Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 21 friðarins Kaldal við myndavélina sem fylgdi honum alla tíö. Ég ætla að leiða hjá mér að skrifa dóm um myndirnar sjálfar, en mik- ill fjöldi þeirra eru einstæð lista- verk. Hver mynd er eins og nóta eða hljómur í tónverki, sem ekki má falla niður í flutningi verksins. Daginn sem lokið var við að hengja allar sýningarmyndirnar upp, var ég svo lánsamur að geta skoðað sýninguna í ró og næði. Mér fannst sýningin vera stórkostleg. Örlagasinfónía mannsins í mynd- um. Boðskapur ljóss og skugga. Við hverja stofu og sýningardeild hljómaði fyrir eyrum mér hið fræga thema eða stef Beethovens úr Ör- lagasinfóníu hans (5. sinfóníunni). — O — Það var eins og hjartsláttur sýn- ingarinnar. Þegar Edward Steichen samdi sína Örlagasinfóníu um manninn í myndum þá gleymdi hann ekki hinni æðstu list, tónlist- inni. Fyrsta mynd sýningarinnar og sú mynd sem er á forsíðu bókarinnar „Fjölskylda þjóðanna" er af hljóð- pípuleikara, sem er að leika á hljóð- pípu sína. Hvað hann leikur heyrir enginn en það verður hver sýn- ingargestur að ákveða með sjálfum sér, nógu er af að taka. Þessi dásamlega mynd af hljóð- pípuleikaranum getur hér táknað alla tónlistarmenn og svipur hans er svo góðlegur að ég held að hann spili fyrir hvern sem er, það sem óskað er eftir. Ég hallaðist að tónlist Beethovens eins og svo oft áður. Kom þá upp í huga mér 9. sinfónía hans. Þá fann ég hvað líkt var með þessum tveim mannvinum, Beethoven og Steichen. Ég minntist lokaþáttarins í 9. sin- fóníu Beethovens þar sem hann tek- ur mannsröddina til hjálpar hljóð- færunum. En áður en það gerist virðist allt vera komið í æðisgengið stríð, það er eins og hver höndin sé upp á móti annarri (ef svo mætti segja) og allt sé í uppnámi. Þá heyrist langt neðan úr undir- djúpum tónanna fagurt og blítt stef, sem stöðugt leitar upp, en á erfitt uppdráttar, þó vinnur það stöðugt á og loks tekst því að komast upp á yfirborðið og syngur þar unaðslega, þrátt fyrir hin stríðandi öfl. Þá lætur Beethoven barítón hrópa: 0 Freude nicht diese Töne sondern lass uns angenehmere anstimmen und freudenvollere. Ó, vinir, ekki þessa tóna, heldur hefjum þægilegri og gleðilegri söng. Síðan syngur kvartett og kór lag Beethovens með undirleik hljóm- sveitarinnar „Söngur gleðinnar" við kvæði Schillers „An die Freude". Hið góða hefur sigrað og allir kraft- ar sameinast í friði og söng til gleð- innar og syngja „Alle Menschen werden Brúder" — Allir bræður aft- ur verða". Edward Steichen endar sína Ör- lagasinfóníu með fagurri mynd af tveim börnum sem leiðast út úr dimmu skógarins móti birtu og sól með von um hamingju og gleði og þeirri trú að ekkert illt sé til. Fyrir friðarhugsjón mannsins er sýning Steichens sterk rödd, sem hrópar til alls mannkynsins: Það er aðeins einn maður í þessum heimi, og nafn hans er allir menn. Það er aðeins ein kona í þessum heimi, og nafn hennar er allar konur. Það er aðeins eitt barn í þessum heimi, og nafn þess er öll börn. Carl Sandburg Svo enda ég þessar hugleiðingar um snillinginn Edward Steichen, sem kynnt hefur manninn fyrir manninum betur og áhrifameira en nokkur hefur áður gjört.“ Kaldal var farið eins og Jóni Stef- ánssyni listmálara, en báðir rituðu einungis eina grein um fag sitt um dagana svo ég viti til en báðar eiga það sammerkt að vera listaverk. Öll ber grein Kaldals þess merki, já, út í ystu fingurgóma, að hér fór maður með óvenju ríka samkennd með lífinu. Maður er með myndum sínum var boðberi lífs og friðar og hann á því á þessum friðarjólum í válegum heimi skilið að nefnast „ljósmyndari friðarins". Ég vil ljúka þessum línum mínum með tilvitnun í Navajo-indíána. Færi vel ef hún gæti orðið samein- ingartákn allra manna hér á jörð, lítið stef er yrði að voldugum kór- söng er hljómaði stranda á milli um alla veröld. Fyrir framan mig friður fyrir aftan mig friður undir mér friður yfir mér friður allt í kring um mig friður. Ég hef valið til birtingar nokkr- ar myndir úr bókinni um Jón Kaldal og af stéttvísi hef ég tínt til alla myndlistarmcnn er ég fann. Finnur Jónsson Svavar Guðnason Órlygur Sigurðsson Jóhannes Kjarval Bragi Ásgeirsson Kristján Davíðsson Guðmundur Einarsson frá Miðdal Ríkharöur Jónsson j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.