Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1983 Innkaupanefnd sjúkrastofnana stofnuð: , Gera má ráð fyrir veruleg- um sparnaði FÖSTUDAGINN 6. október sl. var haldinn stofnfundur Innkaupa- nefndar sjúkrastofnana í húsa- kynnum ríkisspítalanna. Fundinn sóttu innkaupastjórar eða forstóðumenn flestra sjúkrastofn- ana á Stór-Reykjavíkursvæðinu svo og fulltrúar Innkaupastofn- unar ríkisins, Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og Lyfjaversl- unar ríkisins. Upphaflegur tilgang- ur fundarins var að kanna vilja þessara aðila til að standa sameig- inlega að útboðum á ýmsum rekstrarvörum. Innkaupanefnd sjúkrastofn- ana hefur þróast í að vera frjáls samtök sjúkrastofnana um hag- kvæmni í innkaupum á rekstr- arvörum. Gert er ráð fyrir því að a.m.k. allar sjúkrastofnanir í landinu geti notið þeirra við- skiptakjara og viðskiptasam- banda sem Innkaupanefnd sjúkrastofnana aflar. Talið er að þær sjúkrastofnanir sem -starfa í nefndinni í dag séu með u.þ.b. 75% af rekstrarkostnaði heil- brigðiskerfisins á sinum vegum. Fyrstu útboð nefndarinnar hafa þegar verið auglýst. Er þar um að ræða útboð á pappírsvör- um þ.e. handþurrkum, salern- ispappír, eldhúsrúllum, sem Innkaupastofnun ríkisins ann- ast og voru þau tilboð opnuð 29. nóvember. Einnig hefur Inn- kaupastofnun Reykjavíkur augl- ýst útboð á bleium á vegum nefndarinnar. Rekstur heilbrigðiskerfisins er talinn vera um 2.800 milljónir á ári miðað við verðlag í dag. Gera má ráð fyrir að um 10% af þvi sé varið til kaupa á rekstr- arvörum eða lauslega áætlað 250 til 300 milljónum kr. (Jtboð á fleiri rekstarvörum munu verða auglýst innan skamms. Ef vel tekst til með störf Innkaupa- nefndar sjúkrastofnana má gera ráð fyrir verulegum sparnaði í heilbrigðiskerfinu á ári. Grundvallarforsenda fyrir því er sú að stofnunum verði gert kleift fjárhagslega að standa við þá samninga sem gerðir kunna að verða. Svo umfangsmikil samvinna um innkaup, sem Innkaup- anefnd sjúkrastofnana er vísir að, hefur ekki áður tekist með jafnmörgum heilbriðisstofnun- um og hér er um að ræða, segir í frétt frá Innkaupanefnd sjúkra- stofnana. Þessi drengur reri einn á báti er hann efndi til hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins á Öldugötu 29 hér í Rvík. Hann heitir Gunnar örn Hjartarson og safnaði rúmlega 100 kr. Þessar telpur, sem eiga heima í Garðabæ, efndu til hiutaveltu til ágóða fyrir Heilsugæslusjóð Hrafnistu DAS í Hafnarfirði og söfnuöu 600 kr. — Þær heita Asdís Magnúsdóttir og Sigrún Hanna Hinriksdóttir. Á Tómasarhaga 27 var fyrir nokkru haldin hlutavelta til ágóða fyrir Styrkt- arfél. lamaðra og fatlaðra. Stóðu þessir drengir að henni og söfnuðu þeir 1240 kr. — Þeir heita Sigurður Hafliðason, Ólafur Rúnar ísaksson, Tryggvi Björn Davíðsson og Arnar Hafliðason. iv ss Að gefnu tilefni SS búðimar selja eingöngu nýjar kjötvömr Það mundi aldrei hvarfla að okkur að bjóða gamlar kjötvörur eins og nú er gert á allskonar tilboðsverði í jólamatinn * Urvalið í jólamatinn hefúr aldrei verið meira iV Verið velkomin § BÚÐIRNAR um alla borg Þau heita Anna, Arney, Egill, Kristborg og Þórarinn þessir krakkar og eiga heima við Lundarbrekku. Þau efndu til hluUveltu til ágóða fyrir Hjálpar- stofnun kirkjunnar og söfnuðu hátt í 500 krónur. Fyrir nokkru efndu þessar vinkonur að Leirubakka í Breiðholtshverfi til hluUveltu til ágóða fyrir Blindrafélagið. Söfnuðu þær rúmlega 400 kr. — Þær heiu Katrín Óskarsdóttir, Aldís Björgvinsdóttir og Þóra Guðbjörg Kolbeinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.