Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 25 Hjörtur Stapi ísafirði 70 ára Það vex margt fyrir vestan ... Ef einhver fyrir vestan mundi voga sér að segja, að Hjörtur Stapi sjómaður á ísafirði sé alveg eins og jólabarn, fengi hann kannski einn á’ann og það vel úti- iátinn í AUS DEM WESTEN-stíl — og þó er ekki gott að segja ... Hjörtur Bjarnason frá Stapadal í Arnarfirði er sjötugur í dag — og trúi því hver, sem bezt hann kann, að hann á sama afmælisdag og Jesús Kristur. Hins vegar er ekki vissa fyrir því, að kornabarnið Hjörtur hafi verið í jötu lagt eftir að það sá fyrst ljós heimsins — en völvurnar fornu Urður, Verðandi og Skuld hafa að öllum líkindum birst við vöggu þessa myndar- stráks og spáð um langa og afdrifaríka ævi, sem beið krútts- ins. Fólk í Arnarfirði er fornt í hugsun (það veit afmælisgrein- arhöf. af vissri ástæðu). Hins veg- ar nálgast það þann, sem öllu ræð- ur, án sýndar. 1 hvert skipti sem garpurinn hann Hjörtur birtist, hvort sem hann er að fara í róður á Húna sínum ellegar þá hann kemur úr sjóferð — en hann hefur ævinlega sótt sjóinn fast eins og Vestfirð- inga er háttur — kemur vísa Egils í hugann: Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar, fara á brott með víkingum standa uppi í stafni, stýra dýrum knerri, halda svá til hafnar Af ásettu ráði er síðustu ljóðlín- unni sleppt, „höggva mann ok annan". Það er hæpið að herma hana upp á annan eins friðsemd- armann og Hjörtur er, enda þótt hið sanna víkingseðli leyni sér ekki — hvort sem um er að ræða í lífssókn og vinnuhörku á hafi úti ellegar í mannlegum samskiptum. Auðvitað hefur afmælisbarnið leitað fangbragða við Ægi frá barnsaldri. Guðný systir hans, sem er eins og ljóslifandi eftirlík- ing af Pilar, kvenpersónu í sögu Hemingways af Spánarstyrjöld- inni, „Hverjum klukkan glymur" sagði eitt sinn: „Þeir hafa siglt marga krappa báruna — þeir strákarnir" og átti hún þá við bræður sína, þá Hjört, Pál, Ásgeir, Kristján og Óskar. Meira sagði hún ekki um þá bræður. Á styrjaldarárunum sigldi Hjörtur viðstöðulaust á England gegnum allar hætturnar og virtist fara létt með, „hvergi smeykur hjörs í þrá“. Iðulega vissi kona hans (sem alltaf hefur staðið hon- um við hlið) ekki af bónda sínum langtímum saman fyrr en hetjan birtist eftir gríðarlangan sigling- artúr heima hjá sér á ísafirði — eins og ekkert hefði í skorizt. Þá sem raunar oftar fyrr og síðar var ekki að treysta neinu öðru en for- sjóninni. Sögur eru sagðar af Hirti, sem undanfarin ár hefur verið formað- ur á eigin bát, sem er gerður út á skak og rækju. Það er frægt skip í flotanum (upphaflega átti fleyið sá annálaði Björn Pálsson fyrr- verandi alþingismaður Húnvetn- inga — hann gerði bátinn út frá Skagaströnd). Með Hirti til sjós hafa ýmsir þekktir sjóhundar verið, svo sem eins og Rabbi Odds og Reynir „rauði". Þeir bera takmarkalausa virðingu fyrir Hirti. Reynir og Rafn eru nú báðir kapteinar á sín- um eigin rækjubátum — í öllu falli sá síðargreindi. Það er viss sálfræði í leiknum meðal þessara skakmanna fyrir vestan. Þeir stríða hver öðrum, svo að stundum dettur manni í hug þetta úr ljóði Gríms Thoms- ens: „í góðsemi vegur hver annan." En það ristir ekki djúpt — því að þeir eiga svo margt sameiginlegt og eru á vissan hátt tengdir (jafn- vel háðir) hver öðrum. Hjörtur skipar sæti aðmíráls meðal þeirra, hvort sem þeim lík- ar betur eða verr, og nú veit ég, að jólin verða skemmtileg hjá þeim öllum vegna hans Hjartar, sem á stórafmæli í dag. Steingrímur St.Th. Sigurðsson Borg, Miklaholtshreppi: Tengingu sjálf- virks síma lokið Borg í Miklaholtshreppi, 22. desember. EINS OG ég hef áður getið í frétta- bréfi og skýrt þar frá, síðan í vor hefur verið unnið við að leggja sjálfvirkan síma frá Borgarnesi að Óxl í Breiðuvíkurhreppi. Nú er búið að tengja sjálfvirkan síma heim á alla bæi á þessu svæði, en þó vantar einhver tæki ennþá svo allir geti not- ið þessara þæginda. Aðeins Eyjahreppur og Mikla- holtshreppur, að einum bæ þar undanskildum, eru nú komnir í sjálfvirkt símasamband, en hin svæðin komast ekki inn á þetta fyrr en einhvern tíma eftir ára- mót. Öll fögnum við þessum þæg- indum, sem veita okkur eflaust mikið öryggi. Undanfarin ár höf- um við haft afgreiðslu á símtölum við Borgarnes. Sú þjónusta hefur verið framúrskarandi góð. Vildi ég senda öllu starfsfólki á símstöð- inni í Borgarnesi góðar þakkir fyrir vel unnið starf og söknum við þess nú, að heyra ekki raddirn- ar og geta boðið því góðan dag. Hér er heiðskírt veður, sól skín þó stystur sé dagur og minnir á, að nú fer daginn að lengja og vonandi fáum við að njóta þessara björtu daga, sem verið hafa undanfarið og megi sú birta jólanna skína inn á hvert heimili. Gleðileg jól. Páll á Borg. Bókmenntir í bókmenntaþætti Jennu Jens- dóttur um bók Vilborgar Dag- bjartsdóttur, Sögustein, féll niður í upptalningu á efni: „Hugnæm angurljóð eftir sænsku skáldkon- una og teiknarann Barbro Lind- gren.“ Beðist er velvirðingar á mistökunum. Standard vönmum Flugeldar — sólir — blys og fleira. Reykjavík: Skátabúðln, Snorrabraut Volvosalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiöholti Seglagerðin Ægir, Grandagarði Við Miklagarð (Austurstræti Akureyri: Alþýðuhúsið Söluskúr v/Hrísalund Söluskúr v/Hagkaup Söluskúr v/Sunnuhlíð isafjörður: Skátahúsið, ísafirði Aðaldalur: Hjálparsveit skáta Aðaldal Kópavogur: Toyota, Nýbýlaveg 8 Blómabúðin Iris v/Kaupgarð Skátaheimilið Borgarholtsbraut. 7 Hamraborg 1 -3 kjallari, gengið inn að neðanverðu Fljótsdalshérað: Verslun Kjartans Ingavrss. v/Lyngás, Egilsstöðum Vestmannaeyjar: Hótel Lundinn v/Heiðarveg Gamli Oddurinn v/Hilmisgötu Strandberg v/Strandveg Hveragerði: i Hjálparsveitahúsinu Njarðvik: Nýbygging Sparisjóðsins v/Reykjanesbraut Netaverkstæðið v/Reykjanesbraut Garðabær: f Hjálparsveitahúsinu v/Bæjarbraut Blönduós: Björgunarstöðin v/Efstubraut Flúðir: Hjálparsveitin Snækollur Þoriákshöfn: Kiwanisklúbburinn Ölver Hvolsvöllur: Kiwanisklúbburinn Dimon Akranes: Kiwanisklúbburinn Þyrill Þórshöfn: Kiwanisklúbburinn Fontur Grimsey: Kiwanisklúbburinn Grímur Siglufjörður: Kiwanisklúbburinn Skjöldur Árskógsströnd: Lionsklúbburinn Hrærekur Hella: Flugbjörgunarsveitin Hellu Varmahlið: Flugbjörgunarsveitin Varmahlíð Keflavík: Björgunarsveitin Stakkur Stykkishólmur: Björgunarsveitin Berserkir Patreksfjörður: Björgunarsveitin Patrekur Borgarfjörður: Björgunarsveitin Brák Borgames: Björgunarsveitin Brák Suðureyri: Björgunarsveitin Björg Sauðárkrókur: Björgunarsveitin Skagfirðingasveit Stöðvarfjörður: Björgunarsveitin Björgólfur Fáskrúðsfjörður: Björgunarsveitin Geisli Vik: Björgunarsveitin Vikverjar Stokkseyri: Björgunarsveitin Dröfn Skagaströnd: Ungmannafélagið Fram Laugarvatn: UngmannafélagLaugdæla Biskupstungur: Ungmannafélag Biskupstungna Eskifjörður: iþróttafélagið Austri Hafnarfjörður: iþróttafélagið Haukar Mosfellssveit: Kaupfélagið Kjalarnesþings LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA Metsölublad á hverjum degi! Goi BBjQrTEsonl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.