Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 7 HUGl EKJA eftir • • _ sr. Hannes Orn Blandon Ég vildi óska, að ég fengi eitt augnablik að verða aftur sem lítið barn, fá að gleðjast með börnum mínum, geta fundið það sama og þau, spenninginn, tilhlökkunina, gleðina. Ég óska þess að ég fengi að gleyma því stundarkorn að ég er fullorðinn maður í heimi angurs ótta og kvíða. Hugurinn leitar aftur í litla sumarbústaðinn í Kópavogi, sem mamma og pabbi keyptu handa okkur til að dveljast í meðan þau byggðu íbúðarhús- ið. Á þeim tíma var Kópavogur varla þorp, það var langt til næstu nágranna og það voru engin götuljós. Þá áttum við drauga, huldufólk og jóla- sveina og það var auðvelt að komast í stemmningu þegar myrkrið grúfði yfir. Og á jóla- föstu þegar æ erfiðara reyndist að koma litlum börnum í hátt- inn dugði vanalega að benda suður á Reykjanesfjallgarðinn þar sem Keili bar tígulega við næsturhimininn baðaður tunglsljósi og segja: „Nei, sjá- iði hverjir þarna eru á ferð.“ Við rýndum suður á fjöllin, sáum ekkert en trúðum samt og drógum sængina upp yfir höfuð pínulítið titrandi í hjart- anu. Þorláksmessa var ægilega erfiður dagur. Hugurinn var blátt áfram að springa af huldufólki, jólasveinum og jólagjöfum svo varla var rúm fyrir jólabarn, við skildum ekki jólin. Það var einmitt á Þorláks- messu fyrir hartnær 19 árum. Vindurinn nauðaði úti og hangikjötsilm lagði um húsið og það snarkaði vinalega í gömlum kolaofni í stofuhorn- inu og eitthvað vorum við systkinin hæg í leik okkar. Skyndilega hrukku allir í kút. Einhvers staðar úti í nátt- myrkrinu var rekið upp níst- andi vein og svo varð dauða- kyrrð. Lengi og vel sagði eng- inn eitt einasta orð fyrr en ein- hver kvað uppúr: „Hamingjan hjálpi mér, hvað skyldi þetta „Yður er í dag frelsari fæddur" hafa verið.“ Enn var kyrrt um stund. Þá var sem bankað væri lauslega á útidyrnar eitt eða tvö högg og síðan ekki meir. Pabbi hikaði andartak en gekk svo til dyra og leit út en þar var ekki nokkur sála. Nú var okkur öllum lokið. Skjálfandi af hræðslu skriðum við systk- inin undir rúm og æptum: „Það er Kjötkrókur, það er Kjöt- krókur, ekki lát’ann tak okkur." Og við höfðum ekki fyrr sleppt orðinu þegar enn var bankað eða öllu heldur klórað og nú var það mamma, sem tók af skarið og opnaði dyrnar. Og viti menn, inn stekkur stór grábröndótt kisa og tekur stefnuna beint að kolaofninum og leggst þar niður malandi. Við störðum á dýrið dolfallin. „Það er jóla- kötturinn," hvíslaði systir, og við gripum fastar í pilsfaldinn á mömmu. Nú varð Iítill at- burður. Kisa fór að baða út öll- um öngum, hvæsti og mjálmaði á víxl, lá svo kyrr um stund og mældi á okkur bænaraugum. „Hún hlýtur að vera eitthvað lasin vesalingurinn," sagði stóri bróðir og kraup niður að henni. „Snertu hana þá ekki,“ hrópaði mamma. „Nei, sko, hún er kettlingafull," sagði stóri bróðir. Hvílík undur og stór- merki í augum barns. Kisa gaut þarna á stofugólfinu sjö fallegum kettlingum og fór að þvo þeim í gríð og erg. Það var seint farið að sofa þessa nótt. En næsta dag, er við vöknuð- um, þá skildum við jólin, þegar okkur var sagt frá jólabarninu sem fæddist í Betlehem, sú frásögn birtist okkur í nýju ljósi. Enn er runninn upp aðfanga- dagur, dagurinn, er ljósið kom í heiminn. „Yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna, skín ljós (Jes. 9:2)“. Ný von hefur kvikn- að og ný veröld í fæðingu barnsins. En sums staðar ríkir ekki gleði heldur sorg. Ein- hvers staðar grætur barn móð- ur sína og föður og annars staðar foreldrar börn sín. Myrkur örbirgðar, ofbeldis og einmanaleika leggst að mann- kyni og hin illu öfl myrkranna fara hamförum við að slökkva þetta ljós vonarinnar en það mun aldrei takast... „Því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum. Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs." Og hann kemur til þín, sem syrgir látinn ástvin og einnig til þín, sem telur dagana sem eftir eru og hann kemur til þín, sem ert einmana og yfir- gefinn. Og hann ber þjáningu okkar með gleði, ekkert mann- legt er honum óviðkomandi. Við erum hvött til að gera þessi jól að hátíð friðar og far- sældar. Við erum hvött til að taka höndum saman kristnir menn um víða veröld og efla einingu og sáttfýsi meðal þjóða og það gerum við ekki með sverði í hönd heldur með kær- leikann að vopni. Því skulum við taka undir kveðju biskups- ins okkar og halda á lifandi ljósi út við glugga í kvöld, sem tákn um vináttu og frið við alla menn nær og fjær. Ég sendi kveðju mína öllum þeim sem eru fjarri heimilum sínum í dag. Og ég bið Guð að blessa þá, er sinna verða vandastörfum í þágu almenn- ingsheilla, lögreglumönnum og hjúkrunarfólki. Guð gefi öllum landsmönn- um gleðileg jól. Hverniq ávaxtar þú sparifé þitt 0,1,2,3..eða 11%? Verðtryggður s parnaður — samanburður á ávöxtun Verðtrygging m.v.lanskjaravísitölu Raun- ávöxtun Fjðldl ára tll að tvðt. raungtldi höfuöstóls Raunaukning höfuðst. eftlr 7 ér Veðskuldabréf 10% 7 Vi ór 95% Sparisk.ríkissj. 5 V* % 13 ár 45.5% Sparisjóðsreikn. 1 ’/2% 47 ár 11% EIGENDUR SPARISKÍRTEINA RÍKIS- SJÓÐS! Vegna mikillar eftirspurnar óskum viö eftir eldri flokkum spariskírteina ríkissjóös í umboðssölu. Sérstaklega er óskaö eftir flokkum: 1971-1 til 1974-1 og 1980-1 til 1983-1. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 27. desember 1983 Verðtryggð spariskineini og happdratllslán rikiMjóðs I Veöskuldabrét — verötryggö Ár-flokkur Sölugengi pr kr 100,- Raunvextlr m/v gildistima Gildistimi raunvaxta ■ tii innl dags i Seölabanka Sölugengi 2 atb a iri Nafnvextir (HLV) Ávöxtun umtram verfttr 1970-2 16.813,17 4,75% 38 d. 1 ár 95,34 2% 8,75% 1971-1 14.319,25 5,12% 1 ár 258 d. 2 ár 92,30 2% 8,88% 1972-1 13.166,12 5,25% 2 ár 28 d. 3 ár 91,66 3%% 9,00% 1972-2 10.634,32 5,25% 2 ár 258 d. 4 ár 89,36 3Vi% 9,12% 1973-1A 8.056,01 5,37% 3 ár 258 d. 5 ár 88,22 4% 9,25% 1973-2 7.774,43 5,50% 4 ár 28 d. 6 ár 86,17 4% 9,37% 1974-1 5.026,16 5,50% 4 ár 258 d. 7 ár 84,15 4% 9,50% 1975-1 3.947,68 4,75% 13 d. 8 ár 82,18 4% 9,62% 1975-2 2.941,86 4,75% 28 d. 9 ár 80,24 4% 9,75% 1976-1 2.696,20 4,75% 73 d. 10 ár 78,37 4% 9,87% 1976-2 2.213,96 4,75% 28 d. 11 ár 76,52 4% 10,00% 1977-1 1.962,71 4,75% 88 d. 12 ár 74,75 4% 10,12% 1977-2 1.623,00 5,00% 253 d. 13 ár 73,00 4% 10,25% 1978-1 1.330,77 4,75% 88 d. 14 ár 71,33 4% 10,37% 1978-2 1.036,86 5,00% 253 d. 15 ár 69,72 4% 10,49% 1979-1 902,90 4,75% 58 d. 16 ár 68,12 4% 10,62% 1979-2 672,35 5,00% 258 d. 17 ár 66,61 4% 10,74% 1980-1 588,75 5,12% 1 ár 108 d. 18 ár 65,12 4% 10,87% 1980-2 454,20 5,12% 1 ár 298 d. 19 ár 63,71 4% 10,99% 1981-1 387,91 5,25% 2 ár 28 d. 20 ár 62.31 4% 11,12% 1981-2 288,24 5,25% 2 ár 88 d. 1982-1 273,12 5,12% 1 ár 64 d. 1982-2 202,57 5,12% 1 ár 274 d. 1983-1 155,86 5,25% 2 ár 64 d. 1974-D 5.031,06 5,25% 83 ri 1974-E 1974- F 1975- G 1976- H 1976- 1 1977- J 1981-1.(1. 3.453,35 3.453,35 2.261,11 2.076,03 1.626,18 1.452,16 309,48 5,50% 5,50% 5,63% 5,75% 5,75% 5,87% 5,75% 334 d. 334 d. 1 ár 334 d. 2 ár 93 d. 2 ár 333 d. 3 ár 94 d. 2 ár 124 d. Veðskuldbréf óverötryggö ölugengi m/v afb. á ári 18% 20% 25% r " iHLV) 27% 1 ár 80 81 84 86 2 ár 66 68 71 73 3 ár 57 59 63 65 4 ár 50 52 57 59 5 ár 45 47 52 54 itreikningi jr Vcrðbréfaniarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaöarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.