svo þekkta stjörnu. Hún kvaðst hingað komin á vegum Æskunnar og kunna einkar vel við sig þar innan um hinar frábæru útgáfu- bækur Æskunnar, svo sem Söru, er hún sagðist reyndar þekkja af afspurn, Kára litla og Lappa, Lassa — í baráttu og Margs konar daga, en höfund hennar kvað hún talinn með bestu barnabókahöfundum Noregs. Frú Pigalopp verður með 16 þætti í norska sjónvarpinu í desember. Þrátt fyrir miklar annir kvaðst hún reiðubúin til að skemmta íslenskum fjölskyldum tuttugu og fjóra daga í desember, frá 1. til 24., en síðar verður skýrt frá með hvaða hætti það verður. Æskan Laugavegi 56 Sími 17336

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.