Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 Rætt við dr. Jón Gunnar Ottósson líffræðing um afkomu og stofn- stærðir dýra í sjó og á landi Fyrr á þessu ári birtist í breska dýrafræðitímaitinu Journal of Animal Ecology, grein eftir dr. Jón Gunnar Ottósson sem hann byggði á ran- nsóknum sínum á skordýrum og plöntum á árunum 1976—80. Vakti greinin athygli erlendis og var um hana fjallað í breska rit- inu New Scientist og vitnað í hana í bandaríska tímaritinu Newsweek. Blm. Mbl. ræddi við Jón Gunnar um rannsóknir hans og kenningarnar sem þær byggj- ast á, svo og notagildi þeirra fyrir náttúru íslands, bæði á landi og í sjó. — Hvaða forsendur eru að baki greininni? „Það sem ég byggi á eru hug- myndir sem komu upp á meðal Ljósm. Mbl./Friðþjófur „Fæðan virðist vera núm- er eitt, tvö og þrjú“ náttúrufræðinga á 7. áratugnum og ganga í stuttu máli út á það að það sem ráði mestu um fjölda dýra og sveiflum í fjölda þeirra sé fæðan." sagði Jón Gunnar. „Áður skutu náttúrufræðingar yfir fæðuna þegar skýra þurfti þessa hluti, leituðu frekar skýr- inga í náttúrlegum óvinum dýr- anna svo sem sníkjudýrum, rán- dýrum, veðurfari, sjúkdómum og fleiru. Vegna þess að jörðin er græn áttu menn erfitt með að skilja það að fæða gæti verið al- gengt vandamál meðal grasbíta. Fjölda þeirra hlyti að vera stjórnað ofan frá. Það sem breytist á 7. áratugnum er að skoðanir fara að ryðja sér til rúms þess efnis að málið sé á engan hátt svona einfalt. Dýrin sem hafa viður- væri sitt af plöntum lifa í raun í heimi þar sem erfitt er að afla sér fæðu og afkoma þeirra er í raun ákvörðuð af plöntum. Af- koma grasbítanna ræður síðan miklu um fjölda og stofnstærðir dýra sem á þeim lifa, og svo koll af kolli. Plöntur eru yfirleitt ~„Ef allt ungviði er friö- að og fæða handa því af skornum skammti, skila friðunaraðgerðir engum árangri.“ mjög slæmt dýrafóður. Þær verja sig gegn því að verða étnar og beita til þess ýmsum ráðum, meðal annars efnafræði. Þær framleiða ýmiskonar eiturefni og efni sem eru tormelt fyrir dýr. Þetta styður þá kenningu að plöntur fulinægji sjaldnast nær- ingarþörfum dýranna, sérstakl- ega á allt ungviði erfitt upp- dráttar vegna þess að það þarfn- ast próteinríkrar fæðu. Það er ekki nóg að mæla hversu margar kalóríur plöntur innihalda, máli skiptir hvort orkan og efnið er falið í strykníni eða sykri. Varnir plantnanna geta klikk- að vegna veðurfars til dæmis, eiturefnamyndum getur minnk- að og próteinmagn aukist þannig að plönturnar verða betra dýra- fóður. Svona breytingar valda stofnsveiflum á meðal dýra. Það má því segja að kenningin geri ráð fyrir að tilviljun ráði miklu um fjölda dýra en ekki „jafnvægi náttúrunnar", byggt á stjórnun rándýra og sníkjudýra." — Nú er mikið rætt um fisk og þá aðallega þorsk og loðnu. Má heimfæra þessar kenningar upp á sjávarlíf? „Ef þessar kenningar eiga sér stoð, eins og rannsóknir síðasta áratugar benda eindregið til, þá ættu þær að gilda jafnt á landi sem í ósöltu vatni og sjó. Allt líf í sjó byggir afkomu sína á þör- ungum og þörungasviðinu, sem liggur efst við sjávarflötinn, beint eða óbeint. Sum sjávardýr geta nýtt sér fæðu úr þörungun- um sjálfum, önnur ekki og nær- ast því að sér smærri dýrum sem nærast á enn smærri dýrum eða þörungum. Samkvæmt þessu ættu fiskstofnar, svo og aðrar sjávardýrategundir, að vera mjög háðir jafnvel hinum smá- vægilegustu breytingum á þör- ungasviðinu. Slíkar breytingar eru ekki alltaf augljósar. Það er ekki nóg að mæla þörungasviðið allt í heild, því að það er myndað úr mismunandi þörungategund- um. Það er álíka gáfulegt og ef allur landgróður á íslandi væri mældur í heild, burtséð frá því hvers kyns hann er og eftir því væri ákveðið hversu mörgum tonnum af fé mætti beita á land- ið. Fjöldi í fiskstofni, til dæmis í þorskstofninum, hlýtur að vera háður þeirri fæðu sem honum stendur til boða. Þetta sjáum við mjög skýrt í íslenskum vötnum, af hverju ætti það ekki að gilda í sjónum líka? Það er sama hvaða dýrastofn er skoðaður, fjöldi einstakl- inganna er breytilegur. Þar gild- ir jafnt um rjúpuna, músina, lús- ina, krabbann og þorskinn. Okkar er að reyna að skilja af „Dýrin sem hafa viðurværi sitt af plöntum lifa í raun í heimi þar sem erfitt er að afla sér fæðu og af- koma þeirra er í raun ákvörðuð af plöntum.“ Dr. Jón Gunnar Ottós- son. hverju þessar stofnsveiflur stafa. Og eins og áður segir virð- ist fæðan vera númer eitt, tvö og þrjú sem áhrifavaldur í flestum tilfellum. Það er ekki hægt að halda neinum dýrastofni í jafn- vægi nema að allir umhverfis- þættir séu kjurir og slíku jafn- vægi verður ekki komið á nema til dæmis með kindum í húsi. Þarna er eitt af þeim atriðum sem vefst fyrir mörgum íslensk- um náttúrufræðingum. Af um- ræðum og opinberum gögnum virðast rannsóknir fiskifræð- inga, til dæmis á loðnu og þorski, ekki taka tillit til fæðu fiskanna þegar verið er að skýra stofn- sveiflur og spá fyrir um þær. Vandamál þorsksins þarf ekki endilega að felast í stærð hrygn- ingarstofnsins, það gæti alveg eins verið að hafa næga fæðu handa ungviðinu og rétta. Nýklakin seiði þurfa aðra fæðu en eldri seiði, sem nærast síðan á öðru en fullvaxnir fiskar. Ef fæðuna vantar á einhverju stigi þá hlýt- ur árgangurinn að hrynja. Þess vegna verðum við að afla vitn- eskju um almenna líffræði þorsksins og tengsl hans við aðr- ar lífverur í sjónum. Á þessu virðist vera misbrestur. Af blöð- um að dæma virðast menn gera ráð fyrir að fiskarnir séu alger- lega óháðir hver öðrum og öðru sjávarlífi. Það er til dæmis alltaf fjallað um þorsk eins og stofninn stefni að einhverju fyrirfram ákveðnu jafnvægisástandi. Veið- arnar séu það eina sem komi í veg fyrir að því marki verði náð. Þetta getur ekki verið svona ein- falt.“ Skipta þá friðunaraögerðir litlu máli? „Þær geta verið til góðs, en þær geta líka valdið tjóni. Ef allt ungviði er friðað og fæða handa því er af skornum skammti, skila friðunaraðgerðir engum árangri. Þetta er flókið mál og þekking okkar er ekki nægileg á því vistkerfi sem þorskurinn er óaðskiljanlegur hluti af. Sumir íslenskir náttúrufræðingar, sér- staklega meðal vatnalíffræð- inga, eru mjög efins um gagn- semi þeirra friðunaraðgerða sem beitt hefur verið," sagði dr. Jón Gunnar Ottósson að lokum. ve Er ég ekki annað en heimsk og ung skólastelpa? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Dagbók Önnu Frank. Séra Sveinn Víkingur þýddi. Önnur útgáfa. Iðunn 1983. Dagbók Önnu Frank er fyrir löngu orðin eitt af þeim mannlegu plöggum sem hver viti borinn maður þarf að kynna sér. Þessi unga gyðingastúlka var lokuð inni í þröngri íbúð í Amsterdam í fel- um fyrir þýskum nasistum og skrifaði dagbók sína í nafni vonar sem ekki rættist. Hún varð eitt af fórnarlömbunum, en faðir hennar lifði af og kom dagbókinni á fram- færi. Síðan hefur þessi einstæða bók orðið meðal þeirra bóka aldar- innar sem oftast er vitnað til. Ekki er ástæða til að rifja upp þá hræðilegu sögu sem gerði drauma hinnar gáfuðu stúlku að engu. Það er of flókin saga fyrir stutta umsögn í dagblaði. En ef við metum einhvers hugrekki og von hlýtur Dagbók Önnu Frank að teljast meðal þeirra bóka sem við viljum síst án vera. Flest merk verk eru sprottin úr þjáningu, persónulegri eða samfélagslegri, en hvernig á að flokka skrif þess- arar stúlku. Að baki þeirra skynj- um við óbærilega kvöl, en þau eru fyrst og fremst helguð von, kannski von okkar allra um að hið góða muni sigra að lokum. Lítum á það hvernig Anna Frank bregst við fréttum af gangi heimsmála 3. ágúst 1943: „Ágætar fréttir úr umheimin- um. Fasistaklíkan á Ítalíu hefur verið leyst upp. Þjóðin rís upp gegn fasistunum og herinn tekur þátt í því líka. Getur þjóðin, eftir að svona er komið, haldið áfram stríði við Bandamenn?" En eins og jafnan þegar stór- viðburðir eru á dagskrá eru það hinir hversdagslegu atburðir sem skipta máli. Anna Frank kann að greina frá því fólki sem hún hefur samskipti við, gera dagbók sína al- gilda fyrir dagbækur ungra stúlkna og það gerir gæfumuninn. Grimmd stríðsins er að vísu stað- reynd í dagbók hennar, en ekki síst verður hún eftirminnileg Anna Frank í augum Brians Pilk- ington vegna þess hvernig hún lýsir ungri stúlku. Við skulum hyggja að því sem hún skrifar um samband þeirra Péturs: „Er ég þá ekki nema fjórtán vetra? Er ég ekki annað en heimsk og ung skólastelpa? Er ég fáfróð og óreynd í öllum efnum? Nei. Ég hef meiri lífsreynslu en flestir aðrir. Ég hef reynt og lært meira en flestar jafnöldrur mínar. En ég er hrædd við sjálfa mig. Ég er hrædd við að hafa gefið mig of snemma þrám mínum á vald. Og hvernig á ég eftir þetta, að geta komið eðlilega fram við unga menn? Þetta er svo erfitt að eiga í stöðugri baráttu við hjarta sitt og skynsemi. Tími er til að tala, en má ég treysta því, að til þess hafi ég valið rétta tíma?“ Dagbók Önnu Frank í hinni vönduðu þýðingu séra Sveins Vík- ings er vitanlega bók handa full- orðnum, en ef ég mætti gefa góð ráð þá vildi ég segja við foreldra að gefa börnum snum þessa bók. Ekki vegna þess eingöngu að þeim er hollt að kynnast henni til að skilja samtímasögu betur. Sfðast en ekki síst er Dagbók Önnu Frank vitnisburður um ungling sem aðrir unglingar geta lært af og speglað sjálfa sig í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.